Tíminn - 29.04.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.04.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, föstudaginn 29. apríl 1960. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Kaxlsson. Auglýsingastj.: Egill Bjarnason. Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305. Auglýsingasimi: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Landsbyggðin rænd Framsóknarmenn héldu því fram. aS „kjördæma- byltingin“ væri upphaf að allsherjai sókn gegn hinum dreifðu byggðum. Tilgangurinn með henni væri sá. að lama hið pólitíska vald landsbyggðarinnar. Að þeim á- fanga náðum mundi næsta skrefið verða árás á fjár- hagslegt sjálfstæði héraðanna. Það herhlaup væri ekki framkvæmanlegt fyrr en að afstaðinni kjördæmabylt- ingu í þá átt, að skerða stórlega áhrif dreifbýlisins á lög- gjafarsviðinu. Andstæðingar Framsóknarmanna viðurkenndu að sjálfsögðu ekki að þessi væri tilgangur þeirra. Það er fáránleg fjarstæða að hugsa sér að við förum að krenkja kosti okkar kæru fylgismanna úti á landsbyggðinni, sögðu þeir. Fagurt skal mæla en flátt hyggja. Margir trúðu og var vorkunnarmál Kjördæmabyltingin tókst. En hvað er svo komið á daginn? Nákvæmlega það, sem Framsóknarmenn sögðu fyrir. Á fyrsta þingi eftir bylt- inguna verður fláræðið opinbert. Ríkisstjórn íhalds og krata undirbýr gripdeildir úti um allt land. Þeir fjár- munir, sem bændur, verkamenn, sjómenn og aðrir þeir, sem bólfestu eiga úti um land, hafa sparað saman á undanförnum árum og áratugum í því skyni að nota þá til þess að létta sér lífsbaráttuna ýmist í sambandi við sinn einkarekstur eða til félagslegra framkvæmda, skulu nú af þeim teknir og fluttir suður i Seðlabanka. Jafn- vel innlánsdeildir kaupfélaganna mega ekki vera 1 friði. íhaldsstjórninni er það ljóst, að samvinnufélögin hafa verið traustasti grundvöllurinn undir fjárhagslegri af- komu fólksins úti um land og því er það ekki lítilsverð- ur liður í hernaðaráætlun hennar að lama þáu í sömu átt miðar það áform, að útsvör skuli vera hærri úti á landi en í Reykjavík. í tíð vinstri stjórnarinnar var stórátak gert til þess að stöðva fólksstrauminn úr héruðunum. Nú er að því stefnt að opna allar flóðgáttir fyrir honum á ný. í kjölfar þess fjárnáms, sem ríkisstjórnin undirbýr. kem- ur fólksflóttinn. Það er eins víst og dagur fylgir nótt. Og þau straumhvörf verða öllum til ills. Eða finnst Reyk víkingum, sem nú mega búast við vaxandi innflutningi fólks í bæinn vegna glánalegra glapræðisverka ríkis- stjórnarinnar, svo blómlegt um að litast á atvinnusvið- inu, að þar megi þrengjast um? Er ástandið í húsnæðis- málum Reykjavíkur sv<"> gott, að það megi við því að versna vegna aukins aðstreymis í bæinn? Fáir munu treysta sér til að svara þessum spurningum játandi. Þannig verða þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar öllum til meins, einnig þeim, sem hún telur sig þó sjálfsagt vilja vera væn og góð. Stórgróðamenmrnir gera sér vonir um meiri peningaráð og ódýrara vinnuafl vegna offjölg- unar í þéttbýlinu. í þeirri von eru þessir refir skornir. Nýja haftastefnan Þótt stjónarliðið leggi nú stund á fjarstæðan áróður, er fátt fjarstæðara í áróðri þeirra en það, að ráðstafanir stjórnarinnar stefni að því að draga úr höftunum. Minnkandi kaupgeta lágíaunafólks og millistétta er vitan- lega ekki annað en aukin höft. Hækkun vaxtanna er ekk- ert annað en aukin höft. Sama gildir um samdrátt útlána. Vitanlega eru það líka aukin höft, þegar allar fram- kvæmdir eru gerðar dýrari. Hér er því markvisst stefnt að því að auka höft, sem draga úr getu og framkvæmdum almennings Stóreigna- menn fá hins vegar aukið frjálsræöi. Hér er stefnt að því að þrengja að hinum morgu til hags fyrir hina fáu. Hér er verið að framkvæma eina þá ranglátustu haftastefnu, &em til er. / '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ? '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ 'e '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ) '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ERLENT YFIRLIT ... * V* V»V»V. V*V»V» V»V*-V> V.V*-V_* Raunaleg endalok baráttumanns Stríftsstefina og einræðishineigð urtSu Syngman Rhee atJ falli ÁRIÐ 1896 gerðu st( ídentar í Seoul uppþot, er beimlist gegn keisarastjórn þeirri, s*eun þá sat að völdum í landinu. ur töldu stjórnarfar hennar of ófrjáls- legt og auðsveipni hen nar við erlent verk ganga úr hófi' fram, en Kórea var sj'álfstætt rí'ki á þessum tíma, a.m.k. að nafni tiil. Segja má, að Kóre:a hafi verið til sem sjálfstætt ).-í!ki síð- an nokkru fyrir daga K rists, en oft í alinánum tengslum við Kínaveldi. Eftir styrjöld Kín- verja og Japana 1895—96 viður kenndu báðir þessir aðilar fuillt sjálfstæði Kóreu, en hélúu þó áfram að reyna að tryggja yfir- ráð sfn þar og einnig ba -ttust nú Rússar í hópinn, er íunnu mjög að því á þessum tíma að treysta aðstöðu sína í hínum fjarlægari Austurlöndum.1 Sú útþenslustefna Rússa leiddi til styrjaldar þeirra og Japnna 1904—05, en Japanir herná mu Kóreu meðan hún stóð yfir og innlimuðu hana svo til fufíts í ríki sitt 1910. Einn þeirra stúdenta, sem tók þátt í uppþotinu 1896, var Syngman Rhee, þá 21 árs' gam- all. Hann var talinn eijoin af forustumönnunum og því hnepptur í fangelsi eftíir að uppþotið var brotið á bak aftur. í fangelsinu hlaut hann hina grimmdarlegustu með- ferð, m. a. voru sumir fingur hans brotnir og hann bn ;nnd- ur undir höndunum. Sa;'t er, að Rhee hafi aldrei orðið sami maður aftur eftir þetta, i:ig af- staða hans jafnan síðan. ein- kennzt af vægðarlausri hör>ku og eiubeitni við hvern sein var. RIIEE, sem var kominn af þekktri embættismannaa :tt og hafði hlotið allgóða menntun, sat í fangelsi eftir þetta þ.angað til styrjöld Rússa og Japana hófst 1904. Þjóðernisiunnar, sem þá náðu völdum í Hóreu í stutta stund, frelsuðu hainn úr fangelsinu og skipuðu hann fuiltrúa í sendinefnd, /ir var send til Bandaríkjanna li fund Theodore Roosevelt foraeta og átti að fá stuðning haias við sjálfstæða Kóreu. Hernáim Jap- ana kom í veg fyrir allar1 slíkar fyrirætlanLr, og Rhee settist að í Bandaríkjunum og tók að stunda nám í lögum qg forn- málum við helztu básk4Vla þar, Harvard og Prineeton. Nokkr- um árum seinna fór han n aftur til Kóreu á vegum anu :rískrar trúboðsstarfsemi, en len.ti brátt í því að taka þátt í undirróðri gegn Japönum. Svo fór því, að hann varð að fara hulölu höfði og buðu Japanir frainn fé til höfuðs honum. Árið 1'312 tókst honum að komast úr landi og dvaldi á Hawaii næatu árin. Árið 1919 skaut honmn upp á friðarfundinum í Pairís, þar sem hann krafðist sjiílfstæðis fyrir Kóreu. Nokkru seinna setti hann upp útlngastjórn fyrir Kóreu með aðsetri í Shanghai og sótti sern fulltrúi hennar fjölmargar .ráðstefn- ur næstu tvo áratugÍD.a. Hann átti drjúgan þátt í því., að vest- urveldin og Kínv’-jar gáfu þá yfirlýsingu 1943, aSS Kórea skyldi aftur fá sjálfstæði sitt, þegar Japanir hefðu verið sigr- aðir. Þegar Syngmsm Rhee kom til Kóreu 1945 e{ tir 33 ára SYNGMAN RHEE útlegð, var honum fagnað sem þjóðhetju og hann þremur ár- um síðar einróma kosinn for- seti landsins. Á RÁÐSTEFNU stórveld- anna, er haldin var í Potsdam 1945, sömdu vesturveldin og Rússar um það að fyrst eftir ósigur Japana, skyldu Rússar hernema norðurhluta Kóreu og Bandaríkin suðurhlutann. Land ið skyldi þó fljótlega sameinað undir eina stjórn. Hernám Rússa náði til um 48 þús. fer- mílna af landinu og eru íbúar þar nú 10—11 millj., en her- nám Bandaríkjanna náði til um 37 þús. fermílna og eru fbúar þar nú um 23 millj. Fljótlega eftir að stríðinu lauk, var hafizt handa um að reyna að sameina Kóreu undir eina stjórn, en allar slíkar til- raunir strönduðu á Rússum. Suður-Kórea var þá gerð að sérstöku lýðveldi 1948, Rhee kjörinn einróma forseti, eins og áður segir, og hernámi Bandaríkjanna aflétt. Ári síðar höfðu Bandaríkjamenn flutt nær allan her sinn þaðan. Rúss- ar lýstu einnig yfir ríkisstofn- un í Norður-Kóreu 1948 og fíuttu her sinn einnig þaðan. í júní 1950 réðist svo her Norð- ur-Kóreu inn í Suður-Kóreu og hefði lagt undir sig landið, ef Sameinuðu þjóðirnar hefðu ekki skorizt í leikinn og Banda- ríkin stutt ákvörðun þeirra öfluglega. Styrjöldin í Kóreu stóð yfir þangað til í júlí 1953, er samið var um vopnahlé. RHEE hélt áfram vinsældum sínum meðan styrjöldin stóð yfir, en síðan hefur dregið úr þeim en þó mest seinustu miss- erin. Efnahagserfiðleikar hafa verið geysilega miklir, bæði vegna styrjaldarinnar og skipt- ingar landsins. Bandaríkin hafa hins vegar veitt mjög ríf- lega efnahagslega aðstoð. Þótt efnahagsstjórn Rhees hafi verið gagnrýnd, hefur gagnrýnin þó beinzt mest gegn sívaxandi ráð- ríki hans og augljósri stríðs- stefnu. Rhee hefur ekki farið dult með það, að það væri megintakmark hans að sam- eina Kóreu og myndi hann ekki hlífast við að beita vopna- valdi í því skyni. Hann hefur því haldið uppi mjög fjölmenn- um her eða um 600 þús. manns. Þetta hefur mælzt illa fyrir, því að þótt a'llir æski samein- ingar Kóreu, vilja þó fáir vinna það til, að það kosti nýja styrjöld. Hin yfirlýsta stríðs- stefna Rhee hefur því aflað honum vaxandi óvinsælda og andstöðu, en hann svarað með því að taka sér stöðugt meira og meira vald en lög og venjur hafa heimilað. Vaxandi óvin- sældir Rhees komu strax í ljós fyrir fjórum árum síðan, er varaforsetaefni hans féll með 200 þús. atkvæða mun. Engin kosning varð þó um forsetaem'b ættið sjálft, þvi að mótfram- bjóðandi Rhees dó rétt fyrir kjördaginn og varð hann því sj'álfkjörinn. í forsetakosning- unum, sem fóru fram 15. marz síðast'l., gerðist það einnig, að mótfram'bjóðandi Rhees dó rétt fyrir kjördag, svo að hann varð aftur sjá'lfkjörinn. Við því hafði hins vegar verið búizt, að varaforsetaefni Rhees myndi nú aftur falla með stórum meiri atkvæðamun en 1956, en í staðinn fékk það um 80% greiddra atkvæða eða um 6 millj. fleiri atkvæði en keppi- nautur hans. Það duldist því ekki neinum, að hér var um fölsuð úrslit að ræða, enda sannað að jafnt ofríki og svindli hafði verið beitt við kosning- arnar af embættismönnum stjórnarinnar. , EFTIR Þ'ETTA hófust þær óeirðir í landinu, er nú hafa leiítt til þess, að Rhee hefur orð ið að hrökklast frá völdurn. Bandarfkin hafa og vafaiaust stutt mjög að því bak við tjöld- in, enda hlutu þau orðið mikið óorð af stjórn Rhees. Það er hins vegar rangt, að Rhee hafi verið nokkur sérstakur leppur þeirra, því að hann fór oftast sínar eigin götur og gerði marga hiuti þvert gegn ráðum Banda- ríkjanna. Um Rhee mun það aldrei verða sagt með réttu, að hann hafi látið segja ,sér fyrir verkum. Rhee er giftur austurrískri konu, sem er tuttugu árum yngri en hann. Þau eru barn- laus, en áttu einn fósturson, er var sonur Poong þess, sem var kosinn varaforseti á dögun- um og var einn mesti vinur Rhees. Þessi fóstursonur Rhees hefur nú framið það ódæðis- verk að myrða foreldra sína og systkin og steðja því fjölskyldu raunir að Rhee til viðbótar öðrum. Ef Rhee hefði látið af völd- um fyrir fimm árum eða þegar hann var áttræður, myndi hann jafnan hafa átt glæsilegt nafn í sögu þjóðar sinnar. Seinustu valdaár hans munu hins vegar varpa dimmum skugga á fyrri baráttu hans. Og vissulega er erfitt að hugsa sér hörmulegri endalok á sögu miki'ls baráttu- manns en þau, sem hér hafa orðið. Það voru stúdentar, sem einkum stóðu fyrir uppreisn- inni gegn Rhee. Þeir héldu enn á lofti kyndli frelsis og mannréttinda, eins og Rhee hafði gert sem leiðtogi stúd- enta fyrir 64 árum síðan. Full- yrt er, að þjóðin öll hafi staðið að baki stúdentunum og Suður- Kóreubúar hafi hér risið upp gegn ofrikinu álíka einhuga og Ungverjar gerðu 1956. Þ. Þ. / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ý ) / / '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.