Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1957, Blaðsíða 12

Æskan - 01.09.1957, Blaðsíða 12
ÆSKAN Handa vin n uhornið Xjr basti má húa til ýmsa "þarfa og sbemmtilega hlttti. Bast er mjög skemmtilegt efni, sem allir geta haft yndi af aö vinna úr. Þegar bastið cr keypt, eða ef það hefur legið lengi, er það venjulega of þurrt til að vinna úr því. Það er þvi nauðsynlegt að mýkja það. Því er dyfið ofan í kalt vatn, siðan vafið innan í pappír og látið liggja um það bil 2 tíma. Þá er það rakt og mjúkt. Síðan er bundið um annan enda bastsins og það bengt upp á vegg. bastend- arnir stroknir og sléttaðir og dökkir end- ar klipptir burt. Þar næst má fara að flétta. í hvern þátt skal nota 4—5 þræði. Bast- þræðirnir eru misgrófir, venjulegast gróf- astir um miðjuna. Það verður því að bæta í þráðum og draga úr eftir þörfum. Þegar fiéttan þynnist verður að smá- bæta endum inn í. Á þann hátt má hafa fléttuna svo langa sem verkast vill. Endar, sem standa út úr, eru klipptir af áður en saumað er saman. Fléttan er strokin með ylvolgu járni. Hún verður alltaf að vera rök meðan saumað er saman. Saumað er með gróíri stoppunál og klofnum bast- þræði, þurrum. Nálinni er stungið á ská í fléttuna milii bragðanna. Þegar euda skai, verður að smá-mjókka fléttuna og ef til vili þarf að draga 2—3 þræði úr hverjum þætti. Úr bastfléttum má búa til ýmsa snotra og þarfa hluti. Skemmtilegast er, að það, sem búa á til, sé mótað í bendi, en einnig má notast við skálar og glös o. fl. Er þá fléttan lögð utan um og saumað jafnótt. Skálin eða glasið tekið úr áður en hlutur- inn er fullmótaður. Kartöfluprentun. Biddu mömmu einhvern daginn um hráa kartöflu, svo að þú getir reynt, bve góður kartöfluprentari þú ert. Hérna hcfurðu ýmsar hugmyndir um myndir, sem þú get- ur prentað. Þú skerð karlöfluna í sundur Hér koma nokkur sýnishorn af því, sem þið getið skorið út með vasahnífnum ykkar. og skerð svo myndina í fiötinn með liti- um vasahnif. Myndin verður að vera hrein- leg og þokkaleg á kartöflunni, og svo get- ur þú notað hana með þvi að þrýsta henni á svertupúða og svo á pappír, alveg eins og þú sért að nota stimpil. Þú getur búið til margt snot- urt úr eldspýtustokkum og með- al annars þetta skúffuskrin, sem er á myndinni. Elspýtnastokk- arnir eru límdir vandlega sam- an og skreyttir með skrautlegum pappír. Handföngin er hægt að liafa úr pcrlum, litlum hringum eða splittum. Atbugaðu á mynd- inni, hvcrnig þau eru fest. Munclu J>að! 1. Heima. Sýndu foreldrum þínum virðingu og vertu hlýðinn og hjálpfús. Vertu góður við sytkini þin og forðastu þrætur við þau. Vertu ekki eigingjarn, heldur kosta kapps um að gleðja alla á heimili þínu. 'l. I skólanum. Auðsýndu kennurum þínum auðsveipni og virðingu. Gæt vel að halda reglur skól- ans. Varastu allt kák og ósannsögli. Lát aldrei refsa öðrum í þinn stað, því að það sýnir liugleysi og er til vanvirðu. 3. Við leiki. Vertu vingjarnlegur og varastu ertni og þrætugirni. Sá, sem slakar til, er hygginu. Gerðu aldrei gys að félögum þínum. 4. Á götunni. Iíastaðu látlausri kveðju á vini og kunn- ingja. Gerðu þér að venju að víkja til vinstri, er ])ú mætir einhverjum. Páraðu ekki á húsveggi, girðingar, hekki eða anu- að þess háttar. Gæt þess að vaida ekki skemmdum á eigum annarra, hvorki ríkis- ins né einstaklinga. Kastaðu ekki grjóti. Gerðu elcki gys að farlama gamalmennum heldur lijálpa þeim, ef þörf krefur. Upp- nefndu engan. Varastu öli ærsl og háreisti. Notaðu ekki sleða, skiði eða skauta, þar sem lögreglan bannar það. Fleygðu aldrei pappirsrusli, ávaxtaliýði eða glerbrotum á götuna eða almanna færi.. ☆ Mollíúa söáur. Hann át ekki eld. Gamall Molbúi átti einu sinni að aka liefðarmanni i vagni; hefðarmaður þessi kveikti þá i vindli og fór að reykja; aldrei iiafði Molbúinn séð annað eins fyrr og var alltaf að gjóta hornaugum aftur fyrir sig til mannsins og leizt eklti á blikuna. En maðurinn hélt, að Molbúann Iangaði lil að fá að reykja og bauð honum vindil, en þá sagði Molbúinn: „Nei, ég þakka yður fyrir gott boð, lierra kölski, ég ét eltki eld 1“ Sólin. Þrír Molbúar voru einu sinni á ferð um sólarlag, ræddu þeir þá um það sín á milli, livernig á því mundi standa, að sólin kæmi alltaf upp í austri, en gengi undir í vestri. Þá sagði einn þeirra: „Það kemur af þvi, að hún gengur undir jörð- inni á nóttinni." „Nei,“ sagði annar, „hún fer svo langt norður á bóginn, að við sjá- um hana ckki.“ „Þið eruð bjánar báðir,“ mælti sá þriðji. „Það cr svo sem vitaskuld, að hún fer til baka á nóttinni sömu leiðina og á daginn, en það er bara svo dimmt á nóttinni, að við getum þá ekki séð hana.“ 116 Böm og unglingar minnizt þess, að ÆSKAN er og verður alltaf ykkar blað.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað: 9. Tölublað (01.09.1957)
https://timarit.is/issue/304604

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9. Tölublað (01.09.1957)

Aðgerðir: