Tíminn - 23.12.1959, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.12.1959, Blaðsíða 9
JDLABLAÐ TIMANS 1959 9 rlJ.SV3-íffi íflwtÍÍIÍKíl'. íshxi v :ui BALDUR ÓSKARSSON: ‘njr.lOi SPURT TIL VEGAR Hann greip frakkann. si.nn af snagan- um og igekk útúr hótelinu viS Sólar- gangsveg. Á leiðinni 'inætti hann herbergisfélaga sínunr sem var að sækja tilboð í aug- lýsingu, sem hann hafði látið í kvöld- blaðið, þar sem hann óskaði eftir fæði og herbergi til leigu sem næst miðbænum. — Þetta er skítastaður, sagði her- bergisfélaginn, og alltof dýr fyrir mig. Hann samsinnti. Hótelið var dýrt, en þó kærði hann sig ekkert um að breyta til. Hann var sæmilega ánægður við Sól arga.ngsveg. Þeir urðu samferða að sporvagnabraut- inni og tóku vagna í sín hvora átt, herbergisfélaginn í miðborgina til að komast á skrifstofur kvöldblaðsins, en hann hélt áfram án þess að ætlast nokk- uð fyrir. Hann hafði gengið um afskekktan bæjarhluta, reikað margar götur og séð í fjarska stórar byggin.gar, sem hann bar ekki kennsl á. Hann hafði 1:tið inn í nokkur vertshús, setzt við barinn og dru'kkið nokkur staup, borgað og farið út og haldið áfram að skoða sig um. Og hann var sannfærður um hann mundi ekki komast aftur á Sólargangsveg fyrr en éítir mikla fyrirhöfn. Hann sá tvær konur á götunni fram- undan sér og ákvað að spurja þær til vegar. Konurnar námu staðar, þegar hánn ávarpaði þær og spurði um Sólar- gangsveg, önnur un.g en dálitið fullorð- insieg; hin gömul en bar aldurinn vel. Hann'gat sér þess til að þær væru mæðgur. Þær komu með langar útskýr- ingar og nefndu margar götur, sem hnnn kannaðist ekki við, svo litu þær báðar á hann í senn og tóku eftir að hann var jafnnær. Þá ’sögðust þær vera á leið í miðbæ- inn, honúm væri velkomið að vera með, þaðaní gæti hánn tekið sporvagn á Sólar- gahgsveg. Þau gengu saman niður strætið og hann leit á stúlkuna á ská útundan sér. Hún var frekar lágvaxin, hafði dökka húð og sítt hár. og hann tók eftir að hún hafði .sett strik við augnalokin og díl á kinnina ofanvið munnvikið. Hún var með hárspöng úr kopar. Þau' komu að vertshúsi og hann stakk uppá að þær litu inn og drykkju kaffi með honum. Og þær hrevfðu ekki mót- mæium en gengu inn og þau settust við borð í horninu innaf barnum. Hann bað um kaffi og koníak og þau kynntu sig. Hann hafði getið rétt til- Þær voru mæðgur. Dóttirin hét Theresa Ballester og gamla konan var frú Ballester. Þær surðu um fcrðir hans, hvaðan hann væri o.g hvað hann hefði dvalið lengi í borg- inni bg voru dálilið forvitnar. Ilann svaraði öllu þessu og sagði þeim að hann byggi í hóteli við Sólargangsveg. Og áður en þau höfðu lokið kaffinu voru þær búnar að segia honuni að þær hefðu harbergi til leigu í húsinu hjá .sér. — Okkur vantar leigjanda, sagði stúikan. — Þér getið fengið mat líka, bætti gamla konan við. — Það verður ódýrara en hótelið. Itann spurði um leiguna og hvað hann ætti áð borga fyrir matinn, og þær nefndú nokkra skddinga, miklu lægri upphæð en hann þurfti að borga við Sólargangsyeg. Stúlkan minntist á oftir- íitla tungumálakennslu sem greiðslu fyrir húsnæðið. Honum kom þetta á óvart, hann hafði ekki ætlað' að hafa vistaskipti, en sló til Ög bað um að sjá herbergið. Og þau skáluðu. Og meðan þau lyftu glösunum horfði hann í augu stúlkunnar, sem brösti og endurgalt tillitið. Þau hneigðu höfuðin lítillega samtímis. Gamla konan renndi úr glasinu sínu í einum teyg og kjamsaði og var ánægð. Hann hafði ekkert á móti því að ienda í þessu. Og á leiðinn: frá vertshúsinu leitaði hönd hans undir arm stúlkunnar, sem tók henni eins og hún hefði alltaf verið þar. Þau fóru með neðanjarðarbraut þvert undir borgina og komu upp í hverÞ, sem hann kannaðist við. Það var gamli borgarhlutinn ofanvið höfnina. Og þau gengu um margar þröngar smágötur og fóru gegnum verzlunarhverfi, þar sem umferð .gangandi fólks var mikil einsog jafnan síðari hluta dags og þau komu í langa götu, þar sem vatnsdroparnir úr þvottinum, sem hékk við gluggana, féllu á rennusteininn. — Þetta er Soldátagata, sagði stúlkan. Hún kreisti handlegg hans lítið eitt. — Og hér er húsið, sagði gamla kon- an og benti á dyr vinstramegin götunnar. — Við búum á fimmtu hæð. Það var a:mmt í stiganum, og þau gengu upp, hann í miðið og gamla kon- an á eftir. Stiginn var brattur og hún nam staðar öðru hvoru og stundi og sagði að fæturnir væru að gefa sig. Þau mættu fólki sem hraðaði sér niður og upp stigann og grilltu andlit þess í myrkr inu og sáu vindlingsglóð bregða fyrir. Hurðir opnuðust á stigapöllunum og sumir buðu gott kvöld eða flýttu sér þegjándi áfram. Theresa stanzaði við hurð og tók upp lykil. Iíún opnaði og sagði honum að gera svo vel. Hlífarlaus rafmagnspera lýsti upp andyrið, sem var kalkað að innan, dökkt og sá í múrinn þar sem kalkið hafði losnað frá honum. Stein- grár köttur skaul upp kryppu í einu horninu og Theresa tók hann í fang sér og strauk honurn. — Þetta er kisi minn. Hann ætlaði að taka köttinn og láta vel að honum en kötturinn hvæsti og sneri sig úr fanginu á stúlkunni. — Hann er svo skrýtinn við ókunn- uga- Þú verður að koma þér vel við hann. — Hvar er herbergið? Hún opnaði hurð í ganginum innaf forstofunni og studdi |á slökkvarann. Það var lítið herbergi, breitt járnrúm á miðju jgólfi, borð og stóll og dragkista bakvið rúmið. Veggirnir voru kalkaðir og litmyndir af fjarlægum stöðum, skóg- um, fjöllum og vötnum, límdar yfir skellurnar. Hún bauð honum að setjast á rúrnið við hliðina á sér. — Hvað segirðu um það? Hann vissi þegar að hann mundi ekki setjast þarna að og hafði raunar aldrei búizt við því. En ha.nn lét ekk: á neinu bera og kinkaði kolli til merkis um að hann kynni vel við herbergið. — Þú ætlar þá að taka það? — Einhvern næstu daga. — Þú getur verið í nptt. Hann leit framaní hana og tók hana \ svo í fang sér. Hún veitti enga mót- spyrnu en lyfti andlitinu móti honum og leyfði honum að kyssa sig. Hún lagði handlegginn um öxl hans og greip með hinni hendinni í jakkann hans og lokaði augunum og dró andann þungt og ýtti honuni frá sér og horfði framaní hann og brosti og varp andanum. — Og þú ætlar ekki að fara burt? Hann hristi höfuðið. — Ég fæ að eiga þig fyrir vin? Hann greip hana aftur og hallaði henni afturábak og færði sig þétt að henni og kyssti hana aftur. Hann fann að hún titraði og hreyfði fæturna meðan hún hélt sér fast í hann og beit hann í varirnar. — Mamma.... Hún ýtti honum frá sér og brauzt úr fangi hans- — Hún getur komið. Hann stóð upp og fór að virða fyrir sér myndirnar. — Þessi er frá Sviss og þessi frá Þýzkalandi og þessi frá Svíþjóð. Hefurðu komið þar? Hann kinkaði kolli. — Mikið áttu gott.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.