Tíminn - 12.04.1960, Side 11
T í MIN N, þrigjndaginn 12. april 196«,
11
Hvernig á að sitja?
Alls ekki með krosslögð
hné, það hindrár blóðrás
til fótanna. Fallegast er að
sitja eins og myndin sýnir
— hné saman, krossleggja
fætur um ökla og láta þá
vísa lítiö eitt til hliðar. —
Með því móti sýnast fót-
leggirnir lengri.
Með fæturna saman, en
annan fótinn framar og
snúa honum beoint fram,m
þeim aftari ögn útávið.
Áberandi saumar á sokk-
um eru ekki lengur í tízku,
en mjór saumur á sokk —
vel að merkja ef hann er
þráðbeinn á fætinum —
lætur þrekna fótleggi sýn-
ast grenri. Sokkar I grá-
brúna tízkulitnum grenna
fótleggi þeir ljósu eru
heppilegri fyrir mjög
granna fótlggi. Netprjón
gerir líka fótleggi grennri
en venjuleg prjónáferð.
Hvað hæfir bezt
við dragtina?
Það er ekki nóg að eign-
ast fallega drakt, það verð
ur líka að aðgæta hvað fer
bezt við hana, blússur,
hálsklútar eða eitthvert
skraut. Ekki hæfir það
sama öllum hálsmálum.
Hér eru nokku rsýnishorn
af því hvað fer vel við mis
munandi hálsmál og hváö
á að varast.
Skinkubrau'ð
Ofan á .skinkusneið er
sinnepi og tómatsósu, tvær þunnar jakka.
smurðar franskbrauðssneiðar lagð,
ar utan um skinkuna og steiktar í
smjöri á pönnu eða í glórarrist.
Þetta er ágætur smáréttur, en það
má líka gera úr þessu aðalrétt, ef
svo ber við.
Við dálítið flegna drakt
með kringdu hálsmáli er
fallegt áð hafa skrautleg-
an hálsklúts eða — ef verið
er að hafa meira við, setja
fallegt blóm í kragaopið.
Varast skal að nota blússu
eða peysu með v-laga háls
smurt máli innanundir svona
Sé hálsmálið v-laga og
ekki mjög flegið, má annað
hvort láta sér nægja að
hafa nælu í jakkahorninu
eða slétta peysu innanund
ir, sem nær upp í háK. —
Skemmtilegt væri að eiga
loðskinnshatt og lítið háls
knýti úr sama efni. Fyrir
alla muni notið ekki fló-
andi pífukraga undir svona
drakt.
Dálítið flegna drakt með
mjúkum kraga þolir margs
konar blússur eða háls-
klúta, en alls ekki grófar
peysur með stórum krög-
um.
Smástéik í móti.
iy2 pund nautakjöt,
2 laukar,
60 gr. smjörlíki,
i/2 pund tómatar (í staðinn
má nota tómatþykkni).
1/2 tesk. salt, 1 tesk. paprika,
pipar.
1 peli vatn og 1 pund kart-
öflur.
Kjötið skorið í smábita, lauk
arnir sneiddir og hvort tveggja
brúnað. Tómatar, krydd og
helmingurinn af vatninu lát-
inn útí, hellt í eldfast mót og
látið í meðalheitan ofn og lok
eða alúminíumpappír yfir. —
Látið krauma í klukkutima,
þá eru kartöflurnar sneiddar
látnar með í mótið og bætt
á vatninu, sem eftir er. Haft
í ofninum þar til það er vel
soðið.
Smjördeigsmót.
Mörgum húsmæðrum þykir
þægilegt að baka smjördeigs-
mót og eiga tilbúin í nokkra
daga. Þau má fylla ýmist með
ávöxtum eða búðingum og
skreyta á ýmsa vegu til að
hafa sem eftirrétti. Einnig er
mjög gott að fylla smjördeigs
mót með kjöt- eða fiskréttum
og baka í ofni, en þá er deigið
auðvitað ekki bakað áður. —
Tvær mismunandi aðferðir
eru algengar við smjördeigs-
gerð eftir því hve 'stökkt og
létt leigið á að vera. Fljótlegri
aðferðin er þessi:
1. saxa feitina saman við
hveiti og salt,
2. væta í með sítrónusafa og
örlitlu af vatni,
3. fletja deigið út, leggja
það þrefalt saman og
fletja það þannig út fjór
um sinnum.
Léttara verður degið með
þvi að:
1. blanda fjórðungnum af
feitinni saman við hveit-
ið og hnoða það þannig
saman,
2. fletja það út og hita feit
ina sem eftir er og leggja
ofan á kökuna,
3. brjóta kökuna þrefalda
og fletja síðan, brjóta
saman á ný og fletja aft-
ur.
Reyktur fiskur í móti.
iy2 pund reykt ýsa, dálítið af
mjólk og vatni, lítil dós af
grænum baunum,
1 peli mjólk,
2 egg, salt, pipar 30 gr. smjör.
Sjóðið fiskinn í mjólkur- og
vatnsblöndu (hafa löginn sem
minnstan). Fiskurinn kældur,
roð og bein fjarlægð, stykkj-
unum raðað í eldfast mót,
baunirnar síjaðar og raðað
ofan á fiskinn. Mjólkin hituð,
ekki látin sjóða. Eggin þeytt
lítillega og mjólkin hrærð útí
þau. Kryddað og hellt yfir
fiskinn. Smjörbitar ofaná.
Látið í vel volgan ofn (ekki
heitan) i hálftíma, eða þar til
eggjahræran er stirnuð.
Reyktur fiskur með tómötum.
1 pund reyktur þorskur,
3 tómatar,
ltesk. af söxuðum lauk,
1 tesk. söxuð steinselja,
salt, pipar 30 gr. smjör,
mjólk.
Fiskurinn snöggsoðinn i
litlu vatni, roðflettur og bein
in tekin úr, raðað í eldfast
mót. Sneiddir tómatar látnir
ofan á fiskinn, lauk og stein-
selju stráð yfir, kryddað,
smjör í bitum ofaná og svo-
litlu af mjólk hellt yfir. Bak
að í meðalheitum ofni í 15
mín.
Sjöundi þáttur 1960 — Flóttamannamerkin
Nú hafa viir 70 þjóðir gefið út mjög vinsælt söfnunarsvið. Þeir
svokölluð fióttamannamerki og voru margir hér í Reykjavík, sem
eru íslendmgar þar á meðal. ís- létu pósthúsið stimpla merki á út-
lenzku merkin virðast vel prení- gáfudegi. Margar gerðir af um-
uð og að flestra dómi falleg, svo slögum voru boðnar til kaups. Sum
að þess er að vænta að þau sómi umslögin voru mekkleg en önnur
séi vel meðai sams konar merkja miður ins og von er því að áhugi
frá öðrum þjóðum. Söfnun flótta- á því sem listrænt er og fallegf
mannamerk.ia verður vafalaust á ekki alltaf samleið með gróða-
Ný flugmerkl frá Lieehtenstein
Hannyrðamerki frá Ungverjalandi.
voninni. Rauði Kross íslands seldi
umslög til styrktar starfi sínu
fyrir flóttamenn og líklegt er að
þau umslög verði mest metin í
framtíðinni.
Monauo-merki.
Póststjórnin í Monaco hefur ný-
lega kunngjört upplög útgefinna
frímerkja trá 1953 til 1958. Upp-
lögin eru mjög misstór Minnsta
upplagið er 30 þúsund en það
stærsta er 310 þúsund Monaco
hefur lengi haft nokkrar tekjur
af frímerkjaútgáfu sinni. en á síð-
?ri árum hefur dregið mjög úr
vínsældum merkja þess eins og
fieiri ríkja. sem hafa löngun til
að seilast vasa frímerkjasafnara.
íbúatala Monaco er aðeins 22 þús-
und. Á þessu ári ætlar Monaco að
gefa út 43 frímerki: Þar á meðal
veiða fiskamerki, blómamerki og
afmælismerki í tilefni 75 ára af-
ruælis Monaco-merkjanna.
Nýtt sjálfstætt ríki.
Belgíska Kongó í Afríku verður
sjálfstætt cíki 30. júní næst kom-
andi og Katanga, sem er í suður-
hluta Kongó, hefur kunngjört
stofnun nýs ríkis.
Óvenjulegur bfll.
Maður að nafni Frank S. Bel-
vjle í Los Angeles hefur sýnt
fiumleik sinc og hugmyndaríki
með því að frímerkja allan bílinn
sinn og fernisera síðan yfir lista-
verkið. Hann telur að það hafi
þurft um 90 þúsund merki á bíl-
inn. Það fylgir sögunni að eigand-
inn aki bíJnum sínum mjög gæti-
(Framhald a 15 síðu).