Tíminn - 23.12.1959, Blaðsíða 17
Scott og félagar á Suðurpólnum. Efri röð frá vinstri: Oates, Scott og Evans. Sitjandi: Bowers og Wilson.
U M
Dagbók Scotts á leiðinni segir ná-
'kvæmlega frá atburðum. Öðru 'hvoru
kennir nokkurs ótta og kvíða, einkum
ef eitthvað bjátar á um veður.1 Erfitt
er að draga sleðana og færið er ekki
alltaf isem bezt. Þegar Scott skrifar dag-
bók sína að kvöldi sunnudagsins 14.
janúar kvartar hann um að dagleiðin
hafi verið erfið og færðin þung. Þyngt
hafði í lofti um kvöldið og skafrenning-
ur með hægum vindi. „Ég vona að ekk-
ert verði úr stormi“, segir Scott, ,,og .
jafnvel þó að hvessi lítilsháttar, ættum
við að geta haldið ferðinni áfram“.
Dagurinn 16. janúar var þeim félögum
dagur óvæntra tíðinda. Þá segir Scott i
dagbók sinni: „Það versta, eða næstum
því það versta sem fyrir gat komið,
hefur hent. Okkur miðaði vel áfram um
morguninn og lögðum að baki hálfa
áttundu mílu. Við héldum glaðir af stað
eftir hádegishvíld og vorum búnir að
reikna út, að næsta dag yrðum við á
pólnum. Er við höfðum gengið röskan
klukkutíma, festi Bowers auga á svartri
þústu framundan og stuttu síðar á svart-
an depil, sem ekki gat verið snjór. Þegar
nær kom sást að svört veifa blakti þarna
á snjóbreiðunni. Hafði tuska verið bund
in á brotinn sleðameið og rétt hjá sáust
inerki eftir tjaldstæði, Sleðaför lágu þar
um kring, spor eftir menn og 'hunda, —
marga hunda. Þessi ummerki sögðu
okkur söguna alla. Norðmennirnir eru
á undan okkur og hafa orðið fyrstir á
pólinn. Þetta eru hræðileg vonbrigði og
mig tekur sárt til trúfastra vina minná.
Margar hugsanir hafa komið upp í huga
okkar og við höfum rætt margt saman.
Á morgun verðum við að halda áfram
til pólsins og halda síðan heim á leið
ei-ns greitt og við komumst. Dagdraumar
eru á enda og vonir brostnar. Leiðin til
baka verður þreytandi og erfið.
Næsta dag greinir dagbókin frá kom-
unni á pólinn'. Þar segir: — Loksins
náðum við pólnum, en kringumstæðurn-
ar eru allt aðrar en við höfðum búizt
við og vonað, Við höfum átt erfiðan dag.
Auk vonbrigðanna hefur blásið svalt í
fang okkar, 4—5 vindstig og gaddurinn
22 stig. En við höfum samt haldið ferð-
inni áfram, kaldir á höndum og fótum.
Skammt frá þeim stað, þar sem Norð-
menn höfðu tjaldað á pólnum, 'hlóðu
þeir Scott og félagar hans vörðu. Stungu
þar niður brezka fánanum og tóku mynd
af sjálfum sér þar við. Þarna var tjald,
sem Norðmenn höfðu skilið eftir. Fundu
þeir þar skýrslu þeirra um komuna til
Suðurpólsins og sagt frá því að hinn
16. desember eða réttum mánuði áður,
hefði Roald Amundsen verið þar stadd-
ur við fimmta mann. í tjaldinu voru
ennfremur lítið eitt af munum og mæli-
tækjum, sem þeir höfðu skilið þar eftir
og bréf til Hákonar Noregskonungs,
ásamt miða til Scotts, þar sem Amund-
sen biður hann að koma bréfinu til skila.
Er svo að sjá, sem Scott hafi þótt þessi
tilmæli undirstrika ósigur sinn, því að
hann setur upphrópunarmerki á eftir
þeirri setningu, þar sem hann skýrir
frá þessu í dagbókinni. Annars er þar
ekkert æðruorð að finna, enda þótt
ekki leyni sér að vonbrigðin voru mikil.
Til lítils höfðu menn lagt á sig þrotlaust
erfiði og náð markinu til þess að finna
þar norskan fána og tjald Amundsens
með bréfinu til Noregskonungs.
