Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1963, Blaðsíða 16
r
AveiSarfæraráðstefnu FAO,
sem haldin verður í
London í komandi maímánuði,
munu verða miklar umræður um
það, hve stórt hlutverk flot-
vörpunnar verði framvegis í
fiskveiðum heimsins. í þessari
grein ræðir þýzki sérfræðingur-
inn, A. von Brandt,"* prófessor,
framtíðarhlutverk þessarar vörpu
og spáir nánari samvinnu við
vísindamenn, í þeim tilgangi að
nota þekkingu þeirrá á háttalagi
fiska til þess að auka veiðina.
Á síðustu tíu árum hafa margar
tilraunir verið gerðar til að finna
upp vörpu, sem geti fiskað á hálfu
dýpi, þ.e. mitt milli b-otns og sjáv-
aryfirborðs. Ein hin kunnasta þess-
.............. -
m t ís
T..*•*
rjj
■•■n.* ’w&ðm i
Myndin til vinstri: Skipstjórinn fylg-
ist stöðugt með fisktorfunum meðan
togað er. Xil hægri: Með sérstökum
útbúnaði er hægt að láta hreyfingu
vörpunnar koma fram á dýptarmælin
um. Neðst sést botninn, í miðjum. sjó
sést varpan og lengst til vinstri á
myndinni sést, að hún fyllist af síld.
og framtíðarhlutverk hennar
EINN BÁTUR
ÆSKILEGRI
ara veiðarfæra er sú varpa, sem
notuð hefur verið í Danmörku
við veiðar á síld og fiskum, sem
ganga í stórum torfum, oft langt
frá botni, og þessar tilraunir hafa
leitt til nýstárlegra veiða, sem eru
óháðar sjávarbotninum. Enda þótt
varpa þessi væri upphaflega ætluð
smábátum, sem vinna tveir og tveir
saman, er hún nú notuð á smátog-
urum, 100—150 tonn á stærð, með
390—600 ha. vélarafli, og hefur meira
að segja nýlega verið no-tuð með góð-
um árangri á úthafstogurum af 650
br. tonna stærð og með 1200 ha. vél-
arafli. (Mynd að neðan). Síld-hefur
verið veidd í allt að 300 m dýpi og dag
leg veiði orðið í sumum tilvikum
allt að 1000 körfum (50 tonnum).
TT veggja-báta veiðin er ekki
annmarkalaus. Enda þótt hægt sé að
veiða þannig í talsverðum vindi,
allt að 7 vindstigum, getur þoka og
myrkur gert sambandið milli bát-
anna erfitt. Auk^þess kemur mann-
legt eðli hér við sögu, því að erfitt
getur verið að finna tvo skipstjóra,
sem geti verið vel samtaka, þar eð
fiskimaður er í eðli sínu einstak-
lingshyggjumaður — ekki sízt á
stórum togurum. En fullkomin sam-
vinna er nauðsynleg við veiðar eins
og þessar.
f þessum ástæðum geta veið-
ar með einum báti oft orðið æski-
1-egri (Myn-d að neðan). Aðferðin er
svipuð í báðum tilvikum; dýpt vörp-
unnar er stjó-rnað af lengd togvíranna
og hraða skipsins með tilliti til sjáv-ar
ins. Á tveggja-báta veiðum má líka
stjórna dýptinni með því að breyta
fjarlægðinni milli bátanna.
Samanburðartilraunir við veiðarn-
ar haía leitt í ljós, að vænta má
betri afla með tveggja-báta aðferð-
inni, þar eð tveir bátar geta dre-gið
opvíðara net en einn, sömu tegund-
ar og hestaflafjölda. Engu að síður
hefur eins-báts aðferðin gefið góða
raun, jafnvel hjá skuttogurum við
þorskveiðar í íshafinu, þegar tveggja-
báta veiði var óframkvæmanleg.
Við venjulegar botnvörpuveiðar
er varpan oft höfð úti, enda þótt
alls ekki votti fyrir neinum fis-ki á
bergmálsmælinum, af því að skip-
stjórinn getur treyst ýmsu öðru, svo
sem eðli botnsins og fyrri reynslu.
En við hálfdýpisveiðar er nauðsyn-
legt að verða var við nægile-gan fisk,
áður en vörpunni er kastað; torfu-
fiskur gerir betur vart við sig og
nauðsynlegt er að vita um dýpt torf-
unnar og beita svo netinu samkvæmt
þvi. En aðrar fiskte-gun-dir má finna
í stórum torfum, á ýmsu dýpi og á
grýttum botni. Þegar hafa veiðzt
síld, þorskur og karfi í flot-
vörpu, en makríll, saröinur upsi og
kolmúli eru eða verða veidd á sama
hátt- Jafnvel kola má ve-iða í ríkum
mæli með þessum veiðarfærum.
HÆTTIR FISKANNA
A ukinn áhugi á fiskveiðum í
úthöfum hefur leitt af sér nánari
athugun á háttum fis-ka. Til dæmis
hafa menn komizt að því, að síldin
er ekki ein um það að flytja sig
daglega frá botni upp í miðjan sjó
eða upp að yfirborði — þetta getur
einnig átt við aðrar tegundir. Athug-
anir á þéttleika torfa-nna leiddu ekki
einasta í ljós, að þétt torfa var væn-
legri til góðrar veiði — sem var
ekki nema eðlilegt — heldur var ann-
að atriði, kallað „torfuþrýstingur“,
fyrir hendi í þéttum torfum og hafði
áhrif að háttalag fiskanna.
Fiskar geta haft mismunandi hátta-
lag á ýmsum tímum dags, bæði
hvað snerlir hreyfin-gu og einnig í
sambandi við át og hrygningartíma.
Fjör þeirra eða fjörleysi eru atriði,
sem fiskimenn gætu haft gagn af að
kynna sér, og hagað veiðiaðferðum
sínum eftir því. Þessi athugun er
þegar mjög notuð í sambandi við
sildveiðar, og það er trúlegt, að hún
muni einnig verða færð út til ann-
arra fiskte-gunda í fram-tíðinni-
TILRAUNIR
T
JL ilraunir hafa sýnt, að jafnvel
þótt ne-tinu sé sökkt hæfilega djúpt
í torfuna, getur aflinn orðið lélegur.
Út frá því, sem við höfum lært af
reynslu okkar með bo-tnvörpur og
eins af ne-ðansjávar-kvikmyndum, er
ennþá meira áríðandi að forðast
truflanir við hálfdýpisveiðar, þar eð
fiskurinn getur sloppið niður á við.
Þess vegna er það æskilegt, að tæk-
in til að sýna netdýpt ge-ti jafnframt
sýnt stöðu torfunnar í netopinu, líkt
og á sér stað við höfuðlínumælinn
(Mynd að ofan). Þó er þetta enn
ekki nóg, því að enda þótt fiskinn
megi sjá í netopinu, getur hann
tapazt fyrir ónógan toghraða, og
jafnvel sloppið gegn um stóra
möskva í belgnum eða efsta hluta
netsins, ef þessir möskvar eru með
óheppilegu lagi.
S AMVINNU
E R Þ Ö R F
Hálfdýpis-togveiðar með einn
eða tvo báta um hvert net geta orð-
ið upphafið að nýjum veiðiaðferð-
um í náinni framtíð, en þar fyrir
má ekki skoða það sem „vélræna
uppskeru", eins og botnvörpuveið-
arnar eru orðnar. Stöðugt eftirlit
verður að hafa með stöðu netsins, en
svo verður skipstjórinn einnig að
hafa hugann við háttalag fisksins,
sem h-ann von-ar að veiða (Mynd að of
an). Til þess að breyta til yfir í svona
veiðar, frá strandveiðum smábáta og
í áttina til djúpveiða, þarf nána og
árangursrí'ka samvinnu skipstjóra og
vísindamanna, sem eru kunnugir
hátalagi fiska, svo og netamanna
og skipasmiða-
Lei&réfting
í SÍÐASTA tbl. Lesbókar birtist ljóð
eftir Gretar Fells. — í öðru erindi þess
(2. ljóðlínu) varð prentvilla, sem höf-
undur hefur óskað leiðréttingar á.
Rétt er umrædd ljóðlína þannig:
.... sinn ilm og litaseið.
Til vinstri er tveggja-báta flotvarpan, en eins-báts varpan til hægri.