Tíminn - 11.02.1960, Qupperneq 10

Tíminn - 11.02.1960, Qupperneq 10
10 T í MIN N, fimmtudagiim 11. febrúar 1960. i dag er fimmtudagurinn 11. febrúar. Árdegisflæði er kl 4.55. Síðdegisflæði er kl 17.10. Morgun- spjall Heldur hefur kólnað í veðri, og í gœr mátti segja, að hér sunnanlands væri veðurlag Jak- obs Thorarensen — svalt og bjart — þótt kuldinn væri eng- um að meini. En líklega hefur ekki verið eins bjart norðan fjalla. Annars sjá menn það nú gerla, þegar heiðríkt er, að dag inn er töluvert farið að lengja. Senn er þorri allur, og þá fara menn að finna nálægð vor.sins, sé veður gott. Enn ræða menn mest um efnahagsráðstafanirnar, og það gerðist í gær, að ríkisstjórnin gaf út „hvíta bók“ um þær og efnahagsástandið. Er sagt, að henni verði dreift um allt land til þess ag uppfræða mannfólk- 18 um hið nýja kerfi. Þeir, sem litu í bókina í gær, höfðu sumir hverjir orð á því, að eiginlega hefði hún átt að vera blá, því að hún minni að vmsu leyti á bók þá, sem fengið hefur það nafn eftir litarhætti, og birzt hefur almenningi í höfuðstaðn- um fyrir hverjar bæjarstjórnar kosningar, enda sé skyldleiki með bókum þessum í föðurætt. KROSSGÁTA nr. 101 GLETTUR — Þekkið þér O’Ryan? — Já, ég þekki hann vel. — Er hægt að trúa 'því, sem hann segir. — Ja, ef hann segir satt, þá má trúa hverju hans orði en þeg- ar hann lýgur, er alls ekki að treysta honum. Lögregluþ.iónn í New York las eftirfarand; bókun dómarans: — Ég legg hér með við nafn mitt og sver það, að þessi maður réðst á mig og kallaði mig dóna, asna, raggeit. aula, fylliraft og óþokka, og ég sver að þetta er allt saman satt. Og svo skrifaði hann undir eiðstafinn og bókunina. Pétur og Magnús voru á fugla- veiðum úti í skógi. Þe’ir sáu fugl fljúga upp og setjast í tré. — Pét- ur brá byssu að öxl, en Magnús kallaði: — Skjóttu hann ekki, Pétur. Byssan er óhlaðin. — Jú, það verður að hafa það, fuglinn bíður ekki. Lárétt: 1. gyðja. 5. á neti. 7. friður. 9. lemur, 11. slæm. 13. knæpa 14 á tré. 16. ónefndur. 17. strætið. 19. ölvaðra. Lóðrétt: 1. slóð. 2. svo framarlega sem. 3. hlýju. 4. bikkju. 6. bjartra. 8. kvenmannsnafn. 10. kindurnar. 12. sögðu ósatt. 15. huldi. 18. tveir samhljóðar. Lausn á nr. 100: Lárétt: 1. Eyrar. 6. þriggja. 10. Ö, ó. 11. ós. 12. kransar. 15. Bakki. Hundurinn gelti óskaplega og lét ófriðlega við hliðið, og gestur- inn var harla smeykur. — Það er alveg óhætt, sagði húsbóndinn. — Gakktu bara inn. Þú veizt, að máltækið segir, að geltandi hundar bíti ekki. — Já, ég kann það, en óg er ekki viss um að hundurinn kunni það máltæki. — Sælir. herra minn, hvað get ég gert fyrir yður? spurðí lækn- jrinn. — Sjúklingurir.n. Ja, ef ég vissi það, gæti ég gert það sjálfur og þyrfti ekki að borga yður stórfé fyrir að segja mér það. Fjölskyldu- bætur Menn tala nú mikið um hinar auknu fjölskyldubætur sem ríkisstjórnin ætlar að bæta með gengisfallið og aðra tekju- rýrnun ráðstafana sinna, og segja ýmsir að nú sé um að gera að stækka fjölskylduna. — Tímanum barst í gær eftirfar- andi vísa um þetta efni frá Baldri Baldvinssyni odvita á Ófeigsstöðum, og fylgdi for- máli, dagsettur 2. febrúar: „Kveðið var í gær af nokkr um Þingeyingum í samvinnu: Ólafur mörgum gróða gaf getur létt af flestum tollum. og nú er meiri arður af ungri konu en 100 rollum.“ — Já, g\ö3, hann er alveg agalegur. | ) p |NJ fVj J Ég skal segja ykkur hvaS hann gerði eltt kvöldið við mig, þegar ég DÆMALAUSI var að passa hann . . . Úr kvölddagskránni Klukkan 12,50 í dag er þáttur- inn „Á frívaktinni“ óskalagaþátt- ur sjómanna, sem Guðrún Erlends- dóttir annast Þessi óskalagaþátt ur hefur verið í útvarpinu nokkur ár, og oftast undir stjórn Guðrúnar Hann er orðinn vin- sæll meðal sjó- manna á hafi úti, enda fylgja lögunum oft kveðjur frá vin- um þeirra og skyldfólki í landi, og einnig senda slómenn oft landfóiki kveðjur sínar. Sjómannaþátturinn er góðra gjalda verður, bví að ekki gerir útvarpið of mikið fyrir sjómenn- ina, sem eru langdvölum á mið- um úti. Mætti jafnvel reyna að finna eittnvað fleira, sérstaklega við þá miðað. en þessi óskalög. — Stelpa, ég sá ekki betur en þú værir að kyssa liðsforingjann Jiarna frammi í eldhúsi áðan. — Já, mamma. en þú veizt, að það er bannað með lögum að ó- hlýðnast liðsforingja. K K I A D D I L D I Jose L Salinas 7 Þú varst heppinn að sleppa lifandi. En hafðu engar áhyggjur. Pankó og Kiddi munu skjóta björninn. Reyndu það bara, herra minn. Lóðrétt: 2. ysi. 3 arg 4. óþökk. 5. garri. 7. rór. 8. gin. 9. Jóa. 13. afa. 14 sök Fixnmta þ. m. vo-ru gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Bjöms- syni, Kristjana Stella Árnadóttir og Kristján Pétursson, byggingameist- airi, Skaftahlið 16. Nl. voru gefin saman í hjónaband á Akureyri ungfrú Ásbjörg Hanna Ingólfsdóttir, Eiðsvallagötu 7 og Magnús Gislason, bankamaður, Strandgötu )5. Heimili ungu hjón- aimv. cr aö Skipagötu 2, A.kureyri. D R E K I Lee Fal1 Ég mun ekki sjá hann aftur í 25 ár. Nú verðuru að sjá um þig sjálfur, Axel læknir. Hvað táknar þetta merki, Axel læknir? Þetta er hans merki. Þetta skeði fyrir nokkrum árum. Þú hefur ekki sagt mér hver hann er eða hver hann var. >

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.