Æskan - 01.09.1957, Blaðsíða 6
ÆSkAN
Allir þrýstu hönd hans, klöppuðu honum
og buðu hann velkominn heim.
ir fjóra daga leggur konungssnekkjan hvíta hér upp í
víkina."
Fólkið í þorpinu safnaöist saman til að frétta meira.
Hinn fimmtán ára gamli Jakob var maður dagsins.
Ekki höfðu menn tekið eftir því, að Jakob væri nokkr-
um hæfileikum gæddur umfram aðra, nema þetta eina,
að hann var allra manna liðugastur að sigla kajak og
beita skutli. Jakob var föðurlaus, svo að hann hafði sjálf-
ur áunnið sér þessa hæfileika án nokkurrar hjálpar.
Fólkið spurði í þaula og Jakob varð að svara. Sífellt
meira kom á daginn. Að lokum kom það upp úr kafinu,
að Jakob var mikilvægari maður en flestir þorpsbúar
héldu. Yfirmaður nýlendunnar hafði fengið Jakob til að
taka þátt í sýningu fyrir sjálfan konunginn. Hann átti
að sýna honum siglingalistirnar frægu í kajaknum. Menn
litu nú með virðingu til Jakobs. Enginri öfundaði hann.
Það var fullvíst. Menn þekktu lítillæti hans. Gott hjarta-
lag leiðir aldrei af sér stærilæti. En fréttirnar — ham-
ingjan góðal
Menn komu sér saman um að taka hafurtaskið sam-
an í bili og fjölmenna til hátíðahaldanna, konunginum
til heiðurs. Er það hafði verið ákveðið, gekk hver til síns
heima.
Jakob gekk til náða og liið sama gerðu flestir félagar
hans. Það var snemma morguns, er Jakob vaknaði. Mý-
flugurnar höfðu ekki enn byrjað liið vanabundna morg-
unsuð við tjaldvegginn. Jakob hafði dreymt einkennileg-
an draum.
Glæsilegur maður gekk á land úr hvítum báti, glæsi-
legur farkostur. Skipið tindraði af kopar og silfri. Ókunni
maðurinn hafði sagt við hann: „Þetta mátt þú eiga“ og
áður en Jakob hafði getað áttað sig á nokkru var hinn
ókunni maður horfinn á braut og snekkjan fagra á bak
og burt úr víkinni. Þetta liafði staðið yfir eitt andartak.
Og þarna lá Jakob vakandi og hugsaði. Honum hafði
ekki einu sinni gefizt tími til að þakka fyrir sig. Fjöl-
skylda hans lá sofandi í kringum hann.
Jakob renndi sér úr svefnpokanum og opnaði tjaldið.
Hann safnaði fötunum saman, klæddist og gekk til
strandarinnar. Nú ætlaði hann heldur betur að æfa sig
á kajaknum. Ekki veitti nú af svona rétt fyrir konungs-
komuna.
Vatnið var kyrrt og fagurt — ekkert kvik a nokkurri
báru. Hann renndi kajaknum úr skipanaustinu og hóf
þegar æíingar. Hann sneri bátnum — kjölurinn sneri upp í
loft. Nokkrum andartökum síðar var hann á réttum
kili; allt var eins og það átti að vera.
Nú undirbjó hann næstu æfingu. Hann þurrkaði sjó-
inn af árinni og dró andann djúpt. Hann lyfti árinni
í liægri hendi, teygði herðarnar afturábak og kastaði
skutlinum. Árin þaut yfir stafninn. Með leifturhraða
reri hann kajaknum með hendinni, fór í annan hring
og greip árina. Þetta lék enginn eftir honum í öllu hér-
aðinu.
Jakob var kominn út í fjarðarmynni, áður en hann
vissi af. Hann þaut áfram og gerði enn fleiri æfingar.
Hann hafði aldrei verið leiknari.
En nú var kominn tími til að snúa aftur. Það var önd-
vegis veiðiveður. Hann varð að snúa til baka og ná í
veiðarfærin. Það væri ekki nóg að æfa sig með byssu
og skutli. Dagurinn átti eftir að færa eitthvað óvenju-
legt í skauti sínu. Eitthvað óvenjulegt var á ferðum.
Þetta var engin vitleysa.
Einmitt í þann mund, er hann var að snúa til baka,
heyrði hann einhvern hrópa.
Hann sneri sér snöggt við. Geysistór borgarísjaki lok-
aði fyrir útsýnið til hafs.
En þaðan kom hljóðið. Jakob liugsaði sig ekki um
tvisvar og sigldi á hljóðið, í áttina að borgarísjakanum
— út á opið reginhaf. Er hann kom að jakanum í mynni
fjarðarins, varð hann þess áskynja hvað var á ferðum.
Neyðarópin komu ekki frá hafinu, heldur einhvers
staðar við hið fljótandi ferlíki.
110
Nýir kaupendur, sem borga við pöntun, fá
í kaupbæti síðasta árgang á meðan upplagið endist.