Tíminn - 27.03.1960, Síða 6
6
T í MI N N, sunnudaginn 27. marz 1960.
Rostock—Kaupmannahöín—Reykjavík
M/s Arnarfell lestar Rostock — Kaupmannahöfn
12-—15. apríl n. k.
Skipadeild S.Í.S.
Jörðin
Neðri Sumarliðabær í Rangárvallasýslu með til-
heyrandi húsum og mannvirkjum íæst í leiguábúð
í fardögum 1960.
Áhöfn og nauðsynlegar vélar getur væntanlegur
ábúandi fengið keyptar. Rafmagn frá Sogi Upplýs-
ingar í síma 35557 og hjá Aðalsteini Jónssyni,
Sumarliðabæ. Sími um Meiri l'ungu.
> \
• i _
* » .
! 1
ma
»V
/ :
Wýi tímÍEktLvilI ^ottavél,
Lvottavéliia skxLar
tauiiru fallegustu,
Ujoegar xiota.6 er
-þvottaáiíffr.
Perla. veríular
iieruiumar ,ert er
ávirfur ób.reiriiii(ia.
KIRKJUÞATTUR
ÓSKIN
Menn þrá, menn hungrar.
menn óska En hvert stefna
þessar þrár, eftir hverju hungr
ar fólkið, hvers er heitast ósk-
að?
Það er mikið af óró og æs-
ingi, óánægju. vonum og kröf-
um. Þetta eru einkenni aldar-
farsins.
En hvert er takmarkið, hver
er tilgangur allra þessara
óskapa?
Guðspjallið segir frá þúsund
um manna, sem þóttust staddir
í auðn. Meistarinn mikli veitti
þeim ríkulega brauð og fisk
með aðstoð ung.s manns eða
ungra manna.
Þetta fólk þráði mat og fékk
hann. Og enn eru milljónir
manna, sem berjast við hungr-
ið. Tilveran öll er þeim eyði-
mörk- Kristur, andi hans vill
fyrst og fremst gefa þeim
brauð — mat, sem sefar hungr
ið, atvinnu, sem veitir þeim
öryggi og frið.
En það eru fleiri en hungrað
ólk, flóttamenn og öreigar, sem
heimta brauð. Það er að segja
betri lífskjör, betri hýbýli,
hærri laun. Og jörðin er auðug.
Ef öllum veitist starf, þá gefur
hún þetta allt af gnægð og auð
legð sinni. En er það nóg? Nei,
mannssál er ekki svo auðgert
til hæfis. Hún er djúp og eilíf
þessi þrá eftir meira, meiri
auði, meira brauði. Þá er stefnt
til réttlátari skiptingar, krafizt
jafnari kjara. Hrópað réttlæti,
jöfnuður. Allir skulu njóta
gæða lífsins, ávaxta menning-
arinnar.
En þið skuluð samt ekki
halda, að þetta veiti fullnægju.
Kannske er hjarta mannsins
aldrei vansælla en í ofgnægð
sinni.
„Hjartað heimtar meira en
húsnæði og brauð"
Svo koma því aðrir, sem
segja:
„Við þráum hvorki auð né
brauð. Mannkynið þyrstir eftir
meiri fegurð og unaði. meiri
:ælu og friði.Aldafarið er óskap
legt“, segja þeir, „við fáum
þarna steina fyrir brauð,
bragga í stað húsa, verksmiðju-
hverfi í stað friðsælla trjágarða,
ógeðslegar blokkir í stað form-
hreinna sarobýlishverfa. leiðin j
lega guðsorðasnakka í staðinn
fyrir innblásin skáld og spá-
menn, kvikmyndarusl fyrir upp
byggilega leiklist, jazzgarg á
grammófóna í stað göfugrar
tónlistar, lélegar abstraktmynd-
ir í stað málaralistar"
Lesið blöðin, allt aggið og
nöldrið. aðfinnslurnar og gagn-
rýniskvabbið. Þið finnið fljót-
lega þennan tón. Þessa þrá,
þetta hungur í auðninni, þenn
an þorsta í allsnægtunum. Og
gjarnan endar þetta óskaflóð á
hjartnæmri bænum gleði yfir
hinni sönnu list. innblásnum
ljóðum og ræðum. göfugri
snilld spámannlegra hugsjóna
Og er til æðri þrá, guðlegri
löngun?
Nei, svo sannarlega ekki. En
hitt er svo annað mál, hvort
þetta fólk er ekki meira eða
minna lokað og forhert fyrir
hinni sönnu fegurð, sem hver
dagur veitir, ef það horfir og
hlustar á réttan hátt. Það er
oftar gull í grjóti en við höld-
um. Og gimsteinar og perlur
verður að fága og fægja. Engin
list án starfs og erfiðis.
„Guð á margan gimstein
þann,
sem glóir í mannsorpinu".
Og jafnvel þótt þessu hungri
eftir fegurð væri fullnægt,
mundi þrá og þorsta manns-
hjartans ekki verða svalað.
Þetta hungur birtist í sinni
hversdagslegustu mynd í hrópi
fjöldans og æskunnar eftir
brauði og leikjum.
En það á sér miklu dýpri ræt
ur. Þessi þrá nær út yfir gröf
oQ dauða. Hún leitar eftir full-
komnara lífi æðri tilveru. Þetta
er Iífsuppsprettan sjálf, sem
leitar farvegar, lífið sjálft sem
þráir frelsi, fullkomnun frið og
fegurð eða er það sálin. sem
þráir líf?
„Við erum allir vorsins börn
og viljum fá að stækka". Okkur
hungrar eftir meira lífi í sönn-
um þroska hreinleika og góð-
leika í samfélagi og samstarfi
við sjálfan guðsanda tilverunn-
ar. Við látum okkur ekki nægja
minna en útsýni til hins mikla
sjóndeildarhrings eilífðarinnar.
Þannig sannast táknmál
n eistarans um hina andlegu
fæðu, brauð lífsins. Það er
þannig, sem fæða hversdagsins
fær sitt rétta bragð, gleðin og
skemmtanirnar sinn hreinleika,
fegurðin sinn fulla ljóma.
Árélvus Níelsson.
Bændur
Norski gnýblásarinn fæst afgreíddur núlí vör.
Áætlað verð:
Gnýblásarí nr. 1 rúmlega 11 þús. kr
Gnýblásari nr. 2 um 10 þús. kr.
Vinsamlegast sendið okkur þv> strax pantanir ykk-
ar ásamt 2.500.00 króna mnborgun, sem tryggir að
þið fáíð gnýblásarann fyrír heyannir.
V
ÁVÖRP FLYTJA:
Menningartengsl íslands og RátSstjórnarríkjanna.
HÁTÍÐAFUNDUR
í tilefni 10 ára afmælis M. í. R. í Gamla bíó í dag kl 14.00.
Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra
A. Alexandrov, sendiherra Sovétríkjanna
Þórbergur Þórðarson, rithöfundur varaforseti M. t R
Hannibal Valdimarsson, forseti Alþýðusambands íslands
Dr. Páll ísólfsson, tónskáld
Guðlaugur Rósinkrans, Þjóðleikhússtjóri
Einleikur á píanó: Rögnvaldur Sigurjónsson
Einsöngur: Nadezhda Kazantseva.
HLJÓMLEIKAR
í Þjóðleikhúsinu mánudaginn 28. marz kl. 20.30.
Einleikur á píanó: Mikhail Voskresenkí
Einsöngur: Nadezhda Kazantseva
Undirleikari Tatjana Merkulova
Aðgöngumiðar í Þjóðleikhúsinu frá kl. 13 00 sunnudag og mánudag.
M. I. R.
•<V*'VX«VX‘,V* V '