Tíminn - 17.06.1944, Blaðsíða 17

Tíminn - 17.06.1944, Blaðsíða 17
61. fclað TÍMIMiy, laugardaginn 17. juní 1944 17 Þjóðlegasta skemmtunin ev að lesa góðav bækuv Eftirtaldar bækur eru suxnar nýkomnar út, en aðrar koma á næstunni: Úr byggðum Borgarf jarðar, eftir Kristleif Þorsteinsson fræðimann á Kroppi, er nú komin. í bókinni er birt allt það, sem Kristleifur hefir skrifað, annað en það, sem skráð er í Héraðssögu Borgarfjarðar.. Er þetta mikil og fyrir margra hluta sakir merkileg bók. Þorsteinn Jós- epsson blaðamaður hefir valið í bókina fjölda fallegra mynda. Kristleifur Þorleifsson Haukagil í Hvitársíðu Grímur Thomsen, endurminningar frk. Thoru Friðriksson. — „Ég man eftir Grími Thomsen frá því að ég var agnarlítil," segir frk. Thora, „því að hann kom ekki aðeins um þingtímann ásamt öðrum þing- mönnum hér um bil á hverju kvöldi heim til okkar, heldur kom hann líka allan ársins hring í stuttar heimsóknir, þegar hann á annað borð kom til .bæjarins." — Frk. Thora Friðriksson er ein þeirra fáu núlifandi manna, sem þekktu og muna Grím Thomsen, skáldið og bóndann á Bessastöðum. ©aSnr Bernadettu. Grímur Thomsen Hin heimsfræga bók, Óður Bernadettu eftir Frans Werfel, kemur út í þessum mánuði. Eins og flestum er kunnugt, hafa fáar bækur, sem komið hafa út á síðari árum, notið jafnmikillar hylli, eins og bókin um frönsku bóndastúlkuna Bernadettu og undrin, sem gerast í Lourdes. Fyrir tæpum hundrað árum var Lourdes ómerkilegt sveitaþorp með fáum íbúum. Nú er þar snotur bær með um 10.000 íbúum. Þangað flykkjast. árlega hundruð þúsunda manna, allra þjóðfkikka og allra trúar- bragða, til þess að leita ásjár-heilagrar Maríu meyjar. Hún veitir sumum ásjá, öðrum ekki. En hróður staðarins og stúlkunnar, sem fyrst varð vör þessa undramáttar, flýgur um öll lönd og álfur. Einn þeirra manna, sem kom til Lourdes sundur kraminn á sál og líkama, er höfundur þessarar bókar. Bókin er þökk hans fyrir þann frið, sem hann öðlaðist við hina heilögu lind. Spítalalíf, eftir Harpole, dr. Gunnl. Claessen þýddi. Fyrir nokkru kom út -önnur bók eftir sama höfund og þýðanda, Úr dagbókum skurð- læknis. Hún seldist upp á örskömmum tíma. Tryggið yður þessa nýju bók. Hún er ágætlega skemmtileg og þó fróðleg. Sumar á f jöllum, eftir Hjört Björnsson frá Skálabrekku. Sveinbjörn Sigurjónsson magister bjó undir prentun. Byggð og saga, , eftir Ólaf prófessor Lárusson. Prófessor Ólafur Lárusson hefir skrifað margar stórfróðlegar greinar í blöð og tímarit. Nú hefir hann ákveðið að gefa þessar greinar og fleira út í bókarformi. Kemur fyrsta bókin út í haust, og nefnir hann hana Byggð og sögu. Mun.ekki þurfa að hvetja bókamenn til þess að tryggja sér þetta verk. Byron, ævisaga hans eftir Mourois, Sigurður Einarsson dósent þýddL Þetta snilldarverk kemur út í næsta mánuði. Bókin er full- • prentuð, en bíður eftir bókbandi. I»órir Bergsson sendir frá sér nýja bók. Kallar hann bókina Nýjar sögur. Er hún fullsett, en kemur út síðar í sumar. Kristín Svíadrottning í þýðingu Sigurðar Grímssonar lögfræðings, er einnig fullsett, en kemur út með haustinu. Einnig koma í haust frá bókaútgáfu ísafoldarprentsmiðju nýjar bækur eftir Huldu, Hugrúnu, Þórunni Magnúsdóttur, Guð- mund Daníelsson, Sigurð Helgason, Einar Pál Jónsson ritstj óra í Winnipeg, Kolbein í Kollafirði, Frímann Jónasson á Strönd og fleiri. — í haust kemur út Biblían í myndiim. Myndirnar eru eftir franska snillinginn JJoré, en síra Bjarni,Jónsson vígslubiskup . hefir búið hana undir prentun. Sálmabókin er nú í prentun og kemur út með haustinu. Ennfremur þá ný bænabók, sem síra Sigurður Pálsson í Hraungerði hefir búið til prentunar. Enn eru ótalin tvö stór verk, sem koma á þessu ári. Er það Sjjómannasaga, eftir V. Þ. Gíslason, rituð í tilefni af 100 ára afmæli skipstjórafélagsins Aldan, með mjög miklum fjölda mynda af mönnum, skipum, atvinnutækjum og fleiru. Og Saga Vestmannaeyja, eftir Sigfús Johnsen. Bækurnar verða sendar til bóksala um land allt jafnóðum og þær koma frá útgáfunni. Einnig níá panta þær beint frá ISókaverzlnii I^afoldarprent^niidjn, RevkjaTÍk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.