Tíminn - 23.12.1959, Blaðsíða 19
JÓLAÐLAO TÍMANS 1959 *
GUNNAR LESTIKOW:
JÓL í AMERÍKU
Jólin standa lengi og kosta mikla
peninga. Jú, þökk fyrir við þekkjum
jólin einnig hérna hjá okkur. En jólin
i Ameríku vara lengur og eru kostnað-
arsamari en annars staðar. Jólin í Am-
eríku eru ekki einungis hátíð barnanna,
heldur einnig verzlunarhátíð, sem
hefst mörgum mánuðum fyrir jól. Svo
taka borgarstjórnirnar að hengja upp
Ijósaskreytingar sínar yfir aðalgöturn-
ar í svo ríkum mæli að þær eru eitt
ljósahaf og umferðaljósin drukkna í
þessari hátíðabirtu og bílarnir aka
saman með hátíðlegu braki.
Strax í nóvember er kominn fullur
jólasvipur á borgirnar. Fyrir 'framan
hverja verzlun stendur jólasveinn í
rauðum skrautlegum búning, með
hvítt alskegg og hringir án afláts stórri
bjöllu. Það er um að gera að yfirgnæfa
hina hásu hátalara, sem gjalla með
„Jingle bells“ yfir skarkalanum. Hver
veitingastofa og krá hefur hina sígildu,
almennu jólaskreytingu, sem er rauð-
ur og myndarlegur jólasveinn úr
pappa, er ekur i skrautlegum sleða
með hreindýrum fyrir yfir hvítar snjó-
breiður, en hér og hvar blettar tré
.snjóakurinn í formi viskýflaskna. Þó
bregður jólasveinninn útaf venju sinni
á stöku stað og ekur ekki í hreindýra-
sleða, heldur brunar í Ford eða Chevr-
olet á hinuih viðurkenndu Goodyears
snjódekkjum.
En hátíð barnanna gengur einnig
. snemma í garð. Börnin standa í löng-
um röðum fyrir utan stóru vöruhúsin.
Þau ætla að fá að setjast á hné jóla-
sveinsins. Sérhvert hinna stærri vöru-
húsa hefur sinn sérstaka jólasvein, sem
tekur minnstu börnin í fangið og fær
að heyra, að Johnny óslci sér ennþá
skrautlegri kúrekabúnings en í fyrra
og mun fínari rafmagnsjárnbraut en í
fyrra.
Það hefur lengi veriff mér ráðgáta,
hvernig unt er að halda við hinni ein-
lægu barnstrú um jólasveininn, eftir
innrás þessa urmuls jólasveina á hinú
allt að þriggja mánaða tímabili jól-
anna í Ameríku, hátíðar verzlunar-
guðsins. En trú barnanna á jólasvein-
inn virðist jafn einlæg og sterk sem
áður. Um það getur póststjórnin borið.
Frá nóvemberbyrjun kemst mikill
skriður á bréfasendingar. Það er óvön
barnshendi, sem skrifar bréfið, sem
stílað er til „Santa Claus, Norðurpóln-
um“. Bréfið er langur óskalisti um allt
mögulegt — og ómögulegt. Þessum
bréfum er svarað um hæl af starfs-
mönnum póststjórnarinnar og jafn-
framt er höfð á hendi söfnun til leik-
fangakaupa handa fátækum börnum.
Á jóladag aka svo jólasveinar póst-
stjórnarinnar út i fátækrahverfin og
úthluta jólagjöfunum.
Það er miög eftirsóknarvert starf
hjá hinum fullorðnu að leika jóla-
svein og það er mikil samkeppni með-
al'starfsmanna póststjórnarinnar um
að fá að aka út með gjafirnar og út-
hluta þeim. í Mexia í Texas er maður
aö nafni Rip McKensie, sem á hverju
ári á tímabilinu frá 7.-25. desember
auglýsir símanúmer sitt undir nafni
jólasveinsins. Síminn þegir ekki eitt
andartak og börnin hringja hvaðan-
æfa að úr suðvesturríkjum Bandaríkj-
anna til að eiga tal við jólasveininn
eða frú Santa Claus og láta uppi jóla-
óskir sinar. Þau McKensie-hjónin
korna svo óskunum á framfæri við for-
eldrana með kærum kveðjum frá jóla-
sveininum.
En þrátt fyrir það að bandarísk
börn vænti elcki komu jólasveinsins í
bifreið, þá er það á nokkrum stöðum
algengt að þau stari upp í himini'nn í
leit að hpnum. Og þau hafa reyndar
Íéiasvemnmn hefur alls staðar sama aðdráttaraftið.
ástæðu til þess. Til fjölda staða í rikj- Fjölskylduheimsóknir eru því ekki inn-
unum Alabama, Suður-Carólinu og an jafn þröngs hrings skyldleikans
Georgíu kemur hvern jóladag flugvél, eins og á íslandi.*Vinir og kunningjar
sem akstar niður smáfallhlífum, sem í og vinir vinanna og kunningjar kunn-
hanga jólasokkar fullir af sælgæti. ingjanna geta alltaf treyst á góðar og
Fyrir 12 árum síðan var einn af for- gest.risnar móttökur.
stjórum Southern Natural Gas Comp- Það er gamall siður i Bandaríkjunum,
any á eftirlitsferö í flugvél yfir strjál- sem gestir frá- Evrópu voru undrandi
byggðum og einangruðum stöðum. yfir áður en nýlendurnar 13 rifu sig
Hann tók eftir því, að börnin hoppuðu frá Bretlandi. 1764 skrifaði forviða
og dönsuðu veifandi til flugvélarinnar, ferðalangur í brezka tímaritið „Lond-
þegar hann flaug yfir. Það var greini- on Magazine": f öllum nýlendunum
lega mjög óvanalegt að sjá flugvél á ríkir hin stórkostlegasta gestrisni.
þessum slóðum. Stanford Downey vissi, Hvarvetna standa dyr opnar.aö borff-
að það bjuggu fátækar fjölskyldur í um hlöðnum kræsingum, hvarvetna er
þessum héruðum og hann ákvað að manni boðið til stofu með hlýjum og
gleffja börnin. Síffan hefur félagið á hjartanlega vinalegum orðum ... Fólk
hverjum jólum kastað 2.000 pundum bókstaflega slæst um aff fá að bjóða
af sælgæti og 2.000 leikföngum niður í ferðamanni heim.
fallhlíf og börnin renna tíffum augurn Fyrir húsmóðurina getur þessi
til hirnins er líður að jólum og taka hömlulausa gestrisni komið sér illa,
himin höndurn á hverjumjólum . þvi að hún veit aldrei við hve mörgum
Rétt eins og á íslandi eru jólin fjöl- hún má búast í heimsókn.
skylduhátíff, þegar menn fara í heim- Hápunktur jólanna er ekki afffanga-
sókn til ættingjanna, sem maður hef- dagskvöld eins og á íslandi heldur
ur kannske ekki hitt síðan á síðustu jóladagur. Hátíöamáltíðirt er snædd
jólum. En þar sem bandarískar fjöl- um miðjan jóladag. Hinn fasti jóla-
skyldur eru á sífelldu flögri um hið réttur er steiktur kalkúni. Þannig hef-
geysimikla landflæmi Bandaríkjanna, ur það verið svo lengi menn muna,
eru venjulega mjög fáar náskyldar enda þótt þetta hafi veriö talinn „erf-
fjölskyldur búsettar á sömu slóðum. iður“ fugl á tímum landnemanna: of