Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1963, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1963, Blaðsíða 12
W0 væri á hverju brauSi, og hve hátt mat þess væri, einnig hver prófastur væri í hverri sýslu, svo og skýrslu um laun hans sjálf ... 9. ágúst gefur biskup Jörundi skýrslu um skólapilta, er BÍRSa usu njóti, og spyr, hvernig hann (Jör- undur) vilji ráðstafa 8 plássum, er laus séu. Úr ævum íærðra . . Framhald af bls. 1 Þau gamanyrði eru eftir biskupi höfö, aö tveir væru þeir staöir, þar sem eld- ar aldrei slokknuöu, hjá hcmum og kölska. Gestrisni biskupshjónanna Steingrímur biskup segir í dagbók Mnni, í sept. 1804: „Þar sem öðrum mætti leiðast ráp og iðuleg heimsókn, var eins og biskupinum og frúnni þætti því vænna og skemmtilegra sem við komum oftar, hversu sem hagur þeirra var tæpur og óhægur, er viðmót þeirra sem allt leiki í lyndi og veitingar sem ekkert vanti". Gjaldþrof biskups 1805—1806 var fjárhagur biskups orð- inn svo erfiður, að hann varð að gefa bú sitt upp sem gjaldþrota. Var þá skip- uð þriggja manna nefnd (ísl. Einars- son, Frydensberg bæjarfógeti og Mark- ús stiptprófastur í Görðum) til þess að ráðstafa eignum búsins. Tók hún til starfa snemma árs 1806. Var nefnd þessi svo afskiptasöm um hag biskupsins, að hún takmarkaði mjög fólkshald hans, er að óþörfu var (það voru 24 manns heimilisfastir hjá biskupi um nýár 1806) og búið gæti án verið, en samt taldi nefndin, að svo margt yrði eftir, að þessu skulduga búi væri um megn að framfleyta. Jafnframt var ákveðið, að biskup skyldi flytja frá Lambastöð- um til Reykjavíkur og gerði hann það. Ritaði og nefndin Steindóri Finnssyni sýslumanni, sem var fjárhaldsmaður Torfa Guðmundssonar, stjúpsonar bisk- ups, átti að útvega honum góðan sama- stað, því nefndin vildi hvorki láta hann né Halidór bróður hans vera í Reykja- vík. En Steindór vék þessu af sér og ritaði biskupi um, hvernig stæði á þess- ari afskiptasemi nefndarinnar, en bisk- up svaraði fáu og sagði: „Höfðinu held ég stífu, enda á ég bágt með að beygja það". Ekkert varð nú samt úr því, að þe:r stjúpsynir biskups, Halldór og Torfi, yrðu frá honum flæmdir, enda áttu þeir föðurarf sinn inni í búinu. Biskup fluttist búferlum til Reykja- víkur, sem áður segir, og tók á leigu hús Petrœusar kaupmanns, sem þá hlaut nafniö Biskupsstofan, en var keypt, mörgum árum síöar, sem bisk- upssetur. Bjö Oeir biskup þar til dauðadags. Þetta var eitt af húsum hinna fornu Innréttinga og stendur Hólavallarb.^óli enn í góðu gildi, sem Aðalstræti 10, verslunarhús Silla og Valda. Samskot handa biskupi Séra Benedikt Arnason í Hjarðarholti ætlaði að gangast fyrir samskotum til biskups hjá klerkdóminum fyrir vestan og ritaði m.a. Birni prófasti Þorgríms- syni á Setbergi 4. sept. 1806, en hann lýsti sig mótfallinn slíkum samskotum í bréfi til Benedikts 1. okt. og færir séra Björn þessi rök fyrir skoðun sinni, seg- ir, að konungur hafi (1805) gefið bisk- upi 1000 rd. og að auki hækkað laun hans um 600 rd. árlega, svo að hann hafi nú 1800 rd. í árslaun. Allt er bréfið vinsamlegt í garð biskups, en auðsætt er, að prófasti finnst biskup vera of veitull við hvern sem er, og segir að „hann sakir sinnar mátalausu mann- gæzku