Tíminn - 23.12.1959, Blaðsíða 13
■X
'! -.-..r - ... -
V i ð t r ú b
«‘ Málmbjalla hangir í útskornu
• likani af kínversku hofi — fagur-
' blár siikidúkur með ísaumuðum
biómum á borði — stórar, út-
skornar kistur úr kamferviði eru
með veggjum. Teskeiðarnar á kaffi-
iborðinu eru skreyttar hinum kín-
versku táknum auðs, hamingju og
langlífis. Allt þetta og margt fleira
minnir á að húsbændur þessa heim-
ilis hafi áður flutt búferlum um
iengri veg en frá Þingvöllum til
Reykjavíkur.
Frú Astrid Hannesson, glaöleg
kona og virðuleg í senn, segir frá
með stilltu brosi, en hita i rödd-
inni. Ævistarf hennar hefur verið
unnið við margbreytileg skilyrði og
hún hefur tengzt fjarlægri þjóö
sterkum böndum. Árum saman
dvöldu þau hjónin í Kína við líkn-
ar- og trúboðsstörf.
— Hvar kynntust þið fyrst, hjón-
in?
— Það var á unglingaskóla í Nor-
egi þegar við vorum 17—18 ára
gömul, saraa skóla og Gunnhild
dóttir okkar sækir nú. Mér þótti
gaman að spjalla við Jóhann og láta
hann segja mér frá Sögueyjunni,
en það var svo sem ekkert alvarlegt
á fnilli okkar þann vetur, segir frú
Astrid brosandi.
Seinna lagði ég stund á hjúkrun-
arnám og var á sjúkrahúsi í Osló
þegar Juhann kom þangað frú trú-
boðsskólanum í Stavanger, til þess
að lesa heimspeki við háskólann. Þá
átti hann fáa kunningja í Osló og
kunningsskapur okkar þróaðist í
það að við trúlofuðum okkur.
— Ákváðuð þið fljótlega að starfa
að kristniboði?
— Já, það gerðum við strax. Að
hjúkrunarnámi loknu fór ég eitt ár
á trúboðsskóla og lagði líka stund á
málanám. Ég hafði fyrst ætlað mér
að fara til Madagaskar og starfa á
holdsveikraspítala, en þar var
bróðir minn trúboði og ég hafði
mikinn áhuga á því starfi, sem þar
var .unnið. Og þó að ég færi ekki
þangað, þá fór það svo, að ég komst
í náin tengsli við holdsveikraspítala
í Kína. Þörfin er víða brýn og
hjúkrunarkona getur alls staðar
lagt Uð.
— Hvert fóruð þið fyrst, er þið
hélduð til Kína?
— Fyrst fórum við til Hong-Kong
og vorum þar ár á tungumálaskóla.
Náminu var skipt í fjögur stig. Við
höfðum tvo kennara, sem venjulega
lásu með okkur 4—5 tíma á dag og
á kvöldin æfðum við okkur heima.
Próf voru tekin á þriggja mánaða
fresti.
Það var einmitt í maí 1940, rétt
eftir að við fréttum, að Þjóðverjar
hefðu ráðizt á Noreg, sem við héld-
um af stað frá Hong-Kong. Fórum
við fyrst til Shanghai og biðum þar
nokkrar vikur eftir ferð inn í land-
ið. Samgöngur voru slæmai', við
urðum að feröast með smábátum
og vörubílum, en við vorum ung og
hraust og þó að ferðalagið væri erf-
itt, þótti okkur það skemmtilegt.
Ferð, sem með járnbrautarlest hefði
tekið 3—4 daga. tók okkur tvo mán-
uði. En á þessari leið voru víða trú-
boösstöðvar og þar var okkur alls
staðar vel tekið. Eigum við margar
góðar minningar um þá óendan-
TÍMANS 1959 *
* JÓLABLAO
oðsstörf
legu gestrisni, sem við nutum.
Loksins komum við til Changsha,
höfuðborgarinnar í Hunan-fylki í
Mið-Kína. Þar var miðstöð norska
kristniboðsfélagsins. Áður fyrr hafði
einxxig verið þar sjúkrahús, en búið
var að flytja það þegar við komum
þangað. í Hunan er talað allt ann-
að mál en í Hong-Kong, svo að við
urðum enn að setjast á skólabekk í
eitt ár, en eftir það að við vorum
bæði búin að læra ríkismálið, sem
talað er í Norður-Kína, og mállýzk-
una í Hunan, áttum við tiltölulega
auðvelt með að skilja flestar þær
mállýzkur, sem um var að ræða í
þeim landshlutum, sem við dvöld-
um í.
Næst fluttum við til Sinhwa og
var sú trúboðsstöð fjærst aðalstöðv-
unum. Þar var holdsveikraspitali
og hafði Jóhann á hendi yfirstjórn
hans. Einn kínverskur prestur og
tveir læknar störfuöu þar einnig,
tvær norskar hjúkrunaroknur og
einn norskur kventrúboði. Tólf eða
þrettán smástöðvar og söfnuðir
voru líka í umsjá hans og ferðaðist
hann á milli þeirra til eftirlits,
fylgdist með kristindómskennslunni
og öðru starfi safnaðanna.
— Voruð þér oft með honum á
eftirlitsferðunum?
— Ekki mjög oft. Ég starfaöi að-
allega heima og tók einkum þátt í
í Kína
störfum meðal kvenna. I samráði
við kínversku læknana tók ég upp
þann hátt eftir að Gunnhild dóttir
mín fæddist, að stofna til eins kon-
ar samkeppni í góðri meðferð ung-
barna. Vissa daga fengu allar kon-
ur úr söfnuöinum, sem það vildu,
að koma inn á heimili okkar og þar
sýndi ég þeim hvernig ég fór með
mitt barn, hvernig ég baðaði hana,
klæddi og fæddi. Ég gaf konunum
snið af barnafötum, kenndi þeim
að pi'jóna o. s. frv. Svo fengu þær
konur verðlaun, sem bezt hirtu börn
sín og önnuðust. Og ekki leíð á
löngu þar til að við gátum jafnvel
úti á götu lesið úr þau börn, sem
fengið höfðu þá fóstrun, sem við
reyndum að kenna konunum.
Barnadauðinn var óskaplegur
fyrstu tvö aldursárin. Kæmust þau
yfir þann aldur, var næstum því
eins og ekkert biti á þau. Hreinlætið
var bágborið. Á sumrin rnoraði allt
af mýflugum, þær bitu börnin, ígerð
hljóp i bitin, flugur settust á þau,
og oft sá ég opin sár, kvik af mök-
um. Þá var þess sjaldan lengi að
bíða aö eitrun bærist í heilann og
börnin dæju. Þá var augnsjúkdóm-
ui'inn tracoma, sem og kynsjúk-
dómar, mjög algengir í börnum,
enda ekki að undra, eins og hrein-
lætinu var háttað, Það vaf bágt að
sjá fallegú barnsaugum breytast —
hvernig tracomarx gerði augnalokin,
hrjúf að innan eins og sandpappír,
augun særast og spillast. Einu sinni
þegar Gunnhild okkar var ársgöm-
ul, fengum við nýja vinnustúlku.
Hún reyndist vera með tracoma og
Gunnhild smitaðist af henni. Við
urðum að halda henni þrjú meðan
augnalokin og hvarmamir voru
brenndir með blásteini. Það var
hræðilegt! Hún varð alveg stíf á
meðan, en hún fékk fullan bata.
Maður varð alltaf að vera á verði —
eins gegn innýflaormunum, sem
allar nýjar stúlkur voru haldnar af.
En einhvei'n veginn varð þetta
sjálfsagt, ég var í-eyndar alltaf með
sprittið og bómullina á lofti!
Það þýddi til dæmis ekkert að
hugsa um það, ef maöur var boðinn
í te í Sinhwa, að ef til vill væru te-
kökurnar keyptar hjá kökusalan-
urn, sem sat á götunni með varn-
ing sinn, neflaus og með spilltar
hendur af holdsveiki.
— Hve lengi voruð þið í Sinhwa.
— í þrjú ár, við urðum að fara
þaðan þegar Japanar komu þangaö.
— Hvaða trúarbrögð voru algeng-
ust meðal þess fólks, sem þarna
bjó?
— Búddhatrú og Taoismi. Trúar-
brögðin áttu sterk ítök í fólkinu,
sem vonlegt var og það lagði mikið
á sig til þess að færa öllum þeim
mörgu guðum fórnir, sem blíðka
þurfti.
— Hver finnst yður vera aðal
munurinn á þessum trúarbrögðum
og kristinni trú?
Sá, að áhangendur Búddhisma og
Taoisma leggja aðaláherzluna á að
færa guðunum fórnir, mat vín pen-
inga, reykelsi — og sitja og hug-
leiöa, en skeyta lítið sem ekkert um
meðbræður sína. Oft spurði þetta
fólk: Hvers vegna eruð þið að fórna
ykkur til að hjálpa okkur í eymd
okkar og neyð? Til þess að kennsla
í kristnum trúarbrögðum beri ár-
angur, verður hún að haldast í
hendur við líknarstörf. Hugmynda-
heimur kristninnar nær ekki tök-
um á fólki, nema að það sjái í verki
að trúarbrögðin byggi í eðli sinu á
bi'óðurkærleika. Reynsla okkar var
yfirleitt sú, að eftir að fólk hafði
t. d. legið á sjúkrahúsinu okkar og
kynnzt af eigin raun starfinu þar,
fór það að sækja kirkju og óska
eftir fræðslu. Þá tók það að þrá að
losna við óttann, sem alltaf bindur
heiðna menn. Þeir, sem kynnzt hafa
óttanum við hin heiðnu goð, sem
alls staðar sitja um menn til að
gera þeim mizka og aldrei má láta
af að blíðka með fórnum, þeir skilja
bókstaflega setninguna: Sannleik-
urinn mun gei'a yður fi'jálsa.
Einn dag kom kínversk kennslu-
kona til mín og spurði hvort ég
vildi koma með sér til sjötugrar
konu, sem óskaði að láta skírast.
Blessuð garnla konan hafði auðvit-
að aldrei lært að lesa og ég hafði
verið að segja henni ögn til, kenna
henni trúax'játninguna og annað
það ,sem krafizt var að fólk lærði
áður en það tæki skírn. Nú sagði
kennslukonan, að hún ætlaði að
brenna sina gömlu húsguði. Þegar
við komum heim til hennar — hún
bjó í smákofa — hafði öll fjöl-
skyldan safnazt umhverfis kofann
og vöruðu hana ákaft við því að
varpa guðum sínum á brott, með
því myndi hún kalla bölvun yfir
alla ættina.
Gamla konan skaraði í eldinn,
sótti stiga og staulaðist á litlu,
reirðu fótunum upp stigann að
hillu, þar sem í'aðað var guðalíkn-
eskjum.
Er mér þetta óhætt? spui'ði hún
mig og ég fullvissaði hana um, að
ekkert illt myndi koma fyrir, þess-
ar tálguðu spítur hefðu aldrei
hjálpað henni neitt.
Svo fór hún að tína niður líkn-
eskin, eitt og eitt, varpa þeim á eld-
inn og bíða þess á milli til þess að
Frú Sigríður Thorlacius ræðir
við frú Astrid Hannesson
Frú Astrid Hannesson.