Tíminn - 23.12.1959, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.12.1959, Blaðsíða 3
JDLABLAÐ TIMANS 1959 3 ★ ★ Gamla dómkirkjan í Skálholti. lands 1702 til jarðabókarstarfa m. I m. (ásamt Páli Vídalín lögm.), og . lenti þá í þessum illvígu og lang- dregnu málaferlum, sem hann átti eftir að hafa mikla skapraun af og miska. Árna Magnússon þarf að sjálf- sögðu ekki að kynna hér, svo stórt rúm sem hann skipar í íslandssög- unni. Að sjálfsögðu var margt vel um hann og stórvel, enda þótt því verði vart neitað, að hann væri ó- fyrirleitinn nokkuð, — bæði um handrit og kvenfólk —, og að því er mér finnst sem leikmanni, ■ reyndar alls ekki sá aufúsumaður íslenzkri þjóð, sem venjulega er talið og mjög af látið. Er meir en . vafasamt, að þótt Á. M. hafi „bjarg- að“ miklu af okkar gömlu handrit- um þá geri það mikið betur en að vega á móti því, sem brann í Khöfn eða glataðist með öðrum hætti, á hans vegum. Auk þess sem „ráðstöf- ' un“ hans á handritunum eftir sinn dag ber ekki vitni um mikla rækt eða tillitssemi gagnvart íslandi, sögu þess og menningararfleifðum, ef hann hefur þá verið fullkomlega ábyrgur gerða sinna, sem mjög verður reyndar að draga í efa er þar var komið. Eftir að Bræðra- ' tunguæfintýrið var úr sögunni sá ’ Á. M. sér út gamla ekkju, sem hann giftist til fjár, og kom ekki til ís- ' lands meir. Hann virðist aldrei hafa borið sitt barr eftir þetta, og þegar eldhaíið er að ná húsi hans metur hann meir að antvistast tvær danskar kerlingar heldur en að • ganga í að bjarga handritunum, ■ meðan enn var tími. . t IV. Eins og áður var sagt virðist sam- búð Eræðratunguhjóna hafa verið góð fyrstu árin, og eignuðust þau mannvænleg börn, — sem reyndar dóu þrjú þeirra i bólunni 1707, — j en önnur náðu fullorðinsaldri. En , er frá leið tóku að rísa úfar með j þeim fajónum, og var drykkjuskap j ■ Magnúsar um kennt, enda var hann j óstýrilátur við vín, og átti það þá [ til, áð íeggja hendur á konu sína ( og virðist þannig ekki hafa verið , sjálfrátt í slíku ástandi. En j hvorttveggj a var, að öllum ber ! saman um að Magnús unni konu }• sinni mjög, en hún hins vegar blíð- j lát kona og sáttfús, og virðast þess- j ir brestir Magnúsar því ekki hafa j komið verulega að sök lengi vel, énda tök hann sig nokkuð á öðru hverju, og leið oft langt á milli , drykkjúkastanna. En þó kom þar, að béra tók á afbrýðisemi hjá Magnúsi, sem með vaxandi drykkjuskap varð ofsafengin og ó- viðráffanleg, allt að því. Ekki er þó vitað, að Þórdís gæfi neitt sérstakt • tilefni, þótt margur hafi sjálfsagt .verið fús til að stíga í vænginn við ■ hina glæsilegu húsfreyju. „Fóru þá hégómámál ok rógr í milli sem opt kann verda“ segir Espolin. Gekk afbrýði Magnúsar svo langt, að Þór- dís neyddist til að fría sig með synj- unareiði af öllum óleyfilegum tíð- leikum við aðra menn. Voru slíkar eiðtökur áll álgengar á þeim tím- um, þegar hefðarfólk átti í hlut, svo sem eiður Ragnheiðar biskups- dóttur er frægt dæmi um, og voru þó varla leyfðar nema einhverjar ákveðnar grunsemdir þættu íiggja fyrir. Ekki virðist eiðvinning Þórdísar ihafa breytt háttum Magnúsar til hins betra er frá leið, og kom þar loks, að hún hljóp brott frá Bræðra- tungu, einu sinni eða jafnvel tvisv- ar, til systur sinnar í Skálholti og þeirra biskupshjóna. Kom hún þó heim aftur fljótlega, en mjög tók nú að kólna milli Magnúsar og SkálholtSfólks, þar sem hann taldi þá og jafnan; að Jón Vídalín esp- aði haria til mótþróa og brott- hlaups. ý Sumárið l702 kom Árni Magnús- son til Islands, sem kunnugt er. Tók hann sér vetursetu í Skálholti. Tel- ur G. G. að allt hafi verið tíðinda- laust í Bræðratungu og húsfreyja unað hjá manni sínum hið bezta, enda hafi hann verið með gæfasta móti þá undanfarin missiri. Um nýjárið kemur Á. M. í heimsókn að Bræðratungu. Virðist hafa farið vel á með þeim Magnúsi, er lánaöi Á. M. bækur og skjöl. Er þá mælt, að Magnús hafi beöið Á. M. að beita sér fyrir því við biskup, aö hann léti af mótgangi við sig i sambandi við hjónabandsmálefni hans, og kæmi sér í fulla sátt við Skálholtsfólk, og virðist Á. M. hafa lofað þessu. V. Nú er það, aö snögglega dregur blikur á loft yfir hefðarbýlunum tveimur milli „hinna „skelfilegu vatna Suðurlands“. Verða nú a’.ger þáttaskil í þessum málum, og dreg- ur senn til meiri tíöinda. Skömmu eftir heimsókn Árna Magnússonar til Bræðratungu hleypur Þórdís enn til Skálholts, í þetta sinn „með nokkra gripi sína“, (Espolin). Síðar kom upp að hún hafði áður skrifað til Skálholts, og sagzt nú ekki vilja fyrir neinn mun vera lengur samvistum við mann sinn. Kemur hér fram í fyrsta sinni vilji eða ákvörðun Þórdísar um skilnað við Magnús bónda sinn, en þess hafði ekki áður orðið vart, enda þótt á ýmsu hafi gengið um sambúðina. Gerði hún Magnúsi þau orð frá Skálholti, að hún myndi alls ekki hverfa heim aftur og neitaði þvert að svo mikið sem tala við mann sinn. Settist hún nú upp í Skálho’.ti hjá biskupshjónunum, þar sem hún var samvistum viö Arna Magnússon um lengri tíma, sem síðan varö tilefni umtals og illra grunsemda. Það fer ekki milli mála, að þessi snöggu sinnaskipti húsfreyjunnar í Bræöratungu verður með einhverj- um hætti að setja í samband við heimsókn Á. M., hvað sem þeim annars kann að hafa farið á milli að því sinni. Þegar hér var komið gerir Magnús ítrekaðar og örvæntingarfurar til- raunir til þess að ná sáttum við konu sína, en alfeerlega án árang- urs, enda gaf hún eða þau biskups- hjón honum ekkert færi á að hitta hana hvað þá tala við hana. Bloss- ar nú upp afbrýðisemi Magnúsar, sem grunnt var á fyrir. Að vonum setti hann hið breytta hugai-þel Þórdisar í samband við Árna Magn- ússon, sem hann þóttist viss um að léki tveim skjöldum, og væri að leiða konu sína á villistigu, í stað þess að efna loforð sitt frá heim- sókninni í Bræðratungu, auk þess sem nú !á ljóst fyrir, sem hann hafði lengi grunað, að biskupshjón- in unnu að því beinlínis, að spilla Þórdísi í hans garð, og telja hana á að leita fulls skilnaðar. í þessu tilefni skrifar Magnús biskupi all harðort bréf (14. okt. ’03) og skorar á hann að telja um fyrir Þórdísi, og umfram allt verði hann að afstýra því hneyksli, að hún sé áfram í Skálholti eins og komið sé, enda hljóti hún óorð af og almennt ámæli, og allir sem hlut eigi að þeim málum. Bréf þetta las Magnús síðan upp í kirkjudyrum í Skálho’ti að lokinni embættisgerð í dómkirkjunni, aö biskupi o. fl. stórmenni áheyrandi, þ. á m. (væntanlega) Árna Magnússyni. Var þetta óvænt og skörulega af sér vikið, og virðist þeim biskupi hafa fallizt hendur, eða ekki gefizt ráð- rúm eða kjarkur til að rísa til and- mæla á stað og stundu. Ef 'til viT hefur þeim farið líkt og Jósef í Bib’íuljóðum sr. Þorleifs, er Pótifar bar á hann tíðleika við frú sína, „þá kom sem von var Jósef vöflur á ... etc Hins vegar reyndu þeir að ná sér niður á Magnúsi með því að láta amtmann birta á Alþingi um sum- arið yfirlýsing eða áðvörun varðandi forræði Magnúsar um morgungjaf- arjarðir Þórdísar (sjá nýútkomið hefti Alþb.), og var þeita sjálfsagt gert meir til svívirðu Magnúsi heldur en af varúðarástæðum. Lágu nú mál þessi niðri um tíma, enda dvaldi Þórdís nokkra hríð á Leirá hjá móður sinni. Um haustið flytur hún aftur ti’. Skálholts, þar sem Árni Magnússon var enn til húsa. Að afliðnu nýiár (1704) tekur Magnús í Bræðratungu sig til og skrifar Á. M. siálfum, og er það bréf slcorincrt heldur en ekki. Ber hann það á Á. M , — sem og í síðari bréf- um, sem hér verða ekki rakin, — að hann sé að færa konu sína af- leiðis, hann sé valdandi „hennar mótvilja“ við sig, o. s. frv. Ekki er þó beint sveigt að Þórdísi eða þeim Á. M. um líkamleg mök beinlínis, heldur einhvers konar „blíðskapar atvik og heimuleg viðmæli”, eins og það er orðað í bréfinu. Þó er þess auðvitað ekki að dyljast, að látið er liggja að þessu, enda var bréfiö þannig skilið út í frá. Jafnframt er í bréfum þessum sveigt meir ög meir að biskupshjónum um samsæri og samsekt með Á. M. í þessum efnum. Sárindi Magnúsar eru auðsjáan- lega enn meiri fyrir það, að barni þeirra Þórdisar er haldið fyrir hon- um, eítir að hann í grandaleysi og góði’i trú leyfði Á. M. aö taka það með sér til Skálholts, er hann kom í Bræðratungu árið áður, eins og frá var sagt. Barn þetta dó úr Stóru bólu, og mun Magnús aldrei hafa fengið að sjá það eftir að hann lét það Á. M. í hendur. Jafnhliða þessum skrifum Magn- úsar til Á. M., og jafnvel eftir að málaferli þeirra eru í fullum gangi, reyndi Magnús hvað eftir annað að skrifa konu sinni til þess að blíðka hana og reyna að fá hana til sín aftur. Bera bréf þessi með sér hvei’su mjög hann sá eftir henni og harmaöi þau meinlegu örlög, sem nú urðu til þess að skilja hana frá honum. Hann rifjar nú upp fyrri daga, er honum var gefin hin „skrautlega brúður“, sem „sæt vín- þrúga“, en sem nú sé fyrir vondra manna vélaráð orðin að „beisku og villtu víntré”, og hjarta hennar fullt af frosti og hún sjálf í trölla- höndum. „Ég trúi á eilifan Guð en ekki á biskupinn eða monsieur Árna“ segir Magnús (sjá nánar G. G. bls. 51—52). Ekki viröast bréfaskriftir þessar þó hafa komið í neinn stað niður, enda alls ekki víst, að þær hafi allar eða yfirleitt komizt til skila. VI. Nú er þar komið sögu, er hin eig- inlegu Bræðratungumál, er svo voru kölluð, koma til kasta dóm- stóla, og harðnar nú heldur á daln um. Eftir að Árna Magnússyni haföi box-izt fyrrgreint bréf, dags. 8. apríl 1704, brá hann á það ráð, að stefna Magnúsi í Bræöratungu, til refsingar og fjárupptekta út af áburði þeim og sakargiptum, sem tiann taldi bréfið hafa inni að halda. Hefur Á. M., hinn konung- legi commissarius, sennilega þótzt báðum fótum í jötu standa, með fulltingi þeirra frænda. Jóns bisk- ups og Páls Vídalín, og fleira stór- mennis, en Magnúsi hins vegar fylgisvant orðið og því lítt vandgert yið hann eins og nú var komið. Það Hefðarkona. verður þó að segiast, að þrátt fyrir gáfur og mikla hæfileika Á.M., þá báru stefnumál þessi fremur lélegt vitni urn það, svo sem síðar átti eftir að koma betur fram. Finnur Jónsson segir i ævisögu Á.M. að hann hafi farið í málaferli þessi vegria þess, að sómatilfinning hans hafi verlð svo „mögnuð“ (!!) Vel, má svo verá, en hitt mun þö nær 'Sánni, aö til málssóknarinnár var stofixað áf ofStopá’og fljótræði, éndá vár óg tnálatilbúnaður allur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.