offraði svo að kalla sjálfum sér og sínum efnum til mannúðar og góðgerða við alla menn, sem hann nái til og við vildu taka, og þetta á þeim árum, sem hann hafði litlar tekjur m.m. Afskrift af bréfi þessu er í Lbs. með hendi Páls Palssonar. Er það allmerkt bréf. Séra Hannes Scheving prófastur í Laufási ritar biskupi 12. nóv. 1808 meðal annars um, að það sé skylda prestanna, sem eigi svo góoan föður að sem bisk- upinn, að efla til samskota til styrktar fjárhag hans, ef hann samþykki það. Líklega hefir biskup hafnað þessu boði. Biskup gramur vegna Hólastóls í bréfi til Páls rektors Hjálmarssonar 8. júlí 1802 lýsir biskup óánægju sinni yfir, að Hólastóll og skóli sé alveg nið- urlagt. Minnist svo nánar á, hve erfitt verði fyrir norðanpilta ókunnuga að fá sér húsnæði, mat, þjónustu o. s. frv. Latínuskólinn á Hólavelli Það var embœttisskylda biskups a<3 hafa á hendi, ásamt stiptamtmanni, yfirstjórn hinna svokölluðu kennslu- mála í landinu, en sú stjórn þeirra, á þessu tímabili, varö þeim tvímenning- um hvorki til ánœgju né sóma. Áður- nefndum skóla hafði verið hróflað upp á Hólavelli hér í Reykjavík, milli nú- verandi Suðurgötu og Garðastrætis, of- an við húsiö nr. 22 við Suðurgötu. Skólinn var timburhjallur, sem hvorki hélt vatni né vindi, og verður að telj- ast sú hörmulegasta menntastofnun, sem rekin hefir verið hér á landi, og féll úr hor, ef svo mœtti segja, eftir 19 ára starf. 2. marz 1802 ritar biskup stiptamt- manni (Ó. St.) um skólann á Hólavelli og sendir honum skriflega umkvörtun Guttorms Pálssonar, bæði um bágindi pilta og kulda í húsinu. Segir biskup, að sumir ráðgeri að fara að róa út, en það telur hann óráð og óviðeigandi, hyggur að þeir murii komast af með matbjörg til páska. Lýsinguna á skóla- húsmu telur biskup rétta, þótt herfileg sé, og bætir við: „Þó hefði ég álitið piltum þar kannske lífvænt það sem eftir er vetrarlangt, ef þeir hefðu mótorf til hlítar og brysti ekki viðurværi...." í apríl 1804 gengu skólasveinar, sem rólfærir voru, á fund biskups, og kærðu fyrir honum neyð sína og óskuðu að fá að sleppa. Helmingur skólapilta voru veikir af skyrbjúg og kylda og nokkrir rúmfastir, og hrein hungursneyð yfir- vofandi. — Þannig lauk kennslu í Hóla- vallaskóla. Það var líka óáran í mannfólkinu Með sameiginlegu bréfi dags. í Viðey 16. okt. 1798 banna þeir Ólafur stipt- amtmaður og Geir biskup harðlega þá níðingslegu meðferð, er nýsveinar, sem koma tii skólans, verði fyrir af hinum eldr. piltum og telja upp allmörg dæmi þessara strákapara, hvernig farið sé „að meiða þá með knefum, slá, lemja með lyklum, tóbaksbaukum, fæturna með grjóti, hárreita þá, setja í svokallaða pressu, fóttroða, setja kné og hæla und- •ir líf þeirra.... Einnig séu sögð dæmi þess, að þeir eldri hafi kaffært þá ný- komnu, stundum í laugum, sundum í Reykjavíkurtjorn undir ísskörum, hald- ið höndum fyrir munn þeim, svo vein þeirra skyldu ei heyrast". Ennfremur sé barinn hinn forboðni bombaldi, er stór- skemmi skólahúsið, mölbrjóti glugga, allt brothætt hjá húsfólkinu, nema því sé áður bjargað o.s.frv. Leggja þeir stiptamtmaður og biskup^ stranglega fyrir konrektor (Jóhann Árnason) að sjá um, að strákapör þessi séu ekki í frammi höfð, en leggja við brottrekstur ella, eða frekari hegningu. Skyldi lesa þetta bréf upp fyrir öllum skólanum. (Eftir þetta hefir líklega lagzt niður að mestu leyti bombaldinn, sem reyndar var áður bannaður, og hinar harkalegu aðferðir við nýsveina, en eitthvað af því hefir haldizt við, eimdi eftir af því í Bessastaðaskóla). Biskup ot leiðitamur við Jörund hundadagakóng 23. júlí 1809 gaf biskup „Hans Excell- ence Jörgen Jörgensen" skýrslu um alla klerkastétt landsins, hver prestur Geir hfck"p var mildur i trúarefnum í bréfi til séra Þórðar í Kálfhaga 14. okt. 1807 má sjá nokkuð trúarskoðun biskups. Hafði séra Þórður sent biskupi heimspekilegan pésa, og ætlað til prent- unar, um eitthvert trúaratriði (eilífa fordæmingu?) Telur biskup óverðugt fyrir prest, er hafi kennt söfnuði sínum, að guð væri allra barna sinna faðir, að' reka ekki til baka (þ.e. hrekja) þann hleypidóm, „að dæma alla heiðna menn, eða alla þá, sem á einhvern hátt víkja frá vorri trúarjátun til eilífs straffs í öðrum heimi". Kölski samf konunglega skikkuð persóna 24. nóvember s.á. hafði séra Jón Aust- mann í Stórólfshvolsþingum spurt bisk- up, hvort sér leyfist ekki við barnaskírn og fermingu að „útiláta" það andstyggi- lega orð „djöflinum" og í þess stað brúka aftur orðið óguðlegleiki eða sál- aróvin. Biskup svaraði þessu, að hann teldi sér ekki fært (eða hæft) að breyta nokkru í þessum formála, er konungur hafi, í samræmi við þær symbólsku bækur kirkjunnar, fyrirskipað að nota við barnaskírn og fermingu. Fjandann rekur á Hornströndum Séra Arnór prófastur í Vatnsfirði rit- aSi biskupi oft kýmniblönduð bréf og það jaínvel í opinberum bréfum, en biskup virðist hafa svarað á sama hátt .... Einu sinni getur séra Arnór þess, að fjandann hafi rekið á Hornströnd- um m. fl. um það, og má sjá af síðari bréfum, að biskup hefir rilað séra Arn- óri nánar um þetta. Geir biskup og Garpdalsdraugurinn Árið 1808 er séra Gísli Ólafsson, rúmlega þrítugur, aðstoðarprestur á Stað á Reykjanesi. Það ár urðu svo magnaðir reimleikar á kirkjustaðnum Garpsdal, að allt œtlaði um koll að keyra. Séra Ólafur tók það upp hjá sjálfum sér, að ríða heim að Garpsdal og haláa réttarpróf með tilheyrandi vottum. um óspektir draugsa. Sendi hann síðan biskupi skýrslu frá réttar- haldinu. dags. 7. júní. „hvernig sá mektupi demón" hafi brotið þil í bað' stufunni og hent brotunum í prest, 7nölvað allar rúður á staðnum og auk />ess sýnt presti banatilræði með því að þeyta í hann þungri slegqju, en missti marks o. s. frv. Hafi prestur loks orðið að flýja staðinn með allt sitt fólk. Hafi draugurinn loks verið kærð- ur fyrir sýslumanni. Þetta mikla draugabréf er enn varðveitt í skjala- safni biskups í Þjóðskjalasafni. — En hér var Geir biskupi nóq boðið. Skrifar hann séra Gísla þétt áminningarbréf og telur draugastefnur utan við hans verkahring, því fremur sern draugur- inn hafi verið kœrður fyrir verslegum yfirvöldum. „Hafi prestur ekki verið kvaddur til þessarar rannsóknar í embættisnafni. Kveðst biskup að vísu ekki neita, að englar og andar séu til, en ber brigður á, að ókyrrleikinn í Garpsdal sé þeira 12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5. tölublaS 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.