Tíminn - 17.06.1944, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.06.1944, Blaðsíða 6
TÍMINN, langaruagiim 17. júní 1944 61. blað Jónas Þorbergssoni Sjálfsforræðið og rísaldir íslenzkrar þjóðmenníngar i. Við aldahvörf þau, sem nú rísa í sögu íslendinga, msetti þeim 'þykja hlýða, að horfa til baka yfir farna leið og hyggja að, hversu dýrmætur þeim mætti verða kjörgripur sjálfsforræðis- ins, sem þeir endurheimta nú að fullu eftir nálega sjö alda baráttu. Birta fortíðarinnar og skuggar varpa glöggum svip- myndum á aldaskiftatjald þess- ara daga. Það mætti vissulega verða hugarhaldið viðfangsefni sagnfræðingum okkar og lær- dómsmönnum, að rannsaka hyern þátt sjálfsforræðisvitund íslendinga í fornöld, sjálfstæð- isþrá og meira en aldarlöng barátta til sjálfsforræðis að nýju hefir átt í menningu þjóð- arinnar. Mætti draga þar af lærdóma og líkindarök um það, hvers vænta megi um farnað okkar á komandi öldum, ef giftusamlega tekst til um störf og stjórn. — í stuttri blaða- grein verða þessu merkilega efni ekki gerð mikil skil. En með því, að það er nú sérstaklega tímabært og svo mikilsvert til athygli, borið upp við birtu þess- ara daga, vil ég freista þess að stikla á stærstu mörkum. II. Tvær hafa orðið risaldir ís- lenzkrar þjóðmenningar. Hin fyrri hófst með sjálfu landnám- inu, og stóð fram um Sturlunga- öld. Hin síðari hófst á öndverðri 19. öld, og hefir staðið fram á okkar daga. Landnámið sjálft var sjálfstæðisbarátta þeirra manna, sem stukku úr Norvegi undan ofríki Haralds hárfagra. Þeir kusu fremur að ..láta óðul sín og staðfestu og leggja út á haf óvissunnar, en að ganga á hönd einvöldum konungi og láta frelsi sitt og eftirkomenda sinna. Ekki mun vera fjarri sanni að ætla, að bændur í Norvegi, sem tóku þennan kost, hafi verið meðal þeirra skaphörðustu og sem sízt var um það gofið, að láta hlut sinn. ög fullvíst má telja, að eigi hafi það verið au- kvisar norrænna ætta, sem lögðu á úthafið á opnum skipum í leit að nýju heimkynni við þau skilyrði um farmennsku, sem þá voru fyrir hendi. Aftur á móti virðist torvelt að færa lík- indarök að því, að landnáms- menn íslands hafi verið úrvals- lið um andlegt atgerfi og skáld- mennt. Verður fremur að gera ráð fyrir þvi, að kvistir þéir, er þannig sneiddust af norrænum ættmeiði og staðfestust í ís- lenzkri mold, hafi valizt upp og ofan. Einhverjir sagn- skýrendur hallast máske að þvi, að hingað hafi valizt úr- val manna um andlegt atgerfi. En slíkt mun verða torvelt að sanna. Hitt er staðreynd, að um þessar mundir skiftir sköpum með Norðmönnum og fslending- um. Á íslandi tekur þegar á landnámsöld að blómgast sagn- fróðleikur, ljóðmennt og ræktun tungunnar umfram það, sem gerðist annars staðar á Norður- löndum. Sonur eins landnáms- mannsins, Egill Skallagrímsson á Borg, er talinn hafa verið eitt mesta ljóðskáld íslendinga að fornu og nýju. íslendingar ger- ast hirðskáld konunga á Norð- urlöndum og í Englandi. Tung- an, — blys mannsandans, óræk- asti vottur um gáfnafar manna og þjóða, vex um styrk og snilli. Og á öndverðri 12. öld taka ís- lendingar að rita sagnir og ljóð- mæli. Þessi risöld andlegrar menningar á íslandi nær há- marki í sagnritun, málvísindum og skáldskaparvísindum Snorra Sturlusonar. í Norvegi gerast engin slík tiðindi sem þessi. Skáld hafa efalaust verið uppi í Norvegi um þessar sömu mundir og sagn- fróðleikur hefir verið þar í há- um metum, slíkum - dáleikum sem íslenzk skáld og sögufróðir íslendingar áttu þar að mæta. En risöld veröur þar engin og Norðmenn eignast enga sagnrit- ara. — Svo glögg og ótvíræð eru sannindamerkin um þetta, að Norðmenn telja sig eiga varð- veizlu þjóðarvitundar sinnar og sjálfsforræðisvilja að þakka Snorra Sturlusyni meira en nokkrum öðrum manni. En hvað var það þá, sem skipti sköpum með Norðmönn- um og íslendingum svo mjög, sem hér var rakið? — Mér virð- ist gátan ekki torráðin. Maður- inn er skapari. Aðrar skepnur jarðarinnar þær, sem við telj- um ekki vera anda gæddar, end- urtaka sífellt athafnir sam- kvæmt frumhvötum. Maðurinn leitar út fyrir umgerð hvers- dagslegra viðbragða. Æðsta nautn hans, og óbrigðilegasta gleði er að skapa ný verðmæti, ný sanniridi, ný listaverk. En því aðeins fær maðurinn notið yfirburða sinna og sköpunar- snilli, að hann sé frjáls. Frelsið er lífsloft andans. Það er dýr- asti frumburðarréttur manna og þjóða. Það er frumskilyrði þess, að náð verði æðsta tak- marki mannlegrar viðleitni: þroskun einstaklingsins. Undir hrammi kúgarans sekkur múg- sálin niður í dauðamók andlegr- ar óvirðingar. í víðáttum frels- isins vakir útþrá mannsandans og dulmögnuð eftirsóknarefni. Þess vegna verður viðnám hans gegn kúgun og ofbeldi sterkustu átök hans. Og þess vegna verða svo vahdfundin takmörkin milli þegnfrelsis og þegnstjórnar í sérhverju þjóðríki. Hamingjuskipti íslendinga og Norðmanna í þessu efni um og eftir landnám íslands verða auðskilin í ljóái þessara sann- inda. Um og eftir daga Haralds hárfagra bjuggu Norðmenn við harðræði einvaldra konunga. Þar var löngum ófriður mikill' í landi, þar sem barizt var um ríkiserfðir og þegnar landsins kvaddir til landvarna og hern- aðar í önnur lönd. íslendingar stofnuðu í öndverðu mikið frið- arríki hér á landi. Landkostir hafa verið meiri en nú eru þeir og þjóðin búið við gnægtir með- an landrými var nóg og land- kostir eyddust ékki. Stjórnar- farið var í samræmi við frelsishugsjón þeirra manna, sem flúðu úr Norvegi und- an ofríki einvalds konungs. Þegnar landsins hlíttu forsjá sveitarhöfðingja, en voru þó frjálsir að segja sig í sveit með hverjum, sem þeir vildu. Ekkert allsherjarvald þröngvaði kosti manna framan af öldum né stofnaði öryggi þeirra í hættu. Með afreki landnámsins ávann þjóðin sér allsherjar samkennd, vitund sína um sjálfsforræði. Við frið og frelsi sögualdarinn- ar fær sköpunarþrá og snilli norræns anda útrás í list orðs- ins og rís til hærri marka, en síðan hefir orðið náð á landi hér. III. Hin andlega menningaralda íslendinga, sem reis svo hátt á Sturlungaöld, brotnaði og hneig með dapurlegum hætti. íslend- ingar dýrkuðu frelsið um of og ríkisskipan þjóðveldisins var meingölluð frá öndverðu. Þeim missýndist um það, að ekkert þjóðríki fær staðist og haldið sjálfsforræði sínu til lengdar, án þess að eiga sér trausta fram- kvæmdarstjórn. Árið eitt þús- und tókst Þorgeiri ljósvetninga- goða að afstýra borgarastyrjöld með viturlegum fortölum. En tveimur öldum síðar er „friðn- um slitíð". Ættir landsmanna, sem á landnámsöld fóru mjög dreifðar, taka nú að hefjast til sjálfsvitundar og valdastreitu, svo til blóðugrar innanlands- styrjaldar dregur. í landinu var engu allsherjar þjóðarvaldi á að skipa og þar kemur, að íslend- ingar taka sjálfir að skjóta ágreiningsmálum sínum undir úrskurð Noregskonungs. Óþarft er að rekja hér harm- sögu Sturlungaaldar. Nægir að benda á það eitt, að um þessar mundir verða hamingjuslit í þjóðlífi íslendinga. í þrálátum innanlandsófriði og fólkorustum drápust beztu menn landsins niður hverjir fyrir öðrum. Þegar dregur fram um miðja 13. öld 1 er þjóðin orðin svo lömuð og þreytt á ófriði innlendra ættar- ihöfðingja, að hún fær æðsta ; vald í hendur erlendum kon- ! ungi. Þannig gekk fjöregg 'sjálfsforræðisins íslendingum júr greipum. Hin glæsta hugsjón þeirra um frelsisríki druknaði í blóði þeirra sjálfra. íslendingar, sem að tiltölu höfðu verið ein mesta siglingaþjóð í heimi, verða nú ósjálfbjarga þegnar i hjá- lendu annarar stærri þjóðar. Þeir settu að vísu stjórnarfars- legan fyrirvara í sáttmála sinn við Norvegskonung. Viðnám þeirra var ekki með öllu brotið á bak aftur. Frelsishugsjónin vakti undir niðri í £slenzkri þjóðarvitund og þurfti stórt að höggva og stærst í Skálholti ár- ið 1550, til þess að vinna bug á mótþróa landsmanna. Og ís- lendingar ráku harma sinna, þegar færi gafst. En niðurlæg- ing þeirra varð að vísu mikil og hörmungar átakanlegar um full- ar sex aldir. > IV. Önnur risöld íslenzkrar þjóð- menningar hefst á öndverðri 19. öld. Eftir stjórnarbyltinguna miklu í Frakklandi á 18. öld fara sterkar hræringar um hugi manna í Norðurálfu og stjórn- skipunarbyggingar einvaldsins taka mjög að gnötra. Þjóðirnar í mörgum löndum álfunnar varpa af sér oki aðals og klerka og þar kemur að einvaldir kon- ungar — þar á meðal konungur Dana — kjósa að slaka til og veita þegnum sínum hlutdeild í löggjöf og stjórn. Frelsishræringar þessar náðu til íslands snemma á öldinni, sem leið. Kom þá þegar í ljós, að þjóðin hafði engu gleymt um forna andlega tign slna, að hún hafði varðveitt sársauka sinn, vonir sínar og sjálfsforræðis- vilja. Það kom og í ljós, að þrátt fyrir áleitni danskrar tungu til áhrifa á ströndum landsins og fullan yfirgang hennar í við- skiptamáli og embættisskjölum, hafði tunga landsmanna varð- veizt lítt menguð á vörum þjóð- arinnar. Við endurritun forna bóka, við endursagnir fornra fræða, við ljóðagerð og rímna- kveðskap hafði þjóðin varðveitt sál sína gegnum langar aldir mikilla hörmunga. Þjóðarstofn- inn var bugaður, en ekki brot- inn. / Og svo sem áður gerðist á lándnámsöld hefst sókn þjóðar- innar á vettvandi tungunnar. Sterkur niður mikilla þjóðhrær- inga í Norðurálfu heims berast inn yfir strendur landsins. Töfrasproti frelsishreyfingar- innar rýfur þunga kyrrð. Ungir menntamenn spretta upp til for- ustu. Sjálfstæðisbarátta íslend- inga er' talin hefjast árið 1830 með riti Baldvins Einarssonar „Ármann á Alþingi". Eggert Ól- afsson og Fjölnismenn fara eldi tungunnar um nýtt landnám ís- lenzkrar þjóðvitundar. Jón Sig- urðsson ryðst fram 1 fylkingar- brjóst. Fornar minningar um sjálfsforræði þjóðarinnar og andlega tign, varðveittar trú- lega og helgaðar sársauka allra kynslóða, brjótast út í. ljósum loga endurborinnar ljóðagerðar, sem nær hærra risi og meiri tign en áður hafðí gerzt né síðar orðið í islenzkri ljóðagerð. Skáldsveit 19. aldar, sem kvað óð endurvakningarinnar, frels- iskvæðin, ljóð nýrrar andlegrar sóknar yerður, við hliðina á rit- um fornsagnanna, ávallt sér- stæð fylking í sóknarliði and- legrar þjóðmenningar íslend- inga um alla framtíð. Gróandinn í þjóðlífi íslend- iriga hefir vaxið í réttum hlut- föllum við ris frelsishreyfing- arinnar og aukið sjálfsforræði þjóðarinnar í eigin málum henn- ar. Sterkar félagsmálahreyfing- ar rísa til sóknar: Bókmennta- félag íslands, samvinnufélögin, ungmennafélögin, góðtemplara- reglan, íþróttafélögin, svo örfá séu nefnd af miklum f jölda. Fyr- ir og um aldamótin taka íslend- ingar að sækja á djúpmiðin. Á nokkrum áratugum rís landið úr rústum, þjóðin reisir borgir og bæi, endurbyggir sveitabýlin, leggur síma, vegi, brýr; eignast hafnir, vita og skipastól, tekur verzlun og utanríkismál að öllu í sínar hendur, reisir landsspít- ala og stofnar til trygginga, byggir háskóla og fjölda annara skólahúsa, eignast útv.arp og ástundar bókagerð og bóklest- ur af meira kappi en nokkur önnur þjóð. Og áræði þjóðarinn- ar vex og úrræði nýtast við aukna menntun og vaxinn stór- hug eftir því, sem nær dreguí fullum sigri í baráttu hennar til sjálfsforræðis. V. Og nú höfum við hinn 17., júní næstkomandi, eftir meira en aldarlanga sjálfstæðisbaráttu, náð á leiðarenda. Við þetta síð- asta átak höfum við með þjóð- aratkvæðagreiðslunni vottað öll- um heimi, að við höfum éngu gleymt, að þjóðvitund okkar er sterk og sjálfsforræðisvilji fs- lendinga hefir aldrei verið ríkari en nú er hann. Með samhuga, glæsilegu átaki höfum við þegar áunnið okkur viðurkenningu þriggja mestu stórvelda í heimi, auk frændþjóðar okkar Norð- manna, sem verður vottuð okk- ur á fagurlegan hátt við sjálfa gildistöku lýðveldisins. Þjóðar- hamingja okkar er mikil um þessar mundir. Við höfum orðið samhuga í höfuðmáli samfélags frjálsborinna manna. Við höfum eftir mikla stjórnarfarslega hrakninga um eyðimerkur ald- anna náð til hins fyrirheitna lands. VI. En er við fögnum miklum sigri, megum við sízt, við ofur- gleði, láta okkur yfirsjást um það, að sigurinn er keyptur dýru verði, starfs og þjáninga þeirra manna, sem við harm og niður- lægingu margra alda hafa þó, þrátt fyrir allt, varðveitt þjóð- vitund okkar, tungu og bók- menntir og sem um heillar aldar skeið fórnuðu kröftum sínum og lífsstarfi í þágu hins mikla mál- efnis. Hitt ber okkur og að festa og varðveita í Ijósu minni, að er víð nú göngum, sem frjálsbornir menn, inn í samfélag þjóðanna, færumst við mikið í fang og tök- um á herðar okkar þunga á- byrgð gagnvart umheiminum, gagnvart sjálfum okkur og eft- irkomendum okkar. Við höfum horft um öxl og séð, að allt hið stórbrotnasta í þjóðlífi okkar og menningu, bæði um vörn og sókn, hefir verið bundið baráttunni fyrir þjóðfrelsi. Risaldir íslenzkrar menningar hafa verið ávöxtur sjálfsforræðis þjóðarinnar til forna og sjálfstæðisbaráttu hennar á öldinni, sem leið. Af þessu liggur ljóst fyrir svarið við spurningunni, sem varpað var fram í upphafi þessa máls. Endurheimtur kjörgripur sjálfs- forræðisins er okkur alls verður. Hann ber í eðli sínu og eigindum allar þjóðarvonir okkar og all- an þjóðarvanda um alla fram- tíð. Þess er ekki að dyljast að um gæzlu þessa kjörgrips verður okkur mikill vandi á höndum. Margir' landsmanna eru nú haldnir mikilli bölsýni um farn- að okkar á komandi árum og úr- lausnir~Vandamála. Mikið hefir verið fjasað um það', að þjóðin hafi beðið tjón á sálu sinni og siðferði við hernám landsins og hersetningu um fjögurra ára skeið. Ég er ekki haldinn slíkri bölsýni. Mér verður starsýnt á þá staðreynd, að í styrjöld þeirri, sem nú geisar um alla jörð, mun engin þjóð hafa átt við að búa meiri mildi, einlægari skilnings- viðleitni og vinsemd ráðamanna erlendra herja heldur en við íslendingar. Ég læt mér ekki missýnast um það, að þjóð, sem hefir bjargazt gegnum mestu hörmungar á liðnum öldum, varðveitt tungu sína og þjóðar- vitund, ferst ekki, þótt veilur kunni að gera vart við sig í einni kynslóð hennar. Meðan mæður eru íslenzkar, verður ís- lenzk tunga töluð og varðveitt á íslandi. Meðan íslendingum tekst aðvarðveita sjálfstæði sitt og ríkisrétt í samfélagi og góðu samstarfi við aðrar þjóðir, mun fram verða sótt til þjóðvaxtar og aukinnar þjóðmenningar. Um eitt er mér þó uggur I brjósti. Við stöndum nú á svip- uðum tímamótum og landnáms- menn íslands í öndverðu. Við erum um það bil að öðlast sjálfs- forræðisvitund okkar að nýju og okkur er sami vandi á hönd- um um gæzlu sjálfstæðisins. Á Sturlungaöld deildu ættarflokk- ar og glötuðu sjálfstæði þjóðar- innar. Nú deila stéttarflokkar. Ég óttast það, að ef við ekki von bráðar berum gæfu til samfylk- ingar viturra manna og hóf- samra, og setjum þjóðinni trausta stjórnskipun og rétt- lá.ta, þá muni sömu orsakir leiða til samskonar úrslita, og við fá- um ekki haldið virðingu okkar og sjálfsforræði.. VII. í úndangengnum umræðum um fulla endurheimt sjálfsfor- ræðis okkar hafa komið fram raddir um það, að hér væri um gerfisjálfstæði eitt að ræða, með því að við hefðum notið fullra ríkisréttinda síðan árið 1918. Skoðanir um þetta atriði eru ekki einungis rökræns eðlis; þæx eru einnig huglægar og hjart- læear. — Þegar solin þann 17. iúni næstkomandi hnígur til vlðar, þá hefir þú, lesari, og- ég og hver einasti kynborinn, ís- lenzkur þegn öðlazt innra með s.iálfum oss áður óþekkta til- finningu í lífi þeirrar kynslóðar, sem byggir landið: meðvitund- ina. um fullt og óvéfengt sjálfs- forræði fslendinga. Það var þessi meðvitund, sem veitti landnámsmönnum f s 1 a n d s djörfung og orku til sjálfs af- reks landnámsins - og lyfti hugum þeirra og vitorku til sóknar í heimi andans. Enda þótt mikið hafi áúnnist á síðastliðnu hálfrar aldar I skeiði, stendur nú fyrir dyrum j höfuðlandnám íslendinga á ís- j landi-. Fyrir því verður 17. júní i næstkomandi dagur mikilla I heitstrenginga. Og þó mikils sé j vert um ytri tákn og nokkur I háreisti fylgi slíkurn atburðum, , verður ávallt mest vert um hin | þöglu heit hins óbreytta manns, ^hvar sem -hann hefir hlotið l stöðu í atvinnufylkingum lands- manna og þjóðarstarfi um að ávinna sér og helga rétt þegn- . bórins manns frjálsrar þjóðar I og hvika ekki úr fylkingu nú, er fram horfir og sótt verður til ¦ aukins landnáms og þjóðmenn- i ingar íslendinga á 20. öld. 4. júní 1944. Jónas Þorbergsson. „Hátt á eldhrauni upp, þar sem ennþá öxarú rennur ofan í Almannagjá, alþingið feðranna stóð".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.