Tíminn - 27.03.1960, Qupperneq 11
TÍMINN, sunnudaginn 27. marz 1960.
11
cázg.
a£z<
^c
cécti
Fréitamaður blaðsins
frétti af æfingu hjá Karla-
kór Reykjavíkur nú fyrir
fáum dögum og brá sér á
vettvang í þeirri von aS fá
að hlusta á og ef til vill
rabba eilítið við söngstjór-
ann. Ekið var í loftköstum
vestur að Melaskóla, en þar
æfa þeir, Er inn var komið
var ekki nokkra sálu að sjá.
Hvað var nú á seyði? Vor-
um við einum degi of fljót-
ir á okkur eða einum degi
of seinir???
Brátt bar að húsvörðinn, er
sagði Tímamanninum að hann
væri nú einu sinni mættur í
tíma. Eftir að hafa dokað við
litla stund fóru söngmenn að
tínast inn einn og einn, þar
til þeir voru allir mættir 36
að tölu. Sigurður Þórðarson
söngstjóri gaf fréttamanni fús-
lega leyfi til að vera á æfing-
unni. Rétt áður en æfingin
hófst vatt einn söngmaðurinn
sér að fréttamanni og spurði:
— Ert þú nýr maður í kórn-
um? Hvaða rödd syngur þú?
— Strigabassa, vinur, bara
strigabassa, sagði ég og eru
það orð að .sönnu, en þar sem
ekki var hægt að láta manninn
fara með það bætti ég við að
ég væri frá Tímanum.
Hvar eru bassarnir?
Píanóið stóð úti í horni á
salnum og allt of langt frá svo
að það varð að færa það nær.
Sigurður brá sér þá fram í and
dyrið og kallaði: — Hvar eru
bassarnir, ég vil fá fjóra bassa,
þeir eru sterkastir og ættu þar
af leiðandi að geta flutt eitt
smá píanó. — Var þarna rétt
til getið, þeir voru fljótir að
koma píanóinu á sinn staS, en
ef satt skal segja voru þeir
ansi rauðir í framan. Síðan
hófst æfingin og stóð lengi
kvölds. Á þeim tíma varð frétta
maður að hafa ofan af fyrir sér
sjálfur. Meðal þess sem honum
kom í hug þá var hve ósköp
söngmennirnir gátu spennt upp
á sér munninn án þess að fara
úr kjálkaliði. í hópnum mátti
sjá menn frá hinum ýmsu stétt
um þjóðfélagsins svo sem: bak-
ara, bónda, verzlunarmann,
heildsala, iðnaðarmann, lög-
regluþjón o. m. fl.
Hafa sungi'ð 100 konserta
í þremur heimsálfum
Iílukkan var langt gengin í
miðnætti er æfingunni lauk og
fréttamanni gafst kostur á að
ræða við söngstjórann. Einn
kórmaðurinn skaut því að frétta
manni áður en hann fór heim:
— Ertu ekki með hellu? —
Nei, en ert þú ekki hás? — Nei,
ekki aldeilis, gæti sungið í aíla
nótt. Eftir að söngurinn var
þagnaður og söngmenn horfnir
út í nóttina einn og einn spurði
undirritaður:
— Segðu niér Sigurður, hvað
er langt síðan Karlakór Reykja-
víkur var stofnaður?
— Kórinn var stofnaður 3.
janúar árið 1926 og voru söng-
mennirnir þá eitthvað um 37.
— Hvað eru margir af stofn-
endum I kórnum nú eftir þessi
34 ár?
— Við erum aðeins þrír eft-
ir:
— Hefur þú stjórnað kórn-
um frá stofnun?
— Já, en það er að segja að
undanskildu einu ári, en þá
Þeir syngja í 30 til
40 borgum
Iagið, nema það að við munum
syngja um 40 konserta í 30 til
40 borgum á sjö vikna ferða-
lagi um Bandaríkin og Kanada.
— Hvað syngið þið mörg lög
á hverjum konsert?
— Ja, eitthvað svona um 20
lög á rúmum tveim tímum.
Sigurður sýnir fréttamanní
tvö blöð frá Bandaríkjunum,
„Musical America‘“ og „Music
of America“. í báðum þessum
ritum eru heilsíðu auglýsingar
um ferð karlakórsins auk aug-
lýsinga um heimsfræga kóra,
hljómsveitir og balletta, sem
Colombia hefur á sínum snær-
um á þessu ári.
Langar og strangar
æfingar
— Eruð þið að æfa nú undir
Ameríkuferðina?
— Nei, eiginlega ekki, held-
ur erum við að æfa nú undir
konsertana fyrir styrktarmeð-
limina, en sá fyrsti verður á
mánudaginn 4. apríl og verða
þeir fimm í þetta sinn í Gamla
bíói. Æfingarnar fyrir Ameríku
ferðina byrja eftir páska og
verða fram á haust með litlu
hléi á milli.
— Hvað eru styrktarmeðlim
ir kórsins margir?
— Þeir eru nú á milli 13 og
14 hundruð og fylla þeir því
auðveldlega húsið í öll fimm
skiptin, sem við .syngjum.
Styrktarmeðlimirnir eru uppi-
staða kórsins og byggist öll
starfsemin á þeim og vil ég
hér koma á framfæri' alúðleg-
ustu þökkum til þeirra allra.
Kórinn hefur aldrei fengið
neina opinbera styrki til starf-
seminnar.
Þrír sólóistar með
f förinni
— Svo við snúum okkur aft-
ur að Ameríkuförinni. Hvað
Þessa mynd tókum vlð á æfing.
unni í Melaskólanum. Við píanóið
situr Fritz Weisshappel, en Sig-
urður Þórðarson söngstjóri er
fyrir aftan hann.
verðið þið margir, sem farið
vestur?
— Við verðum alls 40, þar af
þrír einsöngvarar, þeir Guð-
mundur Jónsson, Kristinn Haljs
son og Guðmundur Guðjónsson
og Fritz Weisshappel.píanóleik
ari.
— Komu ekki margir Vestur
íslendingar á konsertana, þegar
þið voruð í Bandaríkjunum
1946?
— Jú, t. d. 1 Winnipeg héld
um við tvo konserta og í bæði
skiptin fyrir fullu húsi eða um
10 þús. manns í allt og ég held
að ég megi segja. að megnið af
þeim væru íslendingar. Ég vissi
dæmi um það að Beir kæmu
nokkur hundruð mílur til að fá
að heyra í okkur að heiman.
Fréttamaður sér að hann er
farinn að tefja Sigurð og þakk-
ar fyrir sig um leið og hann
óskar honum og kórnum góðs
gengis i Vesturheimi. Er upp
á blað var komið fletti undir-
ritaður upp 1 Lögbergi frá 1946
og í blaði útgefnu 21. 11. stend
ur neðst 1 grein einni: „Hópur-
inn að heiman kom, söng og
sigraði", og eflaust verður það
eins nú. — jhm.
Guðmundur Guðjónsson
verður einsöngvari með kórnum
var dr. Páll Ísólfsson stjórnandi
kórsins.
— Hvað heldur þú að þið
hafið sungið marga konserta á
ári síðan?
— Við höfum gefið að meðal
tali fimm konserta á ári fyrir
utan það að syngja í útvarpið
og fleira þess háttar.
— Hvað heldur þú að Karla-
kórinn hafi sungið oft á er-
lendri grund?
— Ég hef nú verið að taka
það saman. Hann hefur sungið
um 100 konserta í þrem heims
álfum, þar af 56 konsertar í
Bandaríkjunum og Kanada ár-
ið 1946.
Fara til Ameríku í
október í haust
— Hvenær fer kórinn til
\meríku og hvað haldið þið
marga konserta þar?
— Við fljúgum héðan til
New York 1. okt. í haust. Ferð
in er farin á vegum Colombia
Artists Management Inc. í New
York, en þeir hafa ekki sent
okkur áætlunina ■ enn, svo að
við vitum harla Iítið um ferða-
Linnea Hermannsson heitir
sænsk kona, sem býr til tusku-
brúður af slíkri snilld, að mörg
söfn hafa keypt af henni brúð-
ur, sem lýsa liðnum tímum og
atburðum, og kirkjur hafa
keypt af henni brúður, sem
tákna trúarlega atburði. Hún
hefur gert margar brúður, sem
lýsa lífi fiskimanna í þorpinu,
þar sem hún ólst upp og úr
„Lancaster“-skólunum svoköll-
uðu, sem áttu uppruna sinn í
fátækrahverfum Lundúna, en
voru teknir til fyrirmyndar um
skólahald sums staðar í Sví-
þjóð á síðustu öld. Þar voru
saman nemendur af ýmsum ald
ursflokkum og þeir eldri
kenndu hinum yngri undir eft-
irliti kennarans. Til frekari um
vöndunar og uppörvunar voru
hengd spjöld á nemendurna,
sem á stóð t. d. „Iðin og dygg“,
„Latur og lúsugur", eða
„Heimskur, óhreinn og latur“.
Þarna var börnunum kennd
skrift á þann hátt að þau sóttu
sjálf fjörusand, sem rennt var
í kassa og valtað yfir með hjóli,
sem strikaði Iínur i sandinn.
Svo skrifuðu börnin í sandinn
með fingrinum eða spýtu.
Brúðumyndirnar, sem Linnea
Hermannsson hefur gert af
þessum skóla, eiga að vera á
skólasafni í húsakynnum þar
sem einmitt svona skóli var
. fyrir um það bU hundrað árum.
Snillingur í brúðugerð