Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1967næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Tíminn - 13.09.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.09.1967, Blaðsíða 1
Auglýsing í TÍMANUM kemttr daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda- Gerist áskrifendur að TÍMANUM Hringið 1 síma 12323 Hafa hætt bardögum NTB-Reuter - Nýju Delhi, þriðjudag. Indverska varnarmálaráðuneyt- ið segir, að bardagar hafi stöðv- azt síðdegis í dag á landamærum Tíbets og Sikkims, eftir að Ind- verjar höfðu lagt til, að vopnahlé yrði gert klukkan 6 í fyrramálið. Indverjar höfðu lagt til, að for- ingjar landamæravarðasveita Kínverja og Indverja skyldu hitt ast á Nathu-skarði, þar sem vopna viðskiptin hafa átt sér stað, en það er í 4.500 metra hæð yfir sjávar Framhald á bls. 14 EftSrleikur slökkviliðsdeilurmar í Hafnarfirði haustið 1965: þAverandi slökkviuðsstjúri GERIR BÚTAKROFUR Á BÆINN! EJ-Reykjavík, þriðjudag. Gísli Jónsson, sem var slökkviliðsstjóri í Hafnarfirði haustið 1965, þegar hinar miklu deilur urðu út af því, hvort senda ætti aðalslökkvi- liðsbifreið Hafnarfjarðar út fyrir bæinn vegna Setbergs- brunann í Garðalireppi hefur látið gera álitsgerð um málið. Var niðurstaða álitsgerðar- arinnar sú, að Gísli ætti bóta kröfur á hendur bænum fyrir 90—110 þúsund krónur. Sendi hann stjórn Hafnarfjarðar á- litsgerðiná og óskaði eftir við- ræðum um málið, en þvi var hafnað. Fyrirspurn var gerð á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í dag um þetta mál, og kom þá fram að borgarráð hefði hafnað viðræðum við Gísla um málið. Blaðið hafði í kvöld sam- band við Gísla og spurði hann hvemig mál þetta stæði. — Málið stendur þannig, — sagði hann, — að ég lét lög- fræðing gera um þetta álits- gerð. Hans niðurstaða var sú. Framhald á bls. 14 kjöí presta væru ófullnægjandi og þá sérstaklega að allur emb- ættiskostnaður, sem til ' félli, þyrftu prestar að greiða úr eigin vasa, og er bílakostnaður þar þyngstur á metunum. Séra Grímur Grímsson sagði í upphafi, að hryggilega væri á þessum málum haldið, bæði af hálfu prestanna sjálfra og eins af hálfu ríkisvaldsins. Laun presta væru ákveðin samkvæmt lögum, og svo væri einnig svokallaðar aukatekjur. Væru prestar settir á bekk með mönnum, sem hefðu hvorki sambærileg embætti né sambærilega menntun. — Tilfinn anlegasti útgjaldaliður okkar prestanna, — sagði séra Grímur, — er bílakostnaðurinn, sem lítið sem ekkert fæst greitt upp í. Nefndi hann sem dæmi, að sum- ir aðilar hjá Reykjavíkurborg t.d. hefðu allt að því 53 þúsund krón ur í bílastyrk á ári hverju, en upphæðin til hvers og eins færi mest eftir því, hversu duglegir menn væru að ota sínum tota. Varðandi embættiskostnað hjá sambærilegum stéttum sagði séra Grímur, að læknar fengju t.d. stað aruppbót, og auk þess greitt fyr- ir lýf og vitjanir sérstaklega. Framhald á bls. 14. VERKSTJÓRAR ERU NU TRYGGÐIR I STARFI! E-J-Reykjavík, briðjudag. Síðastliðinn vetur var allmikið rætt og ritað um tryggingu verk- stjóra í sambandi við slys á vinnu- stað '— en þcir voru algerlega ótryggðir í mörgum tilfellum. Nú hefur verið gengið frá samningum um þetta atriði, og nær það til landsins alls. Samkvæmt þeim samningi eru verkstjórar tryggðir l'yrir slysum í starfi og á leið í og úr vinnu. Er tryggingarupphæð in 500.000 krónur, en iðgjaldið greiðist af atvinnurekandanum, sem fær óvenju góð kjör hjá trygg ingarfélögunum, þar sem um svo stóran hóp starfsmanna er að ræða. Er hér um að ræða athyglis verða nýjung í hóptryggingum, jafnframt því, sem náðst hefur fram þýðingarmikið hagsmuna- mál verkstjóra. Reykjavíkurborg — sem líklega hefur fleiri verkstjóra í sinni þjónustu en nokkur annar at- vínnurekandi — hefur nú nýlega gengizt undir, að tryggja verk- stjóra sína á þennan hátt. Blaðið hafði í dag samband við Magnús Oskarsson, vinnumálafulltrúa borg arinnar, og sagði hann, að borgin væri með þessu að gangast inn á samkomulag, sem náðst hefði millj Verkstjórasambands íslands og . Vinnuveitendasambands js- lands, sem hefði haft frumkvæði í málinu. Væri þetta sams konar trygging og borgin hefði haft fyr ir brunaverði og lögreglumenn, Fnamhald á bls. 14. KJ-Selfossi, þriðjudag. í dag var haldinn hér í Sel- fosskirkju aðalfundur Prestafé- lags Suðurlands, og var aðalum- ræðuefni fundarins embættis- kostnaður presta. Framsögu- maður í málinu var séra Grímur Grímsson, en auk hans tóku marg ir aðrir til máls og urðu miklar umræður um málið. Ræðumenn voru á einu máli um það, að (Tímamynd KJ). Pre$tar og gestir á aðalfundi Prestafélags Suðurlands á tröppum Selfosskirkju. Prestar eru óánægðir með kjor sin Stöðvast Loftletöamálfö á SÁ S-fundi í dag? EJ-Reykjavík, þriðjudag. Svo virðist, sem afstaða sam göngumálaráðherra SAS-Iand- anna á fundi þeirra, sem hefst á morgun, miðvikudag, í Kaup- mannahöfn, geti frestað við ræðum um Iendingarleyfi Loft leiða fyrir RR-400 í Skandinav íu enn um sinn. í viðtali, sem sænska útvarpið hafði við Olof Palme, samgöngumálaráðherra Svíþjóðar í kvöld, kom i Ijós, að tilboð íslendinga um að- eins 10—12% fargjaldamismun, er að áliti Palme enginn samn ingsgrundvöllur. En Niels P. Sigurðsson, deildarstjóri í ut- an'ríkisráðuneytinu, sagði i við tali í kvöld, að ef svo væri, þá yrði ekkert úr því, að ís- lenzkir ráðherrar sætu fund með samgöngumálaráðherrum SAS-ríkjanna — en þann fund var áætlað að halda síðar i mán uðinum. Á morgun hefst fundur sam :MÍngum'>'^'"iðherra SAS-ríki anna í Kaupmannahöfn og verð ur þar væntanlega rætt um sameiginlega afstöðu til oska íslendinga varðandi lendingar leyfi fyrir RR-400 vélar Loft- leiða Af því tilefni ræddi sænska útvai-pið í kvöL við Olof Palme, samgöngumálaráð herra Svíþjóðar, en hann mun sítja Kaupmannahafnarfund- inn fyrir hönd Svía. í viðtalinu var minnt á, að gildandi samningur væri sá, að Loftleiðir hefðu 13—15% lægri fargjöld en SAS með DC -6b flugvélunum, en hefðu ekki fengið leyfi til að nota RR-400 vélarnar í flugi til Skandinavíu. Ráðherrann var að því spurður, hvort íslending ar hefðu boðið að hækka far- gjöldin á þessari leið þannig, að þau yrðu 10—12% lægri en SAS-fargjöldin, ef RR-400 fengi lendingarleyfi það, sem um er deilt. Ráðherrann sagði, að ekkert opinbert tilboð lægi Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 207. Tölublað (13.09.1967)
https://timarit.is/issue/244566

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

207. Tölublað (13.09.1967)

Aðgerðir: