Tíminn - 17.06.1944, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.06.1944, Blaðsíða 12
12 TlMINN, laugardaginn 17. júnf 1944 61. blað Bjarni Asgeirsson: Bjargræðisvegirnir Af sömurót. Þegar ísland byggðist, hefir verið hér björgulegt um að litast. Landið var gróðri þakið „milli fjalls og fjöru", ár allar „fullar með fiskum" og firðir allir „full- ir af veiðiskap". Af þessum auðlindum hefir nú íslenzka þjóðin ausið' meir en þúsund ár. Þangað hefir hún sótt mestan hluta fæðufanga sinna og annara nauðþurfta. Þaðan er henni kominn iaup- eyrir sá, er hún varði til að- drátta erlends varnings. Úr þeim sama sjóði greiddi hún hinn þunga skattpening, sem eflend áþján krafði hana um öldum saman. Landnámsmennirnir lögðu fljótt undir sig allt byggilegt land á milli, fjalls og fjöru; byggðin dreifðist um hina miklu víðáttu. En hvar, sem bær þeirra stóð, voru bjargræðisvegirnir hinir sömu; ekki allstaðar hlut- fallslega eins, en þó hinir sömu, árður búfjárins og fiskiföng úr vötnum og veri, — landið og sjórinn. Dalabóndinn, er átti óðal sitt mest um íjöll og heiðar, og sá ekki hafið, nema af hæstu tindum, átti það til að fara sjálfur eða senda húskarla sína í verið um óravegu, haust, vetur og vor, til bjargræðisaðdrátta. Útvegsbóndinn á ströndinni, við hin fiskisælu mið, er hann stundaði að jafnaði allan árs- ins hring, hafði einnig lands- nytjar og gangandi pening, er hann stundum hafði í seljum á heiðum frammi um sumar. Þannig stóð þjóðin jafnan sín- um fætinum hvorumegin sjáv- armálsins, og dró föng sín jöfn- um höndum úr hinni frjóu mold allt frá ströndum til heiða og djúpi hafsins. Og alls staðar var bóndinn að verki, hvort sem hann „sigldi s.ærokinn" eða „sól- bitinn sló". Leiðir skilja. Þannig liðu aldir. Þegar svo kemur fram á 19. öldina, fer að hefjast verkaskipting á milli landbóndans og sjómannsins. Sjómennska, fiskiveiðarnar, fer að verða sjálfstæð atvinna, er smám saman slitnar úr tengsl- um við hinn eiginlega landbú- skap. Með bættum skipakosti og veiðiaðferðum eykst þessi þróun hröðum fetum. Fiskiskipin sækja æ lengra og lengra á mið- in og verða með hverju árinu ó- háðari vindi og straumum. Það er hægt að fylgja göngum fisks- ins í kringum landið og á haf út. Starf fiskimannsins breytist úr stopulum vertíðarróðrum í fast starf allan ársins hring. Og nú má segja, að verkaskipting þessi sé þegar fullkomnuð. Bóndinn 6r nú bundinn við jörð sína og bú árið um kring og sjó- maðurinn við sín störf alla tíma árs. Hinir föstu árlegu flutning- ar starfsmanna á milli lahdbún- aðarins og sjávarútvegsins, sem áður fyrr voru jafn reglubundn- ir og árstíðirnar, verða nú fyr- irferðarminni með hverju árinu, og munu bráðum verða eins og ómur frá liðinni tíð. Þessir tveir æfafornu atvinnu- vegir þjóðarinnar, sem báðir eru sprottnir upp af sömu rót, og lengzt af hafa fylgzt að í þjóð- lífinu, eru nú að verða tvær að- skildar greinar, sem smámsam- an vaxa æ lengra hvor frá ann- ari í rekstri og starfsháttum. Og þó. Ennþá, og ætíð, tengir þær sama rótin dýpra niðri en allar aðrar starfsgreinar þjoð- f élagsins. Þær einar eru vaxnar upp úr frumlindum íslenzks atvinnulífs, og allar aðrar at- vinnugreinar eru upp af þeim sprottnar. Hér þykir hlýða að renna augunum yfir nokkrar aðrar starfsgreinar þjóðarinnar. Hliðargreinar. Iðnaðurinn er sú atvinnu- grein, sem hvað örustum vexti hefir náð á undanförnum árum. Og ekki ætti það að vera nein- um vafa undirorpið,.að sú starf- semi eigi fyrir sér mikinn vöxt og viðgang. En enn sem komið er byggist íslenzkur iðnaður al- gerlega á hinum innlendu fram- leiðslu-atvinnugreinum, og er af þeim sprottinn. Meginhluti hans byggist á neyzlu innanlands, sem hvílir á innlendri fram- leiðslustarfsemi. Sú hlið hans, sem veit að útlendum mörkuð- um, hvílir einnig á íslenzkum framleiðsluvörum. Er þar síldar- iðnaðurinn nærtækasta dæmið, svo og fiskfrystingin og fiski- niðursuðan, er allt byggist. á öflun sjávarafurða,, Iðnstarfsemi, er byggist á hráefnum frá landbúnaðinum, er skemmra á veg komin, og er meir fyrir hinn innlenda mark- að. Má þar nefna ullar- og lít- ilsháttar skinna-iðnað, en þó einkum á síðari árum mjólkur- iðnaðinn, svo og kjótiðnað, svo sem frystingu, niðursuðu og ýmsa aðra verkun kjöts fyrir innlendan og útlendan markað. Þannig virðist ekki enn hilla undir neinar iðngreinar, sem líkur eru til að unnið geti fyrir útlendan markað aðrar en þær, sem fengið geta hráefni frá sjávarútveginum eða landbún- aðinum. Með öðrum orðum: inn- lendur iðnaður stendur enn og fellur með þessum atvinnuveg- um. Þess er þó rétt að minnast hér, að ísland er frá náttúr- unnar hendi mjög auðugt land að orku, sem til þessa hefir lítt verið notuð, — vatnsorku og hveraorku. Byggja ýmsir á því miklar vonir um aUkinn og fjölbreyttari iðnað, er þjóðin öðlast kunnáttu og getu til að nytja þá orku nokkuð til hlítar. Er sízt fyrir að synja, að svo verði, og hitt engum vafa undir- orpið, að aukin virkjun og notkun íslenzkra orkulinda er eitt af mestu framfaramálum íslenzks athafnalífs. En á með- an ekki finnast hér málmar, sem tiltækir reynast að neinu ráði, virðist eðlilegast að gera ráð fyrir því, að aukin orkuver og aukinn iðnaður hljóti enn um langan aldur fyrst og fremst að beinast að bættri og aukinni framleiðslu og verkun landbún- aðar- og sjávarafurða, og hljóti. því að byggjast á þessum at- vinnuvegum og þroskast með þeim. Verzlunar- og bankastarfsemi. Ekki verður það dregið i efa, að verzlunin er mjög þýðingar- mikil starfsgrein í nútímaþjóð- félagi, og að örlagaríkt er fyrír framleiðslustarfsemi þjóðarinn- ar, hvernig til tekst um kaup og sölu á erlendum mörkuðum, svo og vörudreifingu innanlands. Á þetta ekki sízt við með oss fs- lendingum, sem sökum nokkuð j einhæfrar framleiðslu lands ,okkar, þurfum að hafa meíri ; millilandaviðskipti en flestar aðrar þjóðir. Það er líka vitað, að íslenzk verzlunarstétt er nú I þegar orðin ein af stærstu stétt- I um þjóðarinnar. Um banka- starfsemina má svipað segja og verzlunina. Nú á tímum er fjöl- breytt lifandi verzlun og banka- starfsemi öllu atvinnulífi jafn nauðsynleg og heilbrigt æða- kerfi mannlegum líkama. ! En það liggur þó í augum uppi, að starfsgreinar þessar geta því að eins þrifizt og þrosk- azt til lengdar, að undir þeim I standi sterkt og vaxandi at- hafnalíf, sem veitir getu til að selja og kaupa, taka lán, ávaxta og greiða, — og hér á landi verður það framleiðsla til lands og sjávar. Siglingar. Síðast en ekki sízt vil ég nefna siglingar þjóðarinn- ar. Samgöngurnar eru lífæð at- vinnuveganna, og þjóð, sem býr á eylandi, 'er eigin siglingafloti óhjákvæmilegt þroskaskilyrði, að ég ekki segi lífsskilyrði. Við íslendingar þurfum að efla sigl- ingaflota okkar og verða sjálf- bjarga í þeim efnum að minnsta kosti. En allt ber hér að sama brunni. Siglinga er því aðeins þörf, að framleitt sé eitthvað í landinu, sem flutt verði út, og að þar þrífist starfsemi, er afl- ar landsfólkinu kaupgetu er- lendis frá. Allt þetta, sem hér hefir verið upp talið, iðnaður- inn, verzlunin, bankastarfsemin, siglingamar — allt þetta eru þjóðnýtar starfsgreinar, sem verða framleiðslustarfsemi þjóð- arinnar til stuðnings og efling- ar, ef rétt er á haldið, en á sama hátt og greinin stofninum, sem hún vex á. Greinin getur með starfsemi sinni veitt stofn- inum aukinn þroska. En fúni rætur stofnsins, visnar hún fljótlega, vegna þess, að hún lif- ir á þeim líka. En stofninn, sem allar þessar greinar, sem ég nefndi hér að framan, eru vaxnar af — eru frumstörf ís- lenzku þjóðarinnar, landbúnað- ur og fiskiveiðar, sem sækja afl sitt í það líf, sem moldin og hafið næra. Og ekki á þetta síð- ur við um ýmsar aðrar starfs- greinar, svo sem opinber störf þjóðfélagsins, mennta- og menningarstarfsemi þjóðarinn- ar, sem allt hvílir fjárhagslega á þessum sama stofni. »s Þar hafa þeir Iiií- ann úr". Auk þess að landbúnaður og sjávarútvegur eru undirstaða íslenzks atvinnulífs, veita þau öðrum atvinnugreinum fremur, þeim, sem þá stunda, hollt upp- eldi. Baráttan við hina villtu náttúru eykur þrek og karl- mennsku, sem hvarvetna mun reynast mönnum gott veganesti, og sem íslenzkum borgurum er jafnáríðandi og hermanninum þjálfunin. Og ræktunarstarf bóndans, samvinna hans við líf- og gróðurmögn landsins, á að hjálpa til að skapa hugarfar og skaphöfn, sem er hverri þjóð til sálubóta._ Ef við íslendingar innleiddum nokkurntíma „herskyldu" hér á landi, ætti hún að mínum dómi helzt að vera í þá átt, að hver ungur maður væri skyldaður til að vinna einhverntíma að fram- leiðslustörfum við frumlindir ís- lenzks atvinnulífs, landbúnað eða sjómennsku, til að kynnast þeim af eigin raun og baráttu þeirri við ísl. náttúru, sem þjóðin ætíð verður að heyja á meðan að hún vill eiga og nytja land sitt. Þannig námskeið yrðu vafa- laust hverjum ungum manni hollur undírbúningur undir lífið, og væru vel fallin til þess að vera hverjum íslenzkum þegni vígsla íni} í starfslíf þjóðarinnar hverja grein þess, sem þeir svo veldu sér að. ævistarfi. „Hvers hlutnr er lítill — hvers er stór?" Ekki er það tilgangurinn hér að metast um það hvor þessara tveggja atvinnugreina hefir verið þjóðinni meira virði á liðnum öldum, né hvor lofar meiru um framtíðina. Það er staðreynd, að um allar aldir hefir hvor stutt aðra eins og hönd og fæti ber að gera. Og um það tekur ekki að deila.að ís- lenzka þjóðin hefði ekki komizt fram á þennan dag, ef ekki hefði beggja þeirra við notið. Og hitt ætti ekki að dyljast neinum, að í framtíðinnl má hvoruga þessa grein afrækja, ef vel á að fara. Þvi verður þó ekki neitað, að auðlindir sævarins umhverfis landið eru minni takmörkum háðar en forðabúr moldarinnar, og hafa reynzt stórbrotnari í gjöfum sínum og betur fallnar til mikilla athafna á undanförn- um áratugum. En vegna þess, að gæði lands- ins voru mönnum nærtækari — aðgengilegri, og meðfram vegna þess, að þau voru takmarkaðri, hafa þau meir til þurrðar gengið á liðnum öldum. Landið hefir goldið mikið afhroð við fram- færslu þjóðarinnar um þúsund ár. Gróður þess hefir þorrið, og sums staðar eyðst með ölhi. Fólkið í landinu varð að ganga hart að því til þess að draga fram lífið, og gat hvorki verndað gróður þess né bætt í umkomu- leysi sínu. Þó að fiskur hafi nokkuð til þurrðar gengið á grunnmiðum frá því, að landið byggðist, þá er þar af svo djúp- um brunni að ausa, að tæpast verður enn talið, að þar sjái högg á vatni. Það kom því af sjálfu sér, að þegar athafnaþrá bjóðarinnar fór að vakna, og hún tók að rétta við eftir margra alda áþján og niðurlægingu, sneri hún sér með meiri aðför- um að nýtingu fiskimiðanna, að sjávarútveginum, heldur en að landbúnaðinum, og þar hafa framkvæmdirnar orðið miklu stórtækari. Þar hjálpaði einnig til, að sjórinn var betur til þess fallinn að beita yið nýtingu hans öllum hinum fullkomnustu tækjum, er þekkt voru í þeirri grein en landjörðin 1 sinni grein. Og því verður ekki heldur neitað, að hin mikla efling sjáv- afútvegsins á liðnum áratugum hefir verið eitt mesta drifhjólið í hinum margháttuðu framför- um í atvinnumálum íslenzku þjóðarinnar á þeim tíma. Það er því máske vorkunnarmál, að nú virðast ýmsir menn ekki sjá nemá sjávarútveginn og setja á hann einan allt sitt traust. En er ekki rétt að athuga betur hvar við stöndum. Þetta hefir áður hent á íslandi. Þegar að Hrafna-Flóki kom hér endur fyr- ir löngu, fannst honum svo mjög um auðlegð sævarins, að hann sinnti ekki öðru en fiskiveiðun- um einum saman, og gleymdi landjörðinni _og búfénaðinum, sem því gerféll- á næsta vetri. Ekki varð hinn mikli sjávarafli honum einhlítur til framdrátt- ar, enda festi hann hér ekki ræt- ur, heldur yfirgaf landið fljót- lega aftur. Það má vera, að menn leggi nú ekki mikið upp úr þessu fordæmi. En gæti það ekki verið okkur áminning um það, að vissara sé þjóðinni að gleyma ekki landjörðinni og gæðum hennar, ef hún vill vera langlíf í landinu. Minnumst þess, að íslenzka þjóðin á landið sitt allt. Það, sem hún leggur fram til að bæta það, auðga og prýða, er hennar eign, sem á að geta borið henni og börnum hennar arð um ó- komnar aldir. Hins vegar er ekki nema lítill hluti sævarins umhverfis landið „eign" þjóðarinnar. Mestur hluti hafsins er „almenningur" allra þjóða, sem við verðum að keppa við þær um — þó að aðstaða okkar sé þar nokkuð sterk, végna nálægðar landsins. En þó að þar sé af miklu að taka, þá er það „djúpur brunn- ur, sem ekki verður upp ausinn". Og ekki er enn séð, hvort sú friðun verður veitt fiskstofn- inum, sem nauðsynleg er til þess að hin miklu auðæfi „íslands ála" gangi ekki til þurrðar, áður en varir fyrir á- sælni erlendra þjóða. Allt er þetta til athugunar. Og undir öllum kringumstæðum verður að teljast óvarlegt, að setja alla okkar framtíð „á eitt spil" í þessum efnum. Fiskimið íslands hafa verið nefnd „gullkista landsins", og það með réttu. Og vegur þjóðar- innar og velsseld um ókomna Rœstidutt er fyrlr tiukkru komið á u^irkaðinn og h"fir þ^gar hlotið hið mesta lofsorð, þvi vel er til þess vandað á allan hátt. Opal ræstiduft hefir la þá kosti, er ræstiduít þarf að hafa, — það hreinsar án þess að rispa, er mjög drí'lgt, og er nothœft á allar tegandlr búsáhaida og eld- húsáhalda. Notið O P A L rœstidnft Tilkynning frá rikisstjóriiiiiiii Til þess að gera sem flestum fært að búa sig undir þátttöku í lýðveldishátíða- höldunum, vill ríkisstjórnin beina því til stofnana og atvinnurekenda um land allt, að vinnu verði hætt eigi síðar en kl. II e. h. næstkomandi föstudag og að öll vinna hvarvetna á landinu liggi niðri laugardaginn 17. júní. FORSÆTISRAÐnERRANIV, II- jiiiíí 1944. ' Raítækjavinnustofan Seííossí framkvæmir allskonar rafvúrkjastörf. ...... og svo umfram allt að sendn,1 mér 1 stykki SAVON DE PABia|. hún er svo Ijómandi góð. , — Já, með ánægju, kæra frö- ken, enda seljum við langmest af þeirri handsápu. tíma er mjög undir því kominn hversu atorkusamir og lángefn- ir við verðum að ausa af því mikla nægtabúri.Mundi það ekki vera hyggilegt að binda jafn- an nokkurn hluta þess, er okkur hlotnast af hinum reikulu auð- æfum hafsins í hinni frjóu mold landsins okkar, sem þar mun um aldir bera börnum þess „ávöxt með stöðuglyndi". Og á ekki landið okkar nokkra kröfu í þjóðarbúið um endurgjald fyr- ir það, sem til þess hefir runnið á liðnum öldum. Og að lokum: Mundu það ætíð, íslenzka þjóð, að gengi þitt, sjálfstæði þitt, tilvera þín, sækir næringu sína í auðlindir ís- lenzkrar moldar og islenzkra miða. Á þeim slagæðum skaltu þreifa, hvenær sem þú villt rannsaka heilbrigði íslenzks at- vinnulífs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.