Tíminn - 23.12.1959, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.12.1959, Blaðsíða 1
JÓLAHUGLEIÐING eftir séra Sigurð Stefánsson, vígslubiskup ' Engin hátið á meiri myndgnótt óg líkingaauð en heilög jól. Litum t. d. á fyrsta versið í hinum al- kunna, stórbrotna lofgerðarsálmf, sira Valdemars, „í dag er glatt“, og virðum fyrir oss allar myndirnar, sem þar koma fram i sterkum and- stæðum: „í dag er glatt í döprum hjörtum, því Drottins Ijóma jól. í hiðamyrkrum nœtur svörtum upp náðar rennur sól. Er vetrar geisar stormur striður, þá stendur hjá oss friðarengill blíður, og þegar Ijósið dagsins dvín, oss Drottins birta kringum skín.“ Skyldi annars jólunum nokkurn tima hafa verið lýst jafn rétt og ógleymanléga fallega og i þessum héndingum? Þar sem hið dapra hjarta fagnar og gleöst. Þar sem Ijósið skín í myrkrinu. Þar sem engill friðarins, blíður og fullur miskunnar, stendur allt i einu við hlið vora og kyrrir alla storma og mildar alla baráttu mannlegs lifs. Og vilt þú nú ekki, lesandi góður, velja þér einhverja af þessum myndum jólanna, einhverja eina þeirra, í þetta sinn? Ég veit, að þœr eru þér allar kœrar og hugfólgnar. Þú hefur svo oft lifaö gleöileg jól. Þú hefur svo oft séð, hvernig sorg og angist fór á flótta midan þeirri fagnaöarfrétt, sem boðaði fœddan frelsara. Þú hefur aldrei vitað einlœgari og hreinni gleði ungra og gamalia en þar, sem jól voru haldin. Né þvilik umskipti, þegar svartasta skammdegið breytt ist allt í einu í skínandi Ijóshaf. En jafnast nokkuö á við frið jólanna? Lýsir nokkurt eitt orö eða hugtak betur þvi öllu, sem þessi mikla hátið hefur aö bjóða mönn- unum? Friður jóilanna, himneskur og heilagur friður þeirra, er það ekki hann, sem er hin stœrsta gjöf þess- ara blessuöu daga? Og er það ekki hann, sem vér innst inni þráum heitast — og allur hinn striðandi heimur? Ef til vill sýnist samt fátt öllu fjarlœgara. Friðurinn er ekki allt af ytra einkenni þessarar hátíðar. Síður en svo. Vér lifum á liávaöa- sömum timum. Friðlýstu svœðin á vettvangi dagsins verða færri og fœrri. Og kringum jólin er ekki mikil kyrrð að jafnaði. Kannski sjaldan minni en þá. Hátíðahald þeirra snýst meir og meir í þá átt. Jólin lúta að því leyti tizku og tíð- aranda eins og flest annað. En þrátt fyrir það eru þau fyrst og fremst hátið friðarins. Það finnst, þegar Ijósin eru kveikt og gleðin geislar úr hverju andliti. Þegar vinarhöndin þrýstir og hin hlýja, fagra kveðja snertir hjarta vort. Þegar klukkurnar kalla og vér heyrum enduróminn af rödd engilsins, sem boðar mik- inn fögnuð, og lofgerðina: „Dýrð sé Guði i upphœðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á.“ Eitthvað af friði jólanna var mitt í öllu umstangi þeirra og önn, og i undirbúningi og hátíðarhaldi hinna mörgu heimila. Og fri&ur jólanna vitjar þín, þar sem þú stig- ur hljóðum skrefum, einn saman eða í fylgd þinna nánustu, að jöt- unni i Betlehem. Hann mœtir þér i helgidóminum, kirkjunni þinni, hvert sem hún er með háreistum hvelfingum eða lágu þaki. „Sá friður er svo mikill og svo dýr, að án hans er enginn friður,“ sagði meistari Jón einhverntíma. Og getum vér ekki öll fallizt á þá skýringu? Þaö hefur enginn flutt heimin- um boðskap friðarins eins og hann. „Sá friður er svo mikill og svo dýr, að án hans er enginn friður,“ sagði meistari Jón einhverntíma. Og getum vér ekki öll fallizt á þá skýringu? Það hefur enginn flutt heimin- um boðskap friðarins eins og hann, sem vér nú erum að tigna og til- biðja. Það var ekki tilviljun, að hersveitir himnanna sungu við fœöing hans löfsönginn um frið- inn. Friðarhöfðingi var hann nefndur, áður en hin fyrstu jól runnu upp. „Sœlir eru friðflytj- endur, því að þeir munu Guðs syn- ir kallaðir verða,“ sagði hann sjálf- ur á Fjallinu, þegar hann talaði eins og sá, sem valdiö hafði. Hans eigið tigna heiti bera þeir, sem flytja frið og sátt meðal mann- anna, ekkert minna. Kristnir menn hafa heldur aldr- ei getað verið i vafa um boðskap Krists og kirkju hans í þessum efnu.ni. Hann sjálfur er friðarhöfð- inginn, og málstað hans veröur ekki þjónað, nema með þvi, að vinna að liugsjón friðarins og setja hana öllu ofar. Aldir og kynslóðir hafa játað þá trú og heitið henni hollustu. En, friðarkonungur, livar er riki þitt? Hljótum vér ekki að spyrja svo, þegar vér skoðum i eigin barm, þar sem vér geymum vor margvíslegu kvíða- og áhyggjuefni? Þar sem vor órólegi hugur spyr og leitar í sí- fellu, oft án þess að fá svar eða finna? Og, þefar vér horfum yfir mannlífið, fullt af baráttu, ógn og ótta? Oss vantar frið, frið i vora eigin sál og frið á samferð vorri og í samskiptum viö mennina, frið á jörðu. — „En þaö bar til um þessar mund- ir — — — — Og engillinn sagði við þá: Verið óhrœddir, þvi sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum; því aö yður er i dag frelsari fœddur —- — -----þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu. Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guöi i upphœðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á.“ Jólin eru til. Þau eru staðreynd í sögu heimsins. Nýja ártalið, sem brátt verður farið að skrifa, er ein sönnun þess. En þó ekki sú stœrsta. Það er friöur jólanna. Sá friður, sem er „svo mikill og dýr, að án hans er enginn friður,“ eins og Vidalin sagði forðum. Vér eigum raunar ekki þann frið, mennirnir, hvorki einstakl- ingar né samfélag, ekki til fulln- ustu. En liann býr i vorri dýrustu og sælustu jólagleði. Þegar vér nálgumst þaö heilagasta af öllu heilögu. Þegar barnseðlið í voru eigin brjósti tekur öll völd. Þegar vér þráum ekkert eins heitt og það að finna frið i sál og mega hverfa öll og óskipt, í faðm Guðs og vera hans börn. Og er það ekki einmitt hœsta liugsjón þess, sem vakir i dýrleg- ustu draumum mannanna um gleðileg jól? Aö einhvern tíma verði heilagur friður þeirra allt í öllu, ekki aöeins um skammvinna stund, meðan hátíö er haldin, en í gervöllu lífi manna og samskipt- um þjóða? Það fannst skáldinu, sem feg- urst söng á íslenzka tungu um frið á jörðu: „Friðarins Guð, in hœsta hugsjón mín, höndunum lyfti ég í bœn til þín. Kraftarins faðir, kraftaverkið gjörðu: Gefðu mér dýrðar þinnar sólarsýn, sigrandi mœtti gœddu Ijóðin min, — sendu mér kraft að syngja frið á jörðu!“ Gerum eitthvað svipað að vorri jólabœn í þetta sinn. Samstilltir hugir megna mikils. Og á jólum er gott aö biðja. „Sá friður er svo mikill og svo dýr.“ Mœttum vér eignast hann í sannleika og hylla þannig hið blessaða barn. Taka þannig þátt í lofgerðinni, sem hœst stígur á hverjum jólum: „Dýrð sé Guöi í upphœðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann liefur velþóknun á.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.