Tíminn - 20.09.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.09.1960, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, þriðjudaginn 20. september 1960. Stúlka óskast hálfan daginn til húsverka. Herbergi fylgir. Uppl gef- ur Kristín Þorbjarnardóttir, Marargötu 7. Sími 22885. SKIPAUTGCRÐ RÍKISINS Esja austur um land í hringferð 24. þ.m. Tekið á móti flutningi á morg un og árdegis á fimmtudag til Fá skrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eski fjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarð- ar Þórshaínar, Raufarhafnar, Kópaskers, Húsavíkur og Akur eyrar. Farseðlar seldir á fimmtudag. Herjólfur fez til Vestmannaeyja og Horna- fjarðar 21. þ m. — Vörumóttaka í dag. Sextug: Anna J. Sumarliðadóttir Digranesvegi 34 Anna J. Sumarli’ðadóttir, Digranesvegi 34 í Kópavogi, átti sextugsafmæli 16. þ.m. Anna er ættuS frá Rauða- sandi og fædd og uppalin þar. Hún giftist Guðmundi Hall- dórssyni á Sandhólaferju í Rangárvallasýslu og bjuggu þau þar síðan, unz Guð- mundur lézt 1947. Þá fluttist hún til Kópavogs með börn- um sínum og hefur búið þar síðan. Þau eru nú öll upp- komin og hin mannvænleg- ustu, sex að tölu. Anna er merk kona og vel látin af þeim, sem þekkja hana. Langar yður. Frá Gagnfræðaskólanum í KÓPAVOGI Væntanlegir nemendur 1. og 2 bekkjar mæti í Kópavogsskóla, við Digranesveg miðvikudag 21. þ. m. til skráningar. Nemendur í 1. bekk mæti kl. 2 síðd. Nemendur í 2. bekk, kl. 3. Nýnemar skili barnaprófsvottorðum. Fastir kennarar eru beðnir að mæta í skólanum kl. 1,30 sama dag. i, Skólastjóri REYKTO EKKI í RÚMINO! Húseigendafélag Reykjavíkur MENN ERU AÐ taka upp úr gör3- unum sínum þessa daga og uppsker an er auðvitað misjöfn, en víðast hvar mjög góð. í beztu kartöflurækt arsveitum er mjög góð uppskera, svo að iíklega fáum við hér um bil nóg að bíta af innlendu magni þeirr- ar vöru á þessu árl. Þeir eru enn allmargir, sem gera sér það til dundurs að rækta kart öflur og aðrar matjurtir í smágörð um, bæði í Reykjavík og á öðrum bæjum, þótt niðurgreiðslufyrir- komuiagið hafi í raun og veru gert slíka ræktun óhjákvæmilega, og það séu laun þjóðfélagsins til þeirra, sem leggja sig fram um að auka framleiðslu þjóðarinnar með þess um Hætti, að þeir verði að neita miklu dýrari kartaflna en aðrir, ef þeir hafa ræktað þær sjálfir. ÝMSIR MUNU HAFA það ráð, að leggja kartöflurnar allar inn og fá 3—4 kr. fyrir kg. af þeim en kaupa svo aftur kartöflur út úr búð fyrir svo sem kr. 1,60 eða 2 kr. Þetta er auðviatð hyggindi, sem í hag koma, en ekki er það sérlega heiibrigt að láta alit söiukerfið miða að slíkri verzlun. Sumir sagja meira að segja, að það sé allgóð tekjulind að kaupa kartöflur í sekkjatali i matvöruverzlunum, setja í aðra poka og leggja síðan inn sem sína ræktuðu framleiðslu. Eg veit að vísu ekki til þess, að menn hafi gerf þetta, því að yfirleitt er fólk heiðarlegra en það kerfi, sem ríkið ætlar því að lifa eftir, en ég hef heyrt menn vera að bollaleggja um þetta svona til dæmls um það, hvað kerfið sé vitlaust. EN FÓLK VILL ekki hætta við garð- ana sína, þót svona sé að því búið. Það er gaman og heilsubót að fást við þetta — og mest gaman er að taka upp. Kartöflurnar eru sumar vænar núna. í fyrradag fékk kona t.d. 400 gr. kartöflu upp úr garðin- um sínum hérna vlð Reykjavík. Og hún fékk flelra. Við birtum hérna á forsíðu Timans í gær mynd af alveg einstæðri gulrófu, sem vakti ósvikna kátínu allra, sem hana sáu, og ekki trúi ég öðru en konan hafi orðið dálítið undrandi, þegar sú sá smettið á henni gægjast upp úr moldinni. Rófan er með svona nærri því rétt skapað mannsandlit — dáiítið stórskorlð og tröllslegt að visu — en annars vantar þar ekkert, sem á einu mannkindar- smetti á að vera. Kálið er eins og sæmilegasti hattur ákvenmanni, og alls ekki Ijótari en oft sést á göt- um. Augun eru tvö á nákvæmlega réttum stað, dálítið djúp og svört, og nefið stórt og viðamikið brenni- vínsnef eða kartöflunef, sem frúin fitjar dálítið upp á. Munnurinn er svolitið skakkur, vegna þess að hún virðist vera búin að missa tennurnar öðrum megin. Hakan hin myndarlegasta. MARGAR GULRÓFUR eru kynlegar ílögun, er þær koma upp úr mold- inni.en allir þeir, sem þessa rófu sáu, luku upp einum munni um það, að svona eðliiega rpannsmynd hefðu þeir aldrei séð á gulrófu. Og vafalaust er það, að þessari rófu hefur miklu betur tekizt að líkjast manneskju, en nokkurri mannkind hefur tekizt að líkjast rófu — og er þó mannskepnan haria marg- breytilegt fyrirtæki. Og hérna er myndin af frú Gulrófu aftur. — Hárbarður. til að læra erlend tungumál? Ef svo er ættuð þér að kynna yður kennsluna í Málaskólanum MÍMI. Kennslan er jafnt fyrir unga sem gamla og alítaf að kvöldinu eftir vinnutíma. Þér lærið að TALA tungumálin um leið og þér lesið þau af bókinni og venjist því um leið að hlusta á þau í sinni réttu mynd Jafnvel þótt þér hafið tiltölu- lega lítinn tíma aflögu til náms, fer aldrei hjá því, að þér hafið gagn af kennslu sem fer að mestu leyti fram á því tungumáli, sem þér óskið að læra Eí yður langar t.d. að skreppa til Kaupmannahafnar að vori, getið þér æft yður í dönsku með því að tala við danskan úrvalskenn- ara tvisvar í viku. Ef ferðinni er heitið eitthvað annað gegnir sama máli um önnur tungumál, þér getið talað við Spánverja á spönsku. Þjóðverja á þýzku o. s. frv. Kennsla hefst mánud. 26. sept. lyiálaskólinn BVfsmir Hafnarstræti 15 — Sími 22856, ÞAKKARÁVÖRP Hjartanlega þakka ég öllum þemi er heiðruðu mig og glöddu með heimsóknum. gjöfum og heillaósk- um á 80 ára afmæli mínu, 25. ágúst. Guð blessi ykkur öll. Ingihjörg Finnsdóttir, frá Kjörseyri. Þökkum innilega auðsýnda samúð við útför móður okkar Kristínar Bjarkan Akureyrl. Ragnar Bjarkan. Skúli Bjarkan, Eiginmaður minn, sonur okkar og bróðir Kjartan Jakobsson, fyrrverandi vitavörður frá Reykjarfirðl, andaðist 16. september. Flóra Ebenezersdóftir, Matthildur Benediktsdóftir, Jakob Kristjánsson og systkini.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.