Tíminn - 20.09.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.09.1960, Blaðsíða 9
TÍMINN, þriðjudaginn 20. september 1960. 9 geirsey upp á Hvolsvöll, sum arið 1934. Sama ár beitti fé- lagið sér fyrir, að hafnir yrðu mjólkurflutningar úr austur- hluta sýslunnar til Mjólkur- bús Flóamanna, en það stór bætti hag bænda á þessum erfiðu tímum kreppuáranna. Félagið sá um flutningama austan Rangár fram til 1946, að mjólkurbúið sá sig tilneytt að taka þessa flutninga í eig in hendur, — en það er önnur saga. ■ 1 byrjun stríðsins tók byggð að vaxa á Hvolsvelli og félagið hóf þá að færa út rekstur sinn. Árið 1939 reisti félagið frystihús að Hvols- velli, sem þá var fyrsta frysti- hús í sýslunni, en það brann 1944. Vélaverkstæði var sett á stofn 1942 og hefur það ver ið starfrækt síðan. Og með bættri afkomu manna al- mennt á stríðsárunum marg faldaðist viðskiptavelta heim ilanna. Árið 1948 byggði fé- lagið starfsmannahús, þar Sama ár voru einnig byggðar tvær stórar vöruskemmur og benzínafgreiðsla. Samvinnumenn í héraði urðu ásáttir um að sameina Kaupfélag Rangæinga að Rauðalæk og Kaupfélag Hall geirseyjar, Hvolsvelli í eitt fé- lag og var það gert 1. júlí 1948. Kaupfélag Rangæinga á Rauðalæk var stofnað 1930 og var Helgi Hannesson aðal- forgöngumaður og fram kvæmdastjóri þess félags. Á Rauðalæk hefur verzlunar- húsið verið endurbætt, þar hefur einnig verið byggð vöruskemma og komið upp vélaverkstæði. Árið 1959 var byggt starfsmannahús á Rauðalæk og er í því staðsett samvinnuþvottahús. Sams konar þvottahús hefur einn- ig verið rekið á Hvolsvelli síð an 1952 og orðið mjög vin- sælt. Og að lokum, — hvað viltu segja okkur um framtíðarfyr- irætlanir félagsins? Hvolsvöllur er fallegt og vel byggt kauptún og ríklr þar myndarbragur í flestum efnum. lagi Suðurlands. Verður það m. a. geymsla á matvælum fyrir félagsmenn og aðstaða til geymslu á fiski og kjöti, sem félagið sér um dreifingu á til sinna viðskiptamanna. Félagið hefur unnið mikið og á síðustu tíu árum hefur Orðið er frjálst Stöðhestar og næturheimsókn Trésmíðaverkstæði Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelll. sem rekin var greiðasala. Ár- ið 1951 flutti bifreiðaverkstæð ið í nýtt hús, sem jafnframt var vísir að trésmíðaverk- stæði, en í það hafa nú verið keyptar nýjar og fullkomnar vélar og hefur það flutt í ný húsakynni. Árið 1955 var haf- in bygging á nýju verzlunar- húsi, en það hafði um langan tíma verið aðkallandi. Hin nýja kaupfélagsbygging var tekin í notkun í apríl 1957. Um framtíðina vil ég engu' spá. Bn eins og nú horfir við er einsýnt að framkvæmdir allar verða að fara hægar, uppbyggingin getur ekki orðið eins ör næstu ár. En öflugt samvinnustarf, sem er rekið á heilbrigðum grundvelli skortir aldrei verkefni. Það er nú ákveðið að reisa hér stórt og myndarlegt frysti- hús í sameign með Sláturfé- öll aðstaða, bæði hvað tæki og húsbúnað snertir gjör- breytast. Þetta gengi sitt a'fé- lagið að þakka dugnaði Rang æinga og trú þeirra á fram- tíð félagsins. Enginn sannnr íslendingur getur trúað á framtíð þjóðarinnar án blóm legs landbúnaðar, en hann á ótæmandi nýja möguleika með vaxandi tækni og þekk- ingu. Bifreiðar eru einu vöruflutningatæki félagsins og félagsmanna. Góð hleðslutæknl er mikil nauðsyn, og svona er þægilegt að blaða bíla áburði, sementi eða annarri sekkjavöru. Um mánaðarmótin júlí-ág- úst í sumar var hafizt handa um leit að stóðhestum á milli Blöndu og Héraðsvatna. Upp í þá ferð lögðu nokkrir ævin- týramenn, sem héldu fram Eyvindarstaðaheiði. En ekki fóru þeir lengra en að Ströngu kvísl, þótt vitað sé, að hross- in halda sig meira framan við kvíslina um þetta leyti sumars. Fyrrnefndir greppar fundu 8stóðhesta,sem þeir ráku ofan í Skagafjörð og létu selja þar síðar. Voru hestarnir úr Skaga fjarðar- og Húnavatnssýsl- um og urðu eigendur þeirra að greiða talsvert sektarfé. — Þá hafa menn og verið sendir um heimalönd á fyrr- nefndu svæði og hestaeigend- um fyrirskipað að taka stóð hesta í girðingar. Hafa allar þessar aðferðir mælzt illa fyr ir, svo ekki sé fastar að orði kveðið, ekki sízt vegna þess ónæðis, sem afréttarpening- ur hefur orðið fyrir. Eg spurðist fyrir um það hjá búfjárræktarráðunaut okkar Húnvetninga, Sigfúsi Þorsteinssyni', hvort ekki yrði farin slík för á heiðarnar vestan Blöndu. Kvað hann það óvíst. Þar eiga þó aðal- hrossasveitir Austur-Húna- vatnssýslu hlut að máli og mun óhætt að fullyrða, að stóðhestarnir skipta mörgum I tugum þar. Nú leyfi ég mér | því að spyrja: Hvers vegna er lögunum beitt svo harðskeytt | lega gegn sumum hrossabænd ! um, en aðrir ekki látnir sæta neinum óþægindum, þótt jafn sekir séu, eða jafnvel meira? Annars mætti margt segja um búfjárræktarlögin í heild, þótt hér verði aðeins vikið að því, sem snýr að hrossunum. Fyrst vil ég vitna í um- mæli hins þjóðkunna manns, Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp, sem gleggstur er allra manna á hross og þeim kunnu /astur, þeirra, sem ég hefi kynnst. Hann heldur því fram að síð an farið var að fást við hrossa i rækt, hafi góðhestunum hrak að. Eg vil taka undir það. Eitt dæmi um þess löggjöi er það, að ef henni er fram- fylgt, er útilokað að reka bessa búgrein: Það er hrossa eign, með hagnaði. Því að markmið hrossaræktarfélag- anna er að hafa hryssurnar margar saman í girðingum, en jafnhliða mjög takmark- aðan folakost. Reynsla mín á fyrri árum var sú, að ef svo var aðfarið kom allt að því önnur hver hryssa geld úr girðingunum. Eftir að ég fór hins vegar að hafa stóðhesta sjálfur, hefur útkoman orðið allt önnur og betri. Síðan tel ég að hrossin hafi gefið mér bezta raun af þeim bústofni, sem ég hef undir höndum og það jafnvel þótt miðað sé við sláturhross. En rétt er að taka fram, að lífhrossasala er og alltaf nokkur og er hún mun arðbærari. Mín tillaga er því sú, að svokallaðir áhugamenn í hrossarækt eigi að vera sér í hópi með sínar aðferðir. En þeir, sem ekki vilja aðhyllast þeirra ræktunarmáta, fái að stunda hjSrðbúskap á þessu sviði', svo sem lengst af hefur tðkast hérlendis. En að sjálf sögðu skulu þeir hafa það hug fast að nota aðeins góða hesta til undaneldis og engu síður ber þeim að leggja áherzlu á, að velja vel hryssurnar. Það hafa aftur hrossaræktunar- félögin vanrækt undanfarið. Aðfaranótt 4. sept. s.l., eftir að fjöllin voru sofnuð, heim- sóttu mig sex menn og ekki af lakara taginu. Var þar í fararbroddi Gunnar Bjarna- son,^ hrossaræktarráðunautur B. f. Fylgdu honum fast á hæla þeir ráðunautarnir Sig- fús Þorsteinsson og Egill Bjamason. Síðan ráku þeir lestina: Sveinn Guðmundsson Agnar Guðmundsson og Pétur á Hjaltastöðum. Allt eru þetta raktir og valinkunnir heiðurs menn og komu hér líka fram af þeirri kurteisi og prýði, sem gagnmenntuðum mönn- um sæmir. Erindi sexmenninganna (Framhadd á 13. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.