Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1963, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1963, Blaðsíða 9
VARLA opnar maður svo erlent fréttablað, að ekki blasi við mynd af John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna — og þá gjarnan í fylgd með eða á tali við einhvern kunnan stjórnmálamann (raunar líka mjög algeng sjón í ís- lenzku dagblöðunum). — En forset- inn á einnig sína ,,óbreyttu“ einka- vini — menn, sem ekki eru á odd- inum í stjórnmálalífinu, og sjást því sjaidnar á síðum fréttablaðanna. Einn slíkur — og líklega nánasti kunn- • ingi og vinur forsetans — starfar hvers- dagslega í austurálmu Hvíta hússins, en þegar forsetinn sér sér færi á að sleppa frá skyldustörfunum stund og stund og slaka á þeirri spennu, sem hvílir óhjá- kvæmilega á Ieiðtoga Bandaríkjanna á þessum síðustu og erfiðustu tímum, þá. hringir oft síminn á skrifborði þessa vinar hans, David Francis Powers, og hann svarar oft t.d. eitthvað á þessa leið: „Halló ... f sund ... Fínt!... Já, ég kem eftir andartak. Blessaður á með- an“. I sundlauginni Otj svo ýtir Dave — eins og hann er nefndur I daglegu tali af kunningj- um sínum — skjölunum frá sér: „Smá sundsprettur — svei mér vel þegið í þessari mollu!“ Og svo hraðar hann sér út um skrifsfcofudyrnar, raulandi fyrir munni sér. — Það eru sjaldnast neinir viðstaddir, þegar þeir félagarn- ir steypa sér í sundlaug Hvíta hússins, en þeir synda vanalega báðir nokkra spretti — og setjast s'ðan niður. og spjalla saman eins og kunningja er sið- ur, um allt milli himins og jarðar, en e.t.v. ekki hvað sízt um úrslit knatt- leikanna í sl. viku. Og svo veðja þeir stundum um úrslit leikanna í næstu viku. Þannig líður tíminn, þangað til skyldan kallar og forsetinn verð- ur aftur að hverfa til starfa. Áður en þeir skilja, hafa þeir oftast líka rætt um verkefni forsetans, sem fyrir liggja — en Kennedy tekur mikið tillit til ráðiegginga Daves, vinar síns . Unir glaSur við sitt Dave Powers er 49 ára gamall, uppruninn í Boston, en af írskum ætt- um — eins og Kennedy. Hann er meist- ari í samræðum og mjög góður sögu- maður, ákafur áhugamaður um hvers ikyns íþróttir — næstum sérfræðingur á því sviði; einkum er hann þó fróður um hvaðeina, sem við kemur „þjóðar- íþijtt“ Bandaríkjamanna, „baseball“. Þar er forsetinn einnig mjög vel heima O'- fylgist með af áhuga, Svo að þeir tf. agarnir hafa alltaf um nóg að tala — aldrei skortir umræðuefni. Þessi þægilegi vinur forsetans á ekki neina sérstaka framadrauma, gengur ekki með nein embætti „í maganum" — en unir glaður við sitt. Þar eð þeir, sem til þekkja, telja, að Dave væri opin leið að hækka í tign (vegna þess, ihve forsetinn hefir miklar mætur á (honum), líta sumir á hann sem hálf- gerðan furðufugl og sérvitring — en það mun þó ekki sízt vera þessi skort- ur á metnaði, sem veldur því, hve af- burðavinsæll hann er meðal starxs- sér tölur varðandi úrslit leika síðustU tuttugu — þrjátíu ár. Annars var hann ekki hvað sízt þarna kominnn til þess að gæta forsetans fyrir „villuráfandi“ boltum, sem annars hefðu getað hitt leiðtogann í andlitið — því að oft ber við, að bolti tekur aðra stefnu en hon- um er ætlað. — Einn slíkur kom líka þjótandi fyrr en varði og fór aðeins nokkur fet frá sæti forsetans. Skæðar tungur sögðu reyndar, aö Dave hefði beygt sig niður, eins og allir aðrir í stúkunni — en hann harðneitar slíkri sakargift sjálfur. „Ég fylgdi boltanum eftir með aug- unum allan fcímann, og beygði mig aldrei niður“, segir hann við hvern, sem spyr um sannleiksgildi sögunnar. Og hann er hreykinn af því, að félagar hans í kránni hans heima í Bosfcon sýndu traust sitt á honum með því að sfcofna klúbb, er ber nafn hans: „The Dave Didn’t Flineh Club“. — Stundum heyrir hann líka frá „strákunum heima“ af öðrum ástæðum. („Ég hefði aldrei getað ímynd að mér, að til væru svo margir póst- berar, sem langar til þess að verða póst- meistarar", segir hann í gamni.) Kynntust fyrst 1946 Við opnun „baseball“-leiktímabilsins í apríl 1962. Þeim Dave og Kennedy er það sanniginlegt, eins og fleira, að vera miklir áhugamenn um þennan þjóðarknattleik Bandarikjanna — og Dave var á yngri árum fær „baseball“- spilari. Dave Powers — ójbekkti maðurinn, sem John F. Kennedy kýs helzt oð eyða fri’nma sinum með. liðs Hvítá hússins. Engrar öfundar gætii í hans garð, þótt hann virðist í svo miklu uppáhaldi hjá forsetanum — og eyði sennilega meiri tíma með honum en nokkur annar starfsmaður í Hvíta húsinu eða ráðuneytunum. Dave hefir allfcaf eftirlætisbækurnar sínar í skjalatöskunni. Þar er að finna titla eins og: „The Jack Dempsey Story", „Tennis“ og „Wet Fly Fishing“ — og að sjálfsögðu eintak af bók vinar hans, forsetans, „Hugprúðir menn“ (Profiles in Courage). „Davc Didn't Flinth Club" C O amkvæmt „siðabókinni", er Dave Powers „persónulegur aðstoðarmaður forsetans" — og starfar í samræmi við það, oft eins konar „dyravörður", þ.e. tekur á móti gestum forsetans — og hefir ofan af fyrir þeim, þegar Kennedy á mjög annríkt og getur ekki sinnt viö- komtandi gesti strax. Dave heilsar öllum með sömu alþýðlegu kveðjunni: „Hi, pal!“ (egl.: „sæll kunningi"). Ef gesturinn þarf að biða eitfchvað að ráði, sér Dave um það, að honum sé borið kaffi — og segir þá viðkomandi gesti jafnframt einhverja af sínum léttu sögum til þess að „stytta tímann“. — Og þegar að því kemur að leiða gest- inn inn til forsetans, kynnir Dave hann — oft hnyttilega og ekki alltof hauo- lega. Til dæmis minnast menn þess enn með ánægju, pegar Dave vísaði Harold Macmillan, forsætisráðherra Bretlands, inn til forsetans. Þá tillcynnti hann hátt og snjallt: „Herra forseti — má ég kynna Mr. Macmillan, stærsta nafnið í Bret- landi“. Já, Dave syndir með forsetanum — nær því á hverjum degi — snæðir oft með honum kvöldverð, einkum þegar forsetafrúin er ekki heima; þeir fara saman til kirkju, Dave ferðast með for- setanum, og stundum á kvöldin horfa þeir saman á sjónvarp í forsetaíbúð- inni eða kvikmynd í kvikmynadsal Hvíta hússins. „Ef þið sjáið forsetann í félagsskap Daves, er öruggt að hann umr ser vel“, sagði nýlega einn af ráðgjöfum Kennedys. Enda þótt andlit Daves sé kunnugt öllum í Hvíta húsinu, vita fáir lanaar hans utan þess, hvern við er átt, ef nafn hans er nefnt. Þó fékk hann dá- litla „auglýsingu" í apríl s.l. við opn- un „baseball“-leiktímabilsins. Dave sat hið næsfca forsetanum og þuldi upp úr Powers heilsar dr. Konrad Adenauer, kanslara Vestur- Þýzkalands. Einum af mörgum, sem hann hefir tekið i liöndina á, sem „dyra vörður“ Kennedys. Hið nána samband Daves vf5 Kennedy (sem þá var ekki orðinn for- seti) hófst árið 1946 og hefir hann þann- ig verið í nánum tengslum við Kennedy lengur en nokkur annar aðstoðarmað- ur hans, nema e.t.v. Timothy Reardon (er nú gegnir störfum sem eins kon- ar tengiliður forsetans og annarra helztu manna og stofnana framkvæmdavalds- ins). — Á fyrrgreindum tíma (1946) var Dave nýlaus úr flughernum, en í honum hafði hann þjónað í styrjöld- inni, m.a. í Kína, Burma og Indlandi. Hann átti nú heima á efstu hæð sam- býlishúss í Charleston-hverfinu í Boston. Einn góðan veðurdag var drepið á dyr hjá Dave — og var þar kominn ungur fram'bjóðandi demókrata til þjóðþings- ins, og erindið var að biðjast liðsinnis Davids Francis Powers, sem honum hafði verið sagt, að væri manna kunn- ugastur og vmsælastur í hverfinu. Dave ■sótti fimm guðsþjónustur á hverjum sunnudegi, lék í baseball-liði hverfis- ins — og, síðast en ekki sízt, hann hafði stundað blaðasölu þar árin fyrir styrjöldina. Engin furða, þótt hann væri kunnugur í hverfinu, enda segir hann sjálfur: „Ég þekkti eiginlega alla í ná- grenninu.“ Hjálp, sem munaði um Og Powers hjálpaði Kennedy hin- um unga — svo um munaði. E.t.v. hef- ir hann ekki átt hvað minnstan þátt- inn í hinum fyrsta glæsilega kosninga- Framhald á bls. 13. 8. tölublað 1963 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.