Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1957, Blaðsíða 8

Æskan - 01.09.1957, Blaðsíða 8
ÆSKAN Kona skipstjórans. Systkinin, Jósep og Klara, dvöidu í sum- arleyfinu í bænum við hafið, hjá frænd- fóllti sínu. — Ofan í fjöruna fóru þau á hverjum degi, og með útfalli sævar hlupu ]>au stundum langa spretti eftir hörðum en mjúkum sandinum. Einn daginn fóru ]>au lengra en ]>au voru vön, sáu ]>au ]>á, að á nesi einu, skammt frá sjónum, stóð hús, og er ]>au koma nær ]>ví, segir Jósep: „Þarna logar ljós i glugganum." „Það hlýtur að vera sólargeislinn, sem brýtur á glerinu, }>ví að enginn mundi láta ijós loga um ]>ennan tíma dagsins," segir systir Iians. Þau höfðu gaman af að vita þetta með vissu, og gengu að húsinu og sáu að log- aði ljós á lampa, er stóð í glugganum. „Það hefur gleymzt að slökkva ljósið,“ segir Klara. „Við ættum að segja frá ]>ví, fólkið hér er svo fátækt, að ]>að má eigi við að eyða peningunum ]>annig.“ Gengu þau síðan að dyrunum og gerðu vart við sig. Eftir stundarkorn var hurð- inni lokið upp og út kom fjörgömul kona. Segir ]>á Jósep við hana: „Við komum til að láta yður vita, að Ijós logar á lampa í glugganum, sem veit að sjónum. Við héld- um að gleymzt hefði að slökkva það.“ Gamla konan brosti einkar blíðlega um leið og hún hristi höfuðið og segir: „Nei, ég er nýbúin að fylla lampann með oliu og kveikja á honum; Ijósið logar svo þangað til í kvöld, að ég fylli hann aftur.“ Börnin vissu eigi, hvað þau áttu að segja, en gamla konan hélt áfram og segir: „Vilj- ið þið ekki koma inn og sjá skipin mín?“ Jósep þakkaði lienni fyrir og hún leiddi þau inn í eldhúsið; þar þótti þeim skrýt- ið umhorfs, stóðu þar trébekkir hringinn i kring, en engir stólar. Borð stóð i einu horninu, eins og til þess að sætin gætu orðið notuð við máltíðir. „Komið inn hingað, ég ætla að sýna ykkur skipin mín,“ og um leið opnaði hún dyrnar að herberginu, þar sem ljósið log- aði. Börnin furðuðu sig á, hvað mörg skipalíkan stóðu þar með veggjunum af öllum tegundum, allt frá stóru barkskipi með fullum seglum niður i lítinn róðrar- bát. „Hver bjó til öll ]>essi fallegu skip?“ spurði Klara. „Skipstjórinn og drengirnir minir,“ svar- aði gamla konan. „Og á meðan þeir eru burtu, eru þessi skip mér til skemmtunar.“ H2 Afgreiðsla ÆSKUNNAR er í Kirkjutorgi 4. Sími 14235. Til þess aS ji þarf góðan H og vatn. UnSj eru viðbúni1, reitum sínU>"' Unglingarnir lsr gróðursetningu og j jurta og einnig fás* un blómjurta. Gróðurto11 SkólaáarSar Rcí Á þessu sumri eru tíu ár liðin síð- an Skólagarðar Reykjavíkur hófu starfsemi sína. Frumkvæði að stofn- uninni átti jarðræktarráðunautur Reykjavíkur, Edwald B. Malmquist. Land það, sem starfsemin hefur nú, er eitthvað á þriðja hektara að flatar- máli. Fyrsta sumarið voru milli 20 og 30 börn í görðunum, en á síðastliðnu sumri nær 180. Alls munu um 1400 börn hafa sótt Skólagarðana frá upp- hafi. Telpur hafa alltaf verið í meiri- hluta. Börnin hafa flest verið á aldr- inum 10—13 ára, en þó hafa nokkur 9 ára börn komið þar. Það er ekki um beina kaupgreiðslu að ræða til þeirra barna, sem þarna hafa starfað, heldur hafa þau feng- ið þann afrakstur, er hlotizt hefur af störfum þeirra og umhyggju, sem hef- ur verið æði misjöfn eftir ástundun, verklægni, dugnaði og öðrum efnis- kostum, sem hver einstaklingur hefur haft yfir að ráða í meira eða minna ríkum mæli. Ef meta á til peninga þá uppskeru, er börnin hafa fengið í Skólagörðunum á síðasta sumri, þá ef 1 það með núverandi verðlagi frá 400 1 til 1000 krónum hjá þeim, sem haest ; liafa komist. Skólagarðarnir hefjast í byrjun júrU og lýkur þeim um 20. sept. Leitazt er við að láta börnin eða foreldÞ1 þeirra ráða, um hvaða tíma dags þau eru að störfum í görðunum, því aetl' azt er til, að þeir hafi tækifæri til að vinna fleira en þessi ræktunaí' störf, t. d. að bera út blöð, eða taka að sér sendiferðir, sem gæfi þeim eitt' hvað í aðra hönd samtímis því, seú1 þau fengju enn meiri fjölbreytni ^ sumarstarfinu. Fyrsti hópurinn er kl' 8—10 á morgnana, hinn næsti kl. 10" 12, síðan kl. 1—3 og seinasti hópuf' inn kl. 3—5. Lögð er rík áherzla á, að nemand1 Skólagarðanna dvelji þar án þeirraí meðvitundar, að hann sé beinlínis ^ ströngum skóla. Það er þvert á mó11 leitazt við að láta hann finna það ^ orðum og gjörðum, að hann sé miklu leyti sjálfstæður í starfi, og þesSl Það er fle’^J rækta matj11" , hópur drengF er verið aS sögn kennsf®' ( og getur ver’ ÞaS er mikiS 11,11 ^ foreldrarnir þess aS líta á reW* Myndin sýnir en á bak viö er 8 ‘

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað: 9. Tölublað (01.09.1957)
https://timarit.is/issue/304604

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9. Tölublað (01.09.1957)

Aðgerðir: