Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1957, Blaðsíða 7

Æskan - 01.09.1957, Blaðsíða 7
ÆSKAN Á einni hlið jakans höfðu myndazt eins konar tröpp- ur af náttúrunnar hendi, þær sneru út að hafinu, en þar stóð vera, sem hrópaði a£ lífsins kröftum. Þetta var drengur úr þorpinu, hann Júlli litli. Nú rnundi Jakob, að hann hafði ekki séð hann að leik um morguninn eins og hann var vanur. Kappið við æfinguna var of mikið til þess að hann hefði veitt því eftirtekt. Jakob sigldi nú með varúð og gætni að jakanum. Júfli litli hóf nú hrak- fallafrásögnina af miklum móði. Um nóttina hafði hann tekið kajakinn sinn til að fara að æfa sig — þá hafði hann komið auga á borgarísjakann og siglt út að hon- urn. Hann hafði áður klifrað slíkan risa og nú vildi hann reyna í annað sinn. En enginn veit sinn næturstað. Áður en liann vissi af, liafði skriða losnað úr jakanum og brot- ið bátinn um leið og liann komst á fyrsta hjallann. Þar sat hann fastur og gat sig hvergi hreyft. Júlli litli fór að gráta. Tárin runnu eins og högl niður þrútnar kinnar hans. „Málinu er borgið," sagði Jakob hughreystandi, „nú er ekkert að óttast.“ Jakob bað hann nú að fara að engu óðslega til að koma ekki nýrri skriðu af stað. ísinn væri brotinn á þessum stað og bezt að fara varlega. „Komdu nú, réttu mér hendina og síðan tek ég þig um borð rétt eins og lítinn kóp,“ sagði Jakob. „En farðu með gát.“ Aðvörunin kom of seint, því að ný skriða varð laus, stærðar kögglar hrundu yfir Jakob. Hann fann til mikils sársauká og það var sem eldglæringar væru fyrir augun- um. Stærðar ísköggull hitti hægri hönd hans. Jakob komst á brott með Júlla um borð með því að ýta bátn- um snögglega frá með árinni. Þá hrópaði Júlli: „Það blæðir úr hægri hendinni, það blæðir." Þá fyrst tók Jakob eftir því, að skinnúlpan var rifin í tætlur og blóð- ið vætlaði úr hendinni. Hann kom Júlla litla heim til sín heilu og höldnu. Foreldrarnir voru fullir þakklæti fyrir björgunina, en Jakob veitti því enga eftirtekt. Skömmu eftir að hann steig á land, missti hann meðvitundina um stund og gat sig hvergi hrært fyrir sársauka og verkjum. Móðir Júlla hlúði að honum eftir beztu getu, batt um sárin og færði honum hlý föt, en síðan var hann fluttur á sjúkrahús nýlendunnar. Menn óttuðust nú, að Jakob gæti ekki tekið þátt í konungssýningunni, en ekki var haft orð á því við Jakob. Enda höfðu menn annað að tala um. Sú frétt gekk nú frá manni til manns, að konungurinn og menn hans hefðu unnið það þrekvirki, að bjarga áhöfninni af gufu- skipinu „Tjaldur", er það var í sjávarháska. Þetta kunnu menn að meta. Hérna, þar sem menn áttu í sífelldu stríði við nátt- úruöflin, komust mannslífin oft í hættu. Konungurinn hafði hér sýnt fagurt fordæmi með hetjuskap sínum, svo og áhöfn hans. Hann var sannarlega maður að skapi Grænlendinga. Tveim dögum síðar varpaði konungssnekkjan akker- um. Móttökurnar voru glæsilegar. Ungar stúlkur í marg- fitum klæðum fögnuðu honúm með söng og hljóðfæra- slætti. Fyrirmenn staðarins fluttu ræður og beztu ræð- arar þorpsins sýndu listir sínar. Sá síðasti þeirra vakti ekki hvað sízt óskipta athygli. „Því rniður fáið þér ekki, yðar hátign, að sjá okkar bezta snilling í þessum íþróttum,“ sagði yfirmaður nýlend- unnar við konunginn. Hann skýrði fyrir honum, að hann lægi á sjúkraliúsinu eftir frækilega björgun. Þennan dag var Jakob við beztu heilsu. Hann var að mestu hitalaus og fór óðum fram. Skyndilega varð dauðaþögn á gang- inum. Hjúkrunarkonan kom inn í herbergi Jakobs og hvíslaði til hans: „Konungurinn er að koma í heim- sókn.“ Skömrnu síðar stóð hann við hvílu Jakobs. Kon- ungurinn þrýsti hönd Jakobs, brosti og mælti tvö orð á grænlenzku: „Hugiakkur maður.“ Jakob svaraði um hæl: „Ivdlidlo" sem þýðir: „Það ert þú einnig“ og hafði björg- unarafrekið í huga. Jakob roðnaði af ánægju og augun ljómuðu. En þó að konungurinn, sem var höfðinu hærri en allir viðstaddir, brosti stöðugt, komu tárin fram í augu hans. Hann var sýnilega klökkur. Allir hurfu á braut, en Jakob sat einn eftir og starði á einhvern tindr- andi hlut, sem konungurinn hafði gefið honum að skiln- aði. Hann var festur við rauðhvítan borða. Þetta var heiðursorða, sem er aðeins veitt fyrir göfugar dáðir. Er konungurinn sigldi til hafs daginn eftir, fylgdu þorpsbúar honum eftir í kjölfarið á skipum sínum og kajökum. Leiðin lá til gamla veiðiþorpsins. Nokkur tírni leið, unz Jakob gat haldið til baka. Það var fyrir mestu, að hann hafði íengið hreysti sína á ný. Nákvæmlega tveimur vikum eftir konungslreimsóknina sigldi hann kajak sínum heirn til gamla veiðiþorpsins á ströndinni. Er hann kom í fjarðarmynnið, þar sem borg- arísjakinn, sem nú var kominn út í hafsauga, hafði verið, kom hann auga á Júlla litla í kajaknum sínum. Júlli hrópaði tíðindin til lands, en þar beið Jakobs fjöldi fagnandi vina. Hvílíkar móttökur! Allir þrýstu hönd hans, klöppuðu honum og buðu hann velkominn heim. Efnt var tif veglegrar veizlu hon- um til heiðurs og var þar mikill fagnaður. Þarna varð Jakob að ganga á milli allra kunningj- anna, sýna orðuna og skýra nákvæmlega frá konungs- heimsókninni á sjúkrahúsið og þó að hvert barn á staðn- um kynni alla söguna utan að, varð hann að endurtaka hana að minnsta kosti einu sinni. Þessi mikli lieiður steig Jakob alls ekki til liöfuðs. Hann var sami indæli pilturinn sem áður. Gott hjarta- lag leiðir aldrei af sér stærilæti. Er Jakob gekk til hvílu um kvöldið, gat hann ekki varizt því að hugsa um draum- inn um hvíta bátinn. Gamalt fólk segir það tákna ham- ingju, dreymi menn hvítan bát. (Þýtt úr dönsku). Gerizt kaupendur strax! Sendið borgun með pöntun. Árgangurinn kostar aðeins 35 krónur. 111

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað: 9. Tölublað (01.09.1957)
https://timarit.is/issue/304604

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9. Tölublað (01.09.1957)

Aðgerðir: