Tíminn - 20.09.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.09.1960, Blaðsíða 16
Vantraust á stefnu ríkisstjórnarinnar Hin nýja þakrennuvél HarSar Helgasonar. KílóntBlri af samfelldri þakrennu á einum degi — Nú má hann rigna, sagði Hörður Helgason blikk- smiður þegar Tíminn leit inn til hans í gærdag Hörður hef- ur nýverið fengið nýja vél í biikksmiðju sína ti! þakrennu gerðar og getur hér eftir fram leitt betri rennur á hagstæð- ara verði en tíðkazt hefur. Vélina fékk hann í fyrri viku og er að taka hana í notkun þessa dagana. Hörður Ilelgason rekur blikk- 'iniðjuna Sörla við Sörlaskjólsveg í Reykjavík. Þar er að sjálfsögðu framleidd öil sú blikkvara sem lieiti hefur, en aðalverkefni smiðj unnar kvað hann vera að fram- leiða lofthiíunarkerfi og þakrenn- ur. Rennurnar hafa hingað til verið gerðar í þriggja fefa löngum bútum og þó þurft tvær vélar til. Hefur verið mikill starfi við sam- saeytingar og frágang á þakrenn- um, þar sem ekki hefur verið unnt að smíða þær lengri. Hin nýja vél Harðar leysir úr öllum þessum vanda. Hún tekur við ómótaðri blikklengju og skil- ar effir skamma stund fullgerðri þakrennu, n;eð öllum þeim kost- um sem slíkan grip mega prýða. Einn mestur kostur vélarinnar er þó sá að í henni má smíða þak- rc-nnur í hv’erri stærð sem henta þykir. Geta húsbyggjendur því Regn Sunnan eða suðvestan kaldi og dálitil rigning síð- degis. Það er því betra að vera við ðilu búinn og búa sig vel út að heiman, þvi hann getur komið á fyrr en varir. HÖRÐUR HELGASON — nú held ég að hann megi rigna. fengið rennur á hús sín í heilu lagi í stað þess að fá fjölmarga stnábúta eins og áður tíðkaðisf. — Þessar nýju rennur eru líka vandaðri og því endingarbetri en hinar eldri, sagði Hörður. Nú er ekki hætta á ryðgun út frá sam- skeytum á rennunum, og eins gengur vélin sérlega frá kantinum á rennunum þar sem þær láta vanalega fyrst á sjá. — Og verðið? — Það ætti að geta lækkað tals- vert. Smíðin er einfaldari og ó- dýrari í þessari nýju vél og geng- ur auk þess mun hraðar. Hingað til hefur metrinn af þakrennu kostað um þrjátíu krónur, en ég veit ekki enn hvað það verður iiér eftir. Hörður starfar við fjórða mann í blikksmtð.iunni, en tveir af mönn um hans voru að starfi úti í bæ, þegar Tíminn heimsótti smiðjuna í gær. Þeir voru auðvitað að setja upp þakrennur. Hörður renndi blikklengju í vélina góðu og er hún að sfarfi á meðfylgjandi mvnd. Véiin skilar 100 metrum af fullgerðri rennu á klukkustund, fiamleiðsian getur sem sagt þján- irjgalaust komizt upp í kílómetra á dag. Það var því ástæða til að spyrja Hörð hvort hann gæti selt aila þessa þaknennu. — Það hefur gengið vel hingað t i, — og ætti ekki að verða lak- ara eftir að nýja vélin er fengin. Ég hef haft talsverð viðskipti í bænum og eins selt mikið út á land. Gömlu rennurnar voru held- ur leiðinlegar í flutningi, en nú er hægt að haga stærðinni eftir fiutningatækjum hvers viðskipta- vmar. Flutningsmöguleikarnir eiriir segja fyrir um stærðina, ann ars gæti ég smíðað í einu lagi þakrennur á stærstu stórhýsi. — Og hvað endast svo renn- urnar lengi? — Tíu til fimmtán ár, kannski lei'gur með góðri hirðingu. Eftir þann tíma verður að setja upp nýjar rennur. Það er ryðið sem fyrst og fremst vinnur á rennun- um. Og einn af kostum þessarar r.ýju vélar er einmitt að hún geng- ur betur frá rennunum en áður hefur verið hægt. Það v’erður minni hætta á ryðgun á þeim, og þess vegna ættu þær að geta enzt lengur. Blikkið kaupir Hörður frá Relgíu. Það er venjulega í plötum, þrisvar sinnum átta fet að stærð, en í nýju véiina fær hann rúllur af hæfilegri breidd og 200 metra (Framhald á 15. síðu). Þróun mála á Kúbu hefur dregið dilk á eftir sér í inn- anríkismálum Bandaríkjanna, þar sem tveir öldungadeildar- þingmenn úr flokki demó- krata hafa ásakaS Christian Herter utanríkisráSherra fyrir aS hafa ekki haft næga gát á framvindu málanna og segja jafnframt aS tveir opinberir embættismenn í Bandaríkjun- um meS aSstoS nokkurra blaSa þar hafi hjálpaS Castro til viS valdatökuna á eynni á sínum tíma. Þingmenn þessir, Dood og Eastland, eru báðir meðlimir sérstakrar nefndar, sem fjall ag hefur um stjórnmálaað- gerðir Bandaríkjanna gegn Kúbu. Þeir byggja þessar á- sakanir fyrst og fremst á yfir heyrslum sem nefndin hefur haldið yfir sendiherra Banda- ríkjanna á Kúbu, er Castro steypti einvaldsherranum Bat ista úr stóli. Sá heitir Earl Smith. Sömuleiðis er vitnað í yfirheyrslur yfir fyrirrenn- ara Smiths, Arthnr Gardner- CASTRO Hrói Höttur 20. aldarinnar — Moskvu-útvarp i með Lumumba Fyrir réttri viku síðan reyndi Patrice Lumumba for- sætisráðherra í Kongó að taka útvarpsstöðina í Leopold- ville í sínar hendur en her- sveitir SÞ höfðu þá lokað stöð- inni svo að hún yrði ekki not- uð til þess að æsa upp fólkið í landinu. Lumumba kom til utvarpsstöðvarinnar ásamt tuttugu kongóskum hermönn- um og krafðist þess að fá að- gang að útvarpsbyggingunni. Það voru hermenn frá Gharía, sem gættu stöðvar- innar og foringi hermann- anna þar var rúmlega tvítug- ur brezkur liðsforingi, Short að nafni. Er hann sá Lum- umba nálgast stöðina skipaöi Short mönnum sínum að vera vel á verði en sjálfur varð Short fyrir svörum, er Lum- umþa krafðist þess að hann fengi afnot af útvarpsstöð- inni. Short var kurteis við forsætisráðherrann en sagð- (Framhald á 15. síðu). HERTER — vantar meira aðhald — Vafasamir sérfræðingar Christian Herter utanrík isráðherra hefur borið ásak- anir þessar eindregig til baka og segir skýrslu þingmann- anna skakka mjög frá þvj sem rétt er. Segir Herter, að þess- ir sendiherrar séu ekki leng- uj1 í utanrikisþjónustu Banda ríkjanna og að sambúð Kúbu og Bandarkjanna hafi alla tíð verið í höndum æðstu manna utanríkisþjónustunnar ekki sízt nú hin síðari ár. Þingmennirnir segja í skýrslu sinni, að stefna Banda ríkjanna í utanríkismálum sé ekki tekin á skrifstofn ut- anríkisráherrans heldur séu það óþekktir sérfræðingar, sem fylli skrifborð ráðherr- ans meg margs konar yfir- lýsingum, sem hann fari svo eftir. Sendiherrarnir segja í yfirheyrzlunum, að Castro hafi verið hetja í augum þess ara,,sérfræðinga“ og þeir unnu með blaðamönnum sem voru hliðhollir Castro í þeim anda ag gera Castro að eins konar Hróa hetti. Á þennan hátt var utanríkis- ráðuneytið blekkt og það hef- ur áður skeð s. s. í sambandi við kínverska kommúnista, er þeir voru ag ryðjast til valda. Biöðin ábyrg Annar fyrrverandi sendi- iierrann, Smith, segir að Bandaríkin hafi óafvitandi hjálpað til við að velta Bat- ista úr stóli en hann var vin- veittur Bandaríkjunum. í hans stað höfum við fengiö Fidel Castro, segir Smith, og hann dýrkar Rússa og þeirra stjórnarfar. Ábyrgðin á þessu hvílir á vissum öflum i utan- ríkisráðuneytinu og nokkrum blöðum í landi okkar, heldur íFramh. á bls. 15.) 210. blað. Þriðjudaginn 20. september 1960.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.