Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1963, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1963, Blaðsíða 11
Upphaf landnámssögu V-ísíendinga í Sas\afc!>ewan XI EG get naumast skilið svo við þennan kafla, að ég minnist ekki þess manns, sem að ofan er getið, þótt hann hvorki væri landnemi né ræki hér sjálfstæðan búskap. Um hann verð ég fáorður, því hans er rækiléga minnzt í land- námssögu Þingvallabyggðar, enda var hann þar landnemi og rak sjálf- stæðan búskap um árabil. Móðir hans hét Elín Þorláksdóttir, ættuð undan Eyjafjöllum. Hann var fæddur á B'Mdsfelli 1833 og ólst þar upp hjá foreldrum sinuim og dvaldi méð þeim til þrjátíu ára aldurs. Gekk hann þá að eiga Þjóðhjörg'U Ingi- mundardóttir frá Króki í Grafningi. Reistu þau bú á Torfastöð'um í sömu eveit og bjuggu þar í 2 ár. Árið 1865 and aðist Ögmundur faðir Jóns. Flutti hann þá i BíldsÆell og bjó þar í 20 ár við góð efni og gerðist héraðshöfðingi. Hann var hreppstjóiri í Grafningshrepp yfir 20 ár og lengi hreppsnefndaroddviti. Árið 1887 missti Jón konu sína, og tveimur árum seinna seldi hann Bildsfell, sem verið hafði ættaróðal lengi, fhittist til Ameríku og settist að í Þingvallaný- lendu. Nam þar land og bjó þar í fimni ár. Að þeim liðnum gaf hann upp bú- Ekapinn og flutti í hornið til elzta sonair 6íns Gísla, sem þá var kvæntur og far- inn að búa. Hans hefur áð-ur verið getið. Ef'ih Pál Gubmundsson E kki er annars getið, en að Jóni likaði vel í Ameriku, og sætli sig vel við \ SMASAGAN \ Framhald af bls. 3. ég reyni að standa upp, mundi ég bara stingast á ha'Usinn. Viltu setjast hjá mér, Bess? — Hvernig veiztu, hvað ég heiti? spurði hún mjúkri rödd. — Og, hver ert þú? — Eg veit ekki, hver ég er, svaraði ihermaðurinn, — en ég veit vel, hver þú ert — og hver er mamrna þín og hverjir bræður þínir eru. Sittu þétt hjá mér, Iþangað til ég róast dálítið. — Þekkirðu Markús bróður minn? spurði Bess. ¦— Já, anzaði bermaðurinn. — Bróðir þinn gaf méx lifið — fæðingarstað og tfjölskyldu. Já, ég þekki hann vel. Hann ©r líka bróðir minn. — Hvar er Markús núna? spurði þá Bess. — Hvers vegna kom hann ekki Iheim með bér? ¦— Bess, sagði hermaðurinn blíðlega og rétti stúlkuiini hring, sem Markús Macauley hafði fengið honum. — Markús bróðir þinn sendir þér þetta. Bess sat hljóð litla stund. en sagði síð an: — Er Markús dáinn? Rödd hennar var lág — en án nokkurs angurs. — Nei. sagði herm.aðurimn. — Þér er óhætt að fcrúa mér Bess. Hann kyssti stúlkuna bróðurlega — en sagði síðan: — Markús er vissulega ekki dáinn. Hómer Macauley kom nú gangandi niður götuna. Bess stóð upp og hljóp á inóti honum. — Hómer! ka'llaði hún. — Hann ear kominn £rá Markúsi. Þeir voru. vinir — hann situr núua á útidyra Þcfe brann hjá Jóni Bíldfell býsna mikið hey. Hann ætlaði bara að brenna, en eldurinn tók að renna. Svoddan undur séð hafði hann ei. Þau Jón Ögmund&son Bildfell og Þjóð- björg kona hans eignuðust níu börn, en af þeim náðu aðeins þrír drengir full- orðinsaldri. Þeir voru Jón J. Bíldfell í Winnipeg, sem vaæ einna gagnmerkastur af sjálfmenntuðum mönnum meðal ís- iendinga í Vesturheimi fyrir flestra hluta sakir. Hann andaðist í almenna sjúkrahúsinu í Winnipeg 17. ágúst 1955. Annar var Ögmundur, starfsmaður hjá strætisvagnafélaginu í Winnipeg, kempu legur karl, einnig dáinn. Þriðji var Gisli J. Bíldfell, sem getið var áður. J umskiptin. Þó er líklegt að hinum gamla hreppstjóra hafi komið sumt ný- starlega fyrir sjónir, sbr. vísu þá, sem hér fer á eftir. Jón hafði verið að brenna "sinu, en missti eldinn og hljóp hann í heystakka sem hann átti og brunnu þeir til ösku. Ekki er getið um meiri skaða. Þá settu gárungarnir sam- an þetta ómerkilega stef: óni er svo lýst, að hann hafi verið meðaknaður á hæð og í þreknara lagi, svartur á hár og skegg, léttur á fæti og snar í hreyfingum, kappsamur við verk og þrautseigur. Þótt Jóni hafi verið lýst að nokkru hér að framan, er það áreið- anlegt, að við það hefði mátt bæta af þeim, sem hann þekktu. Fjöldamargir afkomendur Jóns eru nú í þessari byggð og víða annars staðar, og mun hans nafn lengi uppi verða, þvi að allir hans af- komendur í karllegg halda við nafni hans og kalla sig Bíldfell. Jón Ögm.undsson B.íldfell andaðist hjá Gísla syni sínum 25. ágúst 1925 og er jarðsettur í Bertdale grafreit, eins og fiestir hinna gömlu landnámsmanna, sam settust að hér í kringum vatnið. tröppunum okkar. Svo snerist hún á hæli og hljóp aftur inn í húsið. Hómer Miacauley stóð grafkyrr um stund og virti Tobey George fyrir sér. — Ert þú Tobey? spurði hann svo. — Mér fannst líka, að ég þekkti þig, þegar við töluðumst við í garðinum áðan. Hann þagnaði andartalt, en bætti síðan við: — S'mskeytið kom í kvöld — ég er með það í vasanum. Hvað eigum við að gera? — Ráfðu það sundur. Hómer, sagði hermaðu'rinn. Kastaðu því. Það er ekki satt. Rífðu það! Hómer dró skeytið upp úr vasa sín- um og reif það sundur í flýti. Að svo búnu stakk hann tætlunum í vasa sinn. Hanm æ-tlaði að geyma þær — alltaf. — Viltu hjálpa mér á fætur? sagði hermaðurinn. — Við skulum fara sam- an inn. Og Hómer Macauley beygði sig niður að Tobey George, mun.aðarleysingjanum, sem loks hafði fundið heimili — og her- maðurinn greip u.m axlir sendisveinsins og reis hægt á fætur. — Nú brýndi Hómer raustina, og það vott aði ekki lengur fyrir neinum dapur- leika í orðum hans. — Mamma! kallaði hann. — Bess! Mary! Syngið þið nú fyrir okkur. Her- maðurinn er kominn heim! Bjóðið hann velko.minn! Og ljúfir tónar bárúst til þeirra út á tröppurnar — út í kyrrðina. — Leyfðu mér að standa hérna stund arkorn og hlusta, sagði hermaðurinn. Hómer Maoauley og Tobey George, munaðarleysinginn, stóðu hlið við hlið og hlustuðu brosandi á hljómlistina. Sá fyrrnefndi fann til gleðitilfininingar, sem hann gat ekki enn skilið, af hverju staf aði — en sá síðarnefndi hlustaði með sár um, en þó þakklátum hugia. Mary Arena byrjaði nú að syngja, og í. þann mund kom Ulysses Macauley út á tröpp.urnar og tók í hönd hermannsins. Þegar laginu var lokið, komu þæf frú Macauley og Bess fram í opnar dyrnar. Móðirin stóð þarna um stund og horfi, á syni sína tvo, sem hún átti enn — sinn hvoum megin við ókunna mann- inn, hermanninn, er verið hafði vinur þriðja sonar hennar, sem nú var horfinn Og hún brosti ljúflega — og skildi allt. Hún brosti til ókunna hermannsins, sem nú var orðinn sonur hennar — brosti til hans, rétt eins og hann væri Markús sjálfur. Og hermaðurinn og bræð ur hans tveir gengu inn úr dyrunum — inn í hlýjuna og birtuna, sem stafaði út um þær. gengt og að sjúkdómurinn hafði verlB þarna landlægur i margar kynslóðir. Sú staðreynd, að kuru kemur ekki fyrir nema hjá einum kynþætti af fjöl- mörgum í Nýju-Gíneu, á litlu svæði á geysistórri eyju, sýnir bezt hina frá- munalegu einangrun margra kynþátta þarna. Hvað tungumál snertir, þá er munurinn á því sviði svo mikill, að kyn þættir, sem eiga heima m«ð fárra mílna millibili, skilja ekki hver ahnan. Hver kynþáttur og stundum hvert samfélag innan sama kynþáttar, eru