Tíminn - 11.02.1960, Síða 6

Tíminn - 11.02.1960, Síða 6
6 T í MI N N, fimmtudaginn 11. febrúar 1960. RITSTJÓRI: GUTTORMUR SIGBJARNARSON Nasisn li Vestur-Þýzkaland hefur all-| mikið koinið við heimsfrétt- , irnar í vetur. Orsökin fyrir því er sú, að þar hafa nú um skeið látið nokkuð að sér kveða ýmis öfl, sem virðast eiga mikið skylt við nazismann og Hitl- erstímann. T. d. hafa þar haf- izt Gyðingaofsóknir á nýjan ieik, og komið hafa fram kenn- mgar um yfirburði þýzku þjóðarinnar. sem voru höfuð- einkenni nazismans. Þessir at- burðir hara beint augum al- m^nnings að Vestur-Þýzka- landi og því, sem þar er að gerast. Margir eru uggandi yf- jr því, að það geti auðveldlega farið svo, að hánazistisk öfl komist þar til valda á nýjan leik. Þessi mál eru það þýðingar- mikil fyrir okkur íslendinga, að rétt er íyrir okkur að gefa þeim nokkurn gaum. Enginn íslendingur, sem kominn er til yits og ára, er búinn að gleýma þeirri taumlausu að- dáun, sem allstór hópur manna hér á landi hafði á Þjóðverjum og Hitler á uppgangsárum naz- ismans, þó að meiri hluti ís- ienzku þjóðarinnar bæri gæfu til að skilja þær hættur, sem í honum voru fólgnar. Þeási öfgafullu ofl drógu sig svo því sem næst mn i skelina á stríðs- árunum, en hafa þó alltaf við og við verið að skjóta upp koll- inum síðan. og þá sérstaklega innan þess flokks, sem kennir sig við sjálfstæði þjóðarinnar. Á síðustu árum hefur borið æ meira og meira á nazistiskum tilhneygingum og starfsað- ferðferðum þeirra. Meðal ann- ars lýsir það sér í gagnrýnis- lausri aðdáun á þeim ríkis- stjórnum heimsins, sem lengst hafa gengið inn á þessar brautir síðan í stríðslok, eins og í Frakklandi og Vestur- Þýzkalandi. Ýmislegt virðist benda til þess, að þessi óheillavænlegu Ungir Fram- sóknarmenn Munið stjórnmálanámskeiðið. Næsti fundur föstudaginn 12. feJ»rúar kl. 8,30. Rætí vijj Kristján og öfl, sem hér hefur verið minnzt á, eigi all veruleg ítök innan núverandi ríkisstjórnar, svo að það er full ástæða fyrir íslenzku þjóðina að vera á varðbergi gegn þeim, áður en þau ná hér verulegri fótfestu. Fréttamaður Vettvangsins brá sér heim til Kristjáns Ingólfssonar slud. odont., sem stundað hefur nám um nokkurt skeið í Vestur- Þýzkalandi, og ræddi við hann um þýzku þjóðina og þau óheillavæn- legu öfl, sem nú virðast í hröðum vexti í Þýzkalandi. Birtum við hér nokkur atriði úr samtalinu, til að íræðast nokkuð um Þjóðverja og Kristján Ingólfsson stud. odont. þær hættur, sem fólgnar eru 1 þjóðareðli þeirra: — Ilvaðan ertu ættaður, Krist- ján? — Ég er fæddur á Víðihóli á Hólsfjöllum og átti þar heima, þar til ég settist á skólabekk. — Þú hleyptir snemma heim- draganum? — Já, hugur minn stóð snemma ti! langskólanáms. Ég settist í Menntas'kólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1953. — Hvað tókstu fyrir að afloknu stúdentsprófi? — Ja, ég innritaðist í læknis- fræði, en ég vann heima á búi föð- ur míns fyrsta árið, og síðar var ég barnakennuri austur á Fáskrúðs * firði í einn vetur. — Ilvenær snerir þú þér að tannlækninganáminu? — Vorið 1957 sigldí ég til Þýzkalands til að læra tannlækn- mgar, og þar var ég við nám í tvö og hálft ár. — Við hvaða háskóla varstu og hvar í Þýzkalandi? — Ég var í Kiel, og háskólinn, sem ég las við, nefnist Christian Albrechts universitet zu Kiel, en þá komst ég að tannlæknadeildinni við Háskólann hér heima, og ég eða hvað? Ingólfsson stnd. odont., nm ástand Jiorfur í Þýzkalandi kaus þá heldur að ljúka náminu hér. Meðan ég dvaldi í Kiel, þá gafst mér nokkur kostur á því að ferðast um Þýzkaland. — Hvað viltu segja um kennsl- una við þýzka háskóla? ’— Ég heid að mér sé óhætt að fullyrða að kennslan og þá sérstak- lega kennsiutækin séu nokkuð full- komnari við þýzka háskóla heldur en hérna heima. enda eru skól- arnir eldri og hafa lengri reynslu að styðjast við. í því sambandi má geta þess, hvað skuggamyndir og kvikmyndir er mikill þáttur við allar útskýr- ingar, og hversu ýmis tæki til verklegrar kennslu eru meiri og fullkomnari, heldur en við eigum að venjast. — En hvernig er búið að stúd- cntunum? — Allt annað kemur upp á ten- inginn, þegar minnzt er á aðbúð- ina að stúdentunum, því að hún er langt frá því að vera góð. Stúd- entagarðarnir eru bæði allt of fáir og að sama skapi ófullkomnir. en húsaleiga utan þeirra er mjög há, svo að það gerir stúdentum mjög erfitt fyrir. — Hvernig lízt þér á þróun at- vinnumála og framfara í Þýzka- landi? — Öll tækniþróun er geysilega ör. Eins heíur uppbyggingin eftir eyðileggingu striðsáranna verið undrunarefni allra, sem til Þýzka- lands hafa komið. T. d. var Kiel mjög illa leikin, og stórir hlutar af borginni voru því sem næst rústir einar. Nú hefur hún öll verið end- urbyggð, ekki aðeins húsin, heldur hafa stór hverfi verið endurskipu- lögð frá grunni og byggð upp að nýju, með breiðum götum og ný- tízkulegu sniði. — En virðast þá lífskjör almenn- ings f samræmi við hina öru upp- byggingu? — Á yfirborðinu virðast lífskjör almennings all góð. En ef betur er að gáð, þa lifir þó öll alþýða manna við mjög kröpp kjör. Það er t. d. ialinn algerður óþarfa „luxus“ að drekka kaffi, nema þá helzt á sunnudögum, enda er kaff- ið talið munaðarvara, og það er þess vegna mjög dýrt. Hins vegar j koma flestir verkamenn við á bjór-, kránum, þegar vinnu er lokið á \ föstudögum. Aftur á móti safna i kaupsýslumenn, atvinnurekendur í og ýmis konar auðhringir óhemju j auðæfum. Geysimikið fjármagn í hefur safnast á hendur örfárra \ manna. Serstaklega hafa mörg byggingarfélög, sem séð hafa um uppbygginguna eftir eyðileggingu i stríðsáranna, rakað saman stórfé, en margar af þessum byggingum hafa reynzt lélegar að sama skapi, serstaklega þær sem byggðar voru fyrst eftir stríðslokin. — Hvernig virtist þéi viðhorf fólksins til Hitlerstímanna? — Stúdentarnir minntust mjög sjaldan á þá, og mér virtist ungt fólk vita mjög lítið um Hitler, ógn- ír nazismans og þær hörmungar, sem af honum leiddu, enda er lítið sem ekkert um þá kennt í skólum landsins. Uæmí um það komu greinilega i ljós, þegar þýzkt blað beitti sér fyrir skoðanakönnun. Einn af þeim unglingum, sem spurður var að því, hvað hann vissi um Hitler, vissi ekkert ann- að um hann, en að hann hafi veitt tveim milljónum atvinnuleysingja atvinnu og látið byggja brú eina þar í nágrenninu. — Gætir ekki talsverðra áhrifa frá nazismanum? — Ja, það er ekki svo gott að segja um það. Megin ástæður fyrir gengi nazista í Þýzkalandi liggja svo mikið i þjóðareðlinu. Þjóðverj- ar láta allra þjóða bezt að stjórn cg kunna vei við sig undir ströng- um aga. Jafnframt er það einkenn- andi fyrir Þjóðverja, hvað al- menningur lítur upp til yfirvald- anna, og hið blinda dálæti þeirra á stórkostlegum framkvæmdum og auðmönnum. Þeir meta menn nær einvörðungu eftir efnahagslegri getu þeirra. Þessi þjóðarandi er cnnþá ríkjandi í Þýzkalandi, og þar af leiðandi dást þeir mjög að mörgum framkvæmdum nazista. Eins ber mikið á því, hvað margir Þjóðverjar líta svo á, að þýzka þjóðin standi öllum öðrum framar ao atgerfi og dugnaði, og þess vegna beri þeim að skipa æðri og meiri sess í heiminum heldur en þeir nú gera. Sérstaklega líta þeir niður á Suður-Evrópuþjóðir, t. d. ítali. — Eru þá ekki ennþá margir nazistar í Þýzkalandi? — Ekki vilja þeir nú aldeilis viðurkenna það, en þar sem naz- ísminn byggðist í svo ríkum mæli á þjóðernishroka og manndýrkun, þa er hann vissulega í fullum gangi í Þýzkalandi ennþá. Engir þeirra vilja þó kalla sig nazista, en margir smáflokkar kenna sig nú eitthvað við þjóðernið, sem var þó eitt af höfuðeinkennum nazist- anna. Þessir menn gera nú mikið af því að fjargviðrast út af afglöpum stríðstímanna, en mér virðist þeir séu að því ?.ð nokkru leyti a. m. k. til að draga athyglina frá því, sem nú er í raun og veru að gerast í Þýzkalandi Að sjálfsögðu telja þeir allt sem miður fer ættað frá Austur-Þýzkalandi, samanber gyð- ingaofsóknirnar s. 1. vetur. — Hvernig virtist þér viðhorfið til Gyðinga vera? — Ég get hérna sagt frá atviki, sem gefur alögga mynd af viðhorfi Þjóðverja til Gyðinga. Við gistum tveir íslenzkir stúdentar á Far- fuglaheimili ásamt um það bil þrjátíu þýzkum kollegum okkar. IJm kvöldið urðu fjörugar umræð- ur, og barsl þá talið að Gyðingum og vandamálum þeirra. Meðal Þjóðverianna voru aðeins þrír, sem ekki töldu það nauðsyn- legt að útrýma Gyðingum úr Þýzkalandi Þetta má þó ekki skilja svo, að þeir hafi viljað beita aðferðum nazista við útrýmingu þeirra, lieldur vúdu þeir láta vísa þeir út fyrir landamærin. Rökin, sem þeir færðu fyrir því, voru þau, að Gyðingarnir verða alltaf ríki í tíkinu, en samlagast ekki heima- þjóðinni. Þeir meta sín eigin lög meira heldur en lög rikisins. Enn Þ-emur taka Gyðingarnir alltaf drjúgan þátt í fjármálalífinu, sem er ekki vel séð af heimamönnum. — Virðist þér, að núverandi stjórnskipulag Vestur-Þvzkaíands standi föstum fótum með þjóðinni? — Þýzka þjóðin verður senni- lega aldrei líkleg til þess að gera byltingu, til þess bera þeir alltof mikla virðingu fyrir yfirvöldunum, jafnframt vantar þá alla gagnrýni á stjórnsk’pulagið. Framtíð þýzku þjóðarinnar velt- ur fyrst og fremst á því, hverjir veljast sem leiðtogar hennar á ókomnum árum. Við Kristján höfum nú setið lengi yfir kaffibollunum. sem hefði þótt óþarfa munaður meðal þýzks almennings Það er komið fram yfir miðnætti, svo að ég kveð Kristján með virktum og þakka honum fyrir kaffið og samtalið. Þegar út er komið, þá leiftra r.orðurljósin um heiðstirndan him- ininn, en ég megna ekki að njóta kvöldfriðarins, því að óljós uggur læsir sig um mig Ósjálfrátt leita óþægilegar spurningar á hugann: Á nazisniinn eftir að komast til valda í Þýzkalandi á nýjan Ieik? Stendur inanr.kynið andspænis svipuðu ástandi og síðar afleiðing- um eins og á ái num 1930 til 1940? Eiga nazistisk öfl eftir að sælast eftir valdaaðstöðu hér á landi? gsig. Christian Albrechts Universitet zu Kiel

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.