Tíminn - 17.06.1944, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.06.1944, Blaðsíða 13
61. blað TÍMOnV, langardaginn 17. jnní 1944 13 MERKASTl BOKMENNTAVIÐBURÐUR Á STOFNÁRl LÝÐVELDISINS 1844 var Jón Sígurðsson fyrst kosínn á þíng 1944 r er endurreist lýðvcldi á Islandí Jón Sigurðsson í ræðu og riti Þetta er bók eftir Jón Sigurðsson og tim hann. Verk hans hafa verið dreifð og óaðgengileg og flestum litt kunn. r I þessa bók er í fyrsta sinn safnað úrvali úr ræðum og ritum þessa mikla þjóðskó'rungs. ¦ . . • Vilbjálmur Þ. Gíslason hefir sett hér saman í eina bók það snjallasta úr ræð'um hans á þingi og þjóðf undi ©g fleiri mann- fundum ©g úr stjórnmála- og fræðiritgerðum hans. Bókin hefst á ágætri ritgerð hans um Jón Sigurðs- son, og ennfremur skrifar hann níu smærri ritgerðir eða formálsgreinir fyrir aðalköflum hókarinn- ar, auk skýringa. Nokkrar kaflafyrirsagnir gefa hugmynd um fjölbreytni efnisins: Hver stjórnlögun bezt þyki. Reykjavík og Þingvellir. Kostir borgar- anna og kröfur til þingmanna. Þingskipun og kjördæmi. Þingmælska. Kirkjustjórn og klerk- ar. Forn frægð og nýtt frelsi. Öll stjórn er grundvölluð á þjóðarvilja. Hvað er auður? Einokun og frjáls verzlun. Félagsverzlun. Skól- ar fyrir allar stéttir. Bókmenntir og menning. Hestar. Sauðfénaður. Fjallagrös. Tóvinna. Samgöngur. Búnaðarfélög. Fiskifélög. Betri skip. TAyndir eru í öllum köflum. Þær eru úr ritum Jóns Sigurðssonar eða af stöðum og atburðum úr lífi hans og samtíð. Höfuðþættir bókarinnar eru: Jón Sigurðsson: Dæmi hans og áhrif. Um Alþingi. Þjóðfundurinn. Þjóðfrelsi og þjóð- arhagur. Verzlunarfrelsi. Um skóla. Bók- menntir og saga. Bóndi er bústólpi. Hafsins nægtir. Menn og málefni. Síðasti aðalkafli bókarinnar heitir: Menn og málefni. Þar er fjöldi smágreina úr bréfum, ritum, ræðum og samtölum Jóns Sigurðssön- ar. Þær sýna mjög skemmtilega viðfangsefni hans og tóntegund í gamni og alvöru: Farsæld þjóðanna. Sögur afreksmanna. Skólar og pólitík. Almenningsálit. Að drekka dús. Að þekkja sjálfan sig. Að þola níð og aulahátt. Æfingar í vopnaburði. Gildi íslandssögu. Virð- ing Alþingis. Prestar. Læknar. Stúdentar. Kvenfólkið. Dómar um manngildi. Hóratius. Frumleiki og sérvizka. Eftirhermur fornald- arinnar. Þjóðdansar. íþróttir. Á. aldarafmæli þingmennsku forsetans mikla rísa þarna úr djúpi minninganna hinir merkustu og glæsi- legustu atburðir úr frelsisbaráttu þjóðarinnar og lífi Jóns Sigurðssonar. Rit Jóns Sigurðssonar hafa sér- stakt gildi sem heimildarrit og hátíðarrit á þeim tímamótum, þegar lýðveldið er stofnað. Úrvalsrit Jóns Sigurðssonar verða á sínii sviði ein af eftirlætisbókum íslendinga, á borð við það, sem rit Snorra Sturlusonar, Hallgríms Péturssonar og Jónasar Mallgrímssonar eru á öðrum sviðum. Sferkosfa vörn lýðveldisins á ókomnum árum yerður andí Jóns Sigurðssonar eins og hann birfisf okkur enn í ræðu og rifi Góð vínar- og mínníngargjðf um stoínun lýðveldísíns s Bókaiít^áfan Norðri h.f. Aðalútsala: Frakkastíg 7 - Reykjavík - Símí 3987.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.