Amundsen hafði náð pólnum á þeim
tíma, sem heppilegastur var talinn.
Hann hafði getað lagt fyrr af stað en
Scott frá vetrarbækistöðvum við strönd-
ina. Stafaði það ekki sízt af því, að
Amundsen byggði leiðangurinn sinn til
pólsins öðru vísi en Scott, sem treysti á
mennina eina til að draga sleða með
vistum og útbúnaði. Amundsen hafði
aftur á móti fjölda hunda til að draga
isleða sína leiðina alla á pólinn og til
baka. Scott og félagar hans voru miklir
dýravinir og hafði Scott liðið önn fyrir
slæma meðferð dýranna, bæði hunda
og hesta i fyrri leiðöngrum. Er þetta
talin ein ástæðan til þess að hann valdi
ekki sleðahunda til ferðarinnar á pól-
inn. Vegna þess að Aniundsen hafði
hunda fyrir sléðum sínum gat hann lagt
mun fvrr af stað en auk þess voru vetrar-
bækistöðvar hans um 80 milum nær
pólnum en vetursetustaður Scotts.
Ömurleiki og þreyta gerðu mjög vart
við sig hjá Scott og félögum hans, eins
og sjá má af dagbókinni 17. janúar, dag-
inn, sem þeir héldu kyrru fyrir á póln
um. Vindur blés og kuldinn var 21 st;g.
Þeir tjölduðu til þess að geta fengið
sér miðdegisverð og gerðu sér dagamun
með því að borða það, sem Scott kallar
sunnudagsmat.
Kvöldið h-efur verið heldur ömurlegt
í tjaldinu, þegar Seott rifjar upp endur-
minningarnar frá deginum til að festa
á blöð dagbókarinnar.
Hann segir:. .— Góði guð, —- þetta er
hræðilegur staður, — og ömurlegt. fyrir
okkur að hafa lagt á okkur allt þetta
erfiði, án þess að geta uppskorið þau
laun að fá að verða fyrstir. Nú verðum
víð að hefja hinn óttalega barning heim.
— Það verður erfið ferð,- og guð einn
veit hvort við fáum henni lokið.
Daginn, sem Seott hélt kyrru fyrir á
Suðurpólnum gerði hann ýmsar mæling-
ar. Frostið var um 29 sti.g, en veður að
öðru leyti gott. Hæð yfir sjó .mældist
þeim vei'a um þrjú þúsund metrar á
pólnum.
Félagarnir fimm sneru nú baki við
pólnum. Takmarkinu, sem þeir höfðu
stefnt að til þessa og að lokum náð að
loknu miklu erfiði. Framundan voru
ekkj minni erfiðleikar. Senn von á hörð-
um veðrum, 800 mílur til vetrarbæki-
stöðva. Fimrn menn á skíðum með far
angur sinn á tve;mur sleðum.
Dagbók Scotts geymir nákvæma og
átakanlega lýsingu á ferð þeirra og
hrakningum allt til hinzta áfangastaðar
þeirra á ísauðnunum. Dagbókin fannst
í tjaldi hjá líki Scotts og tveggja félaga
hans átta mánuðum eftir að síðast hafði
þar verið dregið til stafs. Skulum við
nú fylgjast með ferð þeirra, samkvæmt
heimildum dagbókarinnar.
Strax hinn 20. janúar eða á þriðja
degi frá því að þeir lögðu af stað heim-
leiðis frá pólnum, fer að bera á misjöfnu
úthaldi þeirra og Scott byrjar að óttast
um Oates. —- Ég held að hann sé næm-
ari fyrir kulda og þreytu en við hinir,
seglr Scott.
Þegar þeir félagar vöknuðu eftir
næturhvíld í fjórða tjaldstað, var komið
stórviðri og dimmt yfir af snjókomu,
svo að heita mátti. að ekki sæi til sólar.
Meðan þeir voru að matast lygndi allt
í einu og veður fór batnandi. Þegar þeir
ætluðu að leggja upp kom í ljós að öll
bönd voru freðin, svo að brottför tafðist
þar til klukkan að verða fjögur, Færð
reyndist þá orðin mjög erfið og jökul-
sprungur töfðú ferð þeirra. Að kvöldi
hins 23. janúar skrifar Scott í dagbókina:
Það er eng nn vafi á því, að Evans er
orð'nn mjög veikburða. Fingur haus eru
illa bólgnir af kulda og nef hans blóð-
hlaupið af frostum. Hann er óánægður
með sjálfan sig og það veit aldrei á gott.
Ég held hvns vegar að Bowers, Wilson
og ég séum eins heilsuhraustir og frek-
ast er hægt að búast við miðað við að-
stæður okkar nú. — Ég hef miklar
áhyggjur af því, hvað kuldinn virðist
bíta mik'ð á þá Oates og Evans.
Tveimur dögum síðar. hinn 25. janúar:
■— Við þolum allir meiri og. minni þján-
ingar. Oates kvelst af kali á fótuin. Ev-
ans er illa bólginn á fingrum og nefi
cg í kvöld hefur Wilson sára verki í aug-
unum. Bowers og ég erum þeir einu,
sem ekki hafa miklar þjánihgar. Veður-
útlitið er mjög ótrygg-t. En stormar á
þessum tíma árs, þó ekki séu langyinnir,
geta orðið okkur hættul-egir.
Þennan dag höfðu þeir orð ð að liggja
veðurtepptir. Þegar rof3ði til og hrið-in
birti svo að hægt var að átt-a sig á gömlu
slóðinni, reyndust sleðarnir og tjaldið
svo rækilega fennt .að langan tíma tók
að moka ofan af farangrinum og losa
tjaldið. Þegar þeir .loksins komust af
stað aftur voru þeir svo heppnir að
komast á gömlu slóðína cg tókst að finna
vistabúrið. Þeir höfðu merkt það með
rauð-ri veifu á leiðinni til pótsins.: Þar
borðuðu þeir nægju sína og héldu svo
upp að nýju með níu daga nesisauka.
Nokkrum dögum síðar vildi það óhapp
til -að Wilson tognaði á fæti. Bólgnaði
fóturinn er á daginn leið, en hann tók
því öllu með jafnaðargeði og hélt ferð-
inni áfram til kvölds, eins og -ekkert
hefði í skorizt, enda þótt har.n liði sárar
kvalir. Scott hafði talsverðar áhyggjur
vegna þessa atviks og um kvöldið bættist
það við, að Evans var óvenju slæmur
í hör.dunum. Frostbólga og kal var kom
ið á svo hátt stig, að tvær n-eglur rifnuðu
af fir.grum hans. Fannst Scott að Evans
hefði misst mikið kjark síðustu dagana
og verið mjög áhyggjufullur.
Tveimur dögum síðar varð Scott fyrir
því óhappi að falla á skíðunum og meiða
s'g í öxl. Hafði hann af þessu sárar
kvalir, þegar komið var í náttstað um
kvöldið og talar um að ekki sé leiðang-
urinn orðinn efnilegur þar sem þrír af
fimm séu orðn'r sjúklingar. Hafi Wilson
þá ekki getað annað en haltrað með fé-
lögum sínum síðan hann tognaði á fæt-
inum.
í þessu sambandi skrifar Scofct: — Við
eigum erfiðasta hluta leiðarinnar ófar-
inn. Við megum teljast sérlega heppnir,
ef við komumst á leiðarenda án þess að
nafa beðið enn alvarlegra tjón á lífi eða
Tmum. Við höfum, guði sé lof, ennþá
nóg að borða á hverjum matmálstíma,
en samt er eins og matarskammturinn
geti ekki satt hungur okkar.
Hinn 13. febrúar getur Scott þess í
dagbókinni, að Bowers, sem til þessa
hafði all-taf ver'ð hraustur, þjáist . af
snjóblindu og þannig sé það oinnig með
Wilson. Evans hefur oklci leugur þrótt
til þess að hjálpa þe:m félögum á kvöld-
in við vinnuna í tjaldinu.
Jökulsprungur og slæm færð að öðru
leyti tafði oft mjög ferð þeirra. Eitt
s:nn duttu þeir Scott og Evans báðir í
sömu jökulsprunguna samtímis og Ev-
ans í aðra sprungu nokkru síðar. Settust
þeir að með fyrra móti það kvöld og
leituðu hvíldar. Þegar förinni var haldið
áfram næsta dag, dró óvenju í'ljótt af
Evans. Bowers reyndist þá, sem jafnan
Á leið á Suðurskautið.