Tíminn - 27.03.1960, Síða 14
14
T f M IN N, sunnudaginn 27. marz 1960.
bergið var enn í lagi, þó það
væri ofboðslega óhreint, og
það var nóg af tilhöggnum
viði við ofninn, sem hitaði'
baðvatnið. Foringinn stóð við
heit sitt og leyfði þeim að
hvíiast hér einn dag og þær
notuðu sér heita vatnið vel
til að þvo föt sín og sjálfar
sig og börnin. Þær hresstust
strax við það.
— Það hlýtur að vera heitt
vatn á skipinu, sagði frú Holl-
and. — Er það ekki venjan?
Næsta dag fóru þær til stað-
ar, sem hét Dilit. Meginhluta
leiðarinnar gengu þær troðn-
inga um ekrur undir skugg-
sælum trjám og það munaði
svo miklu, að jafnvel elztu
konunum fannst dagurinn
bærilegur. Þau áttu dálítið
erfitt með að rata. Japaninn
kiinni lítið í malayisku og átti
erfitt með að skilja malaya-
konurnar, sem voru að tappa
ar gúmmítrjánum, og hann
spurði til vegar. Jean skildi'
konumar, en þegar þær voru
búnar að segja henni til veg-
ar, átti hún erfitt með að gera
Japananum skiljanlegt hvað
hún meinti. Þau komu sér
saman um það þennan dag, að
hún skyldi spyrja 'konurnar,
sem voru líka fúsari að tala
við hana og hún bjó til eins
konar merkjamál, sem foring-
inn skildi'. Eftir það kom það
aðallega í hennar hlut að fá
upplyst hvar styzt væri að
fara.
Seinni hluta þessa dags
steig Ben Collard, yngri sonur
frú Collard sálugu — ofan á
eitthvert eiturkvi'kindi, sem
beit hann í fótinn. Hann sagði
að það hefði verið líkast stórri
bjöllu, en það gat vel hafa
verið sþör'ðöreki. Frú Horse
fall lagði hann á jörðina og
reyndi að sjúga eitrið úr sár-
inu, en fóturinn þaut upp og
eitrunin barst upp fótinn, upp
að hné. Það var auðsjáanlega
mjög sárt og hann grét mikið.
Ekki var um annað að ræða
en að bera hann, en það var
ekki auðvelt fyrir konurnar,
jafn þreklausar og þær voru
orðnar, því sjö ára drengur
sígur í. Fyrst bar frú Horse-
fall hann einn klukkutíma, þá
tók foringinn hann og bar
hann það sem eftir var dags-
ins. Þegar þau komu til Dilit
var fóturinn hræðilega þrút-
inn og hnjáliðurinn stífur.
í Di'lit var hvorki til handa
þeim húsnæði né matur.
Þetta var venjulegt Malaya-
þorp, húsin á staurum úr
timbri og pálmablöðum, en
undir þeim sváfu hundar og
hænsni gerðu sér þar hreiður.
Þau sátu eða stóðu þarna sár-
þreytt á meðan Japaninn
samdi við oddvita þorpsins.
Brátt kallaði hann á Jean og
hún reyndi að túlka. Það var
til hrís í þorpinu, það gat lát-
ið þau fá mat, en oddvitinn
vildi fá borgun fyrir og var
tregur til að afhenda hrís-
grjónin gegn loforði Japan-
ans um að þau yrðu greidd
einhvem tíma. Húsnæði' sagði
hann ekkert vera, hópurinn
yrði að sofa undir húsunum
hjá hundum og hænsnum. Að
endingu gekk hann inn á að
— í dag komum við frá
Bakri.
Hann bauð henni inn í hús-
ið. Enginn var þar stóllinn og
hún sat á gólfinu hjá honum
við hurðarlausa dyragættina.
Hann spurði' um hagi þeirra
og hún sagði honum hvað fyr-
ir hefði komið. Hann rumdi
við. Brátt kom kona hans með
tvo kaffibolla til þeirra, kaff-
ið var svart og sykurlaust. Je
an þakkaði henni á malayisku
og konan brosti feimnislega
og hvarf aftur innan í húsið.
Framhaldssaga
Jean brosti. — Hann gaf
mér kaffibolla.
— Þú segir ekki! Það borg-
ar sig að geta talað við þá á
þeirra máli. Hvað sagði hann?
Jean hugsaði si'g um stund-
arkorn. — Hitt og þetta. —
Við spjölluðum um ferðalag
okkar. Hann talaði líka um
Guð.
Konan starði á hana. —
Áttu við — hans Guð? Ekki
þann eina, sanna Guð.
— Hann ski'lgreindi það
ekki nánar, sagði Jean, —
hann sagði bara Guð.
Þau hvíldu sig allan næsta
dag og gengu svo til Klang,
f/evtl ^íudt^
láta fólk flytja úr einum kofa,
svo að hinir þrjátíu fangar
fengu þó þak yfir höfuðið O'g
gólf til að liggja á, svo sem
fimmtán þverfet alls.
Jean tryggði' sínu fólki eitt
hornið og Eileen settist þar
að með bömin. Rétt hjá þeim
var frú Horsefall að bjástra
við Ben Collard. Einhver
hafði átt örlítið sótthreinsun-
arlyf, önnur átti rakblað. Þær
skáru í bitið með rakblaðinu,
þrátt fyri'r hljóðin í drengn-
um, og helltu sótthreinsunar-
lyfinu í sárið, bundu um og
lögðu heita bakstra við. Jean
gat ekkert aðstoðað, svo hún
rölti út.
Hún kom að eins konar
þorpseldhúsi, þar sem jap
anski hermaðuri'nn var að
líta eftir því að þorpskonum-
ar syðu hrísgrjónin. Rétt þar
hjá sat oddviti þorpsins við
þrepin, sem lágu upp í hús
hans. Það var gamall, grá-
hærður maður, hann húkti á
hækjum sínum og reykti'
langa pípu. Klæddur var hann
sarong og gömlum kakíjakka.
Jean gekk til hans og sagði
hálf feimnislega á malayisku:
— Mér þykir leitt að við skul-
um vera neydd til að koma
hi'ngað og valda yður óþæg
indum.
Hann reis á fætur og
hneigði sig. — Þið eruð ekki
til óþæginda, sagði hann. —
Okkur fellur illa að sjá hvítar
frúr svo illa haldnar. Komið
þið langt að?
Sigríður Thorlacius
þýddi
12.
Eftir nokkra þögn sagði' odd
vitinn. — Sá 'stutti segir —
hann átti við japanska for-
ingjann — að þið verðið að
dvelja hér á morgun.
Jean sagði: — Við erum of
þróttlitlar til þess að ganga
hvern einasta dag. Japanarn-
ir leyfa okkur að hvílast einn
dag og ganga svo þann næsta.
Okkur væri mikil þökk í að
mega vera hér á morgun For-
inginn segist geta fengið pen-
inga til að greiða matinn með.
— Þeir stuttu borga aldrei
fyrir mat, sagði oddvitinn. —
Þið skuluð samt vera kyrr.
— Ég get aðeins þakkáð yð-
ur, svaraði Jean.
Hann lyfti gráu höfðinu.
— Skrifað stendur í hinni
fjórðu Surah: Sálir manna
eru í eðli sínu ágjarnar, en ef
þér eruð konum góðir og ótt-
ist að gera á þeirra hluta, þá
eru Guði' vel kunnar gerðir
yðar.“ .
Hún sat þarna hjá gamla
manninum þangað til hrís-
grjónin voru soðin, þá fór hún
til þess að borða. Hinar kon-
urnar horfu forvitnislega á
hana. — Ég sá þig sitja og
spjalla við þorpsoddvitann,
sagði einhver, — rétt eins og
þið væruð alda vinir.
sem var þrjár eða fjórar míl-
ur frá Port Swettenham. Ben
litli Collard var hvorki veikari
né hressari, en fóturinn var
ákaflega bóiginn. Hann hafði
ekkert nærst síðan slysið kom
fyrir og var mjög máttfarinn.
Hann hélt engri fæðu niðri og
hann hafði ekki af miklu að
má, frekar en hin börnin. Odd
vitinn lét þorpsbúa gera bör-
ur úr bambusrörum og pálma-
laufi og á þeim báru þær hann
til skiptis.
Þau komu til Klang seinni
hluta dags og þar var autt
skólahús, sem foringinn lét
bau fara inn í, en fór sjálfur í
j apanskar herbúðir þar
skammt frá til að gefa-skýrslu
og fá handa þeim mat.
Brá'tt kom liðsforingi til
bess að líta á þau og með
honum sex hermenn. Liðsfor-
inginn, sem hét Nemu og var
majór að tign, talaði vel
ensku. Hann sagði: — Hvaða
fólk er þetta? Hvað viljið þið
hér?
Þau störðu á hann. Frú
Horsefall varð fyrir svörum.
— Við erum fangar frá Pan-
ong á leið í fangabúðir í
Singapore. Yoniata kapteinn
í Panong sendi þessa menn
með okkur hingað, svo að
hægt væri að flytja okkur með
skipi til Singapore.
— Hér eru engin skip, þið
hefðuð átt að vera kyrr í Pan-
ong, sagði hann.
Það var hvort tveggja að
þær vissu, að ekki þýddi að
andmæla og að þær höfðu
ekki þrek til þess. — Við vor-
um send hingað, endurtók frú
Horsefall þreytulega.
— Þeir höfðu ekkert leyfi
til að senda ykkur hingað,
anzaði majórinn reiðilega. —
Hér eru engar fangabúði'r.
Það varð örvæntingarfull
þögn, konurnar störðu á hann
stjörfum augum. Frú Horse-
fall reyndi að herða sig upp.
— Gætum við fengið lækni?
Sum okkar eru mjög veik,
einkum einn drengur. Ei'n
kona dó á leiðinni.
— Af hverju dó hún? spurðl
hann snöggt. — Svarta
dauða?
— Nei, nei. Hún dó úr
þreytu.
— Ég skal senda lækni til
að skoða ykkur öll. Þið getið
verið hér í nótt, en hér get ég
ekki haft ykkur lengi. Ég hef
ekki einu sinni' næg matvæli
handa hermönnum mínum,
hvað þá föngum. Hann sneri
aftur til herbúðanna.
Nýir varðmenn voru settir
um skólahúsið. Þær sáu aldrei
aftur hinn vingjarnlega for-
ingja og hermann, sem hafði
fylgt þeim til Klang. Kom-
ungur, japanskur læknir kom
innan stundar og rannsakaði
þau öll, hvort þau hefðu
næma sjúkdóma. Svo ætlaði
hann að fara, en þær neyddu
hann til að líta á fótinn á
Ben Collard. Hann sagði þeim
að halda áfram með heita
bakstra. Er þær spurðu hvort
ekki væri hægt að koma hon-
um á sjúkrahús yppti hann
öxlum og sagði: — Kannske,
ég skal spyrja.
í þessu skólahúsi var þeim
haldið dag eftir dag. Á þriðja
degi gerðu þær aftur boð eftir
lækninum, því Ben var greini-
lega verr haldi'nn. Með sem-
ingi lét læknirinn flytja hann
á vörubíl á sjúkrahús og á
sjötta degi var þeim sagt, að
drengurinn væri dáinn.
Jean Paget sat í hnipri á
gólfinu framan við eldstóna i
dagstofunni minni. Stormur-
inn hafði breytt um átt, svo
..... yður Klanp
á .milli margra. veralana'-
tfÓHUOdl
4 ÖilUM
-AusbuxsbraeUi
EIRÍKUR
víðförli
Töfra-
sverðið
97
Eiríkur tekur saman herfangið,
vopn, bjarnarskinn og matvæli.
Hann tekur einn hest og rekur
hina inn í skóginn. Þorkell lyftir
Erwin upp á hestinn og nú halda
þeir í austurátt með Erwin í farar-
broddi. Fangi þeirra Gráúlfur
gengur við hlið hestsins til að vísa
þeim leiðina. Gráúlfur er ekki
bundinn, en það er ómögulegt fyr-
ir hann að komast undan. Hann
tekur eftir því að Eiríkur ber rýt-
ing við belti sitt og illgirnislegt
glott færst yfir varír hans-