lokaður hóp- ur, hvað giftingar snertir — sjaldan meira en'fá hundruð manna. Þetta hefur orsakáð það, að hóparnir geta orðið hver öðrum ólíkir, en hver með sín ætt- areinkenni. " etta ástand gefur til kynna ein- hverja „Adams og Evu"-kenningu um uppruna kuru. Og þetta framgengur meira að segja af þjóðsögu hjá Kuku- kuku-mönnum, sem er herskár ættflokk- ur á einangruðu svæði fyrir austan kuru svæðið — á svipuðu landi og Fore-menn eiga heima á. Þessi ættflokkur er algjör- lega laus við kuru. Þjóðsaga þeirra hljóð ar þannig: „Nanti-menn komu og drápu þjóðina okkar í fornöld. Einn lítill drengur og ein lítil stúlka, gátu falið sig innan um gætu kartöflugrösin í garðinum. Þarna var ekkert annað fólk, svo að þau gift- ust. Stúlkan eignaðist börn, fyrst dreng og síðan stúlku, og þau giftust og eign- uðust börn. Svo eignaðist móðirin stúlku og dóttirinn dreng og þau giftust. Og þannig kom nóg af fólki." Hér höfum við goðafræðifrásögn al uppruna þjóðar á Nýju-Gineu, sem er næsti nágranni Fore-fólksins og lifir í sams konar umhverfi. Þessi skyldleika- tímgun getur hugsanlega verið ástæð- an til kuru, sem sameiginlegs erðaein- kennis heillar þjóðar. Eins og stendur eru ekki miklar horf- ur á því, að það geti tekizt að losa Fore- fólkið við kuru. Það eina, sem hægt er að gera er að draga úr hinum sorglegu áhrifum sjúkdómsins. I stjórnarsjúkra- húsinu við eftirlitsstöðina í Okapa, hef- ur verið ætlað rúm fyrir munaðarlausa kuru-sjúklinga. Börn þarna, sem höfðu misst móður sína, höfðu litla möguleika til að lifa. Og skammt frá Okapa hef- ur lúterskt trúboð nýlega reist sjúkra- hús, sem er eingöngu ætlað kuru-sjúk- linigum. Þarna eru tvær evrópskar hjúkr- unarkonur, sem hafa fórnað lífi sínu fyrir þá, sem þjást af þessum banvæna sjúkdómi. En lykillinn að leyndardómi sjúkdóms ins bíður frekari leitar. K U RU Framihaild af bls 4 að hafa athugað vaxtarhraða barna og þroska þeirra, áætluðu þeir aldur barn anna í þorpinu og röðuðu þeim upp samkvæmt honum. Síðan fengu þeir reiðu á því, hvenær hitt eða þetta hefði skeð, eftir aðferðinni: „rétt áður en þetta barn fæddist," „fáum dögum eftir að þessi drengur fæddist", „þegar þessi drengur var jafnstór og þessi stúlka er núna," o.s.frv. Enda þótt þessar áætlanir næðu ekki nema 20 ár aftur í tímann, eða þar um bil, fengu þeir greinargerð fyrir merkisviðburðum — forsöguleg- um viðburðum — á þennan hátt. Það kom í ljós, að kuru var talsvert ætt- / SVEFNROFUNUM \ F ramhald af bls. 8. ' Sjálfsvitundin og viljinn til að taka ákvarðanir er merkilegasta þroskamerki vort. En þessa eiginleika hafa einnig ýmis dýr. Þessi eiginleiki virðist þróast með líkamanum, þegar hann er nógu vel á veg kominn. Hér virðist m.ö.o. vera um hæfileika að ræða, sem náttúran hefur áskapað ýmsum lífver- um, eins í mismunandi mæli. A sama hátt og fæturnir verða til, til þess að vér getum gengið um jörð- ina, vængirnir til að vér getum flogið um loftið, sporðar og uggar svo vér get- um synt um sjóinn, augu svo vér getum séð endurskin ljóssins á þeim hlutum sem varða oss máli o. s. frv., á sama hátt skapast hæfileikinn til að ákveða, hvert halda skuli til að afla fæðu, til að finna sér maka, til' viðhalds lífinu o. s. frv. Og þessi hæfileiki þroskast yfir í sjálfsvitundina og verður til þess að færa oss meiri björg í bú, að svo miklu leyti sem hann nýtur sín betur og ei þroskaðri með oss en með dýrun- 6. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS \\

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.