Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1957, Blaðsíða 4

Æskan - 01.09.1957, Blaðsíða 4
ÆSKAN Nóttin skall yfir, hræðileg, ógnvekjandi nótt. Svo rann dagur og þá fór að lygna. Það létti til, þeir sáu jafnvel í heiðan himinn. En þá fór loftbelgurinn að síga niður á við, hægt en sígandi. Gasið lak smám saman út, belg- urinn var ekki lengur hnöttóttur, heldur keilulaga. Um hádegi voru þeir komnir niður í tæplega 700 metra hæð yfir sjávarmál. Enn köstuðu þeir smáhlutum fyrir borð, hlutum, sem þeir raunverulega máttu ekki missa, en belgurinn seig enn niður á við. Þetta virtist vonlaus barátta. Ekki gátu þeir eygt landræmu nokkurs staðar, ekki einu sinni smáeyju. Endalaust, ólgandi hafið blasti við, hvert sem litið var, með hvítfyssandi bylgjum. Gasið streymdi út í gegnum gat á belgnum. Það var sem hafið kæmi á móti þeim með kaldan, ógnvekjandi faðminn. Þeir hlytu að hafna þar innan skamms. Um tvöleytið voru þeir aðeins um 200 metra yfir sjávarmáli. Það ólgaði sem fyrr. Þá hrópaði rödd í gegnum storminn: — Hafið þið kastað öllu útbyrðis? — Nei. Hér eru 10.000 frankar x gulli. Þungum sekki var kastað í hafið. — Hækkaði hann sig? — Lítið eitt. Við verðum að kasta einhverju fleira. — Hvað er það fleira, sem hægt er að kasta? — Ekkert — hreint ekki neitt. — Jú — körfunnil Við verðum að festa okkur í netið og sleppa körfunni. Þetta var eina ráðið til að létta loftbelginn. Þeir klifr- uðu upp í netið og skáru á taugina, sem hélt körfunni, er fór á kaf í hyldýpið. En ekki dugði þessi örvæntingarfulla tilraun. Belgur- inn sveif stöðugt niður á við. Enginn mannlegur máttur gat komið þeim til hjálpar — þeir urðu að treysta á Guðs hjálp. Þá gall við gelt í hundi. Hundur einn var með í hópn- um. Hann krækti sig fastan í möskva netsiris með hús- bónda sínum. Hátt hróp gall við: LANDI LANDI Langt í suðvestri gátu þeir greint fjöllótt land. Enn var það að minnsta kosti um 13 sjómílur í burtu og loft- belgurinn varð að haldast á lofti í að minnsta kosti eina klukkustund, ef þeir áttu að ná landi. Heil klukkustund! Myndi ekki það, sem eftir væri af gasinu, leka út áður en sú stund væri liðin? Allir störðu til lands. Þangað urðu þeir að komast. Ekki höfðu þeir hugmynd um, hvort hér var um megin- land eða eyju að ræða. Þá hafði rekið svo lengi fyrir storminum, að þeir vissu varla í hvaða heimsálfu þeir voru. En aðeins þeir næðu landi, þá var allt annað í lagi. Klukkan fimm var loftbelgurinn siginn það langt, að hann straukst við hafflötinn. Stundum náðu öldutopp- arnir upp í netið. Einn og einn vindsveipur lyfti honum dálítið og hrakti hann áfram eins og vængbrotinn fugl. JQg ÆSKAN var 168 blaðsíður á síðasta ári, en Hálftíma síðar var aðeins ein sjómíla til lands. Það var líka betra, því að mjög lítið var eftir af gasi í .loft- belgnum. Golan dreif hann áfram í áttina til lands. Öld- urnar veltu sér yfir meixnina fimm, sem sigldu í þessum undarlega seglbát. En er þeir voru aðeins nokkra metra frá landi, æptu þeir upp yfir sig. Ein ógurleg alda reið upp undir belg- inn, svo að hann kastaðist hátt upp. Vindurinn greip hann og bar hann inn yfir landið. Tveim mínútum síðar var hann lentur á sendinni ströndinni. Þeir hjálpuðu hver öðrum til að losna úr möskvunum. Þegar ekkert var lengur, sem þyngdi belginn, þaut hann upp í loftið og flaug á braut eins og særður örn. Skömmu síðar var hann horfinn. Það höfðu verið fimm menn og einn hundur í honum, en aðeins fjórir stóðu nú í sandinum. Sá fimmti hefur líklega hrifsazt burt með hinni ógurlegu öldu, sem lyfti belgnum síðasta spölinn. Þessir fjórir skipbrotsmenn — því að við getum kallað þá það — söknuðu félaga síns strax og þeir komu fótunum fyrir sig á fastri grund. — Kannske reynir hann að synda til strandarinnar! hrópa þeir hver upp í annan. — Við verðum að bjarga honuml 2. Þegar fanáarnir sfrultu. Þessir menn, sem vindurinn hafði feykt til strandar- innar, voru ekki vanir loftbelgsfarar. Þeir voru stríðs- fangar, sem höfðu strokið, og loftbelgurinn hafði borið þá framhjá mörgum hættum, áður en lent var á þessari strönd. Borgarastyrjöldin í Sambandsríkjunum hafði nú staðið í fleiii ár. Suðurríkin börðust fyrir sjálfstæði, vildu halda áfram negraþrælkuninni. Norðurríkin vildu gefa negi'- unum frelsi og halda ríkjunum saman. Hinn þekkti hers- höfðingi þeirra, Grant, hafði umkringt Richmond, höfuð- borg Suðurríkjanna. Loftfararnir voru fangar í Rich- mond. Hinn 20. marz höfðu þeir strokið þaðan og nú, fjórum dögum síðar, voru þeir í 7000 sjómílna fjarlægð frá borginni. Þannig hafði það gengið. Grant hershöfðingi hafði gert margar árásir á Rich- mond, og í einni slíkri voru nokkrir af liðsforingjunum handteknir af óvinunum. Einna kunnastur þeirra var verkfræðingurinn Cyrus Smith. Hann átti heima í Massa- chusetts, hann var táknrænn Norðurríkjamaður, magur og sinaber. Nú var hann um hálfsextugt og dálítið byrj- aður að hærast. Oftar en einu sinni á þessum stríðsárum hafði hann sýnt hugrekki og klókindi. Hann fann alltaf einhverja leið. Sama daginn tóku Suðurríkjamennirnir annan þekktan mann til fanga. Það var hin víðkunni blaðamaður Gideon Spilett frá „New York Herald". Hann fylgdi yfirstandancfi árgangur verður 196 blaðsíður.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað: 9. Tölublað (01.09.1957)
https://timarit.is/issue/304604

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9. Tölublað (01.09.1957)

Aðgerðir: