Tíminn - 29.04.1960, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.04.1960, Blaðsíða 4
4 T f MI N N, föstudaginn 29. apríl 1960. ytfjr,?",'-,—rj- ••' •?' yw* ■""/ ' 'V.'VV"""'" '"! Ferté Gaucher — flugskýlið er gert úr bárujárni Gamall notaður strætisvagn frá París er notaður sem- flugturn. Þetta er háborg hinnar nýju skemmtuna*- fransks æsku- lýðs: Fallhlífarstökksins, sem á síðustu árum er orSiS hin sanna þjóðaríþrótt Frakka. Æskufólk er í meirihluta í fall- hlífaklúbbnum. Með leyfi föður og móður getur unga fólkið fengið inngöngu í fallWífarklúbb, er það er 16 ára garnalt. Fólk fær skír- teini eftir 15 stökk. Eftir 30 vel- heppnuð stökk fær fólk .svonefnt „veteram próf“. Á Ferte Gaucher flugvellinum, 60 km. fyrir vestan París er mikið líf í tuskunum. Hundruð unglinga eru á stjái í kringum flugskýlin. Grannvaxin stúlka dregur á eftir sér útbúnað, sem sýnist mörgum sinmum stærri en hún er sjálf. Svífa einn milli himins og jarðar — fallhlífarstökk þjóðaríþrótt Frakka Það krefisit mikillar þolinmæði,1 að iðka fallMífarstök. Fyr.st er, tekur að kvölda, hefur vind lægt, það mikið, að hægt er að kveikja I á græna ljósinu, sem táknar það að nú sé óhætt að stökkva. , Tveggja hreyfla De Havilland-; vél, sem tekur átta manns, veltur yfir grænan grassvörðinn. Það er undarlegt, að þessi hóp- ur kjarkmikilla unglinga, sem án þess að depla augum kastar sér út í geiminn í 2300 metra hæð, skuli daginn eftir sitja við skrifstofu- borð og vinna í verksmiðju dag- inn eftir. Hvað hefur fengið þetta fólk til að velja einmitt þessa íþrótt? — Ferskt, loft segir einn. 22ja ára gömul stúlka, rjóð í kinnum og með úfið hár gaf eftir- farandi skýringu: Milli himíns og jarðar — Ég veit ekkert dásamlegra en að svífa mulí himins og jarðar, alein. Mig dreymir um þessar sek- úndur alla vikuna. Ég skyldi stökkva á hverjum degi, ef ég hefði tækifæri til. Þetta er dásam- legt ástand, sem lýkur fyrst er jörðin kemur skyndilega á móti manni, þá vaknar sjálfsbjargar- viðleitnin eða hvað maður á nú að kalla það, maður tekur í spott- ÚTBOÐ TilboS óskast i að byggja hluta af barnaskóla við Hamrahlíð. Uppdrátta og skilmála má vitja í skrifstofu vora, Traðarkotssupdi 6. gegn 500 kr. skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurbæjar. Tilkynning um atvinnuleysisskráningu Atvinnuleysisskrárung samkvæmt ákvörðun laga nr. 52 frá 9. apríl 1956, fer fram í Ráðningarstofu Reykjavíkurbæjar Hafnarstræti 20, dagana 2., 3. og 4. maí þ. á., og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögunum að gefa sig fram kl. 10—12 f. h. og kl. 1—5 e. h hina tilteknu daga. Óskað er eftir að þeir, sem skrá sig séu viðbúnir að svara meðal annars spurníngunum: 1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mánuði. 2. Um eignir og skuldir. Reykjavík, 29. april 1960. Borgarstjórinn í Reykjavík. ann, fallhlífin breiðist út og nú hefst nýr spennandi leikur að stýra sjálfum sér og fallhlíf sinni að hinu setta marki ... Hvítur kross Márkið er merkt sem stór, hvít- ur kross í grasinu. Hinir æfðustu lenda hér um bil alltaf í markinu. Með því að taka í böndin og með líkamshreyfingum, getur stökk- maðurinn sjálfur stjórnað hraða og stefnu. Tveir stökkmenn geta nálgazt hvom annan í loftinu og hjálpað hvor öðrum. Átján ára gömul stúlka var að stökkva sitt þriðja stökk fyrir ut- an Lyon fyrir ári .siðan. Kennari hennar stökk á undan henni. Er hann leit upp, sá hann stúlkuna koma þjótandi, en fallhlíf hennar hafði ekki opnazt. Kennarinn gat fært sig inn á sömu braut og hún og gat á síðasta augnabliki gripið í spottana, er hún og hin lokaða fallhlíf hennar fóru fram hjá hon- um. Þau lentu heilu og höldnu í faðmlögum, en falihlif hans bar þau uppi. Þau eru nú gift. Brennivín bannað En slys teljast til undantekn- ingatilfella. Þegar fjölskyldan kveður fallhlífarmanninn, segir hún ekki: Vertu varkár, þegar þú stekkur, heldur : Aktu nú varlega. Seinna um kvöldið, þegar stökk- um er lokið, safnast fólk saman og hlustar á gagnrýni kennaranna. Stranglega er bannað að neyta áfengis. Einstaka fólk missir kjarkinn í flugvélinni. Ljóshærð stúlka um tvítugt hefur misst kjarkinn. Meðan hinir stukku einn á fætur öðrum, sat hún og fól andlitið í höndum sér. Mál hennar er rætt af miklum ákafa. Allir þekkja vandamál hennar. Hún gleymir þyí að skammaist sín en reynir sjálf að gera sér grein fyrir hinum undarlega ótta, sem greip hana. Hún veit að þessi ótti mun grípa hana aftur á morgun, en hún veit einnig að eigi hún að losna við hann, verður hún að stökkva. Það er ekki víst að hún sofi mikið í nótt, en það er alveg ör- uggt mál, að hún stekkur á morg- un. Sumarföt Drengjaíöt 6—14 ára. Matrósaföt og kjólar frá 2—P ára. Telpnakápur. Drengjatrakkar. Drengjabuxui. allar stærðir. Allt á gamla verðinu Vesturgötu .12. — Sími 13570. 11 ára drengur óskar að komast á gott heimili í sumar. Uppl. í síma 10147. 0 ára telpa óskar eftir að komast í sveit í sumar. Tilboð sendist blaðinu merkt „D. T.“ Skógrækt ríkisins Verö á trjáplöntwn voriö 1360 Skógarplöntur Birki 3/0 pr. 1000 stk. kr. 500,00 Birki 2/2 — — 1.000,00 Skógarfura 3/0 — — 500,00 Skógarfura 2/2 — 800,00 Rauðgreni 2/2 — — 1.500,00 Blágreni 2/2 — — 1.-500,00 Hvítgreni 2/2 — 2.000,00 Sitkagreni 2/2 — 2.000,00 Sitkabastarður 2/2 — 2.000,00 Garðplöntur Birki, 50—75 cm pr. stk. kr. 15,00 Birki, undir 50 cm. — 10,00 Birki, í limgerði 3,00 Reynir, yfir 75 c m. — 25,00 Reynir, 50—75 cm. — 15,00 Reynir, undir 50 cm. — 10,00 Alaskaösp, 50—75 cm — 10,00 Alaskaösp, yfir 75 cm. • — 15,00 Sitkagreni % — 15,00 Sitkagreni 2/2 — 10,00 Sitkabastarður 2/2 io,00 Hvítgreni 2/2 — 10,00 Blágreni % — 15,00 Runnar Þingvíðir pr. stk. kr. 5,00 Gulvíðir — 4,00 Sólber io,00 Ribs — 20,00 Ýmsir runnar pr. stk.kr. 10,00—20.00 Skriflegar pantanir sendist fyrir 15 maí 1960. Skógrækt ríkisins, Grettisgötu 8, eða skógarvörðunum. Daníel Kristjánssyni, Hreðavatni, Borgarfirði; Sig. Jónassyni, Laugabrekku, Skagafirði; Ármanni Dalmannssyni. Akur- eyri, ísleifi Sumarliðasyni, Vöglum. Fnjóskadal; Sigurði Blöndal, Hallormsstað og Garðari Jónssyni, Tumastöð- um, Fljótshlíð. Skógræktarfélögin taka einnig á móti pöntunum og sjá flest fyrir dreifingu beirra til einstak- linga á félagssvæðum sínum. Hjartanlega þakka ég ykkur öllum, sem glödduð mig á fimmtugsafmæli mínu með hlýjum kveðjum. skeytum, gjöfum og hehívsóknum. Guð og gæfan fylgi ykkur. Magnús Hofdal Harfmannsson, Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vlð andlát og jarðarför konu minnar og dóttur, Jórlaugar Guðrúnar Guðnadóftur, Lómatjörn. Sverrir Guðmundsson, Sigriður Guðmundsdóttlr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.