Tíminn - 11.02.1960, Side 1

Tíminn - 11.02.1960, Side 1
BlaSinu bætast stöSugt nýir kaupendur á degi hverjum. 44. árgangur — 33. tbL Fytght meS breyting- unni á blaSinu, hringiS í sfma 1 23 23 og gerizt áskrifendur. Finuntudagur 11. febrúar 1960. t/egna erlendu lánanna stendur þjóðin enn þa betur að vígi eftir en áður Stórmerkar upplýsingar dr. Benjamíns Önnur aðalröksemd stjórnarinnar fyrir efna- hagsmálafrumvarpinu er sú, aÖ pjótSinni stafi svo mikil hætta af skuldasöfnun erlendis undanfarin ár, atS þess vegna sé nú þörf sérstakra neySarrátS- stafana. BrimiS sverfur ströndina, en fyrir utan eru fiskimiðin, þar sem menn hafa tvítugfaldaS afköst sín síSan 1905. — (Ljósm.: Tíminn, KM). Hver starfandi fiskimaður veiddi 100 lestir s.l. ár Þegar vélvæðing útvegsins var til umræðu á Fiskiþingi fyrir sköirmu, kom í ljós í framsöguræðu Ásbergs Sig- urðssonar, fyrir því máli, að aflamagn á hvern fiskimann hefði tvítugfaldast síðan 1905. Hann kvað aflabrögð hafa far ið sífellt vaxandi og haldist mjög í hendur við aukna vél- væðingu. Síðast liðið ár var aflamagnið 100 lestir á starf- andi fiskimann. Þetita er Ijóst dæmi um, að við erum orðin öflug fiskiþjóð, (Framhald á 3. síðu). Þessar systur vinna við aflann í Eyjum. Þær heita Guðrún og Sigríður Gísladætur. — (Ljósm.: PH). Til þess að leiða hið rétta í ljós í þessum efnum, þykir rétt að birta hér eftirfarandi kafla úr grein dr. Benjamíns Eiríkssonar bankastjóra, er birtist í Mbl. og Tímanum í gær: „Á árinu 1951 voru greiðslur vaxta og afborgana af erlendum lánum innan við 2 milljónir dollara. Árið 1958 var upphæðin orðin nærri 5% milljón dollara. Aukningin nemur 3% milljón dollara. En á þessu tímabili komu í framleiðslu áburðarverksmiðja og sements- verksmiðja. Kostnaðurinn við það að kaupa erlendis það, sem þær framleiða handa okkur mun vera um 2*4 milljón dollara, og er þá ekki reiknað með farmgjöldum. Þessar verksmiðjur eru báðar byggð- ar svo til eingöngu fyrir erlent fé. Greiðslur af því fjármagni til út- landa eru þegar reiknaðar í áðurnefndum tölum. Verksmiðjurnar spara því innflutning fyrir upphæð, sem slagar hátt upp I alla aukn- ingu skuldabyrðarinnar. Er þá að sjálfsögðu margt ótalið. sem gert hefur verið fyrir erlent íé á tímabilinu, svo sem almenn rafvæð- ing, landbúnaðarframkvæmdir, skipakaup, frystihúsabyggingar o. m. fl. Hér hef ég aðeins rætt um sparnað á inr.flutningi. En hvernig lítur svo þróun útfiutningsins út? Ef við lítum á útflutninginn, sjáum við að árið 1951 nam hann 45 milljónum dollara, en 1958 66 miUjónum dollara. Aukningin er 21 milljón dollarar. Ég held að það geti ekki verið vafamál, að þjóðin er í alla staði miklu betur fær um að standa undir greiðslu 5(4 milljón dollara árið 1958 en 2 milljón dollara árið 1951, einmitt vegna þess hve miklar framkvæmdir hafa verið unnar fyrir hið erlenda lánsfé.“ Þær tölur, sem hér eru greindar, segja betur sannleikann um er- lendu lánin en nokkur orð fá gert. Þær sýna jafnframt svo að ekki verður um villzt, að ekki er nú þörf neinna sérstakra ráðstafana vegna umræddrar skuldasöfnunar. Drengur brenn- ist til bana Sá hörmulegi atburður gerðist síðdegis i gær, að 10 ára dreng- ur, Jón Gunnar Gunnarsson, til heimilis að Langagerði 44, brenndist til bana, er brúsi með eldfimum vökva sprakk í höndum hans. Gunnar var staddur inni í porti við Rauðagerði og bendir aUt til að hann hafi ætlað að hella úij brúsannm á eld, sem hann hafði kveiktan og vökvinn, sennilega benzín, flætt logandi um hann. Enginn sá til Gunnars, er þetta gerð- ist, en síðar komu menn með teppi og ætluðu að slökkva í fötum hans, og mun það ekki hafa tekizt strax. Gunnar var þegar fluttur á Landakotsspítalann og lézt þar eftir skamma stund af brunasárum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.