Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    2728291234
    567891011

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 1
37. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ráðstefna UNCTAD „Ríku þjóð- irnar“ gagnrýndar Bangkok. AP, AFP. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndi rík- ustu þjóðir heims við opnun ráð- stefnu á vegum samtakanna, UNCT- AD, um viðskipti og þróun í heim- inum, á laugardag. Annan sagði í opnunarræðu sinni að ríku þjóðirnar hefðu spillt fyrir árangri í viðræðum aðildarríkja Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) í Seattle á síðasta ári og að þær héldu aftur af framförum í fá- tækum ríkjum heimsins. Hann kvað það vera á misskilningi byggt að við- ræðurnar í Seattle hefðu farið út um þúfur vegna mótmælaaðgerða. „Við- ræðurnar stöðvuðust vegna þess að ríkisstjómir, einkum stjómir ríku landanna, gátu ekki komið sér sam- an um forgangsatriði sín,“ sagði Annan. „Gefíð upp á nýtt“ Hann hvatti jafnframt til þess að ríkjum heims yrði „gefið upp á nýtt“ og ávinningi hnattvæðingar yrði þannig dreift út til fátækari ríkja. „Getum við ekki reynt að fram- kvæma á heimsvísu það sem öll þró- uð ríki gera innanlands til að aðstoða hémð sem eiga við efnahagslega örð- ugleika að stríða?“ Ráðstefnan er haldin í Bangkok, höfuðborg Taílands, og era fulltrúar frá 190 ríkjum Sameinuðu þjóðanna meðal þátttakenda. AP Kofí Annan flutti tölu við upphaf ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1 Bangkok á laugardag. Aukin markaðs- væðing húsnæðis- kerfísms tímabær 10 AP Fréttamynd ársins að dómi fréttastofunnar Associated Press var tekin í borginni Kukes í Albaníu og sýnir særð- an kosovo-albanskan flóttamann. Höfundur hennar er Claus Bjorn Larsen, ljósmyndari Berlingske Tidende. „Gullfiska- súpa“ hneykslaði Dani Kaupmannahöfn. Reutcrs. DANSKA lögreglan fjarlægði einn af sýningargripum á myndlistarsýningu í bænum Kolding í sfðustu viku eftir að kvörtun barst frá dýravernd- unarsamtökum. Sýningargripurinn, verk listamannsins Marco Evaristti, var gullfískur sem synti um í matvinnsluvél. Kveikt var á vélinni og gátu gestir sýning- arinnar því breytt innihaldi matvinnsluvélarinnar í „gull- fiskasúpu" hefðu þeir á því áhuga. Það var si'ðan, eftir að hafa leitað ráða hjá dýralækni í bænum, að lögreglan ákvað að fjarlægja gullfískinn, en sýn- ingarstaðurinn hefur áður valdið uppnámi með sýningu á rotnandi svínsskrokkum. Ný skýrsla eykur vonir um lausn afvopnunardeilumiar á Norður-Irlandi Farið fram á frekari skýring’ar af hálfu IRA Bclfast, London. AP, Reuters, The Daily Telegraph. LYÐVELDISSINNAR á Norður- írlandi lýstu á laugardag sem tíma- mótum nýrri skýrslu þar sem írski lýðveldisherinn (IRA) lýsir sig reiðu- búinn að hefja afvopnun. Forystu- menn sambandssinna óskuðu á sama tíma eftir því að þau fyrirheit sem gefin eru í skýrslunni verði skýrð nánar. Skýrslan var birt á föstudag af nefnd sem skipuð var til að sjá um af- vopnun deiluaðila á Norður-írlandi, aðeins tæpum tveimur klukkustund- um eftir að Peter Mandelson, ráð- herra í málefnum N-írlands í bresku ríkisstjóminni, undirritaði skjal sem leysti nýskipaða heimastjóm ótíma- bundið frá störfum og færði völd hennar aftur til Lundúna. í skýrslunni segir að fulltrúi IRA hafi íúllvissað meðlimi afvopnunar- nefndarinnar um að IRA muni leita leiða til að leggja niður vopn þegar friðarsamkomulagið frá 1998, sem kennt er við fóstudaginn langa, verði að fullu komið til framkvæmda. Einn- ig er gert að skilyrði fyrir afvopnun að „orsakir ófriðarins" verði fjarlægðar. Nefndin fagnar sáttaviðleitni IRA og telur hún að raunhæfar líkur séu á að samkomulag náist um lausn af- vopnunardeilunnar svokölluðu. Deil- an hefur staðið frá því í fyrrahaust og hlaust af tregðu IRA við að láta af hendi vopn sín eins og friðarsam- komulagið gerir ráð fyrir. Viija skýrari svör frá IRA Sambandssinnar og bresk stjóm- völd lýstu eftir skýrari svörum frá írska lýðveldishemum um hvort og hvenær liðsmenn hans hygðust hefja afvopnun. Itrekuðu sambandssinnar að yfirlýsingar Irska lýðveldishersins væm ekki nóg og að þeir vildu sjá að IRA sýndi viija sinn í verki. David Trimbie, oddviti heima- stjómarinnar og formaður stærsta flokks sambandssinna, UUP, sagði á fundi með fréttamönnum að farið yrði ofan í saumana á skýrslunni en að ekki væri að fullu ljóst hvað IRA ætti við með yfirlýsingum sínum. Hann sagði að IRA þyrfti að gera skýra grein fyrir því hvort, hvenær og hvemig afvopnun yrði framkvæmd til að sættir næðust. Peter Mandelson kvaðst fagna yfir- lýsingum IRA en að skýrslan léti mörgum spumingum ósvarað varð- andi framkvæmd afvopnunar. „Við verðum að fá skýra skuldbindingu af hálfu IRA um afvopnun. Slika skuld- bindingu höfum við ekki fengið enn,“ sagði Mandelson. Lýðveldissinnar hafa sakað Mand- elson um að hafa, með því að leysa heimastjómina frá völdum, látið und- an hótunum Trimbles um afsögn. Ljóst er að ákvörðun breskra stjóm- valda kom í veg fyrir að Trimble þyrfti að segja af sér sem oddviti heimastjómarinnar, líkt og hann hafði heitið samflokksmönnum sínum á síðasta ári ef svo færi að lýðveldis- sinnar stæðu ekki við sinn hluta frið- arsamkomulagsins. ■ Stendur á IRA/6 r---------------- i Sumarhúsa- eigendur á Spáni Alicante um Madrid fyrir aðeins 32.500kr* Beint flug tdl Madrid alla mánudaga fiá 12. júní tfl 4. sept *Innifálið: flug báðar leiðir og flugvallarskattar. www.icelandair.is 0/00 ICELANDAIR m MORGUNBLAÐH) 13. FEBRÚAR 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 37. tölublað (13.02.2000)
https://timarit.is/issue/132587

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

37. tölublað (13.02.2000)

Aðgerðir: