Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1963, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1963, Blaðsíða 3
(Lokakafli bókarinnar „The Human Comedy") Eftir William Saroyan Halti hermaðurinn kom með sömu lest og flutti þá Danny Booth og Henry Rife heim til Iþöku. Hann steig af lestinni og reikaði út í bæinn. Hann haltraði hægt áfram, horfði á allt, sem fyrir augu bar, og „talaði" við sjálfan sig. „Þetta er íþaka. Þarna er Santa Fe-stöðin, og þarna hvelfist blár himinninn yfir bæinn. Þarna er Kinema-kvikmyndahúsið og löng biðröð af dásamlegu fólki fyrir framan það. Þetta er almennings- bókasafnið — og þarna er bæjar- kirkjan, gagnfræðaskólinn og í- þróttavöllurinn. Þarna er Santa Clara gatan og markaðstorgið hans Ara — og þarna er húsið! Þarna er það. Þar á ég heima! — Og halti bermaðurinn stóð lengi í sömu spoium og virti húsið fyrir sér. — Mamma og Bess, hugsaði hann, — Hómer og Ulysses. Og í næsta húsi býr Mary og pabbi hennar, mx, Arena. — Engin orð. Þetta bærðist bara allt ein- hvern veginn innra með honum. — íþaka — ó íþaka! Og hermaðurinn hélt áfram. — Hér er dómshússgarður- inn — og þarna bæjarfangelsið, með alla fangana úti í glugga. Og — þarna eru tveir menn 'í skeifukasti. Hermaðurinn haltraði hægt í áttina til mannanna og hallaði sér upp að vír- girðingunni umhverfis garðinn. Hómer Macauley og Tómas Spangler köstuðu skeifunum þegjandi, og töldu ekki einu sinni stigin. Það var í rauninni orðið of dimmt, en þeir félagar létu sig það engu skipta. Hómer hrökk við, þeg- ar hann kom auga á hermanninn, sem hallaði sér upp að girðingunni. Honum tfannst einhvern veginn strax sem hann kannaðist eitthvað við þennan hermann og gekk þvt í áttina til hans og horfði beint í andlit hans. — Fyrirgefðu, að ég horfi svona á þig, sagði hann — Mér fannst endilega, að ég þekkti þig. — Allt í lagi, sagði hermaðurinn vin gjarnlega. — Langar þig að vera með í skeifu- kasti? spurði Hómer þá. — í>ú getur kom ið í staðinn fyrir mig — ég nenni þessu varla lengur. Annars er nú orðið nokkuð dimmt. — Nei, þakka þér fyrir, sagði hermað urinn. — Haldi, þið bara áfram. Eg ætla að horfa á. — Eg held, satt að segja, að ég hafi aldrei séð þig áður, sagði Hómer þá. — Áttu annars heima hérna í íþöku? — Já, sagði hermaðurinn, — og nu er ég kominn aftur heim. — Þú átt við, að þú þurfir ekki að fara í stríðið aftur? sagði Hómer spyrj- andi. — Einmitt. Þeir hafa sent mig heim fyrir fulit og allt. Eg kom með lestinni fyrir nokkrum klukkustundum og hef 6íðan gengið um bæinn til þess að skoða allt aftur. — Nú, en hvers vegna ferðu ekki heim til þin? spurði Hómer. — Viltu ekki, að fjölskyldia þín fái að vita, að þú ert kominn aftur? — Jú, ég setla að fara heim, anzaði 'Sgzrgz^ - hermaðurinn. — Auðvitað vil ég, að fjölskyldan viti, að ég er kominn. Ég fer rétt strax heim, en fyrst ætla ég að skoða eins mikið af bænum og ég get — það verður aldrei of mikið. Eg get varla trúað því, að ég sé kominn heim. Já, nú ætla ég að ganga svolítið lengur um — og fara svo heím. . Hermaðurinn haltraði leiðar sinnar, og Hómer Macauley starði á eftir honum með undrunarsvip. — Eg er hálfhissa, sagði hann og sneri sér aftur að Spangler. — Mér finnst endilega, að ég þekki þennan mann. Mig langar ekki til þess að halda áfram leiknum, mr. Spangler, sagði hann svo — og bætti við: — Hvað á ég nú að gera? Hvað á ég að segja þeim? Þau bíða eftir mér heima núna — ég veit það. Eg var búinn að segja þeim, að ég ksemi heim fyrir kvöldmat. En hvern ig get ég nú farið heim og hitt þau öll? Þau munu vita allt um leið og þau sjá mig. Eg get ekki sagt þeim það — en samt munu þau vita það undir eins, þeg ar ég kem heim. Spangler lagði handlegginn yf*r herð ar Hómers. — Bíddu svohtið, sagði hann — Farðu ekki heim alveg strax. Þú skalt nú setjast hérna dálitla stund. Þetia tekur sinn tíma. Þeir settust þegjandi niður á bekk í garðinum. Eftir nokkra stund sagði Hómer: —» Eftir hverju er é^ annars að biða? — Þú ert að bíða eftir því, að sá hluti bróður þíns, sem lifir innra með þér, deyi einnig. Það særir þig núna —• um stund — en vertu rólegur. Þegar sársaukinn breytist í dauða og hverfur, mun þér verða léttara í hug en nokkru sinni fyrr. En það tekur dálítinn tíma. Jafnvel alltaf, meðan þú lifir, mun þetta endurtaka sig aftut o? aftur — en í hvert skipti mun það færa þig nær því bezta, sem býr i öllum mönnuan. Vertu aðeins þolinmóður um stund, og þá muntu brátt geta farið heim, án þess að finna til dauðans. Gefðu tilfinningun um tíma til að sefast. Eg skal sitja hérna hjá þér, þangað til sársaukinn er horfinn. — Já, mr. Spangler, sagði Hómer. Og ritsímastjórinn og sendisveinninn sátu hlið við hlið í garði dómshússins í íþöku — og biðu. Strengir hörpunnar í Macauleý-hús- inu sendu frá sér huggunarrika hljóma. Andlit stúulkunnar, sem strauk hörpu- strengina, var geisiandi og ástúðlegt — og hjarta hennar saklaust og gott. Ungi maðurinn sat á útidyratröppunum Hann var hermaðurinn — drengurinn, sem var kominn heim í bæ. sem hann hafði aldrei séð. En hann var heima. fþaka var raunverulega fæðingarstaður hans. I þcícu ^1'10' hafði hann alizt upp — fjölskyldan fyrir innan dyrnar var hans fjölskylda. Skyndilega gægðist Ulysses Macauley út um opnar dyrnar og benti út. Bess, systir hans, fór fram til þess að gá, hvér væri kominn. Síðan sneri hún sér að móður sinni og sagði: — Mamma, það situr einhver á úti- dyratröppunum. — Jæja, sagði frú Macauley. — Farðu fram, Bess, og bjóddu honum inn — hver svo sem hann nú er. Þú barft ekki að vera neitt hrædd. Og Bess Macauley gekk út á tröppum ar. — Viltu ekki koma inn fyrir? sagði hún við hermanninn. — Mömmu þætti gaman að sjá þig. Hermaðurinn leit seinlega við og horfði á stúlkuna. Hann talaði hægt og rólega: — Bess, seztu hérna hjá mér. Seztu niður við hliðina á mér, þangað til mér er orðið rórra og ég get staðið á fætur. Núna skelf ég allur á beinunum, og ef Framhald á bls. 11 Úr Ijóbarlokknum Vor úr vetri •11 // Eftir Matthías Johannessen Þú felur draum þinn dagsins þungu önn i dularfullu myrkri birtist hún þín ijúfa minning, land með slegin tún og ljósan dag sem gróf þitt vor úr fönn; þitt græna vor það leynist bak við Ijóð og iiðnir dagar hverfa í svarta nótt, koma ei aftur, annarlega hljótt að ósi rennur stolt þitt heita blóð; • samt vex og dafnar víðihrísla græn og veröld þín er land á nýjum kjól, ó heiða land, sem lýsir enn af sól og lifir L þér þögult eins og bæn; blánar af nýjum degi sær við sand síungri þrá, að brotna við sitt land. 6. tölublað 1963 — LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.