Tíminn - 11.02.1960, Blaðsíða 2
2
T f M I N N, fimmtudaginn 11. febrúar 1960.
Rússar útbúa tjaldstæíi fyrir ferðamenn, þar
sem þeir geta fengið vatn og rafmagn
Síðast iiðið haust opnaði
Ferðaskrifstofa Sovétríkjanna,
Intourist, yfirráðasvæði sitt
fyrir erlendum ferðamönnum,
sem á eigin spýtur vildu ferð-
ast um Sovétríkin. Ekki var
þó björninn unninn að öllu
leyti, því Rússarnir voru ekki
á því að sleppa ferðafólkinu
alveg lausu, og gátu komið
túlkum sínum og leiðsögu-
mönnum í bíla þeirra með því
að fullyrða, að útlendingarnir
kæmust ekki af í landinu án
þeirra.
Hérna megin járntjalds voru
menn ekki ánægðir með það fyrir
komulag, að þurfa að bæta rúss-
r.eskum fylgisveinum í bíla sína,
og fylgja fyrirsögn þeirra í öll-
um atriðum. En þar við sat, þar
til síðast liðið föstudagskvöld, að
forstjóri Intourist í Skandinavíu,
Nadjarov, kom til Kaupmanna-
hafnar með nýja línu frá Moskvu.
Frjáls og frí
Samkvæmt nýju línunni verður
nú ekki framar krafizt þess, að
ferðafólk í Rússíá hafi túlka eða
leiðsögumenn í bílum sínum, held-
ur skal þeim vera heimilt að fara
hvert á land sem er upp á eigin
spýtur. Þó ráðleggur Nadjarrov
þeim, sem ferðast í hópferðabíl-
um, að fá sér að minnsta kosti
leiðsögumann, en það er ekki skil
yrði.
Vatn og rafmagn
Víða um Rússland hafa nú verið
útbúin ferðamannasvæði þar sem
ferðamenn'.rnir geta slegið tjöld-
um sínum og fengið vatn og raf-
magn frá ieiðslum, sem lagðar
hafa verið um svæðin. Vilji þeir
heldur búa á hótelum, verður
kostnaður við fæði og húsnæði
vm 300 krónur á dag.
Kmnunum var
skilað strax
í blaðinu í fyrradag var slæm
missögn, þar sem sagt var að Pét-
ur Eggerz hefði talið sig hafa
fengið frímerki hjá Sigurði heitn-
um póstmeistara. Að sjálfsögðu er
þetta alrangt, það voru aðrir sem
báru það að hafa fengið merkin
þannig á frumstigi rannsóknar frí-
merkjamálsins, en hurfu síðan frá
þeim framburði. Þetta er einnig
rangt að því leyti, að Pétur Egg-
erz hefur engin frímerki haft í
sínum fórum, svo að til sakar
teljist, enda er það staðfest í rann
sókn málsins. Pétri láðist hins
vegar að skila fé, sem stungið
hafði verið í vasa hans, af þeim
aðila, sem játað hefur sök-á sig
í frímerkjamálinu, en þeim aðila
hafði Pétur afhent frímerki, og
vissi þá ekki annað en það væri
heimilt. í gær frétti blaðið að pen-
ingar þeir, sem Pétur fann í vasa
sinum, tíu þúsund krónur, hefðu
verið greiddar póst- og símamála-
stjóra.
Ll I .
„Mig vantaði bara utan á póstkort til kunningja míns."
Einn af útgefendum Frímerkis
hratt frímerkjamálinu af stað
Nýtt hefti af Frímerki komið út fjölbreytt
aí efni og vandafi aí frágangi
Frímerki, tímarit fyrir frí-
merkjasafnara, nr. 13, er kom-
ið út. Að vanda hefur tímarit-
ið að geyma ýmsan og merki-
legan fróðleik fyrir þá, sem
áhuga hafa fyrir frímerkja-
söfnun.
Meðal annars efnis, sem í blað
inu er að finna, er grein um frí-
morkjahneykslið. Þar sem grein
þetísi er að ýmsu leyti athyg'lis
verð, leyfum vifj okkur að tilfæra
hluta af henni, og fer hann hér
á eftir.
með öfugri yifir'prentun 5/35 komu
fram, var annar frímerkjakaup-
maður farinn að bjóða sams kon-
ar merki, og mun hafa haft eina
eða tvær arkir. Er það í hæsta
ínáta kynlegt, að einu eð'a tveim
ur árum eftir að merki þes'si eru
uppseld, skuli vera að finnast ekki
ein heldur þrjár til fjórar arkir
af þessu merki.
Seint á árinu 1959 berst arkar-
hluti af 40 aura meikinu til kaup
manns hér í bæ. Þegar hann fær
þessi merki í hendur, rennir hann
ekki grun í að um svo sjaldgæf
r~---------------------------
merki er að ræða. Er hann hefur
athugag merkin og séð að verð-
mæti þeirra, sem eru um 40 tals-
ins, gerir um 160.000 kr. hefur
hann strax samband við þann er
afhent hafði honum merkin. Upp
lýsir þá maður sá, að merkin eru
komin frá háttsettum embættis-
manni Póst- og símamálastjórnar
innar“.
Síðan lýsir blaðið því, að þegar
útgefendur blaðsins okmust að
útgefendur blaðsins komust að
þeS'S-u, hafi einn þeirra gengig á
fund Póst- og símamálastjóra, sem
þegar í stað lét hefja rannsókn
þá, sem eins og kunnugt er stend-
ur enn.
4000 þús. kr.
„Eins og safnarar hafa eflaust
orðið varir við, hafa undanfarna
mánuði verið á markaðnum ýrnis
þau íslenzk frímerki, sem ekki
hafa sézt árum saman, og jafn-
vel um merki að ræð'a, sem ekki
eiga að vera til. Má til dæmis
nefna 40 aura fiímerki gefin út
1898, en það merki átti aðeins
að vera til yfirprentað „í GILDI
’02—’03“. Hefur þetta merki því
verið selt að undanförnu á 4000
krónur hjá ýmsum frímerkjakaup
mönnum hér í bæ .Einnig má
nefna 50 aura merki frá sama
ári en það hefur verið frá sama
eða yfir 1000 kr. stk.
Af nýrri merkjum má nefna
5/35 aura HeMufrímerki frá 1954
með öfugri yfirprentun, en það
merki hefur verið selt fi’á 1000
og a'Ht að 1500 kr.
Það sem fyrst vakti grun blaðs
ins um að þessi frímerki væru
ekki komin á maxkaðinn „eftii
réttum leiðum“, var það, aö
nokkru eftir að fyrstu 2 arkirnar
Efla skilning landa í milli
Ungfrú Jóna Edith Burgess, hin 16 ára gamla dóttir Bjarna J.
Gíslasonar og konu hans, Hátúni 20, Keflavfk, dvelur nú f Banda-
rikjunum ásamt 33 öðrum ungmennum, sem voru verðlaunuð fyrir
ritgerðir af New York Herald Trlbune.
Tilgangurinn með verðlaunum þessum er að auka skilning milll
landa og yrkja jörðlna fyrir skilningi landa á milli.
Meðan á þriggja mánaða dvöl þessara ungmenna í Bandaríkj-
unum stendur, munu þau dvelja hjá fjórum fjölskyldum víðsvegar
um rlkin. Auk þess stunda þau nám, sem er sérstaklega skipulagt
til þess að þjóna sfnu hlutverki. Lokaþáttur þess-
arar dvalar fer fram í aðalsai hótel Waldorf Ast-
oría í New York, og munu þar verða um 2 þús.
mlðskólanemenda.
Jón Burgess hefur verið í Westwodd High School
f New Jersey, og gist hjá John Fand og fjöl-
skyldu hennar. í þeim sama skóla er annar verð-
launahafi, hann er frá Malaya og heitir Ismail
ibn Ibrahim.
Hér á myndinni er Jóna Burgess í hópi skóla-
systkina sinna að hressa upp á lærdóminn, áður
en kennslustund hefst.
Stuttu eftlr að myndin var tekin, var hún kölluð
upp til þess að taka þát í umræðum um ísland.
V