Tíminn - 23.12.1959, Blaðsíða 26

Tíminn - 23.12.1959, Blaðsíða 26
26 * JÓLAB LAÐ TÍMANS 1959 ★ í tóku þeir.allan farangurinn úr bát- | unum og báru hann ofan fyrir gljúírið, en síðan bundu þeir löng- um kaðli í stefni bátanna og létu : þá reka með straumnum en reyndu að verja þá áföllum og árekstrum eftir mætti. Þetta var miklum erf- iðleikum bundið og lá oft við . meiðslum, því að gljúfurbarmurinn var oftast grýttur og þurfti bæði snarræði og lag til þess að fylgjast með bátunum. Fyrir kom það líka að bátar skemmdust illa í þessum flutningum. Þetta reyndi allt saman mjög á þrek mannanna og þeir voru út- taugaðir af þreytu. Þeir voru hlaðn- ir skrámum og kaunum um allan líkamann og bólgnir og bláir eftir skordýrabit. Þó þorðu þeir ekki að nema staðar og hvíla sig einn ein- asta dag, því að mjög var nú gengið á matarbirgðir þeirra og ómögu- legt að segja með vissu, hve langa ferð þeir ættu fyrir höndum, unz þeir kæmu til byggða hvítra manna eða vinsamlegra Indíána og gætu fengið keyptan mat. Matarskammt- urinn var orðinn mjög lítill, og sult- urinn í raun og veru þegar farinn að sverfa að þeim. Flestir reynjlu þó að mæta ölJum erfiðleikum með jafnaðargeði og glaðværð, en einn ræðarinn, Júlío að nafni, missti þol- inmæðina og vald yfir sjálfum sér. Hann var latur og hyskinn að eðlis- fari og gerði sér upp sjúkleika til þess að komast hjá að vinna erfið- ustu verkin. Dag nokkurn kom um- sjónarmaður matarbirgðanna að honum þar sem hann var að stela mat af matarbirgðum leiðangurs- ins. Umsjónarmaðurinn reiddist mjög þessu tiltæki og sló manninn kinnhest. Júlío hljóp þegar til Roosevelts og Rondons og kærði þetta fyrir þeim, en er þeir höfðu fengið að vita alla málavexti, sögðu þeir honum, að hann mætti þakka fyrir að fá ekki verri hegningu. Síðan reyndi umsjónarmaðurinn að telja um fyrir Júlío og fá hann til bess að vinna störf sín með góðu, en hann lét sér ekki segjast og lagði hatur á umsjónarmanninn. Dag einn, er leiðangursmenn voru að bera farangur sinn fram hjá gljúfr- um nokkrum, skildi umsjónarmað- urinn riffil sinn eftir hjá byrði sinni meðan hann sótti næstu byrði. Þeg- ar Júlío kom þar að með sína byrði, tók hann riffilinn og sneri við eftir annarri byrði. Félagar hans álitu að hann hefði séð eitthvert veiðidýr og urðu ekkert hissa, er þeir heyrðu skothvell. En brátt komu aðrir að og höfðu þær hryllilegu fréttir að flytja, að Júlío hefði skotið um- sjónarmanninn til bana og horfið síðan sem skjótast inn 'í skóginn. Það þurfti hugrekki til að veita honum eftirför, þvi að búast mátti við, að hann lægi einhvers staðar í leyni og skyti hvern þann, sem hygðist nálgast hann. Roosevelt og nokkrir aðrir lögðu bó þegar af stað að leita hans. Þeir fundu hann þó ekki sjálfan heldur riffilinn, sem hann hafði annað hvort týnt eða fleygt frá sér. Án riffilsins gat hann varla orðið hættulegur, jafnvel þótt hann reyndi að fylgja leiðangurs- mönnum eftir, svo að þeir hættu leitinni að honum og héldu ferð sinni áfram. Og þannig börðust þeir áfram dag eftir dag sjúkir af hungri og þjáðir af sárum og flugnabiti. Að lokum komu þeir svo þar sem verksum- merki sáust eftir fólk, sem hafði verið við gúmmítöku. Brátt fundu þeir mannabústaði og fengu þar fæðu og ýmsa aðra nauðsynlega að- hlynningu, og þar var þeim sagt, að áin. sem þeir höfðu nú farið eftir svo lengi, rynni þar skammt frá í eina aðalkvísl Amazon-fljótsins, og nefndist sú kvísl Madeira. Þeir höfðu nú verið tvo mánuði í þessari siglingaferð og farið 468 mílna leið niður eftir ánni. Saman- lögð lengd þessarar kvíslar reyndist þannig vera um 930 mílur. Þar með var dularhjúpnum svipt af „Dular- ánni“, og stjórnin í Brazilíu ákvað að henni skyldi gefið nýtt nafn og kallast Rio Roosevelt til heiðurs Roosevelt forseta. Getið þið hjálpað karlinum út? I 1 1 1 I y i i ii i i 8 i i i s I 1 y 1 1 ö I f j I I 1 ■ a OLAFOTIN fáið þið í fjölbreyttustu úrvali hjá okkur NÝTÍZKU SNIÐ Hagkvæmt stærðarkerfi tryggir flestum föt við sitt hæfi QLkL^jJ! GE FJUN-I Ð U N N i I 1 I I I I i I i 1 i I i 1 'iijk i | 8 1 I i 1 p 1 | 8 ,1 § I I i i 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.