Tíminn - 22.03.1960, Page 7
TfMINN, þriðjndagum 22. marz 1960.
7
Tilgangurinn er að leiða íhaldsstefn-
una til ðndvegis í þjóðféiaginu á ný
Ríkisstjórnin flytur þetta
frv. í því eru ákvæði um mikla
hækkun á söluskatti, bæði af
innlendum viðskiptum og inn-
fluttum vörum.
1 stað þess söluskatts, sem
nú er innheimtur af þjónustu
og innlendum iðnaðarvarningi,
er ætlunin samkvæmt frumvarp
inu að lögfesta miklu víðtækari
söluskatt á innanlandsviðskipti.
Segir svo um þennan skatt í
2. gr. frumvarpsins:
„Af andvirði seldrar vöru og
verffmæta og endurgjaldi fyrir
hvers konar starfsemi og þjón
ustu skal greiffa 3% söluskatt,
eftir því sem nánar er ákveffið
i lögum þessum“.
A óvart
Þá segir einnig í frumvarpinu,
að á þessu ári skuli söluskattur
af innfluttum vörum, sem inn-
heimtur er við tollmeðferð
þeirra hækka um meira en
helming. Skattur þessi á að
verða 16,5% af tollverði inn-
flutningsins í stað 7,7% áður.
Þessi hækkun kemur mjög á
óvart, því áff í athugasemdum
með fjárlagafrumvarpinu, sem
stjómin lagffi fyrir þingiff 28.
jan. s. 1., var sagt, aff ekki
væri áfo íaff aff breyta núgild-
andi söluskatti á innflutningi.
Gífurlegar verðhækkanrr
Hækkunin á söluskatti veld-
ur að sjálfsögffu mikilli vöru-
verðshækkun til viffbótar þeim Vegna hækkunar sölusk. 13,74%
gifurlegu verffhækkunum, sem j -------------------
nú eru aff koma fram vegna I Verðhækkun alls 52,26%
Nefndarálit 1. minnihluta fjárhagsnefndar neðri deildar, Skúla
Guðmundssonar, við söluskattsfrumvarpið
gengisbreytingarinnar. Skattur-
inn leggst á svo aff segja allar
neyzluvörur og annaff, sem
menn kaupa til daglegra þarfa.
Hann kemur einnig á efnivörur
til framkvæmda og á flest þaff,
sem kaupa þarf til framleiðslu-
starfseminnar.
Hér skulu nefnd dæmi um
verðhækkanir á þremur tegund
um byggingarefnis, timbri,
steypustyrktarjárni og þakjárni,
sem orsakast af gengisbreyting-
unni og söluskattshækkuninni.
Er tilfærð hækkunin, sem verð
ur á útsöluverði á þessum vör-
um, ef frv. þetta verður sam-
þykkt.
Byggingarefni 14 jpt..........
Timbur
Vegna gengisbreytingar 42,95%
Vegna hækkunar sölusk. 14,12%
Verðhækkun alls 57,07%
Þakjárn
Vegna gengisbreytingar 42,48%
Vegna hækkunar sölusk. 14,2 %
Verðhækkun alls 56,68%
Steypustyrktarjárn
Vegna gengisbreytingar 38,52%
SKULI GUDMUNDSSON
Af þeim fáu dæmum, sem
hér eru nefnd, má fá nokkra
hugmynd um þá miklu erfiff- I
Ieika, sem nú mæta öllum
þeim, er þurfa aff ráffast í |
byggingarframkvæmdir. rnn- í.< ní
Til þess að sýna, hver áhrif
þær ráðstafanir, sem nú er ver
ið að gera, hafa á verð véla til
atvinnurekstrar, skal hér nefnt
dæmi um verðhækkun á dráttar
vélum.
Dráttarvél, sem kostaði kr.
52.200.00 í janúar s. 1., kostar nú
eftir gengisbreytinguna kr. 77.
Rétt að greiða með 1. barni
vegna hinna geysilegu álagna
r
Ur nefndaráliti 1. minnihluta heilbrigðis- og félagsmálanefndar,
Jóns Skaftasonar viðtryggingafrumvarpið
í nefndaráliti frá 1.'
minnihluta heilbrigtfis- og
félagsmálanefndar ne'Sri
deildar, Jóns Skaftasonar,
um stjórnarfrumvarpið
um almannatryggingar,
segir m=a.:
Víðtæk tryggingalöggjöf,
sem tryggir aldraða. sjúka og
þá, er misst hafa fyrirvinnu
sína, er aðalsmerki hvers þjóð
félags. Þau réttindi, sem trvgg
ingar veita hverju sinni, hljóta
undir venjulegum kringum-
stæðum að miðast að veru-
legu leyti við efnahagsástand
landanna og getu þeirra, sem
undir útgjöldum trygginganna
standa.
í athugasemdum við laga-
frumvarp þetta er það m. a. tek
ið fram, að aukning sú á bóta-
greiðslum almannatrygginganna
sem frumvarpið boffar sé einn
liðurinn í þeim ráðstöfunum,
sem fyrirhugaðar séu í efnahags
málum. Þetta skil ég þannig,
að ýmis ákvæði frumvarpsins
um bótagreiðslur séu til bráða-
birgða og borin fram til þess að
mæta erfiðleikum hjá fólki, er
sérstaklega verður fyrir barðinu
á efnahagsaðgerðum þeim, sem
verið er að framkvæma.
Þannig er þessu sennilegast
tarið um ákvæði frumvarps-
ins um greiðslu f jölskyldubóta
með 1. barni, sem kosta munu
Iryggingarnar um 62,4 millj.
kr. á ári og í þetta skiptið á
að greiða úr ríkissjóði aiveg.
Bætur með 2. barni kosta
36.4 millj kr„ eða samtals
98.8 milli kr. árlega Undir
venjulegum kringumstæðum
er þörfin fyrir fjölskyldubæt-
ur með 1. barni ekki knýj-
andi, en vegna þess að efna-
hagsaðgerðir ríkisstjórnarinn-
ar lenda með hvað mestum
þunga á unga fólkinu, sem
nú er að byggja yfir sig og
stofna sín heimili, þá tel ég
ekki óeðlilegt, að fjölskyldu-
bætur séu greiddar um sinn
með 1. barni, eða jafnlengi og
það ástand varir, sem gerir
þetta nauðsynlegt.
Helztu breytingar í frumvarp
inu frá gildandi lögum um bóta
greiðslur almannatrygginganna
eru þær að auka fjölskyldubæt-
ur, sem fyrr segir, og enn frem
ur elli- og örorkulífeyri og aðrar
bætur lífeyristrygginganna. Þá
eru dánarbætur hækkaðar og
samræmdar þannig, að sömu
bætur verða greiddar vegna
dauðaslyss, hvort sem það verð
ur á sjó eða landi.
414.00. Verði frv. þetta samþykkt
hækkar vélin upp í kr. 85.765.00.
Sömu sögu eða mjög svipaða
er að segja af verðhækkunum á
öðrum vélum og tækjum til at-
vinnurekstrar, og verður nú
mörgum örðugt og jafnvel
ókleift að eignast slík tæki, þótt
þeirra sé brýn þörf.
Sölusk. einn hefði nægt
Hækkunin á söluskattinum
samkv. þessu frv. mun nema
það mikilli upphæð, að nægt
hefði til að jafna halla hjá
útflutningssjóði og ríkissjóffi.
Hefffi því með jafnmikilli tekju
öflun, sem mátti ná með fyrir-
hafnarminni og heppilegri að-
ferðum, veriff hægt aff tryggja
framleiffslustarfsemina og
hallalausan ríkisrekstur án
gengisbreytingar. En nú er þaff
ætlun rikisstjórnarinnar aff
demba söluskattshækkuninni
yfir landsmenn í ofanálag á
allar verffhækkanimar, sem
gengisbreytingin veldur.
Með ráðstofúnum sínum í efna
hagsmáluhi,;,éh þetta frv. er einn
þáttur þeirra, er ríkisstjórnin
og hennar stuðningslið að leggja
á allan þorra landsmanna marg
falt meiri byrðar en nauðsyn
krefur.
Þessar aðfarir eru því aðeins
skiljanlegar, að menn geri sér
ljóst, að tilgangurinn með þeim
er sá að leiffa íhaldsstefnuna til
öndvegis í þjófffélaginu. Síffan
íhaldsflokkurinn beiff ósigur í
alþingiskosningunum 1927, hef-
ur arftaki hans, Sjálfstæðis-
flokkurinn, ekki haft bolmagn
til þess að koma fram þessu
áhugamáli sínu fyrr en nú.
Breytingin á kjördæmaskipun
inni s. 1. ár var knúin fram til
þess að ryffja íhaldsstefnunni
braut. Sú bylting nægði þó ekki
Sjálfstæðisflokknum til þess að
hann gæti hjálparlaust komið
fram stefnu sinni.
En hann átti hauk í horni.
Það er Alþýðuflokkurinn. Hann
hefur fleygt sinni gömlu
stefnuskrá og gengiff til liffs
viff Sjálfstæffisflokkinn. Enn
eru þó ekki liðnir 5 mánuffir
síffan alþingiskosningar fóru
fram, en í þeim kosningum lof
uffu frambjóffendur Alþýffu-
flokksins aff beita sér gegn dýr
tíffaraukningu og gegn nýjum
álögum á almenning. Og þeir
fengu atkvæffi margra manna
út á þessi fyrirheit.
Fátæktin
„Fátæktin var mín fylgukona“,
kvað séra Jón á Bægisá í hjóna-
versi sínu árið 1812. Hún fylgdi
fleirum en honum á þeirri tíð.
Hún var lengi fylgjukona fjölda
manna hér á landi, og illa gekk
þeim að reka hana af höndum
sér. Það er fyrst á þessari öld
og þá sérstaklega á síðustu ára
tugum, sem hún hefur þokað úr
sæti. Framfarirnar hafa hrak-
ið hana á flótta. En með að-
gerðum núverandi ríkisstjórnar
og stuðningsflokka hennar er
stefnt að því að leiða þessa
gömlu og hvimleiðu fylgjukonu
aftur fram á sjónarsviðið og
setja hana i húsmóðursæti á
fjölda heimila um land allt.
Svo Iangt er gengið í þá átt
að þrengja kosti manna, að
ung hjón, þótt fullfrísk séu
og vel vinnandi, geti ekki aff-
stoffarlaust, aff dómi stjómar-
flokkanna, aliff upp eitt barn,
hvaff þá fleiri.
Þaff verður kostnaðarsamt að
ná þeim skatti, sem samkvæmt
þessu frumvarpi á aff leggja á
alls konar viðskipti manna inn
anlands, með fáum undantekn-
ingum. Eftirlit með framtölum,
álagning skattsins og innheimta
kostar mikla vinnu og þar með
mikil útgjöld. Og þó verða þar
vafalaust miklar vanheimtur.
Um þetta og fleiri atriði máls-
ins vil ég vísa til þess, er segir
í nefndaráliti á þingskjali 176,
sem Karl Kristjánsson, 1. þm.
Norðurlandskjördæmis eystra,
gaf út í efri deild.
Eins og áður segir, er frum-
varp þetta einn þáttur í efna-
hagsráðstöfunum stjómarflokk
anna, sem ég tel óheillavænleg
ar. Eg legg því til, að frum-
varpið verði fellt.
Alþingi, 19. marz 1960.
Skúli Guðmundsson.
Fjörefni í mjólk
Vegna umræðna og skrifa í
blöðum undanfarið um að
bæta c-fjórefni í neyzlumjólk,
svo og bragðgalla í því sam-
bandi og umtal um notkun
litaðra mjólkurflaskna, hefur
Kári Guðmundsson mjólkur-
eftirlitsmaður ríkisins látið
svo ummælt við blaðið.
— Miklar og margbrotnar rann-
sóknir hafa verið gerðar víða er-
lendis, vegna annarlegs bragðs í
i neyzlumjólk, sér í lagi með tiiliti
j tii bragðs sem nefnt hefur verið i
daglegu tali sólbragð.
Nú hafa rannsóknir hins vegar
1 leitt í ljós, að þessir bragðgallar
mjólkur sfaía af dagsbirtunni. 1
mikilli birtu verða greinilegar
breytingar á mjólkinni jafnvel
þótt hún sé þar aðeins í stuttar,
tíma. í dagsbirtu þverr c-vítamín-
magnið mjög fljótlega og um leið
koma fram bragðgallar (sólbragð).
sem sagt, að rannsóknir hafa leitt
í ijós, að c-vítamín leiðir til mik-
iiia bragðgalla á mjólkinni vegna
birtuverkana.
— En hvert er helzta ráðið til
úrbóta?
— Nefnda bragðgalla er því
hægt að forðast með því að vernda
mjólkina gegn allri birtu Stund-
um hefur verið minnzt á litaðar
mjólkurflöskur, en vegna hrein
lætis verður sú ráðstöfun alltaf
j varhugaverö, því litaðar flöskur er
; ekki hægt að skyggna með góðu
úuóti og verður því þvottur á þeim
ailtaf varhugaverður. Sem sagt
! vandinn er i raun og veru leystur.
sem er sá að nota pappaumbúðir
I undir mjólkina, sem þegar hefur
Igefið góða raun.