Tíminn - 23.12.1959, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.12.1959, Blaðsíða 14
J□LA B LAÐ TIMANS 1959 sjá hvort eitthvað hræðilegt gerð- , ist. Þegar svo varð ekki, þá fór hún að brosa og ættingjarnir urðu þög- ulir. Svo fékk ég henni spjald með krossi á og ritningargrein: „Svo elskaði Guð heiminn .... “ Gamla konan drap fingrunum í hrís- grjónapottinn sinn, smurði grjón- um aftan á spjaldið og límdi það á vegginn á þeim stað, sem líkneskin höfðu áður staðið og andlit hennar ljómaði. Nú skulum við syngja, sagði hún og svo sungum við uppá- halds sálminn hennar og báðum fyrir henni. Og fögnuður hennar var svo djúpur, einmitt vegna þess, að hún var laus undan oki óttans. Því látið þið ekki þetta fólk í friði með sína trú? spurði einn maður mig. Hefði hann séð sjálfur þján- ingu þessa fólks, þennan sívakandi ótta um að gleymzt hefði að bliðka einhvern refsandi anda, þá hefði hann ekki spurt svona. Þessi gamla kona, sem ég var að segja frá, var eins og bandingi, sem fallið hefur af fjötur. Og þegar að ættingjar henn- ar sáu hve vel henni vegnaði, fóru þeir einnig að sækja kirkju og láta skírast. — Hvenær fóruð þið frá Sinhwa? — Við urðum að fara þaðan 1944, þá voru Japanir rétt ókomnir þang- að. Við urðum að skilja flestar okk- ar eigur eftir og lögðum af stað á dimmu kvöldi í litlum báti — samp- an. Nokkrar sálir fylgdu okkur nið- ur að fljótinu með smáluktir. Eftir langt og erfitt ferðalag komumst við til Chunking, laust fyrir jól. Þar voru milljónir flóttamanna, enda Chunking orðin höfuðborg Kína, því að Peking var á valdi Japana. Jóhann kenndi við prestaskólann í Chunking í tvö ár, þangað til 1946 að við fórum heim til Noregs. Ástandið var orðið mjög erfitt, bú- ið að lækka kaupgreiðslur niður 1 það lágmark, sem nægði fyrir fæði. Allt var orðið óskaplega dýrt og alls staðar hræðileg neyð. Pestir geis- uðu og fólk hrundi niður. Mat- sveinninn okkar átti dreng á aldur við Gunnhild okkar og eitt kvöld sem oftast léku þau sér saman í garðinum, meða.n svalast var. Klukkan sjö næsta morgun ber matsveinninn á svefnherbergis- dyrnar hjá okkur og segist halda, að sonur sinn sé búinn að fá kóleru, hvoft ég vilji ekki láta sig hafa miða til að hann geti farið með hann á sjúkrahúsið. Matsveinninn var bú- inn að ganga um gólf með barnið í fanginu alla nóttina, það hafði kastað upp og var orðið svart á nóglunum, þegar ég kom út til þeirra. Móðirin bar barnið að spít- alanum, sem var rétt hjá húsi okk- ar, en meðan hún beið þar eftir lækninum, dó drengurinn í fangi hennar.. Það var ekki notaleg tilhugsun fyrir þá, sem vita hve kólera er smitandi, að matsveinninn skyldi vera búinn að handfjatla hurðar- húna og annað inni hjá okkur og Gunnhild hafði leikið sér við dána drenginn kvöldið áður. Næstu daga var ég mjög kvíðin um að Gunn- hild myndi veikjast og gerði auð- vitað allt sem ég gat til að sótt- hreinsa í kringum hana og hún slapp. En fólk hrundi niður á þrepunum við fljótið, vegfarendur spurnu við líkunum, svo að þau ultu í vatnið, sama vatnið og síðan var borið í húsin til neyzlu. Þetta var erfiður tími, hitiun var oft frá 35 upp í 40 stig, og mannfjöldinn svo ofboðslegur, að mjög lítið var hægt að hjálpa. Og þó gerðust atvik, sem urðu manni hugfólgin og minnisstæð. Ekkja kom til að vinna hjá okkur, ættuð úr Norður-Kína. Hún hafði lagt á flótta undan Japönum með syni sína þrjá, en tveir dóu á leið- inni. Hún átti að fá 10 þúsund kín- verska dollara í laun og sú. upp- hfl?«-n0Bgði vaðþins. fyxir hrísT. grjónum handa þeim mæðginum, og saltlúku í þau, en salt var orðið óskaplega dýrt. En í fyrsta sinn sem ég greiddi henni þessa 10 þúsund dollara, fékk hún mér aftur eitt þúsund og bað mig að verja því öðrum til hjálpar. Mér fannst henni síður en svo veita af þessum aurum, en hún hélt fast við sitt, bæði þá og alltaf síðan, er ég greiddi henni laun. Já, þetta voru líka lærdömsrík ár en erfið, og eiginlega varö ég fegin þegar við fengum flugfar til Hong-Kong seinni hluta sumars 1946. Þar biðum við nokkurn tíma eftir fari til London og fórum svo heim til Noregs og var ég þar eitt ár hjá mínu fólki. Til Hong-Kong fórum við aftur 1948 og ætluðum að vinna á kristniboðsstöð með sjúkraskýli í Hunanfylki. Fyrst ætl aði Jóhann að sækja eigur okkar til Chungking, en þá var búið að stela mest öllu, enda allt i upp- námi, og ekki leið á löngu þar til allir trúboðar fluttu úr landinu. Ég var um kyrrt í Hong-Kong og vann við móttöku flóttafólks. Kristni- boðsfélagið keypt rústir tveggja húsa á eyju. Þau endurreistum við til að geta tekið á móti kristniboðs- fjölskyldunum frá Hunan. Annað aðalstarf mitt í Hong- Kong var að aðstoða sjómanna- prestinn við guðsþjónustur og samkomur og jafnvel hjálpa sjó- mönnunum að kaupa gjafir handa fjölskyldum þeirra. Þessi klukka er gjöf frá presti sjómannakirkjunn- ar og gaf hann mér hana fyrir að leika á orgelið í kirkjunni. Sonur okkar Hannes fæddist ár- ið 1949 á eyjunni, þar sem ég gat um að rústir húsanna tveggja hefðu verið endurreistar. Og svo varð það, að Gunnhild veiktist af hitabeltissjúkdómi og læknar sögðu okkur, að ekki væri annað til bjargar en.að koma henni í kaldara loftslag. Þess vegna fór ég heim til Noregs árið 1951, en Jó- hann varö eftir og kenndi við prestaskólann þangað til árið 1953. En það er ég viss um, að hvert sem leið okkar á eftir að liggja, þá munu starfsárin í Kína alltaf verða mér hugljúfust. Þar var hægt að gefa eitthvað af sjálfum sér og sjá áhrif til hins betra af starfinu. Ef þar hefði haldizt óbreytt ástand, þá er ég viss um, að við værum þar enn. í hvert sinn og ég hitti Kín- verja, hlýnar mér um hjartarætur, mér finnst ég vera þeim nátengd- ari en öðru fólki. Sigríður Thorlacius. Cjieóiie^ /ói! Óskum öllum velgengni á komandi ári. Þökkum góð og ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að kveðja Kaupféiag F Fáskrúðsfirði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.