Tíminn - 23.12.1959, Blaðsíða 8
B
JDLABLAÐ TIMANS 1959
★
★
i
1
áletrunin aflagazt þá. .
Það, sem sagt verður hér á eftir um
hina síðustu krossa í NjarðvíkurskriíteOv-.
■er að mestu leyti eftir munnlegum og
skráðum heimildum frá séra Ingvari
Sigurðssyni á Desjarmýri. Til eru tvær
prentaðar ritgerðir eftir 'hann um þetta
efni (Gerpir 2. ár, 6. tbl- og Borgarfjörð-
ur og Njarðvik, Árbók Ferðafélagsins
1956).
Krossinn, sem Jón í Njarðvík hafði
reist, féll um 1880, eftir um það bil
34 ár. Þegar krossinn var fallinn, fannst
þessi vísa rituð á blaði á krossstæðinu,
gerð af vegfaranda úr Héraði:
Nú er fallinn Nadda.kross.
Nú er fátt, sem styður oss.
En þú, helgi klerkakraftur,
krossinn láttu rísa upp aftur-
Njarðvíkingar reistu kross að nýju, og
er honum lýst nokkuð i ferðabók Þor-
vaidar Thoroddsens, en Þorvaldur skoð-
aði hann sumarið 1894, er hann ferðað-
ist um Múlasýslur. í Ferðabókinni segir
svo: — Innarlega um miðjar skriðurnar,
við dálitla gilskoru, er trékross með
letri. (Neðanmáls: Á krossinum stendur:
,,Effigiem Christi avi transis pronus
honora. Anno MCCCV“), hann hefur
oft verið endurnýjaður og er víst mjög
gamall, en engin vissa er fyrir því, að
ártalið, sem nú er á honum, sé rétt. —
Eins og þessi frásögn ber með sér, er
texti áletrunarinnar nú aftur kominn í
■sína upphaflegu mynd, eins og hann er
hjá Olav'usi. Getur vel verið, að hún
hafi verið leiðrétt á krossinum sjálfum
eftir neðanmálsgreinr sem fylgir sögunni
um Nadda í Þjóðsögum Jóns Árnasonar,
isem þá voru nýlega komnar út.
Krossinn, sem Þorvaldur segir frá,
stóð enn. er séra Ingvar Sigurðsson kom
að Desjarmýri 1912. Lýsir hann kross-
inum þannig, að hann virtist vera úr
ferköntuðu rekatré, orðinn gamallegur
og letr'ð máð, en þó læsilegt, ártalið
'sama og nú, MCCCVI, en síðasti stafur-
inn hafi verið vzt á þvertrénu, eg þess
vegna muni það vera, -að Þorvaldi hafi
isézt yfir hann.
Þessi kross féll í ofviðri 1913 og hafði
þá staðið í kringum 33 ár. Tók hann
út á ,'ió og rak upp í Njarðvík, en er
■nú löngu glataður.
Krossinn var aftur endurreistur 1913.
Það gerði Bóas S. Eydal, smiður, sem
þá var nýfluttur til Njarðvíkur. Hann
lét áletrunina halda sér óbreytta að öðru
leyti en því, að hann notaði al-ls staðar
upphafsstafi í stað smárra stafa, sem
áður vcsru. Um leturplötuna setti hann
ramma cg gler fyrir. Þessi kross stóð
■aðeins 11 . ár. Árið 1924 smíðaði Bóas
nýjan kross'með sömu gerð, nefna gler-
útbúnaðinum var sleppt, þar sem hann
þótti ek-ki gefast vel. Svo er að siá sem
Bóas hafi endurnýjað krossinn til að
■gera hann fegurri eða smekklegri, en
■ekki vegna þess, að hinn fyrri hafi þá
verið ónýtur, sem varla gat verið eftir
svo skamman tíma.
Krossinn, sem myndir eru af í Minn-
ingum Ara Arnalds, er síðari kross
Bóasar. Hann stóð í 30 ár, en 1954 reisti
sonur Bóasar, Árni Bóasson frá Borg
í Njarðvík, kross þann, er nú stendur í
skiriCiunum. Áirná >ar s.kurð'hagur sem
faðir hans, smíðaði krossinn sjálfur, skar
hann c? stsypti undirstöðu, all-t af sjálfs
dáðum. Mæltist þetta framtak vel fyrir,
og gre:ddi hreppurinn honum nokkra
fjárhæð fyrir.
Stendur krossinn nú á steyptum fót-
'Stalli, sem er í þrem þrepum, og er hvert
þrep 10 seiítimetra hátt eða hæð stalls-
ins 30 sm. Upp úr efsta þrepinu miðju
rís sívait langtré 1,80 m. hátt með þveý-
tré, sem er 1,10 m. að lengd. Það er
ferhyrnd eikarplata og er letrið með
upphafsstöfum eins og á krossum Bóas-
ar. Ilæð krossins er því alls 2,10 m. yfir
jörð.
Áður fvrr var gatan miklu neðar en
hún er nú á þessum hluta í skriðunum.
Voru slv;farir þar tíðar, bæði á mönn-
um og E'kspnum. Um 1860 stóð krossinn
neðan við götuna að sögn séra Sigurðar
Gunnarssonar. Snemma á þessari öld
var gatan færð ofar í skriðurnar, og
•enn var hún ílutt ofar, og er það talin
imikil bót. Vegurinn var breikkaður, og
var hin-n nýi kross settur á neðri vegar-
brún, þar sem stálið fyrir ofan var mjcg
hátt. E'i si'o lengi sem elztu menn muna,
hefur kroisinn staðið ofan við götu,
■nema stundum hefur honum verið stung-
ið niður í bili neðan við götu, er hann
var endurnýjaður, áður en gengið hefur
veriQpáýS;Tþonum endanlega. Mun það
'' haSp5Éiié(gW þvi, að þar var meiri jarð-
-. vegtrr tikiaff festa hann í.
HL
Áletrunin á krossinum er alþekkt er-
lendis og kemur víða fyrir bæði fyrir
siðaskipti og eflir, en ekki er mér kunn-
ugt um, að hún hafi verið notuð á
íslandj nema á Njarðvíkurkrossinum og
stórum róðukrossi, sem lengi stóð i dóm-
kirkjunni í Skálholti. Kom hann í kirkj-
una á dögum Þórðar biskups Þorláks-
sonar (1674—97). Var smíðaður í Ham-
borg, senniiega 1692. Krossinn er ennþá
til og er geymdur í Þjóðminjasafni, en
áletrunin er horfin. Hefur s"nn;'“ga
staðið á fótstalli, sem nú er glataður.
Þegar Skálholtskirkja var r'fin, var
krossinn seldur á uppboði og fluttur
að Klausturhólum, og þar var hann,
þangað til hann kom í safnið.
Á Skálholtskrossinum stóðu þessi tvö
vísuorð:
Effigiem Christi qvj transis pronus
honora
non tamen effi.giem sed quetm designat
adora.
(Þú sem frrmhjá gengur fali þú fram
og heiðra mvnd Krists. Tilbið samt ekki
myndina, heldur þann, sem hún sýnir).
Þetta er upphaf að ævafornu, latnesku
kvæði, sem er að f:nna í bréfabók
Gregoriusar páfa mikla (d. 604) og er
sennilega eftir hann sjálfan.
Rétt er að geta þess, að áletrun. lik
að efni, er á róðukrossi frá Silfrastöðum,
sem nú er í Þjóðminjasafni, og er talin-n
vera frá siða-kiptatímanum. Á m'ttis-
skýlunni standa þessar línur með mjög
smáum stöfum:
on deus est sed schulpta deum presentat
imago
qva vi:a tu in mente eolas id qvod cernis
in illa.
(Hún er ekki guð, en hún sýnir oss guð,
þessi útskorna mynd. Er þú litur hana,
dýrkar þú í huga þér það, sem þú sérð
á henni).
IX.
Um aldur Njarðvíkurkrossins er því
almennt trúað, að hann sé frá pápískri
tíð og hafi í fvrstu verið reistur árið
1306, eins og ártalið bendir til. Þetta
er eðlilegt, þar sem saman fer svo ljós
heimild sem ártal á hlulnum sjálfum
og það. að krossar á víðavangi eru miklu
algengari í katólskum löndum en annars
staðar. Þorvaldur Thoroddsen dregur þó
í efa sannleiksgildi ártalsins, en telur
samt, að krossinn ,sé frá því fyrir siða-
skipti. Dr. Jón Þorkelsson gengur út frá
því sem staðreynd, að krossinn sé úr
pápísku, og er honum þó ekki kunnugt
um neitt ártal, þar sem aðalheimild
hans er ferðabók Olaviusar. (Om Digtn-
ingen paa Island, bls. 75). — Að því, er
ártalið snertir, er þar skemmst frá að
segja, að svo snemrna á öldum er sá
siður ekki til hér á landi að merkja
hluti með ártöium, ekki einu sinni leg-
steina. Reynsla síðari ára hefur sýnt,
að hver kross stendur ekki nema þriðj-
ung aldar. Hefði krossinn verið reistur
í öndverðu fyrir siðaskipti, þyrftu a. m.
k. sex krossar að hafa staðið á þessum
stað, hver eftir annan, á undan þeim
krossi, sem Olavius sá 1776. Slík hirðu-
semi var kannske ekki alveg óhugsanleg,
en hi'tt væri ótrúlegra, að hin latneska
áletrun 'skyldi ekki aflagast á þessum
öldum.
Um það, hve leng: ártaiið 1306 hefur
staðið á krossinum, er ekkert vitað með
vissu annað en það, að það' var á krossi
þeim, sem reistur var um 1880. Þorvald-
ur Thoroddsen er fyrsti maðurinn, scm
neínir ártalið. Það getur ekki verið til-
viljun ein, að enginn þeirra manna, sem
skrifað h'afa um krossinn á undan hon-
um, nefnir ártal, og það þótt þeir taki
áletruni'ia upp að öðru leyti. Þegar Jón
í Njarðvík skrásetur söguna um Nadda,
setur hann hana í samband við söguleg-
ar persónur frá 16. öld. Það hefði hann
ekki gert athugasemdalaust, hefði hann
talið krossinn vera frá öndverðri 14.
öld. Og Jóni, sem- sjálfur var ættfræð-
ingur og lók saman ættartölur Njarð'-
víkinga, var vel kunnugt um það, hvenær
Björn skafinn var ugpi. (Hann er enn
á lífi 1559). .. ‘
Þátt einum manni Mecfti yfirsézt, væri
því ékkf t:l að^úreifiLað hinir fjórir,
seoLskrifað tiaái'*hm áletrunina á kross-
inum, þeir Oilfvius, séra B'énedikt Þór-
arinsson, sérá Sigurður Guhnarsson og'
Páll Melsteð, skyldu allir gievrna því
atriði, sem óneitanlega væri hið allra
sérstæðasta við krossinn, þ. e. hinn hái
aldur hans. Þaq senr^Bngínnin^fnin ár-
talið, er aðeirisVuWvJLvoCúnugufaikV'.að
ræða, annað hvort hefur það ekki verið
þar eða þeir hafa vitað, að það var ný-
le.gt og marklaust. Kannske er MCCCVI
aðeins misgröftur fyrir MDCCCVI (þ. e.
D-ið hafi fallið úr).og að það hafi verið
þá, .sem Hjörleifur sterki smíðaði sinn
kross, oj» ártalið hafi fylgt krossinum
síðan. En hvort sem svo er eða ekki, er
ártalið, sem nú er á krossinum, nýlega
tilkomið og algjörlega þýðingarlaust
sem heimild. — Og þá er ekkert vitað
um aldur hans annað en það, að hann
stóð á sínum stað árið 1776, þá ártals-
laus.
Flestir virðast vera á þeirri skoðun,
að krossinn hafi í upphafi verið reistur
aðeins vegna þsss. hve leiðin um skrið-
urnar var hættuleg, en ekki í tilefni af
sérstökum atburði. Þó er þess getið í
Minningum Ara Arnalds (bls. 215), að
auk sögunnar um Nadda, séu til munn-
mæli, er segja, að ikrossinn sé reistur
t l minningar um það, að prestur frá
Desjarmýri, :em var á leið til annexíunn-
ar i Njarðvík. hafi farizt á þessurn stað.
— Einnig getur Páll Melsteð þess, að
hann hafi 'heyrt, að -krossinn hafi verið
reistur ve.gna þess, að þar hefðu menn
hrapað.
í í'slenzkum æviskrám er sagt svo frá,
að séra'Halldór Gíslason á Desjarmýri
— þekktur kraftamaður og annálshöf-
undur — hafi hrapað til bana í Njarð-
víkurskriðum hinn 14. júní 1772. Þetta
er dálítið villandi. Séra Ilalldór hrapaði
ekki i skriðúnum, heldur miklu austar,
og heitir kleíturinn, þar sem hann féll,
síðan Prestabani. — Það er útilokað, að
setja krossinn í samband við það slys.
Afkomendur séra Halldórs bjuggu áfram
á þessum slóðum, og hefði þeim áreið-
■aniega verið kunnugt um það, ef sam-
band hefði verið þar á milli. í Þjóðsög-
um S'gfúsar Sigfússonar er sagt ýtarlega
frá dauffdaga séra Halldórs. Þar er
gengið út frá því, að krossinn hafi staðið
þarna, er slysið varð- Hjörleifur sterki,
heimildarmaður Páls Melsteðs, var fædd-
ur 1760, og hefur því verið 12 ára gam-
ali, er séra Halldór fórst.
Miklu frekar gæti krossinn staðið í
sambandi við slvs, sem varð í Njarðvík-
urskriðum vorið 1772, og er það þó vafa-
samt. Séra Runólfur Ketilsson hafði
verið aðstoðarprestur séra Magnúsar
Hávarðssonar á Desjarmýri um tveggja
ára skeið, er hann fékk Hjaltastað í
Útmannasveit vorið 1711, en þjónaði
jafnframt Desjarmýrarprestakalli næsta
ár. Vorið 1712 varð hann fyrir snjóflóði
í Njarðvíkurskriðum og fórst ásamt
fyigdarmanni sínum, er hann var í messu
ferð að Desjarmýri. Tók fylgdarmanninn
á sió út, en sumar heimildir herma, að
séra Runólfur hafi fundizt örendur í
skaflinum standandi, og haft tóbaksdósir
í höndum. Var það því mál manna, að
hann muni hafa verið að taka í nefið,
er hann lézt. Aðrir segja, að prestur
hafi komizt lifandi úr snjóflóðinu, en
dáið síðan, og hafi dósirnar fundizt á
steini í fjörunni. Sagt er, að dósirnar
muni vera til ennþá, og er það skoðun
sumra, að þær séú bakstursdósir, en
ekki tóbaksdósir, enda var prestur á
messuferð'. Jafnvel er því haldið fram,
að prestur muni hafa tekið sakramenti,
"pr/hann ^arj o^ðiflp fasturij skaflinum.
C- Tiifið epj! að^sepai Rúno'lfúri hafi farizt
í svonefndri Skriðuvík, sem er um 1 km.
frá krossinum. En engu að síður gæti
krossinn verið íeistur í tilefni. þessa
atburðar, ekki sem minnismerki, heldur
til verndar ferðamönnum, sem um
'skriðurnar fóru, cg þá verið settur á
þann stað, þar sem leiðin var hættuleg-
ust. Á þann hátt gætu munnmæli þau,
sem nefnd eru hér að framan, samrýmzt
staðreyndum.
Það verður einnig til að styðja þessa.
tilgátu, að krossinn í Skálholti, sem
hefur sömu áletrun og þó len.gri, er
kominn í dómkirkjuna tveimur áratug-
um áður, en sá kross var smíðaður
erlendis- Þótt áletrunin sé alþekkt, <er
■mér ekki kunnugt um hana á fleiri
stöðum á íslandi en á þessum tveimur
krossum. Það er því ekki ósennilegt, að
eitthvert samband .sé á milli þe'rra, en
það 'getur aðeins verið, ef Njarðvíkur-
krossinn er yngri. Þótt fjarlægðin milli
þsirra sé mikil, eru þó báðir í sama
biskupsdæmi, og ser.nilega hafa flestir
prestar í Múlasýslu 'sótt menntun sína
í S'kálholt og a. m. k. tekið vígslu þar.
Að sjálfsögðu vil ég ekki leggja áherzlu
á þessa tilgátu, aðeins benda á hana
sem möguleika, sem ekki er vert að
ganga framhjá.
Þótt áletrunin tali um „mynd Krists“,
eru engar líkur til að slík mynd hafi
nokkurn tima verið á krossinum.
Raunverulega er ekkert sem bendir til
þess, að krossinn sé frá pápískri tíð.
H:n latneska áletrun -gefur ekkert slíkt
í skyn, enda vitum við, að Skálholts-
krossinn er smíðaður í lok 17. aldar.
Katólskur helgidómur hefði varla staðið
af sér storma siðaskiptaaldarinnar.
Krossar á víðavangi eru að visu ennþá
algengari í katólskum löndum en annars
staðar, en eru þó vel þekktir í öilum
löndum, og eru reistir enn í dag, eink-
um þar sem menn hafa látizt af slys-
förum. Mér er kunnugt um tvö slík dæmi
á íslandi frá síðustu áratugum. í byrjun
þessarar aldar var reistur trékross í
Hálsasveit í Borgarfjarðarsýslu á stað,
þar ‘sem stúlka hafði farizt, en hann
stóð aðeins skamman tíma. Nálægt
Galtalæk í Landssveit, Ran.gárvallasýslu,
er kross úr málmi, þar sem maður varð
úti í febrúar 1940.
V.
Þess er getið um fleiri staði hér á
landi, að þeir, sem framhjá fóru, skyldu
lesa þar bænir. Alþekkt er Gvendar-
al'tari í Drangey, þar sem leiðin upp á
eyna var hættulegust. —í Úlfsey undan
Búland'snesi í Suður-Múlasýslu er Úlfs-
haugur, talinn vera haugur fornmanns.
Sú var tíð, að hver sá, er í land kom á
eyjunni, 'okyldi syngja vers o.g lesa bæn
yfir haugnum. (Ferðabók Olaviusar).
Ekki er Njarðvíkurkrossinn algert
einsdæmi á íslandi. Á Kaldrananesi við
Reykjafjörð í Strandasýslu er gamall
trékross (eða spýta, sem kölluð er kross)
á háum 'hóli við sjóinn. Segja munnmæli,
að Guðmundur bískup góði hafi reLst
hann þar, og látið svo um mælt, að eng-
inn maður skyldi farast á ferju yfir
fjörðinn, meðan krossinn stæði.