Tíminn - 17.06.1951, Qupperneq 7

Tíminn - 17.06.1951, Qupperneq 7
AUKABLAÐ TÍMINN, sunnudaginn 17. júní 1951 T Guðijwndur Gíslason Hagalín: HÚSFREYJAN I SÆLUVÍK Oft og tíðum í norðanátt er stormur til hafsins, þó að lygnt sé inni á Sæluvíkinni. Þetta vita allir, sem til þekkja, og Þórlaug húsfreyja vissi það ekki síður en aðrir. En það var eins og henni vildi gleymast þetta, þegar formenn hennar fóru ekki á sjó í norðanátt eða voru að dunda við handfæraveiðar inni á vik. Og hún lét sér ekki segjast, þó að tvisvar hlytust mannskaðar af afskiptum hennar af sjósókn formanna sinna. Þórlaug missti mann sinn eftir fimm ára sambúð og stóð þá ein eftir með þrjú börn, það elzta fjögurra ára og það yngsta á fyrsta ári. Hún var þá aðeins tuttugu og þriggja ára gömul. Búið stóð með blóma, og Þórlaug tók ekki þann kost að selja jörð- ina og flytjast burt. Ekki fékk hún sér heldur ráðsmann, en stjórnaði sjálf búinu jafnt úti sem inni. Hún hélt út báti, eins og jafnan hafði verið gert í Sæluvík, og hún réð sér allt- af formenn sunnan af landi. Þórlaug var vinsæl af hjúum sínum, þó að hún væri all- vinnuhörð og á ýmsu gengi með formennina. Hún var og mikils virt í sveit sinni, og vildu menn gjarna verða við óskum hennar. Hún var og greiðug nágrönnum sínum og sveitungum. Ekki giftist hún, og fór engum sögum af því, að neinir hefðu gerzt til að biðja hennar. Hún var mynd- arleg í sjón og hafði unnað heitt bónda sínum, og munu menn hafa talið, að hún yrði ærið mannvönd. Þá munu og þeir, sem þekktu rögg hennar og stjórnsemi, hafa litið svo á, að sá væri vandfundinn, sem gæti gerzt raunverulegur húsbóndi í Sæluvik, þó að hann.aldrei nema hlyti jáyrði Þórlaugar húsfreyju. Þórlaug hafði engan for- mann lengur en eitt sumar. En þá, sem litlir voru fyrir sér, hvatti hún ekki til sjósóknar nema ástæða væri til, og hún jafnvel dró úr þeim, þegar henni leizt miður vel á veðrið. Hún sagði máski: „Æ, ég held, að þú eigir ekki að leggja í hann í dag. Hann gæti fundið upp á að spýta ónotalega á þig, þegar þú kæmir hérna út fyrir nesið.“ Hún hafði það líka til að afsaka slíka formenn, ef ein- hver lá þeim á hálsi fyrir slæ- lega sjósókn. Hún sagði gjarna eitthvað á þessa leið: „Það er sagt, að enginn dragi meira en Drottinn gef- ur, og eins mun um hitt, að enginn stýri af sér báru, sem sé hærri en hugur hans rís.“ Þegar Þórlaug hafði verið ekkja í fjögur ár, réðst til hennar formaður úr Vest- mannaeyjum, sem Bjarni hét og var kallaður göslari. Hann var þaulvanur sjómaður, harður af sér og kjaftfor með afbrigöum. Honum var sagt, að Þórlaug væri mjög af- skiptasöm um sjósókn for- manna sinna. Hann kvað henni ekki mundu ofgott að hafa afskipti af sér. Mundi honum verða heldur minna um það, sem hún tautaði, heldur en henni um þá orða- leppa, sem hann mundi fleygja að henni. Hann reynd- ist líka svo orðljótur í garð húsfreyju, þegar hún ýtti við honum til sjósóknar, að menn undruðust, að hún skyldi ekki vísa honum á brott. En hún skipti sér af sjósókn hans, þegar henni þótti ástæða til, og bliknaði hvorki né blánaði við það, sem hann lét út úr sér. Eitt sinn þegar hún hafði látið liggja að því, að hann sækti slælega sjóinn, sendi hann einn af hásetum sínum heim til hennar með soðmat og skilaboð. Soðmaturinn var þrjár ýsur og tindabikkja. Bjarni sagði við hásetann: „Ég treysti þér til þess, Egill, að herma skassinu það, sem ég vil að fylgi soðmatn- um. Seg þú henni orðrétt eins og ég segi þér: „Ég á að skila frá honum Bjarna göslara, að ýsurnar séu handa fólkinu, en gadda- skatan eigi að fara í kjaftinn á henni nöfnu sinni.“ Egill fór heim, kom aftur eftir drjúga stund og mælti: „Jæja, piltar, hún tók mér bara vel, trakteraði mig stíft, skal ég segja ykkur. Hún bað mig að skila þakklæti og ósk- aði .eftir að fá senda gadda- skötu upp á hvern dag.“ Bjarni varð hissa, en hann gætti þess vandlega að senda á hverjum degi tindabikkju með soðmatnum, ef annars nokkur slíkur dráttur var á lóðunum. Einn daginn, þegar hann var að taka til í soðið, lyfti hann tindabikkjunni í axlarhæð og sagði: Mér er sönn ánægja að því að senda henni þetta hnoss- gæti, og hafið þið tekið eftir því strákar, að hún er bara hætt að koma ofan eftir og jaga í mér?“ Nú leið hálfur mánuður. Þá gekk vindur til norðurs, og taldi Bjarni, að hvasst væri úti fyrir nesjum. Hann var að því leyti frábrugðinn öðrum formönnum, sem verið höföu á báti Þórlaugar, að hann reri alls ekki til handfæra á víkina, þó að ekki gæfi á haf út með línu, heldur lág þá skipshöfnin í rekkjum sínum langt fram eftir degi, og síð- an drógust þeir félagar þang- að, sem fólk var við vinnu, og gömbruðu við það. Var þaö þá stundum, að Þórlaug hús- freyja kom og skipaði þeim að hypja sig niöur að sjó, og gerðu þeir það ávallt, þó aö þeir raunar færu ekki fyrr en Bjarni hafði hreytt að hús- freyju skensi og skömmum og jafnvel klámi. Svo var það kvöld eitt, þá er þeir félagar höfðu legið í landi í nokkra daga, að hús- freyja gerði boð eftir þeim. Bjarni varð hissa, en hann og menn hans fóru samt heim með sendimanninum. Stóð húsfreyja úti á hlaði og heils- aði þeim glaðlega. Þeir urðu hálfhvumsa við — Bjarni ekki síður en hinir. Hún bauð þeim GuAmundur Gíslason Hagalín til stofu. Þar var matur á borðum, og bað hún þá gera svo vel. Þeir tóku rösklega til matar síns, enda var þarna framreitt flest það góðmeti, sem til var á efnaheimilum, er bæði nutu gagns af sjó og landi. Skipverjar voru fálátir í fyrstu, Bjarni jafnt og aðrir, en húsfreyja, sem sat hjá þeim og bauð þeim af réttun- um, lék á allsoddi. Á eftir matnum var þeim borið kaffi og vindlar, og tóku menn þá að gerast ræðnari. Ræddi Bjarni við húsfreyju glaðlega og græskulaust og var svo prúður í orði, að menn hans voru .hissa. Þegar komið var fast að miðnætti, héldu þeir loks af stað til sjávar, sjó- mennirnir. Þeir þökkuðu hús- freyju vel fyrir góðgerðirnar og báðu Guð að gefa henni góða nótt. Á leiðinni ofan eftir var Bjarni hinn kátasti. Hann sagði, að þarna gætu menn séð, að hann hefði tekið Þór- laugu réttum tökum. Hún hefði ekki minnzt á sjósókn- ina, og mundi hún nú ætla að beita vinsemd og rausn í stað kaldyrða og skensa. Þetta var síðla sumars, og var skuggsýnt mjög í búðinni. Það var háttur Bjarna, þegar gæftir voru góðar, að fleygja sér upp í rúm sitt i öllum föt- unum og sofa þannig, unz mál var að fara á sjóinn. En þeg- ar landlegur voru, hýddi hann sig úr hverri spjör og bylti sér allsnakinn í rekkjuna. Þetta kvöld varð hann fyrstur úr fötunum. Hann svipti sæng- urtilunni af rúminu og fleygði sér í það. En allt í einu kvað við öskur, og Bjarni þeyttist fram á gólf. Þar stóð hann svo með hnefaslætti og fléttaði saman blótsyrði og óbænir í garð Þórlaugar húsfreyju. Samtímis þreif hann úr rúmi sín'u eina tindabikkjuna af annarri og lét þær fljúga af hendi í ýmsar áttir, og var ekki um að villast fyrir há- seta hans, aö hvassar eru körturnar á harðri tinda- bikkju. Þá er Bjarni hafði tæmt rekkju sína af þessum ófögn- uði, fór hann 1 snatri í fötin og skipaði hásetum sínum að tygja sig til sjóferSar. „Nú skal hún fá að sjá það og reyna, helvítis hámerin sú arna, hvað hún græðir á því, að við róum í veðri eins og nú er hérna úti fyrir!“ Bjarni lét beita fjörutíu lóðir og valdi þær beztu og nýjustu, og hann tók með sér á sjóinn átta dufl og niður- stöður. Þeir félagar reru að lokinni beitingu, og þeir komu ekki af sjónum næsta daginn. Liðu fullir fjórir sólarhringar, án þess að nokkuð fréttist af þeim, en að þeim tíma liðnum kom maður úr næsta firði og sagði þau tíðindi, að vélbátur hefði komið þangað inn með mennina og bátinn. Hefði hann fundið hvort tveggja í eyðiey nokkurri, sunnan við fjarðarmynnið. Mennirnir hefðu verið aðframkomnir af hungri og kulda, og væru tveir þeirra þungt haldnir af lungnabólgu. Annar þeirra lézt skömmu síðar. Hvorki Bjarni göslari né neinn af mönnum hans komu aftur til Sæluvíkur, en húsfreyja sendi vinnumenn sína eftir bátnum dag nokkurn, þegar veður var sérlega stillt og blítt. Ekki varð á henni séð, hvort henni líkaði betur eða verr það, sem gerzt hafði, en þegar einhver af sveitungum hennar sagði við hana, að hún hefði orðið fyrir ljóta tjóninu, svaraði hún: „Já, hugsaðu þér! Auk þess að eyðileggja þriðjung af ver- tíðinni fleygði Göslarinn þarna í sjóinn fjörutiu al- beztu lóðunum mínum og átta svo til nýjum uppihöldum!“ Fimm árum síðar réðst til Þórlaugar formaður af Suður- nesjum, Brandur að nafni. Hann var talinn afbrigða sjó- maður og aflamaður mikill, og var hann oftast nefndur Sæbrandur, og vissi þorri manna ekki annað en að hann héti þvi nafni. Hann var drykkfelldur nokkuð, spott- gjarn og stríðinn við vín, en sjaldan illorður. Hann lét eins og vind um eyrun þjóta, þó að Þórlaug húsfreyja sneiddi að honum fyrir slælega sjósókn, sagði máski við hana með skírskótun til þess, sem þeim Bjarna göslara hafði farið á milli: „Æ, vertu ekki að þessu jagi, Gadda mín!“ Hann lá í landi, þegar hon- um sýndist — eða fór fram á víkina og veiddi kola á blá- krekjur og söng rámum og háum rómi glensvísur og rímnaerindi. Hann fór í kaup- stað og sótti brennivín, þegar honum bauð svo við að horfa, og var stundum tvo til þrjá sólarhringa í ferðinni, þó að í kaupstaðinn væri ekki nema hálfs þriðja tíma róður. En vel aflaði hann, þegar honum þóknaðist að fara til fiskjar. Einu sinni, þegar Sæbrand- ur hafði nýlega verið þrjá sól- arhringa í kaupstaðarferö, kom hann út úr sjóbúðinni upp úr hádegi. Vindur var af norðri til hafsins, en logn á víkinni. Úti fyrir búðinni var staddur Jónas bóndi í Króki, næsta bæ við Sæluvik. Hann heilsaði Sæbrandi, og tók hann kveðjunni seinlega. Jónas hafði orð á því, hve gott væri blessað veðrið. „Ég held þú ættir þá að róa, sjóhetjan!“ sagði Sæbrandur, en kunnugt var, að Jónas mátti ekki koma svo fram fyr- ir landsteina, að hann yrði ekki sjóveikur. Og Sæbrand- ur leit út til tanganna, þar sem brimið þeytti hvitum strókum hátt í loft upp. Jónas glotti og benti á grundina milli búðarinnar og fiskhússins: „Ekki hefur Þórlaugu, mat- móður þinni, litizt hann vind- legur, en hins vegar hefur hún auðsjáanlega ekki við því búizt, að menn mundu eiga erindi í fiskhúsið." Sæbrandur leit þangað, sem Jónas benti. Þar hafði Þór- laug húsfreyja breitt fiður af rjúpu og svartfugli. Jónas sá, að Sæbrandi hnykkti við, og Jónas mælti: „Ekki veit ég hvað fornmenn hefðu gert, ef þeim hefði ver- ið slík háðung sýnd af konu.“ Nú setti Sæbrand rauðan. Það murraðí í honum, og hann gnísti tönnum, en Jón- as tók sprettinn út og upp götu. Stuttu síðar reri Sæbrand- ur. Þá er hann kom út í vík- urmynnið, lét hann draga upp segl. Það sáu menn síðast til bátsins, að hann sigldi til hafs. Ekki varð þess í neinu vart, að Þórlaug húsfreyja tæki sér slysið nærri eða teldi sér að kenna, hvernig farið hafði. Skömmu eftir að báturinn fórst, kom hún til kirkju. Hún var jafn upplitsdjörf og hressileg og hún var vön. Eft- ir messu var hún, ásamt fleiri konum, stödd úti fyrir sálu- hliðinu. Þær voru að ræða um sín hugðarmál. Þar bar að Einar bónda í Álfaseli. Hann var maður málgefinn og ill- kvittinn. Hann þótti fóðra illa fénað sinn og varð oft hey- laus. Árið áður en þetta gerð- ist, hafði hann komið geml- ingum sínum um sumarmála- leytið til beitar á nesinu utan við Sæluvík. Þar voru góðir hagar, en gemlingarnir krókn uðu, og var hor um það kennt. Einar heilsaði Þórlaugu blíð- lega og þakkaði henni fyrir allt gott. „Haltu til góða, Einar minn,“ svaraði hún hæglát- lega. Einar mælti: „Það hefur ekki rekið neitt úr bátnum þínum, Þórlaug mín?“ Hún leit við honum og svar- aði: „Ónei, líklegast þætti mér, að hann hefði siglt svo inn í eilífðina, hann Sæbrandur, að lækka ekki seglið.“ Einari mun hafa þótt lítið unnið við þetta svar, því að nú leit hann til þeirra, sem nær- staddir voru, en síðan á Þór- laugu. „Hann hefur trúlega feykt fjöðrunum úti fyrir nesinu, daginn þann,“ sagði hann svo í sama blíðutórnnum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.