Æskan - 01.09.1957, Blaðsíða 2
ÆSKAN
Handavinna 12 ára drengs.
Fyrir 12 árum fæddist norður i Stranda-
sýsiu lítill drengur. Hann var yngstur af
systkinum sínum, en átti fóstursystur, sem
var jafngömul honum. Þegar Jkiu stælck-
uðu, fóru þau bæði að reyna að sauma í.
Það kom i ljós, að þessi drengur var sízt
óliprari við það en stúlkan. Er þau fóru
að ganga í skóla, lét drengurinn ekkert á
sig fá stríðni og hæðni jafnaldra sinna og
skólafélaga, en fór í handavinnutímana
með telpunum og stóð þeim sizt að baki,
hvað vandvirkni og dugnað snerti, og á
síðastliðnu vori var þessi mynd tekin af
handavinnu hans. En þó eru ekki öll hans
handavinnustykki á myndinni, ekki byrj-
unarstykki, þar sem hann lærði mismun-
andi saum, auk þess komst það ekki allt
fyrir. Nú kann þessi drengur: kontorsting,
flatsaum, krosssaum, gohelinsaum, harð-
angurssaum, augnsaum og kann bæði að
prjóna og hekla. Hann telur sjálfur út í
krosssaum og raðar litum í púða og dúka.
Þetta geta margir drengir, og mér finnst
sjálfsagt að glæða áhuga drengja fyrir
ýmis konar handavinnu. Þeir eru hreint
ekki ólagnari við það en margar telpur, og
hafa margir gaman af. Auk þess getur
komið sér vel fyrir drengi að kunna að
fara með nál og enda. Þó ekki væri til
annars en festa á sig tölu eða gera við
gat á flík. Allir drengir ættu að læra, í
skólanum, að stoppa í sokkana sína ekki
síður en telpur. Skulum við vona að ein-
hverjir drengir taki sér þennan 12 ára
dreng til fyrirmyndar, reyni sig við nái-
ina og prjónana.
Læt ég svo þessu rabbi lokið og vona að
einhver geti seinna sýnt mynd af sínum
útsaum og áhugi aukizt hjá drengjum að
reyna sig við telpurnar. U.U.U.
(Nýtt kvennablað.)
Útbmðið Æskuna.
Kaupendur, það er ykkar hagur, að upp-
lag blaðsins geti stækkað. Vinnið því að
útbreiðsiu blaðsins meðal vina ykkar og
kunningja. Það munar um hvern einn nýj-
an, skilvísan kaupanda.
AS vcra fíu^maSur.
Á þessum tímum flugaldarinnar langar
marga unglinga til að læra flugnám. En
það nám er nokkuð flókið, þar sem liver sá,
sem lýkur flugmannsprófi, þarf að ganga
undir 3 mismunandi próf. Hér verður í
fáum orðum sagt frá prófum þessum, svo
að unglingar þeir, sem áhuga hafa á námi
þessu, fái nokkra yfirsýn yfir, livað þeir
verða að leysa af hendi, áður en þeim tekst
að ljúka flugmannsprófi.
Einkaflugpróf. Fyrir það er lágmarks-
aldur 17 ár. Engar sérstakar kröfur gerðar
lil fyrri menntunar. Fyrir þetta próf eru
kenndar flugreglur og undirstöðuatriði í
flugeðlisfræði, en þar að auki um 12 stunda
kennsla 1 lofti. Próf þetta veitir réttindi
til að fljúga einn í nágrenni flugvallar
undir eftirliti kennara.
Einkaflugpróf. Aldur þarf að vera 18 ár.
Til viðbótar einkaflugprófi koma nú um
32 stundir i lofti. Auk þess verður nem-
andinn að fá allt að 100 stunda bóklegt
nám í siglingafræði, veðurfræði, flugeðlis-
fræði og flugreglum. Einkaflugmaðurinn
hefur svo réttindi til að fljúga á eigin
ábyrgð hvert sem er, einn eða með farþega,
án þess að taka gjald fyrir.
Atvinnuflugpróf. Aldur þarf að vera
minnsta kosti 19 ára, hafi lokið miðskóla-
prófi og auðvitað prófi einkaflugmanna.
200 stundir i bóklegu námi, siglingafræði,
veðurfræði, flugeðlisfræði og flugreglum,
auk 135 stunda flugi. Af þeim er 20 stunda
langflug án kennara, en af því að minnsta
kosti eitt 480 km flug með viðkomu á
tveimur tilgreindum stöðum. Einnig er
innifalið í þessu 10 stunda flug með til-
búnum blindflugskilyrðum og 10 stunda
næturflug.
Hið mesta átvagl.
John W. Horton, járnhertoginn frá Weil-
ington í Kansas, var liið mesta átvagl,
sem sögur fara af. Það virtust engin tak-
mörk vera fyrir þvi, hvað eða hve mikið
hann gæti etið og drukkið. í eitt skipti
drakk liann upp úr heilum kassa af sóda-
vatni, át eggjaskurnir, marga banana með
hýðinu og stönglinum, fjörutíu punda
vatnsmelónu, hráa kálfslifur og hámaði í
sig dagblöð og stóra verðlista að auki. í
annað skiptið drakk liann 12 potta af vatni,
áður en hann hafði fengið nægju sina.
Hann hafði liælt sér af því að liafa torg-
að 12 tylftum af eggjum í einni máltíð.
En „hertoginn“ lét sér þctta ekki nægja.
Hann sló met í átinu með því að éta
upp úr heilum poka af sementi.
I skólanum.
Kennarinn: „Þú skilur það væntanlega,
Einar, að mér líður illa, eugu siður en þér,
þegar ég verð að láta þig sitja eftir í skól-
anum eftir kennslutíma.“
Einar: „Já, herra kennari, þess vegna
tek ég mér það nú líka ekki eins nærri.“
Kennslukonan: „Getur þú sagt mér,
Kristján, hvað mikið kemur í hlut, ef þú
skiptir 8 í tvo hluta?“
Kristján: „Það er eftir því, livort ég
skipti þeim langsum eða þversum. Ef ég
skipti þeim langsöm, þá koma 3 í hvorn
hlut, en ef ég skipti þeim þversum, þá
kemur 0 í livorn lilut.“
Kennslukonan: „Þú misskilur mig, væni
minn. Ef þú ert með 8 epli í vasanum og
týnir fjórum, hvað eru þá mörg eftir?“
Kristján: „Þá lilýtur að vera gat á vas-
anum og ekkert eftir.“
Kennarinn: „Hvers vegna komst þú ekki
i enskutímann í gær, Einar?“
Einar: „Það var ekki til neins, þvx ég
var svo kvefaður, að ég gat varla talað ís-
lenzku, hvað þá ensku.“
Ivennarinn: „Hve mörg bein er í líkama
þínum ?“
Sveinn: „209.“
Kennarinn: „Ekki er það rétt lijá þér.
Það eru ekki nema 208 bein i mannslik-
amanum."
Sveinn: „Jú, ég vissi það, en ég gleypti
fiskbein í morgun og liélt ég ætti að telja
það líka.“
Kennarinn: „Man nokkurt ykkar eftir
nokkru landi, þar sem börnin ganga klæð-
laus og sjálfala og fara aldrei í skóla?“
Áki litli: „Já, ég, herra lxennaril Para-
dís.“
Li§ta>
niaiiiia.-
þáííiir
Sigurður Ólafsson söngvari er ættaður
af Snæfellsnesi. Hann hefur frá æskuárum
sungið opinbei-lega, bæði á söngskemmt-
unum, óperum og leikritum. Þá er liann
þekktur og vinsæll útvarpssöngvari, hefur
sungið fjölmörg lög á plötur, bæði dægur-
lög og sígilda tónlist, sem liafa náð mikl-
um vinsældum.
Takmark vort er: ÆSKAN inn á hvert barnaheimili landsins.