Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1957, Blaðsíða 5

Æskan - 01.09.1957, Blaðsíða 5
ÆSKAN -------- ]\ý framhaldssaga -------------------? í þessu hefti byrjar bráðskemmtileg fram- haldssaga, Eyjan Dularfulla, eftir ævintýra- skáldið Jules Verne. Verne hefur skrifað fjölmargar bækur, sem allar hafa hlotið óskiptar vinsældir, nægir þar að nefna t. d. söguna um Grant skipstjóra og börn hans og söguna um furðu- kafbátinn, sem gat siglt umhverfis jörðina, sem báðar hafa komið út á Islandi. Það hefur vakið athygli, að ýmislegt það, er Veme sagði frá sem furðulegum fyrirbærum á sínum tíma, hefur þegar komið á daginn á okkar dögum. Má þar t. d. nefna söguna um kaf- bátinn. Nú hafa Bandaríkjamenn byggt kjarnorkukafbát, sem siglt getur umhverfis jörðina án þess að nema staðar og eyðir ekki mcira eldsneyti en litlum úraníummola á stærð við ljósaperu. Eyjan dularfulla er afar skemmtileg saga. Fylgizt með frá upphafi. i 1 Norðurríkjahernum og sendi blaði sínu fréttir um gang bardagans. Alltaf var hann í leit að nýjum fréttum. Hann óð jafnvel inn í þéttasta kúlnaregnið, aðeins til að sjá eitthvað nýtt, sem hann gæti símað til blaðsins. Spilett var á fimmtugsaldri, hávaxinn með rautt vanga- skegg. Cyrus Smith og Gideon Spilett kynntust í fangelsi í Richmond og urðu fljótt góðir vinir. Báðir hugðust þeir flýja. Þeir þráðu að komast aftur í her Grants hershöfð- ingja og taka þátt í stríðinu móti Suðurríkjunum. .. Þótt þeir væru fangar, fengu þeir að fara frjálsir ferða sinna um borgina. Vörðurinn var svo þéttur í út- borgunum að það var óráðlegt að reyna flótta. En þjónn Smiths komst klakklaust inn í borgina til hans. Það var negri, sem Smith hafði gefið frelsi. Hann hét Nabocho- donsosor (það er sama og Nebukadnesar), en þeir köll- uðu hann aðeins Nab. Þessi negri var bæði hraustur og ráðsnjall og mjög trúr húsbóndanum. Það voru ekki aðeins fangarnir, sem vildu komast burt úr borginni. Suðurríkjamennirnir höfðu misst allt samband við hershöfðingja sinn, Robert Lee, eftir að borgin var umkringd. Nú var eina ráðið, að koma boð- um til hans, svo hann kæmi til hjálpar með Suðurríkja- herinn. Þá var það, að einhver stakk upp á að senda nokkra rnenn i loftbelg. Loftbelgurinn gat farið hátt yfir óvin- unum, sem sátu um borgina og náð heilu og höldnu til höfuðstöðvanna. Landsstjórinn í Richmond var með í ráðum. Þeir bjuggu til loftbelg, sem gat borið fimm menn með vopn og vistir. ÆSKAN kemur út einu ETTA gerðist á þeim árum, er íbúarnir á Norður- Grænlandi höfðu útvarp aldrei augum litið. Að vísu var eitt til í landinu, sem tók við og sendi frá sér þessar furðufregnir á öldum ljósvakans. En alþýða manna gat ekki ímyndað sér, að slíkt furðutæki yrði nokkiu sinni í hennar eigu. Fiskimennirnir við ströndina fréttu ekkert um atburði heimsins. Þeir lifðu í afskekktu landi við fjarlæga strönd í norðri. Einn góðan veðurdag kom sjómannssonurinn Jakob á kajaknum sínum inn í víkina, hann fór með óvenjuleg- um liraða. Það var sýnt, að eitthvað var á ferðum. Hann var að koma úr kaupstaðarferð og hafði fréttir að færa. Nokkrir kunningjar hans komu til móts við hann út á víkina til að spyrja tíðinda og þeir komu hraðar í land en nokkru sinni fyrr með fréttina. Það var svei mér eittlivað í aðsigi. Og svo kölluðu þeir tíðindin: „Konungurinn kemur! Kristján konungur kemur! Eft- Hinn 18. marz átti loftbelgurinn að stíga til lofts. Þeir ætluðu um nóttina, svo óvinirnir sæju þá ekki. í þess- ari jöfnu norðvestanátt bjuggust þeir við að komast til Lee hershöfðingja á nokkrum tímum. En norðvestangolan varð að stormi, og stormurinn jókst svo, að þeir urðu að fresta förinni. Á torginu í Rich- mond kippti loftbelgurinn í landfestarnar, borgarbúar horfðu á belginn og báðu þess að storminn lægði, svo sendimennirnir kæmust af stað eftir hjálpinni. En óveðr- ið lægði ekki, jókst heldur. Vindhviðurnar voru svo harð- ar, að menn óttuðust að belgurinn sliti sig lausan. Framhald. inni í mánuði, auk þess litprentað jólablað. j aq

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað: 9. Tölublað (01.09.1957)
https://timarit.is/issue/304604

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9. Tölublað (01.09.1957)

Aðgerðir: