Æskan - 01.09.1957, Blaðsíða 15
ÆSKAN
Alls konar preníun,
stór og smá, einlit og fjöllit.
Ef þér fitiríiS
á prentvinnu að halda, þá
leitið upplýsinga hjá okkur
um verð og tilhögun.
Prentsmiðjan ODDI h.f.
Grettisgötu 16 - Simi 12602.
SKEMMTILEGT — FRÓÐLEGT — FJÖLBREYTT — ÓDÝRT
Tímaritið SAMTÍÐIN
flytur fjölbreytta kvennaþætti (tízkunýjungar, tizku-
myndir og hollráð), ástasögur, framhaldssögur, skop-
sögur, visnaþætti, viðtöl, bridgeþætti, skákþætti, nýj-
ustu dægurlagatexta, verðlaunagetraunir, krossgátur,
gamanþætti, ævisögur frægra manna, þýddar úrvals-
greinar og auk þess bréfanámskeið i islenzkri stafsetn-
ingu og málfræði.
10 hefti á ári fyrir aðeins 45 krónur,
og nýir kaupendur fá seinasta árgang í kaupbæti, ef
þeir senda árgjaldið 1957 (45 kr.) með pöntun:
Ég undirrit..... óska að gerast dskrifandi að
SAMTÍÐINNI og sendi hér með drgjaldið fyrir
1957, 45 krónur.
Nafn:........................................
Heimili: ....................................
Utanáskrift okkar er: Samtíðin. Pósthólf 472, Rvík.
„HvaS
Maður nokkur sagði eftirfarandi sögu:
Eg var staddur í landi, þar sem allt
fólk talar ensku. Það var í stórri borg.
Ég gekk um stræti og sá tóbaksbúð; varð
mér gengið inn í hana og ætlaði að kaupa
mér vindil og reykja. Ég sá engan í búð-
inni, en gekk að borðinu og beið. Þá heyri
ég, að einhver segir: „Hvað viltu?“ — „Ég
vil vindil,“ svara ég, en sá engan. „Hvað
viltu?“ er sagt aftur. Ég svara sem áður
og sé enn engan. „Hvað viltu?“ er spurt
í þriðja sinn. Ég svara þá hærra'en áður
og nokkuð stuttaralega: „Ég vil vindil.“
Dyr voru inn frá búðinni og tjaldað fyrir,
og nú kom ung og lagleg stúlka fram bros-
andi og spyr mig, livað ég vilji. Ég sagði,
að hún liefði nú spurt mig þrisvar áður að
því sama. Hún bað mig hlæjandi að af-
saka, en það væri víst páfagaukurinn sinn,
sem ég hefði verið að tala við, því að liann
kynni að segja: „Hvað viltu?“ og liann
segði það við alla, sem inn koma.
„Hvað viltu? — Hvað viltu?“ sagði nú
sama röddin og áður, en stúlkan stakk
sykurmola að fugli, sem var i búri, sem
hékk úti í horni. Eftir honum liafði ég
ekki tekið áður.
Ég féltk viudilinn og borgaði hann; virti
ég fyrir mér fuglinn, meðan ég var að
kveikja í vindlinum, og fór svo út fróðari
en ég kom inn, þvi að nú hafði ég í fyrsta
sinn á ævi minni séð páfagauk.
F c & im r t$ n r tl r o línú n g .
Zdenka Babic var kjörin fegurðardrottn-
ing Ástralíu árið 1956. Strax eftir það not-
aði hún tækifæri til að greiða gamla
skuld, sem henni fannst hún vera í við
Barnahjálparsjóð Sameinuðu þjóðanna.
Zdenka Babic er fædd í Júgóslaviu, en
eftir síðustu styrjöld hélt fjölskylda henn-
ar til Austurrikis, þar sem hún naut hjálp-
ar af störfum Barnahjálparsjóðsins. í þakk-
lætisskyni fyrir þá hjálp, sem liún fékk,
þegar hún var lítil, tók hún nýlega þátt
í söfnun fyrir sjóðinn, sem gaf mikið fé
í aðra hönd.
Fuglinn kostaði 100 krónur.
Auðugur maður gekk um stræti og sá
fuglabúr með páfagauk í hangandi úti
fyrir búðarglugga, og var ritað á búrið, að
fuglinn kostaði 100 krónur. Honum þótti
það býsna dýrt og hugsaði með sér, að
fuglinn hlyti að vera fyrirtaks afbragð.
„Ertu nú i rauninni hundrað króna virði?“
segir hann við páfagaukinn. „Hver efast
um það?“ svaraði páfagaukurinn. Auð-
manninum fannst svo mikið til um þetta
svar fuglsins, að hann fór inn og keypti
hann, og fór hann með hann heim til sín.
— En brátt komst hann að raun um, að
páfagaukurinn kunni ekkert annað að segja
en þessi fjögur orð. Þá gramdist honum,
að hann skyldi hafa glæpzt á að kaupa
hann, og það svona dýrt, og segir þá í
bræði við sjálfan sig:
„Var ég líka ckki óheyrilegur asni að
kaupa þennan óræstis fugl?“
„Hver efast uni það?“ svaraði páfagauk-
urinn.
Hringið eða skrifið strax! Utanáskrift: ÆSKAN, pósthólf 14, sími 14235, Reykjavík.