Æskan - 01.09.1957, Blaðsíða 14
ÆSKAN
„Hvað segirðu?" sagði flóðhesturinn og stanzaði þegar og leit í kringum sig. Þeir voru alveg komnir í burtu frá áhorfendasvæð-
inu og hinum keppendunum. — „Æ! Þú áttir að stýra mér!“ lirópaði hann gramuf. „Hvers vegna heldurðu annars, að ég hafi Iiaft
einhvern með. Þú áttir að sjú' en ég að synda.“ — „Mér þykir þetta mjög leiðinlegt,“ sagði Leó niðurdreginn. „En það vissi eg
alls ekki.“ — „Nú, jæja,“ sagði flóðhesturinn. „Ó, livað þetta er gremjulegt."
Flóðhesturinn þaut í gegnum vatnið með Leó á bakinu. Leó fannst þetta dásamlegt. „Flýttu þér! — áfram!“ hrópaði hann til flóð-
hestsins. — Hann horfði rogginn i kringum sig. Hann brosti — já, hann vogaði sér jafnframt að veifa til áliorfendanna á bakkanum.
Þeir liorfðu allir á hann, fannst honum. —- Smám saman fóru þeir lengra og lengra hurt, og að lokum leitaði Leó árangurslaust að
hinum flóðhestunum. „Heyrðu! Þú syndir víst í öfuga átt,“ sagði hann við flóðhestinn.
☆ leó
Texti: Vitta Astrup.
Teikningar: B. Pramvig. ]f ,1F1 Q)
„Nú, en hvað gerum við nú?“ spurði flóðhesturinn og var dálítið mildari að sjá. „Héðan af fáum við engin verðlaun og ég hef enga
löngun til þess að verða hlægilegur." — „Gætum við ekki synt lengra í burtu?“ spurði Leó varlega. „Mér finnst þetta nefnilega
svo gaman. Og kannske lendum við i mörgum ævintýrum.“ — „Jú, jæja þá! En þá verður þú að spyrja," svaraði flóðliesturinn.
„Og svo tek ég lífinu með ró.“ Hann synti svo áfram og Leó flautaði og söng.
VeiztUL það?
Svör: 1. Norðurheimskauts-
baugurinn liggur yfir norður-
hluta Grimseyjar. 2. Grænland
liggur í vestur frá íslandi 300
km. 3. Jan Mayen og Sval-
barði. 4. 420 km eru frá ís-
landi til Færeyja. 5. Golf-
straumurinn kemur að sunnan
og vestan. Pólstraumurinn
kemur að norðan. 6. Naddoður
nefndi það Snæland. 7. Selvog-
ur. Þar stendur Strandakirkja.
F'ögur þjóðsaga segir frá upp-
liafi Strandakirkju. Eldgamall,
siður, liklega kaþólskur, er við
kirkjuna tengdur. Þeir, sem
eru í háska staddir, lieita á
hana sér til bjargar. Og svo
hefur það vel gefizt, að
Strandakirkja er auðugasta
kirkja á íslandi. 8. Reykjanes-
skaginn er líkur skinnsokk í
laginu. Snýr táin i norður en
hællinn til suðurs. 9. á Vala-
hnúki á Reykjanesi. 10. Einar
Benediktsson.
☆
Minnsta kosti 40% alls full-
orðins fólks i heiminum er
ólæst og óskrifandi. Talið er,
að í Afríku sé tala þeirra, er
komnir eru á fullorðins ár og
ekki kunna að lesa né skrifa,
um 80% íbúa álfunnar.
Um 270 milljónir viðtækja
eru nú i notkun í heiminum.
118
Hefjið nýja sókn í útbreiðslustarfinu. Bendið vinum ykkar á bezta barnablaðið.