Tíminn - 23.04.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.04.1960, Blaðsíða 3
Iflttgagdaginn Z3. aprfl 1960. 3 Allar helztu leiðir opnar Blaðið hafði tal af vegamála ] skrifstofunni og spurðist fyrirj um ástandið á vegum lands' ins. Þau svör voru gefin, að fréttir af vegunum væru held ur fátæklegar nú, því hvorki væri kvartaö né lokið á þá lofsorði. Það er fært um alla helztu leiðir landsins, þótt fjallvegirj úti á landi hafi að jafnaðú ekki verið opnaðir enn. Það er opið vestur á Barðaströnd austur í Öræfi og norður í land. Vegarhömlur Víða eru vegarhömlur enn, það er að segja takmörkun á þungaumferð. Þess vegna eru vegir svo vel færir sem raun ber vitni, þótt aurbleyta sé sums staðar til staðar. Ef þungatakmörkun hefði ekki verið sett, hefðu vegirnir vaðizt upp og orðið gjörsam lega ófærir. í Flóanum Þetta sýndi sig t.d. í Flóan- um. Þar var umferð ekki tak mörkuð, vegna þess að þá hefði stór landshluti verið skorinn frá. Þar var vegurinn stórlega endurbættur j fyrra, en eftir var að laga hann á svo sem 5 km. kafla, og sá kafli er mjög slæmur nú. — Noröurlandsleiðin er hins veg ar vel fær, þótt hún sé víða nokkuð lin, og einna lin- ust j Langadal. — s. Mao skrifar greinar gegn stefnu Krustjoff s Á síðasta vetrardag var minnzt 10 ára afmælis ÞjóSleikhússins með hátíðarsýningu á leikriti Guðmundar Kamb ans ,,í Skálholti". Athðfnln hófst með því að Sinfónfuhliómsveitin lék þjóðsönginn undir stjórn dr. Róberts A. Ottóssonar. Þá fluttu ávörp Gylfi Þ. Gíslason menntamáiaráðherra, Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri, formað ur Þjóðleikhúsráðs, og Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri. Að ávörpunum loknum hófst svo sýningin á „í Skálholti". Sýningin tókst mjög vel og var leikurum, leikstjóra og leiktjaidamálara fagnað forkunnar vel að sýn ingu lokinni og var listafólkið kallað fram hvað eftir annað. Að sýningu lokinni bauð þjóðleikhússtjóri öllu starfsfólkl stofnunarinnar í hóf í Þjóðleikhúskjallaranum ý tilefni af afmælinu. í tilefni af 10 áraafmælinu afhenti þjóðleikhússtjóri Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu og Val Gislasynl leik- ara viðurkenningarskjal og verðlaun að upphæð kr. 8 þús. til hvors fyrir ágæt listræn störf á sviði Þjóðlelkhúss ins. Þessi sjóður var stofnaður af þjóðleikhússtjóra á vígsludegi Þjóðleikhússins, og er nú orðinn 85 þús. kr. og skal styrkjum úr honum varið til utanfara. Einn leikari hefur áður hlotið styrk úr sjóðnum og var það Róbert Arnfinnsson. HEFUR LOGREGLAN HAND- SAMAD SNYRTIMENNIN? NTB—Peking, 22. apríl. —[ Kínversk blöð hafa síðustu daga flutt greinar, sem taldarj eru skrifa'ðar af sjálfum Mao| Tse-tung, en í þeim er haldið fram sjónarmiðum, sem ganga alveg í berhögg við þá stefnu í alþjóðamálum, sem Krust- joff boðaði í samtölum sínum við Eisenhower forseta. Meðal erlendra sendimanna í Peking er það ríkjandi skoðun, að Mao hafi með þessu gefið Krust- joff ótvíræða bendingu um, að hann muni hafa að engu hvers konar bráðabirgðasamkomulag við vesturveldin er bundið gæti endi á kalda stríðið. Má ekki semja Út úr greinum þessum má lesa, að Pekingstjórnin telur það glap- ræði, ef Krustjoff skyldi ganga inn á samninga við vesturveldin á fundi æðstu manna í maí. Einkum taki þetta til Bandaríkjanna. Aldr- éi áður hafi Pekingstjórnin verið jafn harðvítug í andstöðu sinni gegn friðsamlegri sarnbúð við vesturveldin. Hið sama gildi um afsláttar stefnu innan kommúnista flokkanna sjálfra. í greinunum er Krustjoff varaður við, að leggja trúnað á friðarvilja vesturveld- anna og einnig að meta hemaðar- mátt þeirra of mikils. ísienzk list og menn ing kynnt í Israel Þann 29. marz s.l. hélt Fél. íslandsvina í ísrael fund í Ramat-Gan í ísrael. í sam- bandi við fund þennan var einnig opnuð sýning á endur- prentunum íslenzkra mál- verka, sem Bókaforlagið Helgfell hefur gefið út, sem kunnugt er. Fundinn setti aðalræðis- maður íslands í ísrael, hr. Fritz Naschitz, en þar á eftir fluttu ræður formaður ís- landsvinafélagsins, Dr. E. Leh man, aðalbankastjóri þjóð- banka ísraels og dr. Chaim Yahil, fyrrverandi sendiherra ísraels á íslandi, sem minn- ist slands og hinna ánægju- legu samskifta íslands og ísraels. Síðan söng frú A. Lav anne, prófessor við „Rubin Academy of Music“ í Jerúsa- lem nokkur lög eftir Inga T. Lárusson. Að þvj lok'nu var sýnd litkvikmynd frá íslandi. Fund þennan sóttu um 400 mánns,- þ.á.m. ritari forseta ísraels, fulltrúar ríkisstjórn- arinnar og erlendra rikja, svo og listamenn, blaðamenn og margir fleiri, auk meðlima íslandsvinafélagsins. Sýningin á íslenzku mál- verkaendursprentununum var síðan opin í 10 daga og var hennar mjög lofsamleia getið í blöðum og útvarpi í ísrael. Dregið í A-flokki Á þriðjud. var dregið í A- flokki Happdrættis ríkissjóðs. Hæstu vinningarnir komu á þessi númer: 75 þúsund krón- ur kom á nr. 16646; 40 þúsund krónur á nr. 110248; 15 þús. kr. á nr. 42398 og 10 þúsund króna vinnangarnir á nr. 27421, 68185 og 85373. Bláðið hefur fregnað, að lögreglan hafi fyrir nokkru handsamað þá snyrtilegu inn brotsþjófa, sem fyrir nokkru voru umtalaðir fyrir sérlega þokkalega umgengni og út- spekúleruð vinnubrögð, en menn þessir munu hafa ýmsa Genf (Framh. af 1. síðu). ísletqzka sendinefndin lagði í (iag fram viðbótaxtillögu við til- lögu BaTidaríkjanna og Kanadia. Bætist hún aftan við þriðju grein, sem er um „sögulega réttinn“ og er á þá leið, að ákvæði þessarar greinar skuli ekki gilda, þegar þjóð er yfirginæfandi háð fisk- veiðum um afkomu eða efnahags- lega þróun. Þess var getið í einkaskeyti frá Genf, að þeir Hermann Jónasson og Lúðvík Jósepsson hefðu lýst þeirri afstöðu sinni, að þeir væru andvígir flutningi þessarar breyt- ingartillögu af hálfu ísl. nefndar- innar. Blaðinu höfðu ekki borizt greini legar fregnir af málinu frá Genf í gærkvöldi. en svo virðist skv. t.illögu Bandaríkjanna • og Kanada i heild, s?m það muni háð úr- skurði gerðardóms, hvort ríki eigi að sleppa við meginákvæðið um sögulegan rétt, þar eð aðaltillagan gerir ráð fyrir að hægt sé að krefjast gerðardóms út af ágrein- ingi, sem rís í sambandi við svo- nefind söguieg fiiskveiðiréttindi. 10 ríkja tillagan 10 ríki, sem áður voru meðflytj stórþjófnaði á samvizkunni. Enn fremur, að þjófarnir hafi fallið lögreglunni í hendur fyrir einskæra tilviljun, þannig, að lög- reglan hafi fundið stolið skotvopn í bifreið þeirra, sem hún stöðv- aði af mjög svo venjulegum ástæð- um. Þess er að vænta, að lögreglan láti frá sér heyra um þetta mál, endur að 18 ríkja tillögunni svo- nefndu, fluttu í dag nýja, sem í stuttu máli felur í sér frestun á viðleitni til að ákveða stærð land helgi næstu fimm ár eða svo og skuli því máli vísað til S.Þ. Strand ríkjum skuli þó heimilt að hafa fiskveiðilandhelgi sína allt að 12 sjómílur á þessu tímabili. Þá fluttu Brazilía, Kúha og fleiri ríki breytingartillögu við tillögu Banda ríkjanna og Kanada, sem fólu í sér réttindi strandríkis til vernd- unar hafsauðæva utan 12 sjómílna niarkanna. RáSherrar á ferS og flugi í fyrradag flugu ráðherrarnir Guðmundur í. Guðmundsson og Bjarni Benediktsson til London og ráðfærðu sig við Ólaf Thors for- sætisráðherra, sem þar var stadd- vr Bjarni Benediktsson kom aft- ur í fyrrakvöld, en Guðmundur I gær til Genfar. Ólafur Thors for- sætisráðherra var væntanlegur heim til íslands í gærkvöldi. Samkvæmt síðustu fregnum frá Genf, ríkir enn fullkomin óvissa um úrslitin. Báðir aðiljar tala dig- urbarkalega, Bandaríkjamenn lát- ast vongóðir um sína tillögu, en andstæðingar þeirra telja sig vissa um að geta fellt hana. sem er engan veginn lítilsvert eða beri þessa fregn til baka, ef hún er röng. Margir lögreglumenn virðast nú orðnir svj hvekktir af einhverj- um ástæðum, að þeir forðast að láta blöðum upplýsingar í té. Það ei því tími til kominn, að sér- stakur blaðafulltrúi verði skipað- ur af hálfu lögreglunnar. Starf- semi hennar á ekki að vera neitt ieyndarmál fyrir almenningi frek- ar en önnur opinber þjónusta, svo fremi, að upplýsingar skaði ekki rannsókn. —fc, Grindlvíkingar (Framh. aí 1 síðu). Finnst Grindvíkingum, að þeir séu órétti beittir og sú vemd, sem þeim var lofuð gegn yfirtroðslum togaranna, slælega af hendi leyst, en sem kunnugt er var ekkert varð- skip á netasvæði Grindvík- inga í umrætt skipti þrátt fyr ir gefin loforð. Óskuðu Grindvíkingar eft- ir, að forstjóri landhelgis- gæzlunnar gæfi út yfirlýs- ingu um jafnan rétt báta sem togara til veiða á þessu um- deilda svæði eins og reglu- gerðin kveður á um og hefur forstjórinn orðið við þeim tilmælum. Yfirlýsingn er birt hér fyrir ofan. Síðar verður efnt til borg- arafundar í Grindavik til að krefjast þess, að togurum verði bannað að veiða á um deildu svæði milli átta og tólf milna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.