Æskan - 01.09.1957, Blaðsíða 10
ÆSKAN
Margir lesendur blaösins liafa orðið
drengilcga við þeirra ósk Æskunnar að
senda blaðinu efni til birtingar, svo sem
stuttar sögur og kvæði að ógleymdum
myndum, sem gaman væri að fá með
hverju bréfi.
Bréf frá 7 ára blómarós á Selfossi.
Hér kemur bréf frá 7 ára blómarós á
Selfossi, Hansínu Stefánsdóttur, sem hljóð-
ar á þessa leið:
KÆRA ÆSKA! Ég kaupi þig, og mér
finnst mjög gaman að lesa þig, og nú ætla
ég að senda jiér smásögu, sem heitir Glöð
börn.
Skömmu fyrir hádegi komu kennararnir
í gilið. Þeir höfðu gengið viða um hlíð-
ina og safnað grösum og steinum. Þeir
drógu nú skólafánann á stöng á gilbarm-
inum. Það var kominn tími til heimferð-
ar. Börnin komu hlaupandi úr öllum átt-
um. Þau voru glöð og ánægð og mösuðu
hvert í kapp við annað. Það var svo gaman
að segja frá öllu, sem þau höfðu séð og
heyrt. Þau hlökkuðu til þess að koma sam-
an i skólagarðinum daginn eftir til að ræða
viðburði dagsins. Áður en lagt var af stað
heim að skólanum voru sungin nokkur lög,
börnin gáfu sig öll á vald söngnum, ein-
læg og hrifin. Það var vor í lofti, ilmur
jarðarinnar var sætur og ferskur. Sólin
skein í heiði. Heimurinn var fagur. Þcnn-
an dag komu börnin heim úr skólanum
með bros á vör. Það er gott að vera barn
í skauti náttúrunnar. —-------Vertu svo
blessuð og sæl, kæra Æska.
Kötturinn Labbi.
Svo kemur fallegt bréf frá vinkonu
blaðsins í Höfðakaupstað, Hörpu Friðjóns-
dóttur, 12 ára, frá Lækjarhvammi.
KÆRA ÆSKA! Sæl og blessuð, og þakka
þér fyrir allt skemmtilegt á undanförnum
árum. Ég hlakka alltaf til að sjá þig. Nú
ætla ég að segja jiér litla sögu af kettin-
um mínum, sem lieitir Labbi. Ég fékk
hann, þegar hann var pínulítill, rétt nýfar-
inn að sjá.
Við létum hann sofa í brúðurúminu
minu með sæng ofan á sér. Ég vandi hann
á að klæða sig í brúðuföt, svo gat ég líka
látið hann standa á afturfótunum með fæt-
urna upp á stól, þegar liann var orðinn
nógu langur til að ná þangað.
Það var mjög skemmtilcgt að horfa á
liann, þegar hann stóð í rósóttum kjól
með hvítan smekk, en þannig klæddi ég
hann oft. Eitt sinn, er liann var orðinn
nokkuð stór og farinn að vera úti um allt,
kom liann heim með stóran slcurð á lær-
inu, um það hil 5 cm á lengd.
Við vissum fyrst ekki, hvað við áttum
til bragðs að taka, en svo datt okkur i hug
að biðja ömmu mína að sauma það saman.
Við héldum, að Labbi myndi verða alveg
trylltur af sársauka og liræðslu, en það fór
á annan veg. Við liöfðum búið okkur út
með vettlinga til að halda lionum og svo
hófst aðgerðin, en þá iireyfði hann hvorki
legg né lið. Amma tók þrjú spor í skurð-
inn og Labba litla batnaði fljótlega.
Nú er Lahbi minn orðinn fullorðinn kött-
ur, en alltaf er hann kátur og léttlyndur,
sérstaklega þegar ókunnugir eru ekki ná-
lægt. Ef ókunnir krakkar ltoma, á hann
það til að vera svolitið skrýtinn, en hann
er fljótur að ná sér. Ég gæti sagt miklu
meira um Labba, en það yrði of langt mál.
Ég sendi þér svo eina mynd, sem ég teikn-
aði af Labba litla og mér. Vertu svo bless-
uð....
☆
Hvor er meiri?
Og svo kemur skemmtileg, lítil saga frá
10 ára vinkonu okkar í Reykjavík, Hrefnu
Hektorsdóttur:
HESTUR og BÍLL voru að rífast um, hvor
væri meiri. Hesturinn spurði:
„Hvers konar skepna ert þú, sem kemur
hér másandi?"
„Ég er bíll, — en þú?“
„Ég er hcstur og var áður nefndur þarf-
asti þjónninn.“
Jafn nauðsynlegt er fyrir hvert barn að
bursta tennur sínar kvölds og morgna og
að þvo sér í framan.
„Það er ég núna, af því að hann hús-
bóndi minn segir það.“
„En í gamla daga voru ekki til bílar,
skip eða hin farartækin. Þá voru bara
hestar."
„Ha, lia, lia, ertu nú fariun að grobba?"
spurði bíllinn.
„Nei, nei,“ mælti liesturinn Gráni. „Erfitt
var þá að komast áfram. Og einnig er rnciri
kostnaður í kringum bílana. Þeir þurfa
benzín, hjólbarða og margt fleira. Við
þurfum bara vatn og liey og það kostar
ckki neitt.“
„Þú ert leiðinlegur," sagði bíllinn.
„Á liestum var flutt hey og annað. Oft
verða ár á vegi bilanna. Þá komast þeir
ekki lengra. Og hestar ösla þær bara.
Menn komust líka lcngra þá en nú. Mörg-
um mannslífum höfum við bjargað."
„Ég vil ekki tala meira við þig,“ sagði
billinn og brunaði af stað.
Gamli og nýi tíminn.
Harpa með Labba sinn.
Afgreiðsla ÆSKUNNAR er í Kirkjutorgi 4. Sími 14235, pósthólf 14.