Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1963, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1963, Blaðsíða 1
Þáttur dr. Hannesar um Geir bisTcup er 37 þéitskrifaöar síöur, og veröur því hér aö stikla á stóru. Þá er Geir Vídalín kom frá háskól- anum, fékk hann meðmæli frá kanzelí- inu um að fá Breiðabólsstað í Vestur- hópi, þá er hann yrði laus, en eftir því beið hann ekki og tók Seltjarnarnes- þing. Árið 1796 hafði séra Geir ákveðið að sækja um Staðastað, en til þess kom ekki, því konungur skipaði hann biskup. Vígsla Ceirs hiskups 3. julí 1797 ntar Geir Sigurði biskupi (á Hólum) og skýrði frá því, að kon- ungur hefði boðið og leyft, að biskup- ai- á íslandi þyrftu ekki framar að E G A R dr. Hannes heitinn Þorsteinsson kvaddi þennan heim, á útmánuöum árið 1935, lét hann eftir sig handrit, er síöar var bundið í 63 allþykk bindi og gefiö nafniö „Ævir læröra manna“. Hann haföi um langan aldur haft í takinu hátt á þriöja þúsund manns. Hann rannsakaði heila sali fulla af skjalabögglum og þykkum embættisbókum, og hverja nýja vitneskju, sem honum áskotn- aöist. setti hann aftan viö þann fróö- leik, sem hann hafði áöur dregiö sam- an um hvern og einn. Sem betur fór reyndi Hannes aldrei aö vinna úr þessu ritverki í heild, því þá heföi hann dagað uppi meö verkið í miöjum klíö- um, en hann dró efniö á land og bjarg- aði því undan sjó. Rit þetta minnir helzt á geysimikinn reka, sem stór- brim hefir boriö upp á fjörukamb. Þama er engum trjám raöaö, en hver spýta er úr kjörviði. Þetta ritverk hefir veriö lokaöur fjársjóöur fyrir aöra en örfáa fræöi- menn, en óhjákvœmilega hlýtur aö því aö drgga, að þaö veröi gefið út í heild. Þaö liefir líka sýnt sig í islenzkri bóka- útgáfu, aö islenzkir lesendur sækjast fneira eftir þjóðlegum fróöleik en nokkru ööru lestrarefni. Þeir finna skyldleikann, þetta er blóð af þeirra blóöi. En hér er vandamál á feröum, sem ýmsir hafa brotið heilann um. Eitt er víst, ritinu má ekki breyta, þá yröi þaö aldrei ósvikiö frumrit. Einstákar Oeir Vídínm. Ceir hiskup VídaSín málsgreinar vœri hins vegar nauösyn að skilja aö og fœra i sem réttasta .tímaröö. Hannes vann að þessu mikla riti frá árinu 1912 og til dauðadags og notaöi hverja stund, sem gafst frá öörum störfum. Síðan hefir hér á landi oröiö meiri breyting á, en þekkzt hefir í vorri sögu. Nú þykir sjálfsagt að önn og umtoun haldizt í hendur, bess vegna er ólíklegt, að ritverk, hliöstætt Ævum lœröra manna, veröi framar unnið í voru þjóölífi. Þar sem nœr 28 ár eru liðin frá láti dr. Hannesar, er meir en mál til þess komiö að gefa almenningi örlítiö sýn- ishorn úr þessum nœgtábrunni, en þar sem af svo miklu er að táka, á sá kvöl, sem á völ. — Viö þessa fyrstu tilraun hefir Geir biskup Vídálín oröiö fyrir valinu, einhver ástsælasti biskup, sem setið hefir á biskupsstól á íslandi. Tvo biskupa hefir íslenzk álþýða sœmt tign- arheitinu „hinn góöi“, Geir og Guö- mund Hólábiskup. Tvennt áttu þeir líka sameiginlegt, kœrleikann til állra bágstaddra og umkomulausra, og hitt, aö hvorugur þeirra sá fótum sínum forráð á veraldarvísu. Nokkrar skýringar fylgja þessu efni, þær sem ekki eru teknar beint frá Hannesi, eru prentaöar meö sérstöku letri. Mörgum tilvitnunum í heimildir er sleppt. Helzfu cÉviafriði Geirs biskups Geir var fœddur aö Laufási viö Eyjafjörö áriö 1761. Hann var syst- ursonur Skúla fógeta, en sonur séra Jóns Vídálín, sem var sonarsonur Páls lögmanns. Tekinn var hann í Hólaskóla 177lf; stúdent 1780. Lauk prófi í mál- frœöi viö háskólann í Kaupmanna- höfn 1784, en emtoœttisprófi t guö- frœöi 1789. Dvaldi nœstu tvö ár hjá Skúla frœnda sínum í Viöey. Dóm- kirkjuprestur varö hann í Reykjavík 1791. en sat á Lambastööum á Sel- tjarnarnesi. Kvaddur 1797 til biskups í Skálholtsbiskupsdœmi, en varð bisk- up alls landsins, er Hólastóll var lagð- ur niður 1801. Fluttist til Reykjavík- ur 1806. Kvœntist 1792 Sigríði Háll- dórsdóttur, prests í Hítardál, Einns- sonar. Af fjórum sonum beirra hjóna komst aöeins einn upp. Geir biskup dó hér í Reykjavik árið 1823. Dr. Hannes Þorstcinsson. sækja vígslu til Hafnar, heldur vígj- ast af biskupi hér innanlands, og mælt- ist Geir því til, að Sigurður biskup veiti sér hana, og ætli hann í því skyni að leggja af stað norður í vikunni 17.— 22. júlí, og óskar að vígslan geti farið fram hinn 30. s.m., sem og varð......... Um 6.—7. ágúst hefur Geir komið suð- ur og tekið við embættinu. Allýtarleg skýrsla um vígslu Geirs biskups á Hóium, hvernig hún fór fram og hverjir voru viðstaddir, með hendi Halldórs Hjálmarssonar, er í Þjóðskjala- safni. Á sama stað eru ljóðmæli, fagn- aðarljóð, „Þrír íslands gimsteinar, þrír Vídalínar" etc., virðist orkt af sér Þór- arni Jónssyni, síðar í Múla. 14. september 1797 sótti Geir biskup til konungs, að honum yrði veitt ókeyp- is skipunarbréf hans fyrir biskupsdæm- inu, en það átti að kosta 258 rd., og vitnar í, að fyrirrennarar sínir hafi fengið slík hlunnindi, og að auki 3—400 rd. styrk til sinnar veru erlendis, er þeir íóru að sækja biskupsvígslu, kvaðst hafa komið örfátækur og skuldugur frá háskólanum eftir langa dvöl, þjónað allgóðu meðalbrauði nokkur ár, en verið svo fjarri því, að hafa nokkuð afgangs. af kostnaðinum við hið fjölmenna heim- ili sitt, að hann hafi orðið að lána pen- inga að nýju til þess að geta haldizt við, sé honum því alls ekki unnt að innleysa þetta dýra veitingarbréf. Kon- ungur losaði hann við þetta gjald með úrskurði 15. nóvember s. á. Hýtf biskupssetur Biskup sœkir fyrst um Elliöavatn, síöan um Bessastaöi og loks um Viö- ey, en þá kom., svo sem vœnta mátti. við hjartaö í Magnúsi Stephensen. 21. september 1797 ritar biskup kanz- elíinu bréf, að Bessastaðir muni hentug- ast biskupssetur, en þangað til þeir losni kveðst hann hafa falazt eftir Ell- iðavatni sem bújörð og muni flytja þangað á næsta vori, því að til Reykja- víkur sjái hann sér ekki fært að flytja, því þar sé engan kofa til leigu að fá, auk þess sem þar sé svo afardýrt að vera. En 1200 rd. er ætlaðir hafi verið til byggingar biskupsseturs í Reykjavík muni ekki hrökkva langt til þess, en á Elliðavatní lofar biskup að byggja sæmilegt hús, ef hann fái 4—500 rd. af þessum 1200 rd. 16. marz 1802 leggur biskup til við rentukammerið, að Bessastaðir, sem þá séu lausir við lát Vibes amtmanns, verði gerðir að biskupssetri, og ætlaði þá biskup að flytja sig þangað, kveðst 1797 hafa sótt um að fá annaðhvort Elliðaavtn eða Bessastaði, og yrði.þetta svo margfalt ódýrara en að reisa nýjan biskupsbústað, er mundi kosta 6000 rd., kvaðst hafa 48 rd. þóknun árlega sem húsaleiguuppbót. En þessu var ekki sinnt. Árið 1813 sótti Geir biskup um að fá Viðey til ábýlis, en var neitað. í bréfi til Bjarna Þorsteinssonar (amtmanns) 25. júlí 1814 segir Magnús Stephensen „að biskup sæki enn fastar að, að ná Viðey en árið áður, og Stefán Þórarins- son styðji mál hans með honum og gegn sér, eins og fyrr. En svo spyr M. St.: „En hvað hef:r biskup að gera með þá jörð, maður sem aldrei hefir tíma, er efnalaus og hefir ekkert vit á búskap, er drykkfelldur, lasburða og að líkind- um bráðum dauður?“ Fjárhagsvandrœði biskups öldin byrjaöi illa, með hafís, greus- bresti, hungri og hallœri. og enda þótt biskup viröist í fljótu bragöi hafa búiö viö góö launákjör, ber þess að gœta, aö á þessu tímabili haföi orðið hrein efnáhagsbylting liér á landi. Styrjöld haföi geisaö í Noröurálfu og Danir dregizt inn í hana. Afleiðingin varð sú, aö vöruverð rauk upp úr öllu váldi, samtímis hruni hins danska gjáldmiö- ils. Þetta ástand breiddist auðvitaö út til tslands. Þaö kom minna við útvegs- bœndur og aöra framleiöendur en tómt- húsfólk, sem lifði á snöpum, átti við hungur aö bua, og hin mesta óáran gekk líka yfir embœttismenn, sem fengu laun sín greidd í hríðfallandi seölum. sem kaupmenn vildu helzt ekki líta viö. Hungurdauði varö aö vísu ekki hér í bæ eöa nágrenni, eins og fyrir norðan, en .,fólk gekk um, ná- bleikt eins og vofur af nœringarskorti", eins og Geir bisup komst aö oröi í bréfi. Það var ekki fyrir mann meö hans hjartálagi aö horfa á slíkt ástand, án þess aö hjálpa og líkna, meöan einn eyrir hrökk, en svo hlaut aö fara, að þetta reiö fjárhag þeirra biskupshjóna aö fullu. Fólk settist upp hjá Geir, auk gang- andi aesta. í þvi eldhúsi var jafnan veriö aö malla on pottar á hlóðum. Framhald á bls. 12.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.