Æskan - 01.09.1957, Blaðsíða 1
Kctlt || i»] || |i í almanakinu okkar stendur, að réttir hefjist í 21. viku sum-
...— ars. Þá er farið að smala fénu ofan úr óbyggðum. Víða hér á
landi eru göngur mjög langar og erfiðar og taka langan tíma. En oftast er þó glatt á hjalla hjá
gangnamönnunum upp á reginf jöllum, og þá er hressandi að þeysa á góðum hestum, enda er það
draumur flestra unglinga að fá að fara með í göngurnar. Þegar búið er að reka féð af fjalli,
byrjar hátíðin heima í sveitinni. Réttardagurinn hefur jafnan verið einn af merkustu dögum árs-
ins. Hinir stóru hópar af fé, er einhver fegursta sjón, sem hsegt er að hugsa sér, og verður öllum
ógleymanleg, sem séð hafa.