Tíminn - 17.06.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.06.1951, Blaðsíða 8
TÍMINN, suanudaginn 17. júní 1951 4UKABLAÐ 8 Húsfreyjan í Sæluvík Framh. af 7. siðu „Ajá, þeim hefði tæplega verið stætt úti á nesinu, geml ingunum frá Álfaseli. Þá er Þórlaug var hálf- fertug, varð formaður hjá henni maður rúmlega þrítug- ur, Eyfellingur að ætt og upp- runa. Hann hét Steinmóður. Hann hafði róið margar ver- tíðir í ýmsum verstöðvum syðra og verið fimm sumur formaður á Austfjörðum. Hann var meðalmaður á all- an vöxt, þreklegur, snarlegur og stillilegur. Hann var skol- leitur á hár, gráeygur og skir- eygur, smáger í andliti, en þó karlmannlegur. Hann var fá- látur hversdagslega, en þó glaðlegur. Hann var hóglátur í tali við menn sína, en skar þó úr fast og afdráttarlaust, þegar taka skyldi ákvörðun, og gat verið þungmáll til víta, þó að hann væri stuttorður. Hann var maður ókvæntur. Steinmóður aflaði vel og sótti sjó af kappi, svo að ekki höfðu aðrir formenn Þórlaug- ar verið slíkir sjósóknarar. Þegar hvasst var til hafsins, stundaði hann haukalóð og handfæraveiðar á vikinni. Þó fór hann ekki á sjó suma daga, þótt hægviðri væri inn- an nesja. Hann lét þá menn sina gera að lóðum og öðrum veiðarfærum, og ef sjósókn haföi venð hörð, áður en kom til landlegu, leyfði hann þeim að hvílast í náðum. Lengi vel lét Þórlaug af- skiptalausa sjósókn Stein- móðs. Hún kom annað veifið og leit á aflann, og stundum gekk hún um fiskhús og veið- arfærageymslu, leit á stakka og hugaði að lóðum og uppi- höldum. En ekkert sagði hún. Þau Steinmóður töluðust lít- ið við, en stöku sinnum brosti hún við honum svo sem af ó- sjálfráðri hlýju. Þá var það dag einn í stilli- logni og sólskini, að Stein- móður fór ekki á sjó. Mikið hey var undir í Sæluvík, eftir langvarandi óþurrka — og upp úr hádeginu fór Stein- móður heim með menn sína, og gengu þeir að heyþurrkun og hirðingu allt til kvölds. Næsta dag fór Steinmóður til haukalóðar og á handfæri á víkinni, en ekki voru þeir félagar við þau störf nema fram að hádegi. Enn var tals- vert hey úti í Sæluvík, og um nónbil kom sendimaður frá húsfreyju með þau boð, að hún.óskaði þess, að þeir Stein- móður kæmu heim og hjálp- uðu til við heyið .Steinmóður bað hann segja húsfreyju, að þeir félagar mundu ekki koma. Þeir væru ekki ráðnir til heyanna, og yrði húsfreyja að koma af þeim störfum án daglegrar aðstoðar frá þeim. Nú liðu nokkrir dagar, án þess að Steinmóður reri á haf út, og afli var nauðalítill á víkinni. Svo var það, að Þór- laug húsfreyja kom ofan eftir dag nokkurn um miðaftans- bil. Hún fór nokkrum orðum um það, hve rólega daga þeir ættu, sjómennirnir, og sagði hún, að sú mundi náttúra Sunnlendinga, að þeir yrðu þeim stundum fegnastir, þá er þeim gæfist tækifæri til að Æofa mestan hluta sólarhrings ins, en ganga. að ýmsu dútli þess á milli. Steinmóður ans- aði engu til, en þegar hús- freyja sýndi á sér fararsnið, sagði hann, að hann vildi gjarna, að hún kæmi ofan eft- ir upp úr hádeginu næsta dag og ræddi frekar við hann þessi mál. Kvað hún ekki skyldu standa á sér. Hún kom til sjávar á þeim tima, sem Steinmóður hafði til tekið. Stóð þá báturinn í flæðarmáli, og voru í honum beittar lóðir. Steinmóður og menn hans stóðu í fjöru og voru búnir til sjóferðar. Voru það allt ungir og röskir menn og vanir sjóvolki. Það lyftist brúnin á Þórlaugu húsfreyju, og heilsaði hún sjómönnunum glaðlega. Stein móður bað menn sína að hrinda bátnum á flot, en kvaðst þurfa að tala nokkur orð við húsfreyju. Hann vék sér síðan að Þórlaugu og mælti: „Nú er sama veður í dag og undanfarna daga. Var það ekki rétt skilið hjá mér, hús- freyja, að þú teldir fært að róa — að minnsta kosti á grunnmið hér út af Víkinni?“ „Jú, ég tel það að minnsta kosti reynandi.“ „En þess ber að gæta, að það er stórstreymi — og straumar eru hér harðir.“ Húsfreyja þagði andartak, en síðan hnykkti hún til höfði og mælti: „Það er alltaf hægt að finna afsakanir, Steinmóður. Einu sinni hafði ég kaupamann, sem sagði, að hann þyldi ekki að standa við slátt í rigningu. Hann þyldi ekki að vökna.“ Steinmóður leit hvasst á húsfreyju, en sagði því næst, að nú væri rétt að reyna, hvort konur eystra þyldu bet- ur vosbúð en karlmenn af Suðurlandi. Hann þreif síðan húsfreyju í fang sér, bar hana að bátnum og lét hana upp í barkann. Svo fór hann upp í bátinn, og því næst var ýtt undan landi og setzt undir árar. Þórlaug húsfreyja sat flöt- um beinum í barkanum og mælti ekki orð af vörum, enda var ekki á hana yrt. Skipverj- ar reru rösklega, og skreið báturinn ört út víkina. Þegar komið var út undir víkur- mynnið, fór að leggja inn krappa báru, þó að enn væri logn, og brátt tók að leika loftsvali um bátinn. Steinmóð ur formaður reri á tvær árar í austurrúma. Nú lagði hann upp, færði sig aftur í skutinn og setti stýrið fyrir. Vind- hviður lagði af nyrðra nesinu inn og suður víkina, og skip- aði Steinmóður mönnum sín- um að tréreisa. Síðan var dregið upp segl. Brátt var kominn samfelldur vindur, og jókst nú mjög skriður.nn á fleytunni. Lagðist hún á slettilista, og nú tók að skvetta yfir barkann. Stein- móður kaliaði: „Við munum ekki fara í hlífarnar í þessum róðri, Þóf- laug húsfreyja, og mun ég þvi ekki bjóða þér hlífar, en hvort mundir þú ekki vilja flytja þig til mín aftur í skutinn? Það er einna votsamast í bark anum.“ Húsfreyja hafði vikið sér við, og horfði nú til hafs. Hún svaraði ekki einu orði. Vindurinn harðnaði, og bár an jókst. Straumur var harð- ur, og voru sjóarnir krappir, og öðruhverju þeyttust sól- glitaðar löðurtungur yfir bát- skelina, þá er hún sigldi af sér áleitnustu öldurnar. Brátt varð maöur að standa í austri, og allir skipverjar voru orðnir meira og minna votir, en sjór- inn draup af Þórlaugu hús- freyju, sem lá á hnjánum og studdi hnúum á súð bátsins. Steinmóður lét fella segl og siglu, kippti frá stýrinu og skipaði tveimur mönnum sin- um að leggja út árar og and- æfa. Síðan kallaði hann það hátt, að húsfreyja mátti heyra: „Nú tel ég óþarft að halda lengra, því að við erum hér komnir á fiskislóð. Ekki tel ég mig heldur þurfa að kasta í sjóinn lóðum þínum, Þórlaug, þó að ekki væri það nema maklegt, og mun ég láta nægja, að við rennum hér færum. Hyggst húsfreyjan máske reyna fiskni sína?“ Það var steinshljóð. Það sýndi sig fljótlega, að tveir menn höfðu ekki áfram i andófinu, og skipaði þá Steinmóður þeim tveimur, sem rennt höfðu færum, á- samt honum, að setjast einnig undir árar. Þeir gerðu það, og tókst nú að halda bátnum upp í vindinn. Steinmóður sleit upp þrjá, fjóra fiska, en fljótlega hafði gefið svo á bátinn, að nauður rak til að ausa. Steinmóður dró þá upp færi sitt og sagði síðan hátt: *• „Ekki nenni ég að standa í austri, húsfreyja. Það er ekki formannsins verk, og sunn- lenzkir formenn vilja gjarna komast hjá þeim störfum, sem ekki ber nauðsyn til að þeir vinni. Er þá ekki annað að gera en halda til lands eða sigla á haf út, unz húsfreyj- unni þykir úr því skorið. hvernig sunnlenzkir sjómenn þoli vosbúðina, en sú er vand- hæfni á þeirri siglingu, að vafi getur á því leikið, hvai við náum háttunum, svc kröpp sem hún er, báran, hér úti fyrir.“ Húsfreyja var þögul sem fyrr, og fór þá Steinmóö- ur fram í barkann. Hann tók í herðar húsfreyju og sneri henni við. Var hún náföl i framan, og drjúpandi vott andlitið var sem stirðnað. Steinmóður þreif hana í fang sér, og skyndilega fékk hann högg í höfuöið. Hann hló við og mælti: „Linlega slær þú nú, Þór- laug húsfreyja.“ Hann fór síðan með hana aftur í skutinn og lagði hana þar ofan á lóðabaia. Hún hvessti á hann augun og benti til hafs, en fékk ekki komið upp orði. Síðan sagði Steinmóður: „Leggið upp, piltar. Við skulum setja upp seglið og hætta þessari vitleysu!“ Nú sá Steinmóður, að grett- ur komu í andlit húsfreyju, og var auðsætt, að hún reyndi að segja eitthvað. En hún gat varla bært varirnar. Hún reis þá upp til hálfs, og þegar bát- urinn snerist í áttina til lantís. og tók skriðinn, fór hún á fjóra fætur’, og ’nu kóm eitt- hvert hvískur út yfir varir henni. Steinmóður, sem setzt- pr var við stjórn, sá haiia steyta hnefa, og hann beygði sig eins og hann gat og lagö'i eyrun við. Þá heyrði hanri, að hún hvíslaði: „Nei,nei,nei!“ Steinmóður hri&ti höfuðið og sagði:, „Nei, segir hún, nei, segir hún , piltar.“ Þá skellihló Björn, sá yngsti af hásetunum, en Steinmóð- ur hjó fram í gráðið og svo sem glefsaði í áttina til hans: „Þegiðu, asninn þinn!“ Og Björn þagnaði, því að Steinmóður var ekki vanur að hreyta slíkúm orðum að há- setum sínum. .... Ferðin til lands gekk fljótt og slysalaust, og þegar inn kom á víkina, var sama lognið og áður. En Þórlaug hreyfði hvorki legg né lið, og þegar báturinn var lentur, þaut Steinmóður út úr, óð aft ur með skutnum, tók hús- freyju i fangið og bar hana heim að bænum. Á hlaðinu mætti hann systkinunum, börnum hennar, sextán ára stúlku og piltum tólf og fjórt- án ára. Þau horfðu á hann og móður sína agndofa, en hann þaut fram hjá þeim inn í hús- ið og staðnæmdist ekki fyrr en í svefnherbergi húsfreyju. Þegar þangað kom, opnaði hún augun, og í sömu svipan komu börnin i dyrnar. Stein- móður mælti: „Hún móðir ykkar getur nú sagt ykkur það, hvernig sjó- veðrið er hérna úti fyrir vik- inni.“ Daginn eftir fóru þeir* fé- laga^ ekki á sjó. Fyrir hádeg- ið var þeim færð vökvun heiman frá Sæluvik. Það var ein af vinnukonunum, sem uppi i rúmi sínu og las í bók, þeggir virmukonan . koip inn. Hann Ieit ekkí úpp, en tók þó undir, þegar stúlkan kastaði kveðju á þá félaga. Hann spurði ekki neins ,en þá er stúlk^n gekk tjl dyra, sagði einn af hásetunum: „Hvað segirðu okkur af blessaðri húsfreýjunni?“ „Hún var komin á fætur fyrir góðri stundu, þegar ég fór ofan eftir.“ Hásetinn hló, og nú horfðu allir sjómennirnir á stúlkuna. „Svo hún fór þá eitthvað seinna á fætur en vano.lega?“ „Já, hún vakti fram eftir öllu í nótt.“ „Ha —vakti hún?“ „Já, ég hugsa, að hepni hafi fundizt hún þurfa að bæta. upp þann tima, sem fór í sjó- ferðina.“ Svo fór þá stúlkan heim. Hásetarnir tóku til matar síns, en formaðurinn hélt á- fram lestrinum. Allt i einu stóð hann á fætur, varp önd.- inni, blístraði lagstúf og fór út. Hann gekk til bæjar og gerði boð fyrir húsfreyju. Honum var vísað til gesta- stofu. Húsfreyja kom eftir stutta stund. Hún var litið eitt fölvari en hún átti vanda til, en ekki var neinn vand- ræðasvipur á andlitinu. Hún festi gráblá augun á Stein- móði formanni og tók kveðju hans blátt áfram. Svo brosti hún og mælti: „Viltu fá mig á sjóinn með þér i dag?“ Hann svaraði: „Heldurðu við rúmumst til lengdar í sama báti?“ „Ætli það ekki. Það fór víst ekki sérlega mikið fyrir mér þarna í skutnum hjá þér í gær.“ „Þú reyndir heldur ekkert að færa þig aftur að stýrinu.“ „Ætli maður mundi nokkuð reyna það, þegar maður treystir þeim, sem viö stýr- iö er?“ Gústav VI. Adolf Svíakonungur og Karí Gústav krónprins sonarsonur hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.