Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1963, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1963, Blaðsíða 4
og í sameiningu hófu þeir nákvaemar athuganir á sjúkdómnum í Okapa-varð- stöðinni, sem er stjórnaraðsetur kuru- svæðisins. ÓGNUN VIÐ AÐRA. Í augum m.anna af Fore-kynþætt- fnum, hófst sagan fyrir örfáum árurn. Nú er menningin hæigt og hægt að ryðja sér til rúms. Vegi er verið að leggja, lögum og reglu er komið á, og einangrun in, sem þjóðin hefur búið við frá önd- verðu, er brátt á enda. Nú orðið er eina vörnin gegn útbreiðslu veikinnar sjálfir þjóðfélagshættirnir. En þjóðfélagshætt- ir eru breytingum háðir. Líkt og allar aðrar frumstæðar þjóðir sögunnar, mun Fore-þjóðin leysast upp og renna inn í siðmenninguna, sem kringum hana er. Það er því engin furða þótt nokkrir lækn ar í Nýju-Gíneu óttist, að kuru geti breiðzt út til nágranna-kynflokkanna, sem eru samanlagðir um 340.000 manns. En hvað er kuru? Dr. F. D. Schofield, sem er heilbrigðismálasjóri fyrir Papúa- landið og Nýju-Gíneu, segir: „Það virðist lítill vafi á því leika, að kuru sé einhvers konar erfðasjúkdóm.ur. Hann virðist vera einhver úrkynjunar- sjúkdómur, sem leggst á miðtaugakerfið, og líkist nokkuð mænuveiki. En þarna gæti líka verið um að ræða einhver áhrif umhverfisins, enn óþe>kkt. MANNFÓRNIR. ICuru heyrðist ekki nefnt á nafn fyrr en árið 1954, þegar dr. V. Zigas, sem þá var þarna héraðslæknir, las skýrslu frá áströlskum umsjónarmanni, J. R. McArthur, sem hafði fengið það verk- efni að ná sambandi við kynflokkana, sem áttu heima i suðurhiuta Austur- hálendisins í Nýju-Gíneu, suður og aust- ur af Maichelfjalli. Hinir þrír kynflokk- ar, sem þarna bjuggu, og höfðu hver sitt tungumál: Fore, Keigana og Kimi, voru hreinir steinaldarm.enn þá, og lá'gu í stöð ugum kynþáttabardögum, mannfórnum, göldrum og trúarlegu mannáti — þannig, að þeir átu öll lík. Sunnudaginn 6. des- ember 1953, ritar McArthur eftirfarandi í dagbók sína: „Ég var á ferð í suðvesturátt yfir svæðið og yfir lítið gii, sem lá upp að Amusi-þorpinu, og þegar ég nálgaðist einn kofann, sá ég litla stúlku, sem sat við eld. Hún hríðskalf og höfuðið á henni kipptist til hliðanna, eins og í krampa. Mér var sagt, að hún hefði orðið fyrir göldrum, og mundi halda áfram að skj.álfa þannig, án þess að geta etið, þangað til dauðinn sækti hana, innan fárra vikna.“ Hann hefur misst stjórn á hreyfingum s'num — og níu mánuðum eftir að mynd* iii var tekin, var hann lálinn úr sjúkdó ninum, hinum „hlæjandi dauða“ — Kuru. KYNFLOKKARNIR trúa því enn, að Kuru sé galdrar, og það er varla hægt að lá þeim það,“ segir forstjórinn á Okapa-eftir litsstöðinni. „Ef út í það er farið, er sjúkdómur þessi enn leyndardóm ur í augum nútíma heilsufræðinga. En þeir hafa sannarlega augun eins opin fyrir skelfingu þessa sjúkdóms og ég eða þú mundir hafa, ef við hefðum slíkan refsivönd vofandi yfir fjölskyldum okkar. Svo að ef þú sérð tiifelli af kuru, þá láttu ekki mjög á því bera, að þú takir eftir þeim.“ Og áhyggjur forstjórans voru ekki nema skiljanlegar. Hann hafði yfirum- sjón á landsvæði á stærð við írland í austurhálendinu á verndarsvæðinu Nýju-Gíneu, þar sem áttu heima um 11.000 frumstæðra manna af Fore-kyn- þættinum. Kuru, sem er eitt óhugnan- legasta fyrirbæri nútíma læknisfræði, finnst ekki nema hjá Fore. Engin með- ferð eða meðal við því er enn þekkt. !>að endar óhjákvæmilega með dauða, venjulega innan árs frá því er þess verð- ur vart. Ég sá sjálfur eitt tilfelli. Það var ung kona, velvaxin, hörundsdökk og hrokk- inhærð. Hún sat í heitu sólskini úti fyrir kofanum sínum, skjálfandi og nötrandi, en höfuðið kipptist út á hlið, og ung- lega andlitið afmyndaðist öðru hverju af krampateygjum, og gaf frá sér hljóð, sem líktist mest hlátri. í þorpinu, sem ég heimsótti, deyr hér um bil helmingur uppkominna kvenna og auk þess margir unglingar úr kuru. Fullorðnir karlmenn taka veikina miklu sjaldnar. Sjúkdómurinn hefur áður ver- ið kallaður „hlæjandi dauði.“ Kuru er betra nafn. Það er úr tungu Fore-manna og þýðir skjálfti af hræðslu eða kulda. Eftir Jörgen Guldbrandt mænuveiki, sem gerir menn örkumla og er mikið vandamál með mörgum þjóð- um. En til þess að skilja nútíma aðferðir við kuru-rannsóknir, verðu.m við að fara yfir á svið dýralæknanna. Eins og dr. Gajdusek hefur bent á, getur í miðtaugakerfissjúkdómum hjá mannin- um verið um að ræða smitanir, svipaðar hinum hægfara smitunum i miðtauga- kerfi dýra. Þessar smitanir hafa verið ítarlega rannsakaðar af Birni Sigurðs- syni, hinum íslenzka vísindamanni, sem fyrstur gerði grein fyrir hugtakinu „hæg fara veirusmitanir." Sú þekktasta er scrapie í sauðkindum í Englandi og Skot landi. Scrapie hagar sér líkt og veiru- smitun á margan hátt og má yfirfæra hana til dýra í rannsóknarstofu. En þrátt fyrir það hagar hún sér líka eins og erfðasjúkdómur, og hin ýmsu fjárkyn eru mjög misjafnlega móttækileg fyrir sjúkdóminn. Þannig rekumst vér á það undarlega fyrirbæri, að yfirfæranlegur sjúkdómur, sem hagar sér eins og veira, líkist einnig erfðasjúkdómi. Kuru kynni að vera eitthvað svipað, segir dr. Gajdusek, og framtíðarrann- sóknir á kuru munu einnig fela í sér tilraunir til að einangra yfirfæranlegan sýkil. AÐ MÆLA FORTÍÐINA. E in fyrsta spurningin, sem þeir félagar reyndu að svara, var þessi: „Hve lengi hefur Fore-kynfiokkurinn þjáðzt af kuru?“. En kynflokkurinn hefur eng- ar skýrslur eða arfsagnir, sem hægt sé að byggja á hugleiðin-gar um forsögu kuru. Fore-menn, sem lifðu rétt á mið- baug, án þess að hafa sumar eða vetur, höfðu ekkert tímatal, og enga hugmynd um sóiárið. Þess vegna höfðu þeir enga hugmynd um aldur sinn, og það var vonlaust að fá hjá þeim svo mikið sem bendingu um hann. En vísindamennirnir röðuðu ibúunum eftir „fæðingarröð“ og komu sér þannig upp eins konar „mann-almanaki“. Eftir Framhald á bls. 11 iV 1 ” u hefur verið hafizt handa um að finna þetta óþekkta atriði, sem sjúk- dómnum veldur. Að þessu-m rannsókn- um starfa dr. D. C. Gajdusek frá heil- brigðisstofnuninni í Betesda, Banda- rikjunum, dr. V. Zigas frá heilbrigðis- stjórninni í Áströlsku Nýju-Gíneu, H. Bennet, prófessor frá háskólanum í Adelaide, og fleiri. Rannsóknir þeirra kynnu að varpa nýju Ijósi á úrkynjunar- sjúkdóma í taugakerfi mannsins, eða með öðrum orðum, þá kann þessi leit þeirra að hinum ókunna sýkivaldi, kuru, að auka skilning á sjúkdómum eins og Snemma ársins varð dr. V. Zlgas var við þennan sjúkdóm og hefur síðan not- að hvert tækifæri, til að athuga tilfelli af kuru. í marzmánuði 1957, kom dr. Gajdusek til liðs við hann í Nýju-Gíneu DULARFULLUR SJÚKDÓMUR í NÝJU - GINEU